Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 9

Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 9
8 Tíminn SPEGILL Karl Bretaprins stendur þarna í skotapilsinu sínu með leðurtöskuna framaná sér eins og vera ber. Sara er ansi umfangsmikil í síða, skoska pilsinu sínu, og horfir hrifin á hann. Diana talar við „tengdaömmu“ sína, en drottningin brosir sínu blíðasta í eldrauðum jakka, með rauðan hatt og í rauð/svartköflóttu pilsi. Lagahöfundar 10 úrvalslaganna SONGVAKEPPNI SJÓNVARPSSTÖDVA 1987 N I ýlega voru valin 10 íslensk lög , sem síðan.eiga að keppa um hvert verður fyrir valinu sem fram- lag íslands í næstu Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Alls höfðu borist 59 lög, en dómnefnd valdi þessi 10. í dómnefnd voru Jakob Magnús- son og Magnús Eiríksson, skipaðir af Sjónvarpinu, Magnús Kjartans- son, skipaður af Fclagi tónskálda og textahöfunda, Hrafn Pálsson frá Fclagi íslenskra hljómlistar- manna og Ásmundur Jónsson frá Félagi hljómplötuútgefanda á fs- landi. Dómnefndin valdi þessi lög: Lag nr. 6:Lífsdansinn eftir Geir- mund Valtýsson (texti Hjálmar Jónsson). Lag nr. 10: Ég leyni minni ást eftir Jóhann G. Jóhanns- son, nr. 12: í blíðu og stríðu eftir Jóhann Helgason, nr. 28: Mín þrá eftir Jóhann G. Jóhannsson, nr. Hrafn Gunnlaugsson samfagnar Jóhanni G. Jóhannssyni, en hann átti tvö lög í þessu 10 laga úrvali og einn texta auk textanna við eigin lög 29:Lífið er lag eftir Gunnlaug Briem, Friðrik Karlsson og Birgi Bragason, nr.30: Hægt og hjjótt eftir Valgeir Guðjónsson, nr. 42: Sofðu vært eftir Ólaf Hauk Símon- arson, nr47: Hanastéleftir Gunnar Þórðarson (texti Ól. H. Símonar- son), nr. 52 : Gamlar glóðir -lag: Þorgeir Daniel Hjaltason (texti Þ.D.H. og Iðunn Steinsd.), nr. 56:Aldrei ég gleymi. lag - Axel Einarsson og texti Jóhann G. Jó- hannsson. Hvert lag hlýtur styrk að upphæð kr. 150.000.- Lögin verða kynnt í Sjónvarpinu í lok febrúar. Úrslit innanlands fara fram 9. mars, en sjálf lokakeppnin fer fram í Brussel 9. maí í vor. Allir í skotapilsum! skoska hátíð. 1 því tilefni klæddust prinsar jafnt sem prinsessur í pils - þ.e.a.s. hin hefðbundnu skotapils. Prinsarnir voru stuttklæddir, því að herrapilsin skosku ná ekki nema niður undir hné, en dömurnar voru í ökklasíðum skoskum pilsum. Þær báru líka allar smávönd úr heiða- lyngi. Þetta var á skosku leikjunum á Braemar, sem er ekki langt frá Balmoral kastalanum, þar sem breska drottningin og fjölskylda hennar er oft við veiðar og útiveru, og þarna mætti öll heila fjölskyldan í skotapilsum - nema drottning- armóðirin, hún ein var í kápu með hatt. Andrew príns, í stuttu pilsi og eldrauðum sportsokkum, skemmtir sér konunglega, en stóri bróðir hastar á hann Q íðastliðið haust var breska kóngafamilían stödd í- Skotlandi og mætti þar á einhverja þjóðlega Fimmtudagur 29. janúar 1987 Fimmtudagur 29. janúar 1987 lllllllllllllllllllllllllll IÞRÓTTIR .......................................................... .................... ...............I.......... :|l!IIIIIIIIIIHli' IÞRÓTTIR Enska bikarkeppnin I knattspyrnu: Liverpool úr leik - meistararnir steinlágu fyrir Luton á gervigrasinu Bikarmeistarar Liverpool lágu flatir á gervigrasinu á Kenilworth Road í gærkvöldi og er ekki furða þó Kenny Dalglish fram- kvæmdastjóri láti “plastvöllinn" fara í taug- arnar á sér því þetta er í annað sinn á þessu keppnistímabili sem lið hans fær slæma útreið þar. Luton sigraði Liverpool 4-1 í deildarleik í október og í gærkvöld var sami