Tíminn - 29.01.1987, Side 10

Tíminn - 29.01.1987, Side 10
10 Tíminn lllllllllllllllllllllllllll MINNING ~ Fimmtudagur 29. janúar 1987 Rannveig Þorsteinsdóttir Fædd 6. júlí 1904 Dáin 18. janúar 1987 Kveðja frá Félagi framsóknar- kvenna í lleykjavík „Ég verð að fara, ferjan þokast nœr og framordið á stundaglasi mínu. Sumarið með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf afgreinum oghorfinn dagurgefur hyr frá landi. (Davíð Stefánsson) í dag kveðjum við Rannveigu Þorsteinsdóttur, þá mikilhæfu konu, og við vitum að það var orðið framorðið á stundaglasi hennar, enda hafði hún skilað miklu og farsælu ævistarfi. Rannveig lauk samvinnuskóla- prófi 1924 og hefur störf sem af- greiðslumaður á Tímanum 1925- 1934, en jafnframt kennir hún við Samvinnuskólann. Frá 1934 starfar hún sem ritari hjá Tóbakseinkasöl- unni. Það sýnir einstakt þrek og þor að hefja nám á miðjum aldrei, ein og óstudd, sem á þessum tíma var nánast einsdæmi. Hún gerir sér lítið fyrir og les utanskóla undir stúdents- próf á einu ári og lögfræðiprófi lýkur hún þremur árutn seinna, 1949. Héraðsdómslögmaður varð hún 1952 og hæstaréttarlögmaður 1959, fyrst íslenskra kvenna. Úrslit þingkosninganna 1949 urðu Framsóknarflokknum hagstæð, þá bætti hann við sig fjórum þingmönn- um. Fylgisaukning flokksins varð þó fyrst og fremst í Rcykjavík, en þar rúmlega tvöfaldaði hann fylgi sitt frá kosningunum 1946 og fékk í fyrsta skipti þingmann kjörinn. Þingmað- urinn sem vann þennan mikla sigur var Rannveig Þorsteinsdóttir, ný- útskrifaður lögfræöingur, en hún skipaði efsta sæti listans í Reykjavík. Þetta var líka í fyrsta sinn sem kona var kjörin á þing fyrir Fram- sóknarflokkinn og enn er hún sú eina. Úrslitin í Reykjavík voru því margfaldur sigur, en þó fyrst og fremst persónulegur sigur Rannveig- ar. í kosningabaráttunni þótti Rann- veig sýna skörungsskap og það reyndist henni mikill styrkur, að hún var vön félagsvinnu vegna þátttöku í margþættu félagsstarfi, m.a. íþróttahreyfingunni. Rannveig þótti bæði starfsamur og skeleggur þingmaður. Hún lét sig miklu varða réttarstöðu kvenna, skattamál, húsnæðismál og fleiri þýðingarmikla þætti þjóðmála. Hún talaði tæpitungulaust þegar henni fannst ósæmilega að málum staðið. Rannveig var ein þeirra, sem tóku þátt í stofnun Félags framsóknar- kvenna i Reykjavík 1945, og var formaður þess félags í þrettán ár, og mun á engan hallað, þótt sagt sé að félagið hafi eflst mjög undir hennar leiðsögn. Hún sat einnig stofnfund Lands- sambands framsóknarkvenna haust- ið 1981 sem sérstakur heiðursgestur. Hún fylgdist vel með störfum þess og lét sig málefni framsóknarkvenna miklu varða. Þó að heilsu hennar hafi farið hnignandi undanfarin ár var alltaf sami baráttuviljinn. Við vorum mjög ánægð í uppstillingar- nefndinni þegar Rannveig féllst á að taka heiðurssæti listans í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 1983. Rannveig var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum. Skrifaði hún mikið í blöð og tímarit. Minnisstæð er lýsing hennar í Húsfreyjunni, blaði Kven- félagasambands fslands, er hún lýsir heimsókn norrænna kvenna til ís- lands 1951. Þar segir hún um áhrif heimsóknanna: „Við höfum eignast sjálfstraust. Við vitum að íslenskar konur geta gert stóra hluti og gert þá svo vel, að þjóðarheildinni er sómi að...