Tíminn - 29.01.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. janúar 1987 UTLOND lllllli: Tíminn 5 Stefnuræöa Reagans: Aðgerðir okkar í íran voru mistök - sovéska fréttastofan Tass segir Reagan boöa „Monroe- kenninguna" Persaflói: BANDARÍSKAR FLOTADEILDIR NÁLGAST Reagan Bandaríkjaforseti hélt stefnuræðu sína í þinginu í fyrra- kvöld, eina þá mikilvægustu á sex ára forsetaferli hans að því er banda- rískir fréttaskýrendur segja. Forset- inn hefur að undanförnu beðið mik- inn álitshnekki vegna íransmálsins svokallaða og að sögn tókst honum nokkuð að spyrna við fótum í ræðu sinni. Forsetinn viðurkenndi þar að gerð hefðu verið mistök, en hvatti menn eindregið til að horfa fram á við og staðna ekki í vangaveltum og hneykslan á því sem liðið er. í ræðu sinni leit forsetinn yfir farinn veg og minnti á árangurinn við að ná verðbólgunni niður og við að draga úr atvinnuleysi. Um al- þjóðamál sagði hann síðan m.a.: „Þá er það hughreystandi staðreynd hversu mikið okkur hefur miðað í friðarátt um allan heim, og það sem mikilvægast er af öllu að Bandaríkin eiga hvergi í ófriði í kvöld á sama tfma og frelsið breiðist út.“ Þá vék forsetinn að því sem beðið var með hvað mestri eftirvæntingu - írans- málinu. „Þrátt fyrir það að við höfum náð miklum árangri, þykir mér fyrir því hvernig fór á einu sviði. Ég tók áhættu varðandi aðgerðir okkar í íran, þær gengu ekki upp og ég lýsi allri ábyrgð á hendur sjálfum mér. Markmiðin voru góð og gild. Ég er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið rangt að koma á sambandi við land sem hefur mikla hernaðarlega þýðingu fyrir okkur né tel ég rangt að reyna að bjarga mannslífum. Það var alls ekki rangt, svo mikið er víst, að gera tilraun til að frelsa banda- ríska ríkisborgara úr barbarískri gíslingu. Hins vegar mistókst okkur að ná þeim árangri sem við vonuð- umst eftir og alvarleg mistök voru gerð þegar þetta var reynt.“ Forset- inn sagði síðan að hann myndi gera það sem í hans valdi stæði til þess að komast til botns í þessu máli, en sagði jafnframt að menn mættu ekki verða svo uppteknir af því að ræða mistök fortíðarinnar að þeir þyrðu ekki lengur að tefla á tvær hættur í framtíðinni. „Við skulum ekki láta Gorbatsjov og Yakovlev. Mvndin er tekin á blaðamannafundi í Háskólabíói, og situr Yakovlef hið næsta leiðtoganum, sem sýnir að þar var maður á uppleið. Yakovlev var einnig í forsvari fyrir sovésku sendinefndinni á blaðamannafundum sem haldnir voru í Reykjavík á meðan á leiðtogafundin- Um Stóð. Tímamynd Sverrír. GORBATSJOV STYRKIST ÍSESSI Moskva-Reuter Mikhail Gorbatsjov er nú styrkari í sessi sem leiðtogi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna eftir að Kun- ayev var vikið úr stjórnarnefndinni í gær. Hann var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Bresjnefs og undir hans verndarvæng. Kunayev var áður flokksleiðtogi í Kasakstan. í stað hans var Yakolev, náinn ráðgjafi Gorbatsjovs kosinn í stjórnarnefndina, og er hann þar án atkvæðisréttar. Þá voru tveir af stuðningsmönnum núverandi leið- toga kjörnir í miðnefnd Kommún- istaflokksins. Þá hefur Zimanyanin verð veitt lausn úr ritararáði miðn- efndarinnar af heilsufarsástæðum að því er Tass greinir. Þetta eru fyrstu breytingarnarsem gerðar eru á stjórn Sovétríkjanna síðan á flokksþinginu í mars í fyrra. En þá voru engar breytingar gerðar á stjórnarnefndinni eða miðnefnd- inni. í stjórnarnefndinni eru 11 með- limir með atkvæðisrétt og 8 án atkvæðisréttar. í ritararáði mið- nefndar eru 12 meðlimir. Yakolev átti sæti í miðnefndinni og hefur nú verið hækkaður í valda- píramítanum og er kominn í stjórn- arnefnd. Verksvið hans hefur verið áróður fyrir flokkinn og ríkið. ÁTAKASVÆÐI nokkurn mann velkjast í vafa um hver stefna Bandaríkjanna er: Við munum ekki standa aðgerðalausir og horfa á ef hagsmunum okkar eða vinum okkar í austurlöndum nær er ógnað, né munum við gefa neitt eftir þegar hryðjuverkamenn reyna að kúga okkur.