Tíminn - 29.01.1987, Side 3

Tíminn - 29.01.1987, Side 3
Tíminn 3 Fimmtudagur 29. janúar 1987 Fínull: Ráðstefna um virkjun jarðhita á Nesjavöllum: Virkjunarframkvæmdir munu hefjast í mars gangsetning virkjunarinnar áætluð haustið 1989 „Enn sem fyrr, þykir Nesjavalla- svæðið vænlegast allra nærliggjandi jarðhitasvæða til virkjunar. Um þetta er ekki lengur deilt, einkum eftir hinn góða árangur borana þar á undanförnum árum," sagði Jóhann- es Zoega, hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur á ráðstefnu um virkjun jarðhita á Nesjavöllum, sem haldin var á Hótel Loftleiðum í gær. Jóhannes sagði einnig að vegna kuldamengunar og saltmengunar á Elliðaársvæðinu og Laugarnessvæð- inu væri ekki lengur hjá því komist að mæta aukinni orkuþörf sem skap- ast m.a. vegna þess að tvær borholur eru nú ónothæfar og vegna aukinnar orkunotkunar samfara fólksfjölgun í Reykjavík og nágrannabyggðar- lögunum. Miðað við óbreytt ástand myndi orkuskortur fara að gera vart við sig í lok þessa árs í kuldaköstum og á öðr- um álagstímum og aukast stig af stigi næstu ár. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti ákvörðun stjórnar Hitaveit- unnar um að byrjað yrði sem fyrst á virkjunarframkvæmdum á Nesja- völlum. Fyrstu verkáfangarnir verða boðnir út á næstu dögum, en áætlað er að framkvæmdir að fyrsta áfanga hefjist í mars n.k. í framkvæmdaáætlun er miðað við að gangsetning veitunnar verði haustið 1989. f október á þessu ári verður lokið vinnu við safnæðar hita- veitunnar. Einnig verður byrjað að vinna við skiljustöð, kaldavatns- veitu, orkuver og þjónustumann- virki. Á árinu 1988 verður lokið við skiljustöð, aðveitu, kaldavatns- geymi og pípulagnir við kaldavatns- Frá fundinum á Loftleiðum í gær. veitu. Vinnu við orkuver og rafstöð og aðveituæðar verður lokið í ágúst 1989 og þá er einnig áætlað að vinnu við kaldavatnsveitu verði lokið. Frágangi og prófunum á síðan að Ijúka í Iok október það ár. Áætlaður stofnkostnaður 1. áfanga Nesjavallaveita er um 1990 milljónir króna. Þar að auki er kostnaðaráætlun vegna stækkunar raforkuvers um 30 megawött sem nýtir hreyfiorku gufunnar í 1. áfanga með mótþrýstihverfli alls kr. 380 milljónir og stækkun varmaorkuvers um 100 megawött 180 milljónir. Þá kostar tenging við Ljósafosslínu 25 milljónir. ABS Tímaniynd Pjetur (Jnnið að uppsetningu spunaverk' smiðjunnar Fínull hf. er þessa dagana að flytja inn og setja upp spunaverk- smiðju til að framleiða band úr kanínufiðu (kanínuhári). Verk- smiðjan er staðsett í húsakynnum Álafoss, en þar mun hún verða næstu árin. Verksmiðja þessi er keypt frá Þýskalandi af Teufel-fyrirtækinu. Kaupverð verksmiðjunnar er um 37 milljónir króna. Verksmiðj- unni fylgir prjóna-og saumastofa auk viðskiptasambanda sem þýska fyrirtækið hafði á sínum vegum. Verið er að reynslukeyra vél- arnar og búist er við að lokið verði við uppsetningu eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Að því búnu mun framleiðsla hefjast. Til að byrja með mun einkum verða framleitt band og prjónaður heilsufatnað- ur úr bandinu. Þegar vinnsla verður komin í fullan gang, er gert ráð fyrir að um 10 manns vinni við fyrirtækið. Fínull hf. er hlutafélag í eigu Álafoss, kanínubænda, Kanínu- miðstöðvarinnar og Byggðastofn- unar. Hlutafé fyrirtækisins er um 22 milljónir króna. -ABS Viðræður við bandaríska herinn: HEFJASTIL0K VIKUNNAR - kjötsala og varaflugvöllur til ákvörðunar „Það er ætlunin að funda nú í vikulokin, en það hefur verið svo erfitt flugveður í Bandaríkjunum að menn hafa ekki komist til íslands. En við vonumst til þess að geta rætt við þá í vikulokin samt sem áður,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, deildarstjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins þegar hann var inntur eftir því hvenær fundir íslenskra og bandarískra aðila um varaflugvöll á Sauðárkróki hefjast. t>á er von á annarri samninga- nefnd frá bandaríska sjóhernum einnig í þessari viku, til viðræðna um kaup á kjöti fyrir bandaríska herinn á Miðnesheiði. Sagði Sverrir að viðræðuaðilar Bandaríkjamannanna væru varnarmálaskrifstofan og land- búnaðarráðuneytið. Það lægi hins vegar ekki fyrir hverjir söluaðilar kjötsins hérlendis verða. Bandaríski herinn flytur nú inn um 400 tonn af kjöti á ári, en sem kunnugt er, er öðrum aðilum hérlendis bannað að flytja inn kjötvörur erlendis frá vegna sjúkdómahættu. -phh Starfsfólk Búnaðarbanka: Rekstri bankans verði ekki breytt Starfsfólk Búnaðarbankans hefur sent frá sér yfirlýsingu um hugsanlega sameiningu bankans við Útvegsbanka, þar sem