Tíminn - 29.01.1987, Síða 12

Tíminn - 29.01.1987, Síða 12
Landssamband framsóknarkvenna Öryggismálafundur LFK gengst fyrir fræðslu- og umræðufundi um öryggismál íslands í húsakynnum Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, mánudaginn 2. feb, kl. 20.30. Málshefjendur verða Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri öryggis- málanefndar. Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi ritstjóri, Þórður Ægir Óskarsson stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri Ásta R. Jóhannesdóttir. Fyrirspurnir og umræða. Framsóknarkonur hvattar til að mæta. Fundurinn er öllum opinn. Stjórn LFK Þorrablót - Reykjavík Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið í Þórscafé föstudaginn 13. febrúar n.k. Að venju verður boðið upp á góða skemmtun, en miðaverði stillt í hóf. Þeir sem hafa hug á að vera með láti skrá sig hjá Jónínu í síma 24480 (eftir hádegi). Nánar auglýst síðar. Nefndin. Reykjanes Framsóknarvist Spiluð verður í íþróttahúsinu við Strandgötu framsóknarvist, fimmtu- daginn 29. jan. kl. 20.30. Spiluð verða 36 spil. Kaffiveitingar. Sjáumst. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Þorrablót Framsóknarfélögin í Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 31. jan. í félagsheimilinu Kópavogi Fannborg 2. Húsið opnað kl. 19.00. Níels Árni Lund: ávarp í léttum dúr. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: stutt miðnæturávarp. Skessurnar skemmta. Hljómsveitin Melódía leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Tryggið ykkur miða í tíma hjá Ingu sími 641714, Jóhönnu 41228 og Vilhjálmi 43466. Stjórnin. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi hefur verið opnuð að Hamraborg 5, 3.hæð. Skrifstofan er opin þessa viku frá kl. 16-18.30. Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson. Sími skrifstofunnar er 41590. Austfirðir & 1 1 Fundir B-listans í Austurlandskjördæmi Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: |p| Fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 í verkalýðshúsinu Reyðarfirði. Föstudaginn 30. janúar kl. 20.30 í Valhöll, Eskifirði. Frambjóðendurflokksins mæta á fundina og halda framsöguræður og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn Þorragleði í Safnaðarheimili Neskirkju Á laugard. 31. jan. verður efnt til þorragleði í „Félagsstarfi aldraðra". Boð- ið verður upp á hlaðborð með hefðbundn- um þorramat og rjúkandi slátri og salt- kjöti. Hefst samveran kl. þrjú (kl. 15.00) eins og venjulega með vandaðri skemmti- dagskrá. Sýnd verður kvikmynd, sem Skaftfellingafélagið lét gera og sýnir fólk að starfi í gamalli baðstofu. Sr. Hannes Guðmundsson í Fellsmúla fer með gam- anmál og Dóra Reyndal syngur einsöng. Þá verður mikill fjöldasöngur og farið í hringleiki við harmonikuundirleik Reynis Jónassonar. Þátttakendur skrái sig hjá kirkjuverði kl. 5-6 (kl. 17.00-18.00) í dag og veitir hann allar nánari upplýsingar. Frank M. Ilalldórsson. Kaffisala Fóstbræðrakvenna Sunnudagana 1. febrúar og 1. mars n.k. mun Kvenfélag Fóstbræðra halda kaffisölu í félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109-111, til styrktar utan- landsferð kórsins. Eins og mörgum er kunnugt áttu Fóst- bræður 70 ára afmæli á sl. ári og var haldið upp á þessi tímamót með ýmsu móti s.s. með hátíðartónleikum í Háskólabíói