Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 7
Tíminn 7 VETTVANGUR IIIIW Gunnar Sæmundsson: Landbúnaður á tímamótum Hvaö er að gerast? Þetta samþykktu svo forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra, án þess að bera það undir landbúnað- arráðherra, eftir því sem sagt er. Pessi vinnubrögð eru ekki til að auka traust bænda á þessum háu herrum. Ég hef hér að framan fjallað um fyrsta kafla laganna. Pað væri hægt að eyða miklum tíma og rúmi til að fara í gegnum þau, en það verður ekki gert miklu frekar nú, en reynt að athuga nokkuð áhrifin af þeim reglugerðum sem settar hafa verið í kiölfar þeirra. I fyrra vetur kom út reglugerð um framleiðslurétt í mjólk fyrir verð- lagsárið 1985-1986. Reglugerðin kom ekki út fyrr en verðlagsárið var um það bil hálfnað. Og ekki var endan- lega búið að ganga frá framleiðslu- réttinum fyrr en langt var liðið á árið. Þetta olli miklum erfiðleikum hjá fjölda bænda. Menn urðu með ýmsum ráðum að draga úr fram- leiðslu sinni. Ekki það að hægt væri að hafa þetta með öllu frjálst, en það er erfitt þegar menn eru komnir með bústofn og búnir að miða við að geta haft ákveðna framleiðslu, þá skapast mikil vand- ræði og þetta kemur beint sem tekjuskerðing, það er einfaldlega iaun bóndans verða lægri. í sumar kom svo út reglugerð nr. 339/1986 um búmark og fullvirðis- rétt til framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða verðlagsárið 1986- 1987. Þessi reglugerð var að nokkru sniðin eftir samþykktum frá aðalfundi Stéttarsambands bænda er haldin var á liðnu vori. Þessi fundur hafnaði hugmyndum svæðabúmarksnefndar sem starfað hafði á vegum stjórnar Stéttar- sambandsstjórnar. f tillögum hennar var gert ráð fyrir að taka mið bæði af búmarki og framleiðslu síðustu ára. Þessu hafnaði fundur- inn á Hvanneyri og þar var sam- þykkt að taka eingöngu mið af framleiðslu síðustu ára við úthlut- un á rétti til búmarkssvæða, en ekki var tekið á því hvernig skyldi farið með úthlutun til einstaklinga. Þá var tekið fram að aðeins væri miðað við næsta verðlagsár, en ekki lengri tíma. Sjö fundarmenn skiluðu sérstakri bókun þar sem þeir lýstu sig andvíga þessu. Varð- andi þetta er rétt að geta þess að þessar tillögur komu ekki til um- fjöllunar frá nefnd fyrr en komið var undir miðnætti síðasta dag fundarins og varð að afgreiða þær um nóttina, sem og var gert. Það segir sig sjálft að menn höfu engan tíma til að kynna sér málið til hlítar. Ég vil vona að þessi vinnubrögð verði ekki viðhöfð á fleiri fundum Stéttarsambandsins og menn láti þetta sér að kenningu verða. Þegar svo menn fóru að fara ofaní saumana, komu í ljós veru- legir annmarkar á þessum tillögum og var ráðuneyti bent á það, en ekki var á það hlustað. Það var svo farið að vinna eftir þessari reglu- gerð og mjólkurframleiðendum úthlutað fullvirðisrétti, og var því lokið í byrjun verðlagsárs og var það til bóta frá árinu áður. Ekki var úthlutað rétti til handa sauð- fjárbændum, en það átti að reikna það út þegar ljóst yrði hvernig staðan væri að slátrun lokinni. Ég skal viðurkenna það að ég var persónulega hræddur í sumar og fram á haust að um skerðingar yrði að ræða. En þegar talað var við forsvarsmenn bænda fyrir sunnan, þá var sagt að ekki væri reiknað með skerðingum og maður var farinn að trúa þessu og bændur stóðu í þessari trú. Útreikningum var ekki lokið fyrr en rétt á síðustu dögum fyrir jólin. Þegar því var lokið kom hið rétta í ljós. Þá var gripið til þess ráðs að láta Fram- leiðnisjóð setja 25 milljónir til að draga úr skerðingum, en