Tíminn - 21.02.1987, Page 8

Tíminn - 21.02.1987, Page 8
8 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Bylting, eða meira af sama? Fjölmiðlabylting er talin hafa gengið yfir 240 þúsund íslendinga undanfarin ár og náð hámarki á síðustu mánuðum. Byltingin felst í því að magn prentaðs máls og rafeindaútsendinga margfaldast á stuttum tíma. Hvort upplýsingamiðlun eða fjölbreytni miðlunarinnar hefur aukist að sama skapi er álitamál. Vandaður pappír og glitfagrar myndir gefa tímarituni aðlaðandi svip, en að öðru leyti virðist lítið byltingarkennt við útkomu þeirra eða efnistök. Með tilkomu núgildandi útvarpslaga var frelsi til rafeindamiðlunar aukið að miklum mun og þar með valfrelsi hlustenda og áhorfenda. Þegar einkaútvarpsstöðvar voru í sjónmáli greip Ríkis- útvarpið til þess ráðs að fara í samkeppni við sjálft sig og kom á fót annarri rás og svæðisútvarpi. Forskotið sýnist nú runnið út í sandinn. Onnur rásin er að geispa golunni, lítið á hana hlustað og enn minna gert til að halda í henni lífinu. Á sama tíma hefur ein af þremur einkastöðvum fengið leyfi til að bæta rás nr. 2. við hjá sér. Verða báðar rásir Bylgjunnar fjármagnaðar með auglýsingum. Ríkisútvarpinu er neitað um að hækka afnotagