Tíminn - 29.01.1987, Síða 11
Tíminn 11
Fimmtudagur 29. janúar 1987
MINNING
Kveðja frá Kvenfélagasambandi ís-
lands
1 dag kveðja vinir og samferða-
menn Rannveigu Þorsteinsdóttur
hæstaréttarlögmann, sem lést 82 ára
gömul þ. 18. janúar s.l. eftir langa
vanheilsu.
Með henni hverfur af sjónarsvið-
inu svipmikil atorkukona, brautryðj-
andi íslenskra kvenna í sókn þeirra
til aukinnar menntunar og þátttöku
í þjóðmálum.
Það taldist til stórtíðinda árið
1946, að rúmlega fertug skrifstofu-
stúlka lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík, hafði
raunar tekið gagnfræðapróf ári fyrr,
sem líka var óvanalegt. Þessi kona
var Rannveig Þorsteinsdóttir. Hún
hvarf þá frá öruggu starl'i sem bréfrit-
ari hjá Tóbaksverslun íslands, en
þar hafði hún unnið í 12 ár. Á
þessum árum voru námsskilyrði fyrir
fullorðið fólk allt önnur en þau urðu
síðar og eru nú, þegar svo er búið í
haginn, að flestir, sem hug hafa á
geta hafið langskólanám fram eftir
öllum aldri og námið er lagað að
þeirra aðstæðum, að vinnu og jafnvel
búsetu. Þessu var ekki til að dreifa
árið 1946. En Rannveig lét ekki sitja
við stúdentsprófið eitt. Hún lauk
embættisprófi í lögum árið 1949. Ein
kona hafði áður lokið því prófi
hérlendis, frú Auður Auðuns. 10
árum síðar fékk Rannveig réttindi til
málflutnings fyrir Hæstarétti fyrst
íslenskra kvenna. Lögmannafélag
íslands gerði hana sfðar að fyrsta
heiðursfélaga sínum. Hún rak mál-
flutningsskrifstofu í Reykjavík árin
1949-74, en þá var heilsu hennar
mjög farið að hraka.
Svo aftur sé vikið að námsárum
Rannveigar er athyglisvert, að ein-
mitt á þeim annasama tíma gerist
hún mikilvirkur þátttakandi í félags-
málum kvenna og það á fleiri en
einum vettvangi.
Fyrir þennan tíma hafði hún
starfað mikið í ungmennafélögun-
um, þeim góða skóla félagshyggju
og mannræktar. Hún var m.a. félagi
í Umf. Velvakanda hér í Reykjavík,
en það félag starfaði af krafti fram-
undir 1940 og stóð t.d. fyrir svo-
nefndum farfuglafundum með
skemmtidagskrá og dansi í Kaup-
þingssalnum. Margir rosknir ung-
mennafélagar minnast þeirra funda
með ánægju og þar með þeirra
systkina RannveigarogÓlafs. Rann-
veig var einnig félagi í skíðadeild
Ármanns, en þar var Ólafur bróðir
hennar formaður í mörg ár. Á þeirri
tíð var rudd braut í Jósefsdal og
byggður þar skíðaskáli Ármanns.
Þar stjórnaði Rannveig eldhúsinu í
nokkur ár af dugnaði og skörungs-
skap. Hún unni óbyggðum og útilífi,
ferðaðist mikið á yngri árum og var
gagnkunnug landi sínu og þjóð.
Rannveig átti sæti í stjórn Ung-
mennafélags íslands í mörg ár pg
þingskrifari var hún á Alþingi árin
1942-'48, svo að reynsla hennar í
félagsstörfum var staðgóð, þegar
hún hóf fyrir alvöru afskipti af
félagsmálum kvenna. Hún var ein
þeirra, sem undirbjó stofnun Félags
framsóknarkvenna í Rcykjavík árið
1945, var þar í laganefnd og síðar
mikil driffjöður þess félags og for-
maður þess í 13 ár. Þá var hún
formaður Kvenstúdentafélags ís-
lands og Félags háskólakvenna frá
1949-'57.
