Tíminn - 21.02.1987, Síða 6

Tíminn - 21.02.1987, Síða 6
FRÉTTAYFIRLIT TOKYO — Stjórnvöld í Jap- an lækkuðu vexti til að reyna að stöðva hækkun yensins. Hagfræðingar töldu þó hæpið að vaxtalækkunin ein myndi sannfæra gjaldeyrisspámenn eða Bandaríkjastjórn um að dollarinn ætti ekki að lækka enn frekar. LUNDÚNIR — Gjaldeyris- kaupmenn biðu eftir viðræðun- um í París um helgina milli fjármálaráðherra fimm helstu iðnaðarríkja heims. Lítil hreyf- ing varð því á gengi Banda- ríkjadals á mörkuðunum en vegna frétta af skuldavanda- málum Brasilíu jukust kaup á gulli nokkuð. MOSKVA — Mikhail Gorbat- sjov Sovétleiðtogi sagði að erf- iðir tímar væri í nánd vegna endurbótaáforma stjórnarinnar í Kreml. Hann varaði sérstak- lega þá við sem ekki skildu hinar nýju aðstæður sem mynduðust er lýðræði væri aukið. PARÍS — Um þúsund manna aukalið lögreglu hefur verið kallað út í París. Lögreglu- mennirnir eiga að koma sér fyrir í verslunum, leikhúsum og kvikmyndahúsum borgarinnar til að koma í veg fyrir hugsan- leg sprengjutilræði. Réttar- höldin yfir líbanska skærulið- anum Georcjes Ibrahim Abda- llah hefjast i næstu viku. VATIKANIÐ - Jóhannes Páll páfi átti óvæntan fund með móður Tyrkjans Mehmet Ali Agca sem reyndi að ráða hann af dögum árið 1981. Páfi fullvissaði móður Agca að hann hefði fyrir löngu fyrirgefið manninum sem hefði næstum bundið enda á líf sltt. N DJAMENA — Herir stjórnarinnar í Chad skutu nið- ur líbýska herflugvél á þriðju- dag. Það var talsmaður stjórn- arhersins sem skýrði frá þessu í gær. PEKING — Kínversk stjórn- völd sögðu efnahagslífiðásíð- asta ári hafa verið umfangs- minna en árið áður en heil- brigðara engu að síður. Halli varð þó á ríkissjóði vegna mikilla launahækkana og lé- legrar framleiðni hinna ríkis- reknu fyrirtækja. TEL AVIV — Franskur sprengjusérfræðingur í friðar- sveitum Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon lést þegar hann reyndi að aftengja sprengju er lá við veg einn á svæðinu. 6 Tíminn ÚTLÖND Fréttaskýring: Laugardagur 21. febrúar 1987 ÁTÖKIN í VESTUR-BEIRÚT LÝSA VEL SUNDRUNGUNNI INNAN ARABAHEIMSINS - Sýrlendingar til- búnir að senda aukalið inn í borg- arhlutann-íranirog Líbýumenn á móti árásum Amalsjíta á Palestínumenn Reuler - Bardagar milli múslima úr hópi sjíta og vinstrisinna hcldu áfram í Vestur-Beirút í gær þrátt fyrir við- vörun Sýrlcndinga um að aukaher- sveitir þcirra væru rciöubúnar til að blanda sér í málin og reyna að koma á friði í átökum sem valdið hafa láti meira en 150 manna síðan á mánu- dag. Bardagar þessara fylkinga lýsa kannski best þeirri óeiningu sem ríkir innan arabaheimsins, óeiningu sem kemur í veg fyrir að arabar myndi alþjóðlega ciningu sem fullt Bardagar Amalsjíta og vinstrisinnaðra hópa í Vestur-Beirút í vikunni hafa kostað margan manninn lífið mark verði að taka á. Samkvæmt fréttum frá útvarps- stöðvum í borgarhlutanum, þar sem múslimar eru nær allsráðandi, mátti heyra skothríð frá fjölmörgum stöð- um í gær. Múslimar úr hópi Amalhreyfingar sjíta hafa barist af hörku við bar- dagamenn ýmissa vinstrisinnaðra hópa alla vikuna í Vestur-Beirút. Vinstrisinnarnir. bandalag drúsa, sunna múslima og kommúnista, og reyndar einnig róttæk stjórnvöld á borð við stjórnir Líbýu og írans hafa verið á móti umsátri sjíta um flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon og olli þessi sundrung öðru fremur hinum hörðu átökum í Vest- ur- Beirút. Sjítar og hinir vinstrisinnuðu hóp- ar hafa hingað til verið bundnir laustengdum samtökum í baráttu sinni við bardagamenn kristinna manna í Austur-Beirút. Samkvæmt heimildum eru nú aukahersveitir Sýrlcndinga staddar í fjöllunum austur af Beirút ogsaman- standa þær af nokkur hundruð drús- um og hermönnum úr liópi sjíta auk sýrlenska hermanna. f gær biðu þessar svcitir eftir opinberu leyfi til að fá að halda inn í Vestur-Beirút og reyna, ásamt sérstökum öryggis- sveitum í borgarhlutunum, að koma á friði milli andstæðra fylkinga. Bardagarnir í Vestur-Beirút hafa nánast komið í veg fyrir alla mat- vælaflutninga til hungraðra flótta- ntanna í búðum Palestínumanna í Beirút. Einnig hafa þeir truflað við- leitni til að fá erlenda gísla lausa úr haldi en hópar sjíta sem eru minni en róttækari en Amalhreyfingin hafa þá í gíslingu. Vitað er að Sýrlendingar vilja gera allt til missa ckki áhrif sín í Vestur-Bcirút en ákvörðun um að auka hernaðarstyrk