“ I stefnuræðu sinni vék forsetinn nokkrum sinnum að Sovétríkjunum og benti m.a. á að hernaðarútgjöld Sovétmanna frá því 1970 hefðu verið 500 milljörðum dala meiri en útgjöld Bandaríkjamanna þrátt fyrir veik- burða ástand sovéska efnahags- kerfisins. Jafnframt gagnrýndi for- setinn útþenslustefnu Sovétríkjanna eins og hún hefur birst í ýmsum löndum Afríku og Asíu og Róm- önsku Ameríku. Reagan gerði mannréttindamál í Sovétríkjunum einnig að úmtalsefni sem og friðar- viðleitni Bandaríkjamanna í samn- ingaviðræðum stórveldanna. Sovéska fréttastofan Tass sakaði forsetann hins vegar í gær um illvilj- aðar árásir á Sovétríkin bæði varð- andi það sem hann hafði að segja um samningamál stórveldanna og hið sósíalíska þjóðfélagskerfi. Tass sagði að Reagan hefði rangtúlkað vísvitandi sjónarmiðin sem Sovét- menn settu fram á Reykjavíkurfund- inum með því að fullyrða að það eina sem vakað hafi fyrir Gorbatsjov hafi verið að eyðileggja stjörnu- stríðsáætlunina. Sagði Tass að Reag- an hafi enn á ný vakið upp svokall- aða „Monroe-kenningu“, en sam- kvæmt henni telji Bandaríkjamenn sig hafa sérstakan rétt til valda og áhrifa í Rómönsku-Ameríku. Washington-Reuter Bandarísk flotadeild á Persaflóa er nú á norðurleið og nálgast átakasvæði í stríði Irana og Iraka. Bandarískir embættismenn segja að með þessu sé sýnd samstaða með arabaríkjum sem vinveitt eru Bandaríkjamönnum. Shultz, utanríkisráðherra, gaf utanríkismálanefnd öldungadeild- arinnar þá skýringu á ferðum her- skipanna, að Bandaríkjstjórn vildi sýna vinveittum arabaríkjum að þau ættu stuðning vísan ef hags- munum þeirra væri ógnað. Hann sagði einnig, að Irönum hafi verið gert ljóst að verði styrjöldin við Iraka mögnuð og fleiri ríki við Persaflóa dragist inn í hana verði litið á það sem alvarlega ógnun við bandaríska hagsmuni. Reagan forseti hefur heitið vin- samlegum arabaríkjum við flóann stuðningi verði á þau ráðist. Shultz sagði að breytingar hafi verið gerðar á staðsetningu banda- ríska flotans á Persaflóa, en vildi ekki segja nánar hvar flotadeildin væri nú. Washington Post skýrði frá því í gær, að fimm tundurspillar, sem búnir eru eldflaugum séu á siglingu norður eftir Persaflóa. Blaðið sagði einnig að flugvélamóðurskipið Kitty Hawk væri á leiðinni frá Filipseyjum og stefndi norður í Arabíuflóa. Heimildum ber saman um að þessar flotahreyfingar standi í sambandi við aukin átök í stríði írana og íraka og fund múhameðs- trúarríkja, sem haldinn er í Kuw- ait. Flotastyrkurinn aukinn á Miðjarðarhafi Ákveðið hefur verið að flugvéla- móðurskipið John F. Kennedy ásamt 11 fylgdarskipum, verði enn um sinn á Miðjarðarhafi, en flota- deildin átti að fara til Bandaríkj- anna í lok þessa mánaðar. Fugvéla- móðurskipið Nimitz átti að taka við. Er það skip ásamt fylgdarskip- um þegar komið inn á Miðjarðar- haf. Því er ljóst að flotastyrkur Bandaríkjanna á svæðinu hefur verið aukinn gífurlega. Tilkynningin um aukningu her- aflans á Miðjarðarhafi var gefin út eftir að þrem Bandaríkjamönnum var rænt síðast í Beirut. Er talið að samband sé á milli margendurtek- innar gíslatöku og styrkingu flotans á Miðjarðarhafi. Þá berast fréttir um að sjötti flotinn, sem hefur bækistöðvar við Ítalíu sé á leið til austanverðs Miðjarðarhafs. ríMINN Síðumúla 15 Eskihlíð Kvisthagi Tómasarhagi Fálkagata Fagrabrekka 25 og út Mjóahlíð Fornhagi Ægissíða 60-76 Lynghagi Alfhólsv. 54-135 Hjarðarh. 45-út Þrastargata Starhagi Skerjafjörður og 54-út Þrastargata Grímshagi Hofsvallagata f rá 49 Ægissíða78-100 Smyrilsvegur Ægissíða 50-58 DJÖÐVILJINN S.681333 Timiim S.686300 Blaðburður BESTA TRIMMID S.681866

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.