Vorið 1947 vann hún fyrstu störf
sín fyrir Kvenfélagasamband
íslands, var ritari á landsþingi þess.
Hún átti síðan sæti í stjórn sam-
bandsins frá því ári og til 1963, var
formaður frá 1959-’63.
Þegar skoðuð er saga Kvenfélaga-
sambandsins frá þessunt árum, fer
ekki milli mála, að Rannveig hefur
gengið þar að verki af dugnaði,
ósérhlífni og atorku, en þeir eigin-
leikar voru jafnan áberandi í fari
hennar. Jafnframt var hún frábær-
lega glöggskyggn og fljót að átta sig
á ólíkustu málum. Auk stjórnar-
starfanna hjá K.í. tók hún að sér
skrifstofuhald samtakanna og af-
greiðslu Húsfreyjunnar allmörg ár.
Skrifstofan var raunar til húsa hjá
lögfræðiskrifstofu hennar allt til
1967, þegar húsakynnin á Hallveig-
arstöðum voru tekin í notkun. Má
með sanni segja að grunnurinn að
skrifstofunni, svo og að Leiðbein-
ingastöð húsmæðra hafi verið lagður
á stjórnar og formannsárum Rann-
veigar.
Á þessum árum samþykkti Al-
þingi lögin um orlof húsmæðra, en
þar kom Kvenfélagasambandið
mjög við sögu. Fleiri lagabálkar
voru sendir stjórn sambandsins þá
sem oftar, má þar til nefna frv. til
laga um launajafnrétti og breytingar
á lögum um almannatryggingar.
Kom lögfræðiþekking og skarp-
skyggni Rannveigar þar að góðum
notum. Um þetta leyti var einnig
unnið að samræmingu á lögum og
starfsháttum aðildarfélaga K.í. og
samdi Rannveig þá ásamt Svövu
Þórleifsdóttur handbókina Félags-
mál og fundarstjórn, sem K.í. gaf út
og enn er í góðu gildi og mikið
notuð. Á þessum árum hófst líka
það góða samstarf, sem enn er milli
K.í. og krabbameinsfélaganna á
landinu og á þessum árum jókst
félagatala KÍ og áskrifendafjöldi
Húsfreyjunnar til mikilla niuna og
þá festust þessi stærstu kvennasam-
tök landsins enn í sessi með þjóð-
inni.
Eins og sést á þessari stuttu upp-
talningu var Rannveig hamhleypa til
verka, því á þessu umrædda tímabili
var hún í forystusveit tveggja ann-
arra félaga eins og fyrr segir, tók
jafnframt virkan þátt í borgar- og
stjórnmálum, var m.a. alþingismað-
ur í 4 ár. Auk þess stofnaði hún
lögmannsskrifstofu sína og annaðist
málflutningsstörf, var dómari í verð-
lagsdómi, átti sæti í útvarpsráði og
yfirskattanefnd, svo eitthvað sé
talið.
En að lokinni formannstíð sinni
hjá K.í. hætti Rannveig félagsstörf-
um að mestu og sneri sér alfarið að
lögfræðistörfum meðan heilsan
leyfði. En meðan hún mátti, fylgdist
hún af áhuga með störfum félagssam-
taka kvenna og baráttumálum
þeirra. Síðast átti hún góða stund í
þeim hópi í tilefni af áttræðisafmæli
sínu haustið 1984, en þá héldu þau
samtök er hún hafði starfað mest
með, Kvenfélagasambandið, Félag
framsóknarkvenna í Reykjavík og
Kvenstúdentafélagið henni samsæti,
sem hún naut vel.
Rannveig Þorsteinsdóttir var og
verður öðrum konum ævarandi
hvatning til þess að hasla sér völl á
ónumdum sviðum, til þess að gefa
sig nteira að eigin hagsmunamálum
og að forystustörfum í landsmálum,
til að taka virkan þátt t stjórnmála-
baráttunni og keppa að því að standa
þar jafnfætis körlum, því þá fyrst
kemst á fullt jafnræði í verki.