tekin er hörð afstaða gegn slíkum hugmyndum. Fylgir ályktunin hér á eftir, ásamt greinargerð um málið. Ályktun Fundur starfsmanna Búnaðar- bankans haldinn 26. janúar 1987 lýsir harðri andstöðu sinni gegn hugmyndum stjórnvalda um sam- einingu Búnaðarbanka og Útvegs- banka. Fundurinn telur það mikla skammsýni af stjórnvöldum að ætla að leggja niður blómlegt og vel rekið fyrirtæki og nota eigið fé þess til að leysa vanda fyrirtækis sem komið er í þrot. Starfsfólk Búnaðarbankans ótt- ast að nýr banki, sem reistur væri á grunni Búnaðarbanka og Útvegs- banka, yrði veikari stofnun en Búnaðarbankinn er í dag. Með því er hagsmunum starfsfólks og við- skiptamanna bankans stefnt í hættu. Fundurinn leggur þvf áherslu á að Búnaðarbankinn haldi núverandi rekstrarformi svo að hvorki komi til uppsagna starfs- fólks né að starfsöryggi þess sé ógnað á annan hátt. Þá bendir fundurinn á að í kjarasamningum bankamanna eru skýr ákvæði um að haft sé samráð við starfsmannafélag og/eða S.Í.B. ef um skipulagsbreytingar banka sé að ræða. Greina skal frá fyrirhug- uðum breytingum strax á byrjun- arstigi. Starfsfólk Búnaðarbankans skorar á stjórnvöld að leita annarra leiða til að mæta vanda Útvegs- bankans. Greinargerð Búnaðarbankinn hefur eflst stöðugt og áunnið sér þann sess í þjóðfélaginu að vera talinn traust- ur banki. Búnaðarbankinn hefur áunnið sér traust viðskiptabanka sinna erlendis þann tíma sem hann hefur starfað sem gjaldeyrisbanki. Slíkt traust byggist að hluta til á þeirri staðreynd að Búnaðarbank- inn hefur ríkisábyrgð á bak við sig, en ekki síður vegna stöðu bankans og starfsfólks hans. En nú skal refsa stjórnendum og starfsfólki bankans fyrir vel unnin störf og skynsamlegan rekstur með því að leggja hann niður. í umræðunni um samruna Út- vegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka kom fram að stjórnvöld hugðust leggja fram 900 milljónir til styrktar Utvegsbank- anum. Reikna má með svipuðu framlagi af ríkisins hálfu ef um sameiningu Búnaðarbanka og Út- vegsbanka yrði að ræða. Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram er full ástæða til að skoða ummæli formanns bankaráðs Verslunarbankans eftir að athugun hafði farið fram á hugsanlegri sam- einingu þessara þriggja banka, en þar segir orðrétt: „Hins vegar var það mat okkar á útistandandi lán- um Útvegsbankans og öðrum vcigamiklum atriðum þess eðlis að útilokað var að leggja fjármuni hluthafa bankans, hagsmuni við- skiptamanna og starfsfólks, í hættu með þátttöku í fyrirhugaðri banka- samsteypu.“ Það er umhugsunar vert að með ráðagerðum stjórnvalda um sam- runa Búnaðarbanka og Útvegs- banka hika þau ekki við að „hætta hagsmunum viðskiptamanna og starfsfólks" Búnaðarbankans. Segja má að þessi staða hefði ekki komið upp, hefði Búnaðarbankinn ekki verið jafn vel rekinn og raun ber vitni. Það er harður kostur að vera refsað fyrir það, sem vel er gert og í raun eru umræddar hug- myndir stjórnvalda vanhugsaðar. í áliti bankamálanefndar frá 1973 segir: Samruni bankastofnana og einföldun fjármálakerfisins er stefna sem framkvæma verður með fullri gát og á hæfilega löngum Starfsfólk Búnaðarbankans hefur lýst yfir andstöðu sinni við hugmyndum um sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Tímamynd Svcrrir tíma. í þessu efni verður að eiga sér stað þróun fremur en bylting, ef ekki eiga að koma upp alvarleg vandræði og andstaða, sem gera mundi allar slíkar fyrirætlanir að engu. Sannlcikurinn er sá, að hver stofnun á sér djúpar rætur í þeim jarðvegi, sem hún er sprottin úr. Þannig á hver banki sinn hóp innistæðueigenda, lántakenda og starfsfólks, sem er annt um hag sinnar stofnunar og vill að þeir séu ekki fyrú borð bornir í slíkri endur- skipulagningu.“ Þessi ummæli eru enn í fullu gildi. Starfsfólk Búnaðarbankans hef- ur að undanförnu orðið áþreifan- lega vart við ugg og ótta við- skiptamanna bankans vegna um- ræðu um fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda gagnvart Búnaðar- bankanum. Eins og fyrr segir er ekki sjálfgefið að nýr banki njóti viðskipta allra þeirra sem nú hafa viðskipti við Búnaðarbankann og þá er hollt að minnast þess að sparifé fólks er hvorki eign banka né ríkissjóðs. Vandi Útvegsbankans er mikill og starfsfólk Búnaðarbankans hef- ur mikla samúð með starfsmönnum þar, en vandinn er miklu stærri en svo að hægt sé að ætla einum banka að leysa hann ásamt ríkissjóði. Finna verður aðrar og betri leiðir en að steypa þessum tveim bönkum saman með þeim hætti sem nú er til umræðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.