Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 29. janúar 1987 Viðtal við Stefán Hilmarsson, bankastjóra Búnaðarbankans: „Yfirtaka fljótvirkari og margfalt ódýrari“ - engin skynsamleg rök mæla með sameiningu - Hlutafélagsbankarnir tilheyra ákveðnum pólitískum öflum - llla staðið að sameiningarmálum bankanna í allri þcirri umræöu sem fram hefur farið í fjölmiðlum um sameiningarmál hinna ýmsu banka við Útvegsbankann, sem lið í lausn á vanda þess banka og sem hluta af almennri uppstokkun á bankakerfinu, hefur fremur lítið borið á sjónarmiðum forráðamanna og starfsfólks þeirra banka sem hlut eiga að máli. Sú lausn sem menn sjá nú helsta er samruni Útvegsbanka og Búnaðarbanka, en jafnframt er uppi ágreiningur um með hvaða hætti sá samruni ætti að eiga sér stað. Pví hafði Tíminn samband við bankastjóra Útvegsbanka og Búnaðarbanka og leitaði jafnframt eftir sjónarmiðum fulltrúa starfsmanna. Hvorki bankastjórar né fulltrúar starfsmanna Útvegs- banka vildu tjá sig um málið og starfmenn Búnaðarbanka hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birtist í blaðinu í dag. Tíminn ræddi hins vegar við Stefán Hiimarsson, bankastjóra Búnaðarbankans og fer viðtalið hér á eftir. Grundvallarafstaða stjórnar Búnaðarbankans Hver er grundvallarafstaða stjórn- ar Búnaðarbanka varðandi það, hvernig beri að leysa vanda Utvegs- bankans? „f*að kom skýrt fram í samþykkt bankaráðs Búnaðarbanka íslands frá því í desember 1985, að bankinn er reiðubúinn fyrir sitt leyti að taka þátt í sameiginlegri lausn þess mikla vanda, sem Útvegsbankinn á við að glíma. í fundarsamþykkt segir m.a. orðrétt: „Það cr skoðun bankaráðs, að til þess að ráða fram úr þessunt vanda þurli sameiginlegt átak ríkis- valdsins, sent ber fjárhagslega ábyrgð á Útvegsbankanum, og hinna ríkisbankanna, þ.c. Seðlabanka, Landsbanka, Búnaðarbanka og ann- arra innlánsstofnana". Það grundvallarsjónarmið hlýtur að ráða, að Búnaðarbankinn haldi velli sent jafnsterk og traust stofnun og hún er nú. Þaö hlýtur að vcra embættisskylda okkar að verja bank- ann áföllum, hvaðan sem að honum er vegið, verja hagsmuni við- skiptamanna hans, þannig að hlutur þeirra. hvort sem er um innlán eða útlán að ræða, verði ekki lakari en áöur. Þá hljótum við að leggja þunga áhcrslu á, að hagsmuna starfs- fólks bankans verði gætt til hins ítrasta, atvinnu þess og atvinnuör- yggi þ.m.t. li'feyrisréttindi. Engin rök eru til fyrir því, að réttur þcss fólks og sjóðir þcss verði skertir vegna skakkafalla, sem orðið hafa annars staðar og eru þessum rétti óviðkomandi bæði lagalega og sið- ferðilega. Það veröur líka að teljast eitt af grundvallaratriðum þessa máls, að ekki veröi hrapaö að ákvörðunum einungis vegna þess, að tími sé naumur, kosningar séu framundan eða vegna þess, að stjórnmála- menn séu hreinlega orðnir þreyttir eða leiðirá málinu. E.t.v. varvaxta- frelsið svokallað ákvcðið í of miklum flýti eða óþolinmæði, og má slfkt ekki endurtaka sig í því vandasama máli, scm nú þarf að leysa. Sú hugmynd hefur komið fram, að athuga þurfi þann möguleika, að Útvegsbankanum vcrði breytt í hlutafélag með aðild ríkissjóðs, Landsbanka, Búnaðarbanka og e.t.v, fleiri banka og annarra aðila. Enda þótt ég telji hlutafélagsformið hafa flesta ókosti umfram ríkis- bankaformið, þá gæti þessi leið a.m.k. orðið til þess að skapa nauð- synlcgt svigrúm og tíma til að vinna að framtíðarlausn í höndum aðila, sem gerst þekkja og byggja mundu á hlutlægum, rökstuddum niðurstöð- um rannsókna og upplýsinga. Slíkur hlutafélagsbanki hefði vissa kosti ríkisbanka. E.t.v. er þessi lausn æskileg nú af pólitískum ástæðum. Önnur leið, sem nauðsynlegt er að kanna til þrautar, er samruni við báða ríkisbankana, Landsbanka og Búnaðarbanka." Yfirtaka einfaldari og ódýrari Af hverju tcljift þið yfirtöku Bún- aðarbanka á Útvcgsbanka heppi- legri leift en aft bankarnir verði sameinaðir? „Ég held, að ntenn séu farnir að láta hugtök rugla sig. Samruni banka verður með ýmsum hætti. Allir vita, að slíkt er daglegt brauð erlendis, einkum þegar veikir bankar samein- ast sterkari bönkum. Metnaður og tilfinningasjónarmið ráða þá ekki ferðinni, heldur viðskiptalegir hags- munir. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst, ef fara ætti samrunaleið- ina Búnaðarbanka og Útvegsbanka, þar sem annar bankinn er meira en helmingi stærri en hinn, hvað innlán varðar, annar sterkur og traustur, en hinn veikur, þá er eðlilegt að fara þá leið, að minni og veikari einingin færist yfir í hina. Sú leið væri yfirleitt farin annars staðar, án þess að mönnum þætti sér misboðið, enda er hún fljótvirkari, einfaldari og marg- falt ódýrari, sem hlýtur að vega þungt í því máli, sem við þurfunt að leysa. Auk þess verður komist hjá milli- bilsástandi, tímabundinni óvissu og hugsanlegum deilumálum, sem gætu orðið örlagarík fyrir viðskiptavild og hagsmuni bankans og viðskipta- manna hans. Að mínum dómi hníga engin skynsamleg rök að því, að svokölluð sameining í nýjum banka sé sú leið, sem leysi vandann. Hún skapar aftur á móti ný og flókin vandamál." Sameining veldur starfsfólki mestum vanda Hver er munurinn varðandi starfs- mannahald, taki Búnaðarbankinn Útvegsbankann yfir annars vegar og bankarnir verfti sameinaðir hins vegar? „Starfsmannavandinn verður mestur, ef „samcining" á sér stað með nýjum banka, minni ef unt samruna eða tilflutning eins yfir í aðra eða annan er að ræða og lítill eða enginn, ef Útvegsbanka yrði breytt í hlutafélag, eins og ég gat um áður. Starfsmannamálið er við- kvæmasta atriðið, þar sem mannlegi þátturinn kemur til skjalanna, at- vinnuöryggi, siðferðilegur réttur, starfsaldur, metnaður og sjálfsvirð- ing einstakra starfsmanna. Slík mál hafa jafnan verið erfiðust í reynd, og ég sit ekki inni með einföld úrræði í því efni og finnst, að stjórnmála- menn geri sér ekki grein fyrir því, hversu stór þessi vandi er og erfiður. Það er hins vegar Ijóst, að verði bönkunum tveim slegið saman með einhverjum hætti, er óhjákvæmilegt að fækka starfsfólki í hærri sem lægri stöðum mjög verulega, ella yrði rekstur vonlaus." Ríkisbankagrýlan byggð á vanþekkingu eða pólitískri þrákelkni Teljift þið, að verfti bankarnir sameinaðir, aft þaft skipti höfuðmáli, hvort um hlutafélagsbanka verfti að ræfta eða ríkisbanka? „Það skiptir höfuðmáli. Hér er að okkar dómi um tvö mál að ræða, annars vegar vandamál og björgun Útvegsbanka og hins vegar cndur- skipulagningu eða rekstrarform við- skiptabankanna. Við teljum, að ckki eigi að blanda þessu saman nú, heldur einblína á ráðstafanir til að leysa aðkallandi vanda Útvegs- banka. Alþingi og ríkisstjórnir hafa alla framtíð fyrir sér, ef þeim sýnist svo, til að gera slíkar breytingar, og ástæðulaust með öllu að torvelda og tefja úrlausn vandans vegna póli- tískra hugsjóna'. Ég er andvígur hugmyndinni um nýjan hlutafélags- banka. Hlutafélagsbanki getur aldrei orðið jafnsterkur og traustur og ríkisbanki í okkar litla þjóðfélagi. Enginn pólitískur átrúnaður getur breytt þeim sannindum. Miklum áróðri og skrumi hefur verið haldið að fólki um ágæti einkabanka urn- fram ríkisbanka, og hafa m.a. ófarir Útvegsbankans verið færðar fram til sannindamerkis um þetta. Styrkleiki og traust Landsbanka og Búnaðar- Stefán Hilmarsson bankastjórí Búnaðarbankans Tímamynd Sverrir. banka hefur hins vegar ekki verið nefnt til sönnunar hinu gagnstæða. Hér á landi hafa einkabankar orðið fyrir alvarlegum áföllum sbr. ís- landsbanka og Alþýðubanka, og erl- endis eru bankahrun algeng, og er þar í öllum tilfellum um einkabanka að ræða. Áföll eins og Útvegsbank- inn hefur orðið fyrir eiga sér stað, hvert sem rekstrarform banka kann að vera. Öllum getur mistekist, meira að segja ríkisbönkum. Hafa menn hug- leitt, hvernig farið hefði, ef Útvegs- bankinn væri ekki ríkisbanki. Hann hélt þó velli við illan leik einungis vegna þess, að innstæðueigendur voru þrálátlega minntir á, að enginn hætta væri á ferðum vegna ríkis- ábyrgðarinnar. Ríkisbankagrýlan er annaðhvort byggð á vanþekkingu eða pólitískri þákelkni. Starfshættir hlutafélagsbanka og ríkisbanka eru hinir sömu í grundvallaratriðum. Ríkisbanki hefur engin meiri tengsl við ríkissjóð en einkabanki, hann skilar ekki hagnaði sínum í ríkissjóð, eins og aðrar ríkisstofnanir, hvort sem er Þjóðleikhús eða Áfeng- isverslun, heldur greiðir skatta og skyldur eins og einkabanki eða önn- ur fyrirtæki. Ríkisbankar eru í sam- keppni jafnt sín á milli og við aðra. Munurinn í starfsháttum er e.t.v. mestur, þegar kemur að útlánum, þar sem ríkisbankarnir lána til allra atvinnugreina þar sem t.d. Iðnaðar- banki og Verslunarbanki lána nán- ast ekkert til sjávarútvegs og land- búnaðar. Htutafélagsbankarnir tilheyra pólitískum öflum Andstætt því, sem haldið er fram af sumum, eru ríkisbankarnir hinir ópólitísku bankar á fslandi, þar sem hlutafélagsbankarnir tilheyra í reynd ákveðnum pólitískum öflum. Þetta er staðreynd, hvað sem menn vilja vera láta. Ríkisbankarnir aftur á móti búa við bankaráð, sem kosin eru af Alþingi, og eiga flestir eða allir flokkar þar fulltrúa. Reynsla mín í 25 ár er góð af þessu fyrirkomulagi, í því felst öryggi og styrkur og viss leiðsögn um óháða, ópólitíska, en málefnalega stjórn bankans. Ríkisábyrgð er, að mínum dómi nauðsynleg stórum banka í litlu þjóðfélagi bæði vegna trausts í innlendum viðskiptum og þó sér í lagi í öllum erlendum viðskiptum. Erlendir lánardrottnar krefjast yfir- leitt ábyrgðar ríkissjóðs eða ríkis- banka, ella telja þeir áhættu yfirleitt það mikla, að lán verða dýrari, og ekki væri sú þróun hagstæð í okkar landi, eins og sakir standa. Hlutafélag kann að vera traust og mikils metið innanlands, þótt erl- endir aðilar stórþjóða sjái í þeint litla tryggingu. Yrði um nýjan einka- banka að ræða, gæti