þrátt fyrir Eru bændur þröngsýn- ir? Þessi spurning heyrist æði oft. Er það þröngsýni að vilja verja afkomusínaog eignir? Hætta er á að verið sé að gera bændur eigna- lausa eftir að fullvirðis- réttur var tekinn upp, t.d. á þeim jörðum sem hafa dregist aftur úr. það er þetta dæmi þannig að fjöldi bænda fær ekki undir risið. Þessi skerðing bitnar eingöngu á þeim mönnum sem einhverra hluta vegna höfðu aukið við sig, jafnvel þótt brýn nauðsyn væri fyrir þá til að geta lifað, en hinir sem búnir voru að koma undir sig fótunum og voru í góðri stöðu, sluppu. Til að skýra þetta frekar ætla ég að taka tvö dæmi. Bóndi A. Þetta er ungur maður og nýlega farinn að búa. Hafði keypt jörðina. Er búinn að byggja nokkuð upp, en þyrfti að byggja meira. Hefur endurbætt íbúðar- húsið og ræktað verulega. Til að komast af fyrstu árin hefur hann reynt að vinna utan heimilis. Hann fékk úthlutað búmark 440 ærg. Á síðasta ári framleiddi hann 273,9 ' ærg. eða 4,965 kg. af kjöti. í haust Síðari hluti: framleiddi hann 325,7 ærg. eða 5,928 kg. Þetta er aukning um 52,9 ærg. eða 963,9 kg. Þessi bóndi fékk skerðingu upp á 87.800 kr. Það er um það bil helmingur af því verði sem hann átti að fá fyrir aukning- una, en verðskerðingarhlutfall er í V.-Hún. 0,507856. Hvernig er staða þessa bónda? Hann hafði gert ráð fyrir að hann mundi sleppa alveg, eða að mestu. Þá er rétt að geta þess að hann tók þátt í fjárhagskönnun á síðasta ári sem gerð var á vegum landbúnaðar- ráðuneytis og Búnaðarfélags íslands. Bóndi B. Þetta er maður á góðum aldri, og búinn að búa í 15-20 ár og koma sér vel fyrir. hann er með 660 ærg. Á síðasta ári framleiddi hann 593 ærg. eða 10,792 kg. f haust framleiddi hann 591 ærg. eða 10,774 kg., eða 18 kg. minna. Þessi bóndi fær enga skerð- ingu. Þessi útreikningur er samkv. 18. gr. 3 tl. a lið. Ef a lið hefði ekki verið beitt, en notaður hefði verið b liður þá hefði bóndi A ekki fengið neina skerðingu, en bóndi B 29,5 ærg. Vonandi gera yfirvöld ráðstafan- ir til að laga þessa hluti, því ef það verður ekki gert lenda margir í þannig erfiðleikum að það getur riðið þeim að fullu. Þrátt fyrir að eitthvað kynni að vera gert þá sýnir þetta hvernig reglugerðin virkaði. Þann 29. október undirritaði landbúnaðarráðherra nýja reglu- gerð nr. 445/1986 um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verð- lagsárið 1987-1988. Enn var heldur seint verið á ferð þar sem þetta var í sláturtíðarlok. Stéttarsamband bænda hafði vitneskju um að þetta stæði til og sendi ábendingar m.a. um að taka tillit til búmarks. Því var hafnað og skyldi miðað við framleiðslu síðustu ára. Og hvernig skyldi þetta líta út þegar búið var að tilkynna bændum fullvirðisrétt sinn. Og lítum nú á sömu aðila og áðan. Bóndi A fær 264,6 ærg. eða 60,2% af búmarki. Bóndi B fær 544 ærg. eða 82,4% af búmarki. Ef við tækjum nú þriðja bónd- ann sem við nefnum bónda D. Bóndi D hefur verið að draga heldur saman búskapinn af ýmsum ástæðum á síðustu árum en þurfti nú að fara að auka við að nýju. Hann hafði í búmark 440 ærg. Hann framleiddi 334 ærg. árið 1983, árið 1984 313 og árið 1985 312 ærg. Árið 1984 verður viðmið- un og hann fær í fullvirðisrétt 1987 294,5 ærg. Ef þessi bóndi hefði ekkert dregið saman en haldið sömu framleiðslu og árið 1983, þó maður tali nú ekki um fjölgun, þá hefði fullvirðisréttur hans orðið 307,8 ærg. Þessum bónda er hegnt af því hann hefur dregið saman. Og tapar hann því 13,1 ærg. Það væri hægt að koma með mun grófari dæmi en hér er gert. Það liggur því fyrir að í reynd er þetta kerfi framleiðsluhvetjandi þar sem enginnmá draga saman þá á hann það á hættu að honum verði refsað. Samkv. reglugerð 445/1986 hafa búnaðarsamböndin 3% af fullvirð- isrétti viðkomandi svæðis til að úthluta til bænda samkv. sérstök- um ákvæðum. Hér í Vestur-Húna- vatnssýslu hafa nú þegar borist um 70 umsóknir, þar sem sótt er um um það bil 5.000 ærg. Við höfum til ráðstöfunar 1.160 ærg. Það hefur komið í ljós við samantekt að 13 bændur, sem eru frumbýlingar eða tóku þátt í skuldakönnun landbún- aðarráðuneytis og Búnaðarfélags íslands og fengu jákvæðar undir- tektir þar, hafa í fullvirðsrétt á næsta hausti 3.381 ærg. Samkv. athugun héraðsráðu- nauta á forðagæsluskýrslum og með spá um- afurðamagn, þá má ætla að afurðir hjá þessum 13 bændum verði að hausti 4.332 ærg. Þarna er mismunur upp á 1.550 ærg. Þessu til viðbótar eru margir bændur sem þurfa á allverulegum leiðréttingum að halda. Vanda þessara frumbýlinga verður að leysa sérstaklega og það nú þegar, verði það ekki gert er ekkert framundan hjá þeim, þar sem það er ljóst að búnaðarsamböndin ráða ekki við að leysa það, eða aftur- kalla þessa reglugerð og gera á henni breytingar, það er reyndar ámælisvert að ekki skuli vera búið að senda bændum hana enn þann dag í dag, en hún var undirrituð 29. okt. s.l. Gera verður úttekt á búrekstraraðstöðu á öllum bújörðum á land- inu. Að því búnu er hægt að fara að skipu- leggja framtíðina. Þetta hefði þurft ð vera búið að gera fyrir ára- tug eða svo. Þarna verður að taka mið af landkostum og ræktun, því það er ekki verjandi að vera með t.d. stór sauðfjárbú þar sem ekki er nokkur grund- völlur fyrir því nema láta það ganga á öðr- um eða ofbjóða land- inu. Gera verður þá kröfu að stjórnmálamenn taki afdráttarlausa af- stöðu í þessum málum og segi okkur umbúða- laust hver stefna þeirra sé gagnvart lands- byggðinni. Hvort halda eigi landinu í byggð eða ekki. Annars er hættviðþví að fólkfari að taka upp tjaldhæl- ana og koma sér á suð- vesturhornið. Hvað er þetta, sjá bændur ekki vandann? Eru bændur þröngsýnir? Hvað er þá til ráða? Já þannig eru spurningarnar. Jú bændur sjá að vandi er fyrir höndum, en það verða margir að koma til þegar á að leysa hann. Það er alltaf svo að menn greinir eitt- hvað á um leiðir. Varðandi skerð- ingarákvæði þau sem nu gilda er ég mjög ósáttur við þær reglur. Ég tel að búmarkið eigi þar alfarið að vera sú grunntala sem miðað er við. Bændur trúðu og treystu á það. Það var líka staðfest að þetta væri eign þegar farið var að kaupa það og líka átti það um tíma við ónotað búmark. Það á líka að vera óheimilt að selja búmark undan jörðum án umsagnar viðkomandi sveitarstjórnar og búnaðarsam- bands. Mér er það ljóst að úthlutað búmark er miklu hærra en samrým- ist því magni sem hægt er að framleiða. Hvað á þá að gera? Það verður að beita skerðingu sem hlutfalli af búmarki, þó þannig að ákveðið lágmarks bú verði undan- þegið skerðingu, dæmi: Bú undir 200 ærg. verði undanþegið skerð- ingu, þar fyrir ofan komi stigvax- andi skerðing, sem hækki í þrepum t.d. á 50 ærg. bili upp að búmarki. Fyrir ofan búmarkið verði veruleg skerðing, eða alveg full skerðing. Ef ekki þarf að beita skerðingu að fullu á einhverju svæði þá færist lágmarks bústærðin ofar t.d. 250 eða 300 ærg. eftirþví sem aðstæður leyfa. Kemur þetta kerfi ekki illa út fyrir þá sem eru búnir að byggja upp stór bú. Gagnvart þessum aðilum gæti þurft að gera sérstakar ráðstafanir í lánamálum með þvf að lengja lánstímann. Eru bændur þröngsýnir? Þessi spurning