sinn í borgar- hlutanum gæti þó mætt andstöðu margra, þar á meðal þeirra helstu bandamanna, Líbýumanna og ír- ana. Sýrlcndingar hafa nefnilega stutt Amalsjíta dyggilega í bardögunt þeirra við palestínska skæruliða hlið- holla Yasser Arafat leiðtoga Frelsis- hreyfingar Palestínumanna(PLO). Telja Amalsjítar og Sýrlendingar að Arafat og palestínskir bardagamenn hans hyggist ná að nýju hernaðarleg- um styrk í Líbanon en þeir voru reknir á brott úr landinu af ísraels- mönnum eftir innrás þeirra árið 1982. Hinsvegar hafa bæði Muamm- ar Kaddafi Líbýuleiðtogi og íranskir ráðamenn reynt að binda enda á „búðastríðið" og talað gegn tilraun- ,um sjíta til að hreinlega útrýma að því virðist Palestínumönnum í Líbanon. Allt frá því að Amalsjítar og núverandi andstæðingar þeirra ráku í sameiningu líbanska herinn, undir Sovéski gyðingurinn Jósef Begun hefur verið látinn laus úr fangelsi í borginni Chistopol, sem er í um 800 kílómetra fjarlægð austur af Moskvu, og búist er við að hann komi til höfuðborgarinnar á morgun. Það var tengdadóttir hans sem frá þessu skýrði í gær. Begun er 54 ára gamall stærð- fræðingur að mennt og komst fyrst í kast við yfirvöld árið 1971 fyrir að hvetja til kennslu í hebresku. í september árið 1983 fékk hann hins- vegar sinn þyngsta dóm, var dæmdur í sjö ára þrælkunarvinnu og fimm Myndavélafyrirtækið risastóra Eastman Kodak er nú komið með á markaðinn myndavél sem fleygt er eftir notandinn hefur tekið á filmuna í vélinni. Myndavélin nýja nefnist „kastarinn“ og cr það réttnefni á þessari einnota myndavél. Japanska myndavélafyrirtækið stjórn kristinna manna, frá Vestur- Beirút árið 1984 hefur borgarhlutinn verið vettvangur nær samfelldra hryðjuverka, bardaga og ofbeld- isverka. Mörghundruð Líbanarhafa verið drepnir, um sjötíu útlendingar hafa verið teknir af lífi og 26 er saknað um þessar mundir og vest- rænir menn hafa nánast yfirgefið borgina vegna ótta um sitt eigið líf. Róttækir hópar sjíta hafa lýst yfir ábyrgð vegna árása á kristna menn, kommúnista og gyðinga en Amal- ára útlegð innanlands fyrir það sem vanalega kallast and-sovéskur áróð- ur og önnur undirróðursstarfsemi. Annar þekktur andófsmaður, eðl- isfræðingurinn Anatoly Koryagin, kom til heimabæjar síns Kharkov í Úkraínu í vikunni eftir að hafa verið látinn laus úr fangelsi í Kænugarði. Sovésk stjórnvöld létu hann lausan án skilyrða og eru þessir tveir meðal um 150 pólitískra fanga sem Sovét- stjómin hefur veitt frelsi í þessum mánuði. Samkvæmt vestrænum heimildum er að fullu vitað um mál þúsund pólitískra fanga í Sovétríkjunum. Fuji mun að líkindum tilkynna í dag um markaðssetningu á myndavél sem líkist „kastaranum" í því tiliiti að um einnota vél er að ræða. Verðið á myndavél Kodak fyrir- tækisins er heldur óhagstætt enda er hér að sögn forráðamanna Kodak um myndavél að ræða sem kaupa má ef önnur er ekki til staðar. hreyfingin hefur engu að síður verið gagnrýnd fyrir að ná ekki að stjórna þeim. í gær var tilraunum til að koma á vopnahléi í Vestur-Beirút áfram- haldið í Damascus, höfuðborg Sýrlands. Þar voru samankomnir þeir Walid Jumblatt leiðtogi drúsa og Georges Hawi leiðtogi kommún- istaflokksins í Líbanon og var búist við að þeir myndu eiga viðræður við Nabih Berri, leiðtoga Amalsjíta, um leiðir til að stöðva bardagana. Bretland: Fundir bannaðir á Trafal- gartorgi Lundúnir ~ Rcutcr Stjórnarandstæðingar á breska þinginu mótmæltu í gæráformum ríkisstjómar Margrétar Thatc- hers um að leyfa ekki fundi á Trafalgar torginu í Lundúnaborg næstu tvö árin á meðan á viðgerð- um og endurnýjum á torginu stendur. Alls er gert ráð fyrir að 1,5 milljón Sterlingspunda verði var- ið til að gera endurbætur á torg- inu fræga sem lokið var við að reisa árið 1867. Torgið vargert til að minnast sjóorustunnar við Trafalgar árið 1805 gegn frönsk-. um og spænskum herjum. Mitt á torginu er stór stytta af Nelson flotaforingja sem leiddi breska flotann í sjóorustunni og er torgið oft notað sem staður fyrir pólitíska fundi. Brucc George þingmaður Verkamannaflokksins sagði ákvörðun stjórnvalda vera „mik- ið áfall fyrir þá sem vilja lýsa yfir pólitískum skoðunum sínum“. Sovétríkin: Begun látinn laus - Sovétstjórnin hefur leyst úr haldi um 150 pólitíska fanga í þessum mánuöi Moskva - Reuter Bandaríkin: Einnota myndavélar New York - Reuter

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.