Stjórn og starfslið Kvenfélaga-
sambands fslands þakkar Rannveigu
gifturík störf og góða samfylgd.
Sigríður Ingimarsdóttir
Amnesty International:
Fangar mánaðarins
Janúar1986
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational vilja vekja athygli al-
mennings á máli eftirfarandi sam-
viskufanga f janúar. Jafnframt von-
ast samtökin til að fólk sjái sér fært
að skrifa bréf til hjálpar þessum
föngum og sýna þannig í verki
andstöðu sína við að slík mannrétt-
indabrot eru framin. íslandsdeild
Amnesty gefur einnig út póstkort til
stuðnings föngum mánaðarins, og
fást áskriftir á skrifstofu samtak-
anna.
Laos: Pane Rassavong er 63 ára
hagfræðingur, sem vann í þjónustu
ríkisins þar til konungsvaldinu var
hnekkt árið 1975, en þá var hann
handtekinn. AI telur ástæðuna
tengjast störfum hans fyrir fyrri
ríkisstjórn, og að honum sé nú
haldið vegna skoðana hans í stjórn-
málum. Fyrstu 9 árin var Pane
Rassavong í „endurmenntun" í
Camp 05 í Houa Phanh, en eftir að
þær búðir höfðu verið lagðar niður
var hann settur í vegavinnu í sama
héraði, en það er mjög afskekkt.
Hann er talinn þjást af krónískri
malaríu og fleiri kvillum. AI hefur
gert ítrekaðar tilraunir til að fá
stjórn alþýðulýðveldisins til að láta
Pane Rassavong og aðra samvisku-
fanga lausa, og fá fram ákæru og
dóm í máli þeirra sem taldireru hafa
beitt eða hvatt til ofbeldis.
Sovétríkin: Leonid Borodin er 48
ára rithöfundur og fyrrum skóla-
stjóri í smábæ skammt frá Moskvu.
Hann var handtekinn í maí 1982 og
ákærður fyrir „andsovéskan áróður"
á grundvelli þess að hann hafði birt
ljóð sín og skáldsögur erlendis, og
rit Solzhenitsyn, Gulag Archipelago
hafði fundist í fórum hans. Þó að
rússnesk lög leyfi einungis 9 mánaða
varðhald án dóms var hann ekki
dæmdur fyrr en að ári liðnu, en þá
hlaut hann þyngstu refsingu skv. 70.
grein almennra hegningarlaga.
Hvergi er hvatt til ofbeldis í þeim
verkum Borodins sem lögð voru
fyrir dóminn. Árið 1986 hvatti
meðlimur rithöfundasambands
USSR, Oleg Volkov stjórnvöld ein-
dregið til að taka mál Borodins fyrir
að nýju, þar sem ekkert saknæmt
fyndist í þýðingum á verkum hans.
Leonid Borodin hafði áður verið
fangelsaður af pólitískum ástæðum
á 7. áratugnum, og er því meðferð
hans nú hin harðneskjulegasta; 4
samviskufangar úr vinnubúðum
hans hafa á síðustu árum látist vegna
erfiðra skilyrða. Leonid Borodin ku
þjást af æðasjúkdómi og magasári
auk sjóndepru. Árið 1985 léttist
hann í 52 kg.
Mexíkó: Jorge Enrique Hernández
Aguilar er 31 árs gamall blaðamaður
sem var handtekinn 14. maí 1986
eftir að hafa tekið þátt í mótmæla-
göngu þúsunda bænda og stuðn-
ingsmanna þeirra í Chiapas í SA-
Mexíkó. Þeir voru að fylgja eftir
kröfum um tryggingu fyrir verð-
hækkun á maís sem þar er ræktaður.
Gangan leystist upp friðsamlega
þegar fjöldi her- og lögreglumanna
birtist, og með samþykki fylkis-
stjórnarinnar var kosin sendinefnd
til viðræðna um lausn deilunnar. 29
göngumanna voru handteknir, þ.á
m. Jose Enrique og aðrir úr nefnd-
inni er þeir voru á leið sinni til
fylkishöfuðborgarinnar. 22 var síðar
sleppt, en Jorge Enrique og sex aðrir
smábændur og kennarar voru ákærð-
ir fyrirýmis brot, þ.á m. hryðjuverk,
sem við liggur allt að 40 ára fang-
elsisvist. Samkvæmt framburði
þeirra voru þeir þvingaðir með
barnsmíðum og ógnunum til að játa
upplogna glæpi; sumir þeirra sem
sleppt var hafa borið að þeir hafi
verið þvingaðir til að bera sakir á
hina 7, en dregið framburð sinn til
baka eftirá. AI telur Jorge Enrique
og hina 6, Manuel Hernández
Gómez, Germán Jiménez Gómez,
Rubén Jiménez Gómez, Jesús López
Constantine, José Jacobo Nazar
Morales og Juliár, Nazar Morales
hafi verið valda úr hópnum og
ákærða vegna þess að þeir hafi verið
grunaðir um forystu í aðgerðum til
stuðnings málstað bænda.
Þeir sem vilja leggja málum þess-
ara fanga Iið, og þá um leið mann-
réttindabaráttu almennt, eru vins-
amlegast beðnir að hafa samband
við skrifstofu íslandsdeildar Amn-
esty, Hafnarstræti 15, Reykjavík,
sími 16940. Skrifstofan er opin frá
16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást
frekari upplýsingar sem og heimilis-
föng þeirra aðila sem skrifa skal til.
Einnig er veitt aðstoð við bréfaskrift-
ir ef óskað er.
Brautarholt Skeiðum
Jón Helgason ráðherra, Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður ásamt
Guðna Ágústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða
þjóðmálin í Brautarholti fimmtudaginn 29. janúar kl. 21.00. Allir
velkomnir.
Suðurland - Námskeið
Fjögurra kvölda framhaldsnámskeið LFK í ræðumennsku framsögn
og framkomu í sjónvarpi verður haldið á vegum Félags framsóknar-
kvenna í Árnessýslu í febrúar nk.
Upplýsingar fást og þátttaka tilkynnist fyrir 31. janúar nk. í símum
99-1020, 1516 og 6043.
Allar konur velkomnar.
Nefndin.
Rangæingar
Félagsvist verður að Hvoli sunnudaginn 1. febrúar kl. 21.00.
Fjölmennum.
Framsóknarfélag Rangæinga.
Suðurland
Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suðurlandi,
Eyrarvegi 15, Selfossi er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00.
Einnig er skrifstofa Þjóðólfs opin á sama tíma.
Vesturland
Borgnesingar nærsveitir
Félagsvist
Félagsvist verður spiluð í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn
30. jan kl. 20.30. Góð verðlaun. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Borganesi.
Noröurland vestra
Sauðárkróksbúar
Rabbfundur verður í Framsóknarhúsinu Sauðár-
króki fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 20.30. Stefán
Guðmundsson, alþingismaður og Elín R. Líndal
koma á fundinn.
Framsóknarfélag Sauðárkróks
Norðurland-eystra
Fundur B-listans í
Norðurlandskjördæmi eystra
Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi.
Skúlagarði fimmtudag 29. janúar kl. 21.00
Hnitbjörgum Raufarhöfn föstudag 30. janúar kl. 20.30
Þórsveri Þórshöfn laugardag 31. janúar kl. 14.00
Kópaskeri sunnudag 1. febrúar kl. 14.00
Skjólbrekku sunnudag 1. febrúar kl. 21.00
Frambjóðendur flokksins mæta á fundina, halda framsöguræður og
svara fyrirspurnum.
Fundirnir eru öllum opnir.
Framsóknarflokkurinn - Framtíðarafl.
Lokað
vegna jarðarfarar
Skrifstofur Framsóknarflokksins verða lokaðar
vegna jarðarfarar Rannveigar Þorsteinsdóttur fyrr-
verandi alþingismanns milli kl. 13.00-15.00 í dag.