Tíminn - 29.01.1987, Side 6
6 Tíminn
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Aðgerðir
í landbúnaðarmálum
Vandi landbúnaðarins er óumdeilanlega mikill og erf-
iður.
Af einstaka mönnum er því haldið fram í pólitískum
tilgangi að þessi vandi sé nýr af nálinni og helst má skilja
að hann sé Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra að
kenna. Slíkar fullyrðingar eru að sjálfsögðu hin mesta
firra og lýsa mikilli einfeldni.
Auðvitað vita allir þeir sem vilja að vandamál land-
búnaðarins stafar fyrst og fremst af breytingum á þjóð-
félaginu sem átt hafa sér stað undanfarin ár og áratugi.
Framsóknarflokkurinn gerði sér grein fyrir því við
myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki gæti dregist að
taka ábyrgt á vanda landbúnaðarins, og jafnframt að
þær aðgerðir yrðu erfiðar og viðkvæmar.
í fullu samráði við bændastéttina voru sett ný lög um
framleiðslu á búvöru og í framhaldi af þeim settar reglu-
gerðir.
Enn er unníð að úrvinnslu þessara stefnuatriða og
mörkun áfanga næstu misserin.
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra hefur nú lagt fyr-
ir ríkisstjórnina tillögur um aðgerðir í landbúnaðarmál-
um, sem m.a. fela það í sér að ríkið leggi Framleiðni-
sjóði til 10 milljónir króna til þess að greiða verðskerð-
ingu á innlegg, innan búmarks, haustið 1986 hjá eftir-
töldum hópum sauðfjárbænda:
Þeim sem höfðu innan við 400 ærgilda fullvirðismark,
og hafa meginhluta tekna sinna af sauðfjárrækt.
Þeim sem voru í fjárhagskönnun ráðuneytis og búnað-,
arsambanda, og öðrum þeim sem fengu afbrigðilega
skerðingu innleggs.
Með þessu er verið að leiðrétta hlut þeirra bænda sem
hafa verið með minni búin eða hafa verið að hefja
búskap.
Þá leggur landbúnaðarráðherra til að kannaðar verið
leiðir til að létta hlut frumbýlinga, og bendir sérstaklega
á lækkun fjármagnskostnaðar. Meginmarkmiðið með
því er að létta undir með þeim sem hafa verið að koma
sér upp framtíðaraðstöðu, yngra fólkinu, sem bera mun
uppi framleiðsluna þegar til lengri tíma er litið.
Landbúnaðarráðherra leggur ennfremur til að lokið
verði skipulegum niðurskurði vegna riðuveiki á tveimur
næstu árum á sama grundvelli og byrjað var á s.l. haust.
Allmargir bændur búa við riðuveiki. Jafnframt því að
valda þeim bændum efnahagslegu tjóni er hún vágestur
heilla héraða. Því er það rétt að nota það tækifæri sem
skapast við fækkun sauðfjár til að útrýma skipulega riðu-
veiki í eitt skipti fyrir öll.
í tillögum landbúnaðarráðherra er lögð áhersla á
stuðning við frekari búháttabreytingu með tilstyrk
Framleiðnisjóðs og samstarfi við Byggðastofnun þar
sem m.a. skuli taka tillit til landkosta og annarra at-
vinnumöguleika. Mikil aukning hefur orðið í nýjum bú-
greinum og margar þeirra lofa góðu með árangur.
Þessar tillögur Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra
eru nú til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Enginn vafi er á
að þær eru til verulegra hagsbóta fyrir bændur og aðra þá
sem hafa tekjur sínar af landbúnaði. Því er nauðsynlegt
.að þær hljóti jákvæða afgreiðslu.
Fimmtudagur 29. janúar 1987
GARRI
lllilPlllill!
lllllí
Að taka tillit fil fólks
Garri vill að þessu sinni taka
undir örstutta grein sem Jón Krist-
jánsson alþingismaður skrifaði í
Tímann í gser. Jón gagnrýndi þar
ónærgætni sem Bylgjan sýndi í
sambandi við frétt af flugslysinu
við ísafjarðardjúp fyrir stuttu. f
stað þess að hafa örstutt hlé á eftir
fréttinni af þessum hörmulega at-
burði skellti stöðin poppi yfirfilust-
cndur, rétt eins og ekkert hefði í
skorist.
Það ber í sannleika sagt töluvert
á því á Bylgjunni að þar komi skýrt
í Ijós hvað þar vinnur margt fóik
scm er enn óþjálfað í að umgangast
þennan fjölmiðil. Sumir vilja sífellt
vera að agnúast út í gamla Gufu-
radíóið okkar og telja því flest til
foráttu. Þar mcga menn þó eiga
það að þeir kunna mikið fyrir sér í
því sem við á og því sem ekki við á
framan við hljóðnemann. Að
minnsta kosti gerir fólk þar sér
ekki leik að því að misbjóða tilfinn-
ingum þeirra sem nýbúnir cru að
þola sáran ástvinamissi.
Frekleg íhlutun í mál<
efni bænda
í Tímanum í gær las Garri cinnig
athyglisverða grein eftir Gunnar
Sæmundsson. Hann víkur þar
mcðal annars að afskiptum aðila
vinnumarkaðarins af kjörum
bænda í sambandi við síðustu
kjarasamninga.
Hann bendir þar á að á sama
tíma og þrengt hefur verið að
kindakjöti hér á markaðnum hefur
annað kjöt kómið inn i staðinn.
Hann vekur athygli á því að mikiö
af svína-, nauta- og fuglakjötinu á
markaönum komi frá stórum verk-
smiðjubúum, og þar hafi engin
framleiöslustjórnun fengist. Væru
þessi stóru verksmiöjubú ekki
mætti dreifa framleiðslu þeirra til
niargra aðila sem rækju hæfilcg
fjölskyldubú, og þar með héldist
landið betur í byggð.
Þess vegna, segir Gunnar, var
það furðulcgt þegar aðilar vinnu-
markaðarins gerðu um það kröfu í
Ásmundur:
hyggjunnar?
Boðberi frjáls-
samningaviðræðunum fyrir jólin
að ekki yrði komið á stjórnun i
þessum greinum. Þctta segir hann
með réttu að hafi verið frekleg
fltjutun í málefni annarrar stéttar.
„Ég hef ekki trú á því,“ segir
Gunnar þarna orðrétt, „að t.d.
ASÍ hefði lagt í að gera kröfur um
að einhverjar hugmyndir BSRB
næðu ckki fram að ganga, eða ef
sett hefði veriö skilyrði um að
fiskverð hækkaði ekki, því það
hækkaði soöninguna. Að minnsta
kosti hefðu þeir ekki fengið ncinar
þakkir fyrir slíkt. Nei, þetta er
algjör móðgun við samtök bænda,
og er óþotandi.“
Frjálshyggja forseta ASf
Þetta leiðir hugann að því að í
síðasta sunnudagsblað Þjóðviljans
skrifaði Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ og frambjóðandi Al-
þýðubandalagsins, ýtarlega grein
um mismun frjálshyggju og félags-
hyggju. Hann víkur þar fyrst að
þeirri staðreynd að talsmenn frjáls-
hyggju og óheftra markaðsafla
hafa látið töluvert meira að sér
kveða hér á landi undanfarið en
lengst af áður.
Síðan snýr hann sér að félags-
hyggjunni og bendir réttilega á að
félagsleg viðhorf vcrkalýðs- og
vinstri hreyfingar, krafan um sam-
stöðu og gagnkvæma ábyrgð, séu t
skarpri og ósættanlegri andstöðu
við mannfyrirlitningu frjáls-
hyggjunnar. Hér hefði raunar mátt
telja samvinnuhréyfinguna einnig,
en forseti ASÍ segir auk þess þarna
að skilin á milli hægri og vmstri
dyljist engum lengur, og það fólk
sem standi vinstra megin vilji
tryggja hverjum einstaklingi frelsi
frá skorti, kúgun og yfirgangi, og
tryggja börnunum frelsi frá því að
týnast á markaðstorginu. Það vilji
tryggja frelsi frá óttanum við ör-
birgð og eymd, veita öryggi f
ellinni, aðhlynningu i veikindum
og tryggja hverjum og einum að-
stöðu til að komast til þróska og
móta sitt eigið líf. Hver einstakling-
ur skuli hafa frelsi til flestra hluta
annarraenað troða á frelsi hinna.
Þetta er út af fyrir sig faguriega
mælt, en Garra finnst eigi að síður
athyglisvert að sá sem hér talar
hefur rétt nýlega átt í því fullan
þátt að þvcrbrjóta gegn einmitt því
sem hann talar svo inníjálgur um
hér. Það er út af fyrir sig hárrétt að
menn eiga að hafa frelsi til þess að
gera flest annað en að troða á frelsi
annarra.
En það innifelur líka að þau
samtök, sem Ásmundur vcitir for-
stöðu, verða þá að neita sér uin að
troða á frelsi bænda. Ef bændur
vilja hafa stjórn á framleiðslu sinni
þá er það þeirra mál en ekki
verkalýðshreyfingarinnar. í því til-
viki, sem rætt var um hér að ofan,
verður líka ekki bctur séð en að
Ásmundur og félagar hans hafi
Jbeinlínis verið að vinna að fram--
gangi frjálshyggjunnar og þcirra
manna scm reka fyrirtæki í anda
hennar.