heyrist æði oft. Er það þröngsýni að vilja verja sína af- komu og eignir? Hætta er á að verið sé að gera bændur eignalausa eftir að fullvirðisréttur var tekinn upp, t.d. á þeim jörðum sem hafa dregist aftur úr. Það verja allar stéttir sína afkomu og það væri hollt fyrir menn að bera bændur saman við aðrar stéttir, sem staðið hafa í samningum að undanförnu. Er nema von að bændur hugleiði hvað bíður nú á næstu misserum. Hvernig eiga menn að leysa út áburð í vor. Kaupfélög og lána- stofnanir vilja vita hver er fuilvirð- isréttur viðkomandi þegar beðið er um fyrirgreiðslu. Hvað er þá til ráða, hvað á að gera? Þarna verða stjórnmálamenn að koma til sögunnar. í fyrsta lagi verða þeir að gera það upp við sig hvort halda á landinu í byggð, því sem næst eins og nú er. Þessari spurningu verður Alþingi að svara fyrir þinglok í vetur. Lengja verður aðlögunartíma laganna um stjórn á búvöruframléiðslu frá 1985, um að minnsta kosti 5 ár. Setja verður skýrari reglur um samninga ríkisins við bændur, hvað varðar þær birgðir sem eftir kunna að verða að hausti af því magni, sem samið var um. Þessum birgðum verður að koma úr landi. Áður hefur verið vikið að reglu- gerðum og stjórnun á allri búvöru- framleiðslu, en þar verður að stöðva stór verksmiðjubú. Dreifa verður þessari framleiðslu í hæfi- lega stór fjölskyldubú. Gera verður úttekt á búrekstrin- um á öllum bújörðum á landinu. Að því búnu er hægt að fara að skipuleggja framtíðina. Þetta hefði þurft að vera búið að gera fyrir áratug eða svo. Þarna verður að taka mið af landkostum og ræktun, því það er ekki verjandi að vera með t.d. stór sauðfjárbú þar sem ekki er nokkur grundvöllur fyrir þvf nema láta það ganga á öðrum eða ofbjóða landinu. Þá verður að taka upp mikið meiri aðhaldsað- gerðir gagnvart lánum til hefð- bundins búskapar en gert hefur verið. Loðdýrabúskapur er vafalaust álitlegur kostur þar sem hann á við. Hann á að byggja upp í nágrenni við fóðurstöðvar. Semja verður við þá bændur sem fá fyrir- greiðslu til að hefja þann búskap að þeir láti af hefðbundnum landbún- aði í áföngum, eftir því sem hitt fer vaxandi. Ferðaþjónusta á mikla framtíð fyrir sér en þar eins og annarsstaðar þarf að gæta hófs. Það er vonlaust að allir í einni sveit fari af stað, en í næstu sveit enginn. Vissulega eru ýmsir möguleikar fyrir hendi, en það tekur langan tíma að koma því í kring. Það gerist ekki í einni svipan. Því er höfuð nauðsyn að lengri tími fáist til breytinga. Þá gæti komið til að greiða fólki staðaruppbót fyrir að búa á vissum svæðum. Gera verður þá kröfu að stjórn- málamenn taki afdráttarlausa af- stöðu í þessum málum og segi okkur umbúðalaust hver stefna þeirra sé gagnvart landsbyggðinni. Hvort halda eigi landinu í byggð eða ekki. Annars er hætt við því að fólk fari að taka upp tjaldhælana og koma sér á suðvestur hornið. Menn þar eru þá vonandi tilbúnir að taka við okkur og sjá til þess að húsnæði og atvinna verði fyrir hendi. Það virðist alltaf vera hægt að bæta í hinar ýmsu þjón- ustugreinar. Hinu mega menn ekki gleyma að það verða fleiri sem koma en bændur og þeirra fólk. Það er stór hópur sem byggir afkomu sína á tilvist sveitanna. Það þarf að heyrast víðar frá þessu fólki en á Hvammstanga. Hvernig er með Borgarnes, Búðardal, Blönduós og Egilsstaði og víðar og víðar? Já gott fólk á þessum fjölda- mörgu stöðum „sýnum samstöðu" oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú verður að skapast þjóðareining um að halda iandinu í byggð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.