munur á liðunum, nú náði Liverpool hinsveg- ar ekki að skora og lokatölur þar af leiðandi 3-0 fyrir Luton. Brian Stein rauf nær fjögurra klukkutíma markaleysi í þriðjuumferðar viðureignum liðanna er hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 33. mín., yfir varnarvegg Liverpool. Vörn Luton var eins og stálveggur í leiknum en þeir áttu aftur á móti stórgóð færi. Craig Johnston náði að bjarga á línu fyrir Liverpool eftir skalla frá Brian Stein og Steve Foster átti þrumuskot í þverslá og niður af 30 m færi. Stöðug sókn Luton bar árangur á 79. mín. þegar Brian Stein var felldur í vítateignum og Mick Harford skoraði örugglega úr víta- spyrnunni. Og til að enginn vafi léki á að meistararnir væru komnir út í kuldann bættu heimamenn þriðja markinu við tveimur mínútum síðar þegar Mike Newell skoraði eftir sendingu frá Steve Foster. Úrslit í gærkvöld: Enska bikarkeppnin, 3. umferð: Luton-Liverpool......................3-0 Stoke-Grimsby .......................6-0 Luton leikur á heimavelli gegn QPR í 4. umferð en Stoke á heimaleik gegn Cardiff. Úrslit í fyrrakvöld: Enski deildabikarinn, fjórðungsúrslit: Southampton-Shrewsbury...............1-0 West Ham-Tottenham ................ 1-1 Skoska úrvalsdeildin: Clydebank-Aberdeen...................0-5 Motherwell-Dundee....................2-0 St. Mirren-Falkirk...................1-0 íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu Lið Fram og KR urðu um sfðustu helgi íslandsmeistarar í innanhússknattspymu eins og greint hefur verið frá hér á íþróttasíðunni. Hópmyndir af sigurvegurunum birtast hér að neðan. ■ íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna 1987, KR. Fremri röð firá vinstri: Helena Ólafsdóttir, Jóna Kristjánsdóttir, Ama Steinsen fyrirliði, Kristrún Heimisdóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Mínerva Alfreðsdóttir, Hrafnhildur Grétarsdóttir, Karólína Jónsdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir og Sigurður Helgason þjálfari. Tímamynd Pjeiur. ■ íslandsmeistarar í meistaraflokki karla 1987, Fram. Fremri röð frá vinstri: Árnljótur Davíðsson, Guðmundur Steinsson fyrirliði, Kristinn R. Jónsson og Pétur Arnþórsson. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Ebasson þjálfari, Ormarr Örlygsson, Viðar Þorkelsson, Gauti Laxdal, Jónas GuðjÓnSSOn Og JÓn Sveinsson. Timamynd Pjetur. Tíminn 9 Afmælismót Handknatt leiksráðs Reykjavíkur Afmælismót HKRR í handknatt-' leik verður haldið í Laugardalshöll í kvöld. Dagskráin hefst með leik Reykjavíkurúrvals gegn landinu í kvennaflokki kl. 19.30, Kl. 20.45 leikur hljómsveitin Skriðjöklar knattspyrnu gegn Eiríki Haukssyni og félögum þ.e. landið-Reykjavík þar líka og loks kl. 21.15 er leikur Reykvíkinga gegn landinu í meist- araflokki karla. Liðin sem leika í kvöld verða að öllum líkindum þannig skipuð: Reykjavikurúrval kvenna: Markverdir: Kolbrún Jóhannsdóttir.................Fram Aðalheiður Hreggviðsdóttir............ Val Aðrir leikmenn: Guðríður Guðjónsdóttir ..............Fram Arna Steinsen........................Fram Ingunn Bernótusdóttir................Fram Jóhanna Halldórsdóttir ..............Fram Ema Lúðvíksdóttir ................... Val Guðrún Kristjánsdótir................ Val Katrín Friðriksen..................... Val Valdís Birgisdóttir...............Víkingi Eiríka Ásgrímsdóttir...............Víkingi Jóna Bjamadóttir ................ Víkingi Inga Lára Þórisdóttir ............Víkingi Landsúrval kvenna: Markverðir: Halla Geirsdóttir......................F^ Gyða Úlfarsdóttir .................... Aðrir leikmenn: Rut Baldursdóttir .................... Kristín Pétursdóttir..................F** Sigurborg Eyjólfsdóttir . . . . María Sigurðardóttir....... Heiða Einarsdóttir ........ Amdís Aradóttir............ Margrét Theodórsdóttir . . . Erla Rafnsdóttir........... Guðný Gunnsteinsdóttir . . Hmnd Grétarsdóttir......... .......FH .......FH .......FH .......FH Stjömunni Stjömunni Stjömunni Stjömunni Karl Þráinsson....... Páll Ólafsson........ Siggeir Magnússon . . . . Sigurður Sveinsson . . . . .........Víkingi . TuRU Dusseldorf .........Víkingi . . . TuSEM Essen Reykjavikurúrval karla: Markverðir: Gísli Felix Bjarnason.... Kristján Sigmundsson .... Aðrir leikmenn: Árni Friðleifsson........ Birgir Sigfurðsson ...... Bjarki Sigurðsson ....... Geir Sveinsson .......... Guðmundur Guðmundsson Hilmar Sigurgíslason .... Jakob Sigurðsson ........ Júlíus Jónasson.......... ........KR . . . Víkingi . . . Víkingi .....Fram . . . Víkingi ...... Val . . . Víkingi . . . Víkingi ...... Val ...... Val Landsúrval karla: Markverðir: Brynjar Kvaran .......... Sigmar Þröstur Óskarsson . Aðrir leikmenn: Aðalsteinn Jónsson ...... Björn Jónsson............ Gylfi Birgisson.......... Hannes Leifsson.......... Héðinn Gilsson........... Ingimar Haraldsson ...... Jón Þórir Jónsson........ Kristján Arason.......VíL Kristján Halldórsson.... Sigurjón Guðmundsson . . Sigurjón Sigurðsson..... Þorgils Óttar Mathiesen . . ...... KA Stjörnunni ........ UBK ........ UBK . . . Stjörnunni . . . Stjörnunni ..........FH .... Haukum ........ UBK Gummersbach ........ UBK . . . Stjörnunni ....Haukum ..........FH Handknattleikur: Fræðslufundur í kvöld Fræðslufundur um handknattleik kvenna verður haldinn í íþróttamið- stöðinni í Laugardal í kvöld, fimm- tudagskvöld, og hefst kl. 20.00. Fundurinn er ætlaður þjálfurum kvennaflokka og öðrum þeim sem áhuga hafa á handknattleik kvenna en það eru iandsliðsnefnd kvenna og landsliðsþjálfarar sem að honum standa. Körfuknattleikur: KRvannÍBK KR sigraði ÍBK með 64 stigum gegn 52 í leik liðanna í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Kefla- vík í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 26-21 KR í hag. Handknattleikur: Erla með 11 - Stjarnan malaði Ármann Erla Rafnsdóttir skoraði 11 mörk þegar Stjarnan vann stór- sigur á Ármanni í 1. deild kvcnna í handknattleik í Digranesi í gærkvöld. Lokatölur urðu 37 mörk gegn 17 eftir að staðan í hálfleik var 20-6. W NBA Úrslit í leikjuni í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfu- knattleik á þriðjudagskvöld: Atlanta Hawks-Indiana Pacers............114-98 Philadelphia 76ers-New York Knicks ... 108-103 Boston Celtics-Chicago Bulls............105-97 San Antonio Spurs-Detroit Pistons......118-107 Washington Bullets-Dallas Mavericks .. 118-113 Utah Jazz-Houston Rockets................ 92-88 Los Angeles Lakers-Portl.TraiI Blazers . 107-100 Milwaukee Bucks-Golden St. Warriors .. 119-115 Sacramento Kings-New Jersey Nets ... 118-115 fþrótta- samband íslands 75 ára Það var margt um manninn í húsakynnum ÍSI í Laugardal í gær en þar héldu menn upp á 75 ára afmæli sambandsins. Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ steig í ræðu- stól og mælti nokkur orð en síðan skar Steingrímur Hcrmannsson forsætisráðherra fyrstu sneiðina af afmælistertunni sem var mjög veg- leg og skreytt merki ÍSÍ. Tímamyndir Sverrir,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.