Tíminn - 29.01.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 29. janúar 1987
Samtök kvenna á vinnumarkaði:
„LAUNAMUNUR
HEFUR AUKIST
GÍFURLEGA"
Á aðalfundi Samtaka kvenna á
vinnumarkaði sem haldinn var í lok
síðustu viku, var rætt um kjör launa-
fólks.
í ályktun fundarins segir m.a. að
síðustu misseri hafi launamunur
aukist gífurlega: „Verulega fór að
síga á ógæfuhliðina eftir kjararán
ríkisstjórnar og atvinnurekenda í
júní 1983. í kjölfarið hefur fylgt
eignaupptaka og tekjutilfærsla frá
launafólki til eignamanna í meira
mæli en áður hefur þekkst hér á
landi. Kjarasamningar Alþýðu-
sambandsins og atvinnurekenda frá
því í desember sl. festu þennan
launamun enn frekar í sessi. Annars
vegar er láglaunafólkið - sem verka-
lýðsforystan tjáir ást sína við undir-
skrift samninga - hins vegar þau sem
hafa aðstöðu til að ná fram hærri
launum“.
í annarri ályktun fundarins eru
hópuppsagnir kvenna studdar.
„Heildarsamtök launafólks hafa
reynst þess vanmegnug að koma á
launajafnrétti kynjanna. Kjararann-
sóknir síðustu mánaða sýna glögg-
lega að störfum kvenna er haldið í
neðri hluta launastigans á meðan
karlarnireigaefri hlutann“. Samtök-
in krefjast þess að laun kvenna verði
færð í mannsæmandi horf, verð-
bólguvandann verði að leysa með
öðru móti en ódýru vinnuafli
kvenna.
Þetta lét meðal Jóninn inn fyrir sínar varir í fyrra. Fólk getur þá gert sér í hugarlund frávikin frá meðaltalinu í
báðar áttir. Fyllibyttur og bindindisfrömuðir eru náttúrlega ekki nálægt þessu. Drukku ýmist meira eða jafnvel
ekkert. Þessar flöskur, alls 28 eru einni fleiri en 1985 en þá voru íslendingar heldur rólegri á þessum nótum.
Tímamynd Pjetur
ÁTVR - 24 f löskur
á mann yf ir 14 ára
Nú stendur yfir fjársöfnun El Salvador-nefndarinnar vegna jarðskjálftanna í
október, þegar a.m.k. 3000 létu lífið,30.000 slösuðust og 200.000 misstu
heimili sín. Safnast hafa 130 þúsund krónur þegar, en vonast er til að safna
200 þúsundum króna áður en söfnuninni lýkur þann 6. febrúar.
Fjársöfnun vegna jarðskjálftanna í El Salvador:
VONAST TIL AÐ
NÁ200 ÞÚS. KR:
-féð rennurtil alþýðufólks sem hingaðtil hefurveriðafskipt
Fjársöfnun E1 Salvador-nefndar-
innar til styrktar fórnarlömbum okt-
óberjarðskjálftanna í E1 Salvador,
stendur enn. Söfnunin hófst í des-
embermánuði og hafa nú safnast
rúmlega 130 þúsund krónur. Stefnt
er að safna 200 þúsund krónum áður
en söfnuninni lýkur, en það verður
föstudaginn 6. febrúar.
Söfnun þessi er framkvæmd í
samráði við UNTS eða Alþýðusam-
band E1 Salvador og hefur það að
markmiði að verða því alþýðufólki
sem harðast varð úti í jarðskjálftun-
um, að liði.
Ríkisstjórn Napóleon Duarte hef-
ur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að
nota það fé sem safnað hefur verið
og runnið í gegnum ríkisstofnanir,til
stríðsrekstursins gegn þjóðfrelsis-
hreyfingunum sem og í að styrkja þá
auðmenn sem misstu eignir í jarð-
skjálftunum. Því er talið að aðeins
hluti þess fjár sem safnað var vegna
jarðskjálftanna, hefi runnið til þeirra
sem helst þurftu á því að halda.