sl. vor og með afmælistónleikum í Lang- holtskirkju í nóvember sl. Kórinn hafði einnig hug á að kynna starfsemi sína erlendis á þessu afmælisári en úr því varð ekki sökum anna, en í framhaldi af athugunum þeirra var þeim boðin þátttaka í alþjóðlegu kóramóti í Þýskalandi, nánar tiltekið Linderholz- hausen við Limburg, sem haldið verður dagana 26. maí til 2. júní. Var ákveðið að taka þessu boði og halda síðan áfram í söngferð til Austurríkis og Ungverjalands og halda nokkra afmælistónleika erlendis næsta vor þó kórinn yrði þá kominn hátt á 71. aldursár. Þar sem svona ferðir eru dýrar í framkvæmd ákváðu Fóstbræðrakonur að efna til kaffisölu þeim til styrktar og vonast til að sem flestir velunnarar komi og fái sér kaffisopa. Á boðstólum verða heimabakaðar kök- ur og brauðtertur. Fóstbræður munu koma og taka lagið með ýmsu móti og ef til vill eitthvað fleira. Verð fyrir kaffi og meðlæti er kr. 300.- en fyrir börn kr. 150,- Húsið verður opnað kl. 15 og verður opið til kl. 17.30eða lengur ef aðsókn er mikil. Kaffisölunefnd. LElKLiSTARBLADID Leiklistaiblaðið Leiklistarblaðið er geftð út af Banda- lagi íslcnskra leikfélaga. Aðeins eitt blað kom út á árinu 1986, desemberblaðið, en þetta er 13. árg. ritsins. í blaðinu er m.a. sagt frá Norrænni leiklistarhátíð, sem haldin var 22.-29. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:.. 96-21715/23515 BORGARNES: ............ 93-7618 BLÖNDUÓS:......... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: .....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:......... 96-71489 HUSAVÍK:... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: .......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent júní s.l. . Greininni fylgja margar myndir. Magnús J. Magnússon, Selfossi skrifar um leiklist meðal þroskaheftra og heitir sú grein Lífmyndir. Sagt er frá Leiklistar- hátíðum. Felix Bergsson skrifar f.h. leik- flokksins „Veit mamma hvað ég vil?“: Ævintýraferð til Finnlands. Sigrún Val- bergsdóttir, sem er ritstjóri blaðsins, skrifar um Monaco- áttunda alþjóðleg leiklistarhátíð áhugafólks. „Hvernig varð ég til ?“ heitir grein sem H.H. skrifar um Bandalag íslenskra leikfélaga 35 ára. Þá er sagt frá afmæli Leikfélags Vestmanna- eyja, sem nýlega varð 75 ára. Margt fleira er í þessu Leiklistarblaði. Á forsíðu er mynd af samísku leikkonunni Mary Sarre í hlutverki í leikriti Sama „Áningarstaðir í þúsund ár“. Frjáls verslun Frjáls verslun er sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál. Blaðið hefst á } ritstjórnargrein sem nefnist Endurbættur listi, og segir þar að Frjáls verslun birti að þessu sinni lista yfir lOOstærstu fyrirtækin á íslandi 1985. Þá koma fréttir, sem hefjast á því að segja frá nýjum eigendum að Casa, og er þar fyrstur talinn Skafti Jónsson, fyrrv. blaðamaður og mynd er af honum ásamt tveimur starfsmönnum Casa. Þá er grein um staðgreiðslu skatta :Verður atvinnureksturinn með ? Þá er stór hluti blaðsins um „100 stærstu“, veltu fyrirtækjanna, hagnað, greidd laun o.fl. Blaðið er yfir 100 blaðsíður með mörg- I um myndum. Ritstjórier Kjartan Stefáns- 1 son. Húsvíkingar-Þingeyingar Almennur fundur í Félagsheimili Húsavíkur föstu- daginn 30. janúar n.k., kl. 21.00. Fundarefni: Opinber rekstur fræöslu- og skólamál. Menntamáiaráðuneytið Sverrir Hermannsson Fimmtudagur 29. janúar 1987 Frá Samtökum gegn asma og ofnæmi Félagsfundur verður haldinn í kvöld, fimmtud. 