hann aldrei keppt við Landsbankann um kjör í erlendum viðskiptum. Ef Búnaðarbankinn tekur yfir Útvegsbankann, hvafta breytingar sjáið þið þá fyrir varðandi starfsemi þessara banka eins og þeir eru í dag? Hér fer eftir því, hvernig að yrði staðið og hverjir mótuðu stcfnuna, og get ég auðvitað ekkert um þetta sagt á þessu stigi málsins. Ég er nú orðinn gamall í hettunni í ntínu starfi, og ætti ég að ráða einhverju, mundi ég leitast við að hafa þá stefnu áfram, þ.e. markvissa stefnu. eins og við auglýsum, og hefur verið leiðarljós í meira en hálfa öld. Illa staðið að málum Hvernig finnst ykkur hafa verið staðift að þessari væntanlegu upp- stokkun á bankakerfinu? Illa að því leyti. að lítið sem ekkert samráð er liaft við starfsfólk bankakerfisins og forráðamenn þess banka, sem oftast er nefndur sem þrautalendingin í Útvegsbankamál- inu. Þá hefur engin tilraun verið gerð mér vitanlega til að kanna hug og viðbrögð viðskiptamanna bank- anna. Bankastjórar Búnaðarbank- ans hafa lítt eða ekki verið kvaddir af stjórnarvöldum til að segja álit sitt í þessu nráli. Þeir heyra yfirleitt í fjölmiðlum af gangi mála í þing- flokkum og nefndum eins og óvið- komajidi menn. Stjórnmálamenn stofnuðu sjálfir alla þessa litlu banka, sem þeim finnst nú of litlir og of margir. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að Útvegsbankinn eigi að starfa áfram í einhverri mynd a.m.k. um sinn og vinna beri að því skipulega og af krafti, að einkabank- arnir sameinist. Ég held, að lítilli ef nokkurri viðleitni hafi verið beitt til að ná fram slíkri sameiningu, sem augljóslega væri það hagkvæmasta og skynsamlegasta í endurskipulagn- ingu bankakerfisins. Banki er það sem starfsfólk og viðskiptavinir vilja láta hann vera Búist þið vift viðbrögðum frá starfsfólki Búnaðarbankans, ef af sameiningu verður, með það í huga að starfsfólki verður að öllum líkind- um fækkað, sem og vegna lífeyris- sjóðsmála? Ég býst ekki einasta við viðbrögð- um starfsfólks Búnaðarbankans, sem á mikið í húfi, heldur einnig frá viðskiptamönnum bankans. Svokallaður eigandi banka á ekki sparifé bankans. Það er eign fólksins og fyrirtækjanna, sent treysta bank- anum fyrirþví til ávöxtunar. Ráðslag með banka án samráðs eða í and- stöðu við forráðamenn og starfsfólk hans mælist illa fyrir hjá viðskipta- mönnum. Milli þeirra og bankans, hver sem hann er, ríkir ákveðinn trúnaður og traust. Við ákvarðanir, sem varða stöðu banka, verður að fara með varúð og að vandlega yfirveguðu ráði. Samráð þarf að vera við starfsfólk, sem sjálft á stóran hlut að máli og gerst þekkir til viðhorfa viðskiptamannanna. Það er óskhyggja að beita samlagningar- aðferðinni um viðskiptamagn banka við sameiningu. Og þegar upp er staðið, þá er banki ekkert nema það, sem við- skiptamenn hans og starfsfólk vilja eða geta látið hann vera. Ríkisvald, stjórnmálamenn og laganna bókstaf- ir fá engu ráðið í þeim efnum. Starfsfólk Búnaðarbankans hefur haldið sína fundi og gert sínar álykt- anir. Starfsmenn bankans hátt á 6. hundrað hafa áhyggjur af fréttum, sem berast af áformum stjórnmála- manna. í röðum starfsmanna ríkir einhugur um að standa vörð um bankann, rétt sinn og atvinnuöryggi. - phh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.