Hér gildir sem sagt ekki hið
fomkveðna að vinstri höndin skuii
ekki vita hvað sú hægri gerir.
Ábyrgir stjómmálamenn geta ekki
leyft sér að tala fagurlega á tnanna-
mótum en láta svo verkin tala
jiveröfugt.
Garri.
VÍTT OG BREITT
Eitt kerfi strætisvagna
Uppi eru hugmyndir hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur að lækka
tíðni ferða, eins og það heitir á
máli borgarfulltrúa, en mun út-
leggjast að fækka ferðum á manna-
máli. Ástæðan fyrir færri ferðum
er einföld, farþegum SVR fækkar,
þrátt fyrir að íbúum á svæðinu
fjölgar. Fargjöldin hækka en endar
ná samt ekki saman og rekstur
strætisvagnanna verður full kostn-
aðarsamur.
Einkabílum fjölgar jafnt og þétt
og er það höfuðástæðan fyrir að
farþegum SVR fækkar. Einkabíll-
inn hefur náð yfirtökum í sam-
keppninni.
Gott samgöngukerfi með al-
menningsvögnum er nauðsyn og
þarf varla að rökstyðja það hvílíkt
óhagræði og kostnaðarauki það er
að einkabíllinn verði einráður í
flutningum innan borgar ofe reynd-
ar höfuðborgarsvæðisins alls.
SVR hefur alls ekki staðið sig
sem skyldi til að halda í farþega
sína. Leiðakerfið er á margan hátt
óhagkvæmt og einhver grundvall-
armisskilningur varð þegar Lækj-
artorg var flutt upp á Hlemm til að
kljást þar við sömu vandamálin og
flutt var frá.
En það er við fleiri aðila að
sakast en SVR hve örðugt og snúið
það getur verið að komast í strætó
á milli hverfa. Reykjavíkurborg
samanstendur af þorpum, sem
dengt er niður hingað og þangað
með víðlendum auðum svæðum á
milli. Sérviska skipulagsmanna
ræður hvar þorpin rísa og síðar
meir er farið að hyggja að sam-
göngum á milli þeirra.
Út úr þessu koma alls kyns
skringilegheit, sem erfitt er fyrir
skipuleggjendur strætisvagnaleiða
að samræma hagkvæmum áætlana-
leiðum.
Ekki hugað að
hagsmunum íbúanna
Á höfuðborgarsvæðinu eru
nokkur bæjarfélög sem eru nánast
samvaxin. Mikill samgangur er á
milli þeirra og fjölmargir íbúanna
stunda vinnu eða eru í skóla í öðru
bæjarfélagi en þeir sofa í og borga
sína skatta til.
En af einhverjum hrikalegum
misskilningi um sjálfstæði sveitar-
félaganna eru rekin mörg fyrirtæki
sem annast almenningssamgöngur
á svæðinu. Það eru eingöngu sveit-
arstjórnarmenn sem halda í þessi
asnalegu kerfi, öllum öðrum íbú-
um á höfuðborgarsvæðinu til óhag-
ræðis og ama.
Sveitarfélögin umhverfis
Reykjavík eiga það sammerkt með
höfuðborginni að taka aldrei tillit
til heildarsamgangna innan svæðis-
ins þegar skipulagssnillingar eru í
kubbaleik að búa til ný hverfi.
Það er fyrir löngu kominn tími
til að ferðir strætisvagna um allt
höfuðborgarsvæðið verði skipu-
lagðar sem ein heild. Það er pólit-
ísk ákvörðun að ráðast í slíka
sameiningu, en séu þarfir og hags-
munir íbúanna látnir ráða ætti
samruni flutningsfyrirtækjanna
ekki að vera óyfirstíganlegt vanda-
mál.
Fækkun ferða,
fækkun farþega
Að fækka ferðum strætisvagna í
Reykjavík mun aðeins leiða til enn
meiri fækkunar farþega. Nær væri
að auka þjónustuna, endurskipu-
leggja einhver leiðakerfanna og
einfalda þau eins og kostur er á.
Einkabíllinn er mörgum naúð-
syn og neyðarúrræði. Ef fólk kæm-
ist á auðveldan hátt ferða sinna í
strætó, mundi fjöldinn allurfremur
kjósa þann ferðamáta en að reka
kostnaðarsaman einkabíl og neyð-
ast til að nota hann í hvert sinn sem
farið er af bæ.
Það verður of seint að reyna að
koma á greiðum og góðum strætis-
vagnaferðum þegar strætisvagn-
amir komast hvergi leiðar sinnar í
einkabílaþvögunni, eins og nú er
farið að bera á.
OÓ