29. jan. í Domus Medica kl. 20.30. Björn Árdal flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir. Stjórnin Fuglaverndarfélag íslands Fræðslufundur i kvöld. Fuglaverndarfélag íslands heldur fræðslufund í dag, fimmtud. 29. jan. kl. 20.30, í Norræna húsinu. Efni: Þóroddur Þóroddsson, starfs- maður Náttúruverndarráðs, segir frá Jökulsárgljúfrum og starfsemi Náttúru- verndarráðs að gera þar þjóðgarð. Hann mun sýna litskyggnur. Öllum heimill aðgangur. Stjórnin Óperuferð Ásprestakalls Farið verður í Óperuna 13. febrúar. Þátttaka tilkynnist í síma 37788 (Guðrún) fyrir 1. febrúar. Dagsferðir F.í. sunnudaginn l.febrúar: 1. kl. 13. Stóra Kóngsfcll. Ekið um 1 Bláfjallaveg eystri framhjá Rauðuhnúk- um og fljótlega eftir það er farið úr bílnum oggangan hefst. Verð kr. 450.00. 2. kl. 13 Bláfjöll - Þríhnúkar / skíöa- ganga. Þetta er fyrsta skíðagangan á árinu. Nægur snjór. Létt ganga frá Blá- fjallasvæðinu að Þríhnúkum og til baka. Verð kr. 450. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Brian í Gallerí BORG 1 dag, fimmtud. 29. jan. kl. 17.00opnar Brian Pilkington sýningu sína „Ský og landslag" í Gallerí Borg við Austurvöll. Brian fæddist í Liverpool á Englandi árið 1950. Hann stundaði nám við Liverp- ool College of Art í um 5 ár og st'ðan í 3 ár við Leicester College of Art. Að námi loknu kom Brian til íslands og hefur búið hér síðan. Þetta er sjötta einkasýning hans, en einnig hefur hann tekið þátt í fjölda sámsýninga bæði hér á landi og erlendis. Eins og nafnið bendir til er myndefni Brians skýjafar og landslag á Islandi. Verkin eru 50 talsins, unnin í olíupastel á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10:00-18:00 nema á mánudögum frá kl. 12:00-18:00, en frá kl. 14:00-18:00 laugar- daga og sunnudaga. Síðasti sýningardagur er 10. febrúar. Skattframtalsaðstoð viðskiptaYræðinema Líkt og undanfarin ár mun Félag við- skiptafræðinema gangast fyrir skattfram- talsaðstoð fyrir almenning. Er hér um að ræða þjónustu bæði fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Eins og á síðustu árum verður þessi þjónusta rekin frá Bjarka- götu 6, en þar hefur Félag viðskiptafræði- nema aðstöðu. Þeir sem hafa áhuga á því að nýta sér þessa þjónustu er hér bent á að hringja í síma 26170 frá kl. 3 á daginn til 10 á kvöldin virka daga jafnt sem helgar. 28. janúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......39,110 39,230 Sterlingspund.........60,366 60,552 Kanadadollar..........29,2050 29,295 Dönsk króna........... 5,7663 5,7840 Norsk króna........... 5,6221 5,6393 Sænsk króna........... 6,0725 6,0911 Finnskt mark.......... 8,6969 8,7236 Franskurfranki........ 6,5347 6,5547 Belgískur franki BEC .. 1,0533 1,0566 Svissneskur franki....26,0386 26,1185 Hollensk gyllini......19,3710 19,4304 Vestur-þýskt mark .7.....21,8553 21,9223 ítölsk líra........... 0,03067 0,03076 Austurrískur sch...... 3,1046 3,1141 Portúg. escudo........ 0,2812 0,2820 Spánskur pesetl....... 0,3077 0,3086 Japanskt yen.......... 0,25892 0,25972 írsktpund.............57,902 58,080 SDR þann 22.01 .......50,0601 50,2120 Evrópumynt............44.9882 45,1263 Belgískur fr. fin..... 1,0362 1,0393

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.