“ Athygli vekur, að samtímis því að Rannveig er formaður okkar félags er hún formaöur Kvenstúdentafé- lags íslands (1949-1957). Eins var hún formaður Kvenfélagasambands I íslands 1959-1963, en það eru fjöl- mennustu kvennasamtök á íslandi. Jafnhliða þessu rekur hún lögfræði- stofu í Reykjavík og situr í mörgum nefndum og ráðum, t.d. útvarpsráði og yfirskattanefnd, einnig var hún fulltrúi íslands á ráðgjafarþingi Evr- ópuráðsins svo og fjölmörgum öðr- um ráðstefnum erlendis. Rannveig ferðaðist mikið á yngri árum og unni óbyggðum og útilífi. Hún var virkur félagi í Ármanni og vann með félögum sínum við að koma upp skíðaskála í Jósefsdal. Þegar sá skáli var vígður 1936 orti hún vígslukvæði: Pessi skáli er fyrir skíði og snjó og skauta er haustar að. Fyrirvet urinn byggðurgegn veðrum, ogþó býr vorið á þessum stað. Og Ijósálfa alla, sem leika sér hér, til liðveislu höfum við sótt. Peir blessun lofa, fyrst byggingin er byrjuð á Jónsmessunótt. Ein síðasta minning okkar um Rannveigu er hve glöð og ánægð hún var er haldið var upp á áttræðis- afmæli hennar að Hótel Hofi, Rauð- arárstíg 18, haustið 1984. Upp frá þcssu fór heilsu hennar hrakandi og dvaldist Rannveig síðustu ár ævi sinnar að Reykjalundi. Því miður reyndist ekki unnt að koma Rann- veigu á hjúkrunarheimili í Reykja- vík cins og hún þráði. Það var erfitt að sætta sig við vanmátt sinn í að uppfylla þessa ósk hennar. Rannveig var fjölhæf, vel mennt- uð gáfukona, sem var langt á undan sinni samtíð. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Sturludóttir Sigrún Magnúsdóttir Rannveig Þorsteinsdóttir settist í fyrri bekk Samvinnuskólans haustið 1922, þá 18 ára, ásamt Ólafi bróður sínum, sem var tveimur árum yngri. Þau systkinin komu frá Nesi í Norð- firði, en voru fædd í Mjóafirði, þar sem faðir þeirra hafði stundað sjó- mennsku. Foreldrar þeirra voru skaftfellsk að uppruna. Þau Rannveig og Ólafur vöktu fljótt athygli skólastjórans, Jónasar Jónssonar, og sýndi hann það í verki, þegar þau luku námi vorið 1924. Fyrir atbeina Jónasar réðist Ólafur til Kaupfélags Reykjavíkur, en Rannveig var ráðin afgreiðslu- maður Tímans 1925 og jafnframt enskukennari við Samvinnuskólann eftir að hafa aflað sér menntunar til viðbótar við námið í Samvinnu- skólanum. Báðum þessum störfum gegndi hún til ársloka 1933, þegar afgreiðsla Tímans var sameinuð af- greiðslu Nýja dagblaðsins, sem þá var nýstofnað. Afgreiðslumannsstarfið var á þessum tíma miklu fjölbreyttara en yfirleitt mun álitið nú. Afgreiðslu- maðurinn sá ekki aðeins um útsend- ingu og innheimtu, heldur annaðist jafnframt bókhald og fjárreiður. Vafalaust hefði verið réttara sam- kvæmt núgildandi málvenju að kalla hann fremur framkvæmdastjóra en afgreiðslumann. Það lýsir vel trausti því, sem Jónas Jónsson bar til Rannveigar, að hún var ráðin til þessa starfs 21 árs gömul, jafnframt því að henni var falin enskukennslan við Samvinnu- skólann. Rannveig leysti þessi störf vel af hendi og vann sér vinsældir bæði meðal nemenda sinna og velunnara Tímans, sem voru dreifðir um allt land og áttu meiri og minni samskipti við blaðið. Kunningsskapur og vin- áttutengsl við þetta fólk kom Rann- veigu að góðu haldi, þegar hún bauð sig fram til þings 1949. Úr þessum hópi komu margir eindregnustu stuðningsmenn hennar. Þegar Rannveig hætti starfinu við Tímann réðist hún sem ritari til Tóbakseinkasölu ríkisins. Þetta starf fullnægði ekki eins vel athafnaþrá hennar og afgreiðslustarfið hjá Tímanum og kennslan hjá Sam- vinnuskólanum. Hún hóf aukna þátttöku í ýmsu félagsstarfi, m.a. í Glímufélaginu Ármanni, sem um þetta leyti var að fara inn á nýjar brautir, m.a. á sviði skíðaíþróttar- innar. Síðar setti hún sér það mark að afla sér meiri menntunar, jafn- hliða starfinu hjá Tóbakseinkasöl- unni. Hún tók gagnfræðapróf 1945, stúdentspróf ári síðar, eða 1946 og lögfræðipróf þremur árum síðar, eða 1949. Það munu ekki margir sem hafa lokið lögfræðinámi á svo skömmum tfma. Rannveig Þorsteinsdóttir setti á fót lögfræðiskrifstofu nær strax að námi loknu. Um líkt leyti stóðu alþingiskosningar fyrir dyrum. For- ustumenn Framsóknarflokksins komust fljótt að þeirri niðurstöðu, að Rannveig væri sigurvænlegur frambjóðandi. Kunningjahópur hennar var mjög stór vegna afgreiðslustarfanna hjá Tímanum, kennslunnar í Samvinnuskólanum og þátttökunnar í íþróttahreyfing- unni, svo að nokkuð sé nefnt. Hvar- vetna var hún vel látin og viður- kennd fyrir dugnað og skörungs- skap. Hún var ágætlega máli farin, einörð og hreinlynd, en þó lagin við málamiðlun vegna margþættrar reynslu. Við þetta allt bættist svo nýfengin námsfrægð hennar. Rannveig tók sér nokkurn um- hugsunarfrest áður en hún svaraði óskum flokksforustunnar um að gefa kost á sér til framboðs. Það var henni nokkur hvatning að ýmsir svo-nefndra Þjóðvarnarmanna, sem ekki áttu samleið með neinum stjórnmálaflokki, hvöttu hana til framboðs. Hún lét að lokum tilleið- ast, og gekk eftir það að verki með miklum dugnaði og safnaði um sig fjölmennum hópi áhugasamra stuðningsmanna, m.a. allmargra utan Framsóknarflokksins. Hún náði kosningu með miklum glæsi- brag og meira en tvöfaldaði at- kvæðatölu flokksins miðað við næstu Rannveig Þorsteinsdóttir hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi alþing- ismaður andaðist á Reykjalundi í fyrradag, sunnudaginn 18. janúar, áttatíu og tveggja ára að aldri. Rannveig Þorsteinsdóttir var fædd 6. júlí 1904 á Sléttu í Mjóafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- steinn sjómaður þar Sigurðsson bónda, síðast á Hestgerði í Suður- sveit, Gíslasonar og Ragnhildar Hansdóttur bónda á Keldunúpi á Síðu Jónssonar. Hún hóf nám í kvölddeild Samvinnuskólans 1922, settist í eldri deild skólans haustið 1923 og lauk burtfararprófi vorið 1924. Næsta vetur var hún í fram- haldsdeild skólans. Tveimur áratug- um síðar hóf hún að nýju skólanám, lauk stúdentsprófi utanskóla í Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lögfræðiprófi í Háskóla íslands vorið 1949. Héraðsdómslögmaður varð hún 1952 og hæstaréttarlög- þingkosningar á undan. í þingkosn- ingunum 1946 fékk framsóknar- flokkurinn 1436 atkvæði íReykjavík en fékk í þingkosningunum 1949 2996 atkvæði. Rannveig reyndist mikilhæfur þingmaður, og vann sér traust og virðingu þingmanna. Aðeins tvær konur áttu þá sæti á þingi, Rannveig og Kristín L. Sigurðardóttir. Við afgreiðslu mála í þingflokki og nefndum var hún bæði ráðvfs og raunsæ, fljót að átta sig á málum og að finna heppilega lausn á þeim. Raunar einkenndi þetta öll afskipti hennar af félagsmálum og stjórnmál- um. Rannveig varð að gjalda þess í þingkosningunum 1953, að Fram- sóknarflokkurinn hafði ekki sama byr og 1949 og að ýmsir þeirra utanflokksmanna, sem höfðu stutt hana þá, voru gengnir til liðs við nýjan flokk, Þjóðvarnarflokkinn. Þjóðvarnarflokkurinn varð fyrir því óvænta happi, að 17. júní 1953, eða tíu dögum fyrir þingkosningarnar réðust Rússar með skriðdrekum á friðsamlega göngu verkamanna í Austur-Berlín. Þetta vakti slíka andúð á Sósíalistaflokknum, sem þá varði allar gerðir Rússa, að fylgis- menn hans yfirgáfu hann í hundraða- tali og kusu Þjóðvarnarflokkinn. Frambjóðanda hans tókst því að fá réttum 100 atkvæðum fleira en Rannveig fékk og náði hún því ekki kosningu. í raun mátti þó teljast, að hún næði góðum árangri miðað við hinar óhagstæðu kringumstæður. Hún fékk 2624 atkvæði og var það mun betri útkoma en varð hjá Fram- sóknarflokknum í flestum kjördæm- um. Bersýnilegt var, að hún hafði unnið sér verulegt nýtt fylgi, en það bætti ekki upp tapið, sem hafði maður 1959. Afgreiðslumaður Tím- ans var hún 1925-1936 og jafnframt stundakennari við Samvinnuskólann 1926-1933. Hún var bréfritari við Tóbaksverslun íslands 1934-1946. Rannveig Þorsteinsdóttir var í stjórn Kvenfélagasambands íslands 1947-1963, formaður þess frá 1959, og hún var formaður Félags ís- lenskra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags íslands 1949-1957. Árið 1949 var hún kjörin alþingis- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík og sat á þingi til 1953, á 4 þingum þess kjörtímabils, en áður hafði hún verið þingskrifari frá 1942 til 1948. Dömari í verðlagsdómi Reykjavíkur var hún frá 1950 nokk- ur ár. Hún sat oft sem varafulltrúi á Ráðgjafarþingi Evrópuráðsins á ár- unum 1951-1964. Hún var í happ- drættisráði Háskóla íslands 1951- 1977, í útvarpsráði 1953-1956 og síðar nokkra mánuði milli alþingis- kosninga árið 1959, og í yfirskatta- hlotnast við tilkomu Þjóðvarnar- flokksins. Rannveig Þorsteinsdóttir var aftur í framboði 1956, en þá í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins, en hann og Framsóknarflokkurinn höfðu þá kosningabandalag. Þriðja sætið átti að reynast sigurvænlegt, ef miðað var við samanlagt fylgi flokkanna 1953. Svo fór hins vegar, að mikill hluti Alþýðuflokksins í Reykjavík brást flokknum og snerist ýmist til liðs við Alþýðubandalagið eða Sjálf- stæðisflokkinn. Þriðji maðurinn á lista Alþýðuflokksins náði því ekki kosningu, eins og vonir stóðu til. Eftir þetta var Rannveig ekki aftur í framboði. Hún sneri sér að lögfræðistörfum og félagsmálum. Hún var formaður Kvenstúdentafé- lags íslands og Félags íslenskra há- skólakvenna 1949-1957. Hún átti sæti í Kvenfélagasambandi íslands 1947-1963, þar af formaður 1959- 1963. Þá var hún formaður Félags framsóknarkvenna í Reykjavík 1953-1966. Hún átti sæti í útvarps- ráði um skeið og var varafulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1951-1964 og flutti þar mál íslands með myndar- brag í sambandi við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 12 mílur 1958. Kynni okkar Rannveigar hófust haustið 1931, þegar ég kom til Reykjavíkur til náms við Samvinnu- skólann. Leiðir okkar lágu oft saman eftir það á sviði stjórnmálanna. Ég tel Rannveigu Þorsteinsdóttur hik- laust í fremstu röð þeirra, sem ég hefi kynnst á þeim vettvangi. Þar fóru saman svo margir góðir hæfi- leikar, glöggskyggni, einbeitni, hreinskilni, heiðarleiki, dugnaður og umfram allt vilji til að verða öðrum að liði. Þ.Þ. nefnd Reykjavíkur var hún 1957- 1963. Rannveig Þorsteinsdóttir hóf störf sín að félagsmálum í ungmennafé- lagshreyfingunni og hún var síðar mörg ár í stjórn Ungmennafélags íslands. Hún var áhugasöm um rétt- indi kvenna og í samtökum þeirra var hún skipuð til forystu. í málflutn- ingsskrifstofu hennar áttu konur stuðning vísan, ef á þurfti að halda. Hún var forkur dugleg til allra verka, og það er ekki allra að hverfa úr föstu starfi um fertugt og ljúka menntaskóla- og háskólanámi á skömmum tíma. Nú eru liðnir rúmir þrír áratugir síðan hún hvarf af Alþingi eftir fjögurra ára setu. Störf sín hér vann hún með röggsemi og dugnaði svo sem önnur ævistörf. Síðustu æviárin hlaut hún þó að draga sig í hlé sökum vanheilsu. Ég vil biðj a háttvirta alþingismenn að minnast Rannveigar Þorsteins- dóttur með því að rísa úr sætum. Minningarorð um Rannveigu Þorsteinsdóttur fyrrv. alþingism., sem forseti sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, flutti við upphaf þingfundar 20. janúar 1987

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.