Markmið UNTS er því að bæta úr
þessu sem kostur er. Þeim sem vilja
Ók á staur
Ökumaður, grunaður um ölv-
un keyrði á staur já mótum
Skarðshlíðar og Smárahlíðar á
Akureyri sl. föstudagskvöld.
Ökumaðurinn og tveir farþegar
voru fluttir á sjúkrahúsið á Akur-
eyri en meiðsl þeirra voru ekki
talin alvarleg. Biffeiðin er nær
ónýt eftir áreksturinn. Að öðru
j leyti var rólegt á Akureyri um
helgina, ólíkt joví sem var í
Reykjavík. / r/
leggja þessu verkefni lið er bent á
reikning söfnunarinnar nr. 10401 í
Búnaðarbankanum við Hlemm, eða
gíróreikning 0303-26-10401. -phh
Á fátt virðist lengur að treysta
tilverunni - og á það meira að segja
við um „blessað“ brennivínið.
Innihald t.d. vodka-, gin-, og víski-
flaskna er orðið hálfgert gutl miðað
við það þegar það var og hét. Það
má m.a. marka af því, að þótt hver
íslendingur 15 ára og eldri hafi
aukið meðalársskammt sinn af
sterkum drykkjum í flöskum talið
um tæp 15% frá 1980 og léttvíns-
skammtinn 14% á sama tíma hefur
hreint alkóhól sem þeir fengu út úr
þvf ekki aukist nema um 3,9% á
sama tíma, samkvæmt útreikning-
um ÁTVR. Skýringin ku að miklu
leyti felast í því, að sterku drykk-
irnir sem áður innihéldu margir
42%, 43%, 45% og jafnvel upp í
50% af alkóhóli eru nú flestir eða
allir komnir niður í 40% styrkleika.
Áhrif hverrar flösku hafa því dofn-
að verulega í mörgum tilfellum.
Landinn lætur ekki
plata sig lengi
Þessarar „dofnunar" virðist fyrst
hafa farið að gæta að marki árið
1984 þegar landsmenn juku
drykkju sína að meðaltali um nær
flösku af sterkum drykkjum (10%)
og hálfan lítra af léttvínum (5%)
en höfðu þó ekki út úr því nema
1,6% viðbótarskammt af hreinu
alkóhóli. Árið eftir bættu menn
enn vel við sterka skammtinn, en
minnkuðu að vísu léttvínssullið,
og niðurstaðan var 3% minna alk-
óhól. Á nýliðnu ári létu menn svo
ekki plata sig lengur - bættu enn
við hátt í flösku á mann, um 8%,
við sterka skammtinn og náðu loks
umtalsverðri aukningu, eða um
4,2% viðbót á hreinu alkóhóli á
mann að meðaltali. Kannski ekki
svo stórt hlutfall, en dugir þó til að
tvöfalda meðalskammtinn á næsta
hálfum öðrum áratug ef árleg
aukning væri áfram sú sama.
Minni laun
= meiri drykkja
Athyglisvert er að „kjararánsár-
ið“ 1983varfyrra metárið á þessum
áratug með 3,3% aukningu á
hreinu alkóhóli á mann. Munurinn
var sá, að þá varð öll aukningin og
meira til í léttvínsglundrinu, og
meðalskammturinn á mann fór úr
rúmum 12 í tæpar 14 flöskur, eða
Byggingaþjónustan:
Miðbæjarskipulagið
öllum til sýnis
Líkani og uppdráttum að hinu
nýja Miðbæjarskipulagi hefur ver-
ið komið fyrir til sýnis í húsnæði
Byggingaþjónustunnar við Hall-
veigarstíg í Reykjavík. Fram til 1.
apríl nk. gefst almenningi þar kost-
ur á að skoða Miðbæinn eins og
honum er ætlað að líta út í framtíð-
inni og gera athugasemdir til Borg-
arskipulags ef einhverjir telja á-
stæður til þess. Að lokinni kynn-
ingu mun skipulagsnefnd og borg-
arráð fjalla um þær athugasemdir
sem berast. Borgarstjórn mun síð-
an afgreiða skipulagið ásamt um-
sögnum um athugasemdir og um
skipulagstillöguna til skipulags-
stjórnar, sem gengur svo endan-
lega frá uppdrættinum og sendir
hann ráðherra til staðfestingar.
Næstu 3 vikurnar mun sömuleið-
is vera kynning á deiliskipulagstil-
lögu af Þingholtunum í Bygginga-
þjónustunni. Athugasemdum og
ábendingum varðandi þá tillögu
skal koma til Borgarskipulags fyrir
20. febrúar nk. -HEI
4fcr *** A
Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags ræðir hér um
nýtt útlit gamla Miðbæjarins í Reykjavík við Davíð borgarstjóra og
borgarfulltrúana Sigrúnu Magnúsdóttur og Bjarna P. Magnússon. Öllum
sem áhuga hafa gefst kostur á að skoða líkanið og teikningar í húsnæði
Byggingaþjónustunnar og gera athugasemdir til Borgarskipulags.
Tímamynd: Sverrir
um 13% aukning. Árið 1984 náði
léttvínsdrykkjan hámarki og er nú
aftur komin niður í rúmar 12
flöskur á mann. Frá 1983 hafa
menn á hinn bóginn aukið meðal-
skammt sterku drykkjanna úr 9,4 í
11,4 flöskur. Samtals nam því sala
ÁTVR árið 1986 um 24 föskum á
hvern landsmann 15 ára og eldri af
léttum vínum og sterkum, eða 65
flöskum á meðalfjölskylduna.
Töluverð aukning 1986
Þær 4.329.220 flöskur af áfengi
sem ÁTVR seldi 1986 gáfu 4,5 lítra
af hreinu alkóhóli á hvern íslend-
ing 15 ára og eldri. Árið 1980 var
skammturinn 4,33 lítrar, nokkru
minni 1982, jókst aftur 1983 og
1984 og minnkaði síðan 1984 -
þrátt fyrir aukna drykkju - niður í
4,32 lítra, eða nærri því það sama
og 1980. Aukning um 4,2% á
síðasta ári virðist því veruleg
viðbót.
Margt ótalið
Sem fyrr segir er hér einungis
reiknað út frá sölutölum ÁTVR.
Miðað við að íslenskum ferða-
mönnum til útlanda fjölgaði um
nær 17% á síðasta ári er ekki
ólíklegt að aukningin hafi verið
hlutfallslega meiri, þó aðeins sé
miðað við það sem þeir hafa vænt-
anlega flestir hverjir keypt í frí-
höfninni. Þá er enn ótalið það
áfengi sem áhafnir skipa og flug-
véla koma með til landsins og að
sjálfsögðu „heimilisiðnaðurinn“,
sem tölur ná ekki til hvort minnkað
hafi eða stækkað.
Milljón vodkaflöskur
Af sölu helstu vöruflokka má
nefna tæplega 1 milljón flöskur af
vodka hvar af Smirnoff var nær
þriðjungurin og YCI og Absolut
með sinn 6. part hvort. Af brenni-
vínum seldust um 463 þús. flöskur,
af viskíi um 272 þús. flöskur, þar
af um fjórðungur Ballantine’s, af
koníaki um 80 þús. flöskur, Gen-
ever 51 þús. flöskur og 226 þús.
flöskur af líkjörum. Sala á milli-
sterkum vínum ar um 386 þús.
flöskur, þar af rúmlega 100 ús. fl.
af Martini um 90 þús. fl. af Bristol
sherryum og um 50 þús. fl. af
Campari.
Meira hvítt en rautt
Af hvítvínum voru seldar 756
þús. flöskur, langsamlega mest af
Liebfraumilch. Sala á rauðvínum
nam 607 þús. flöskum hvar af
Valpoliscella var um fjórðungur-
inn. Af rauðvínum og hvítvínum
voru umlOO tegundir af hvorum og
salan aðeins örfáar flöskur af sum-
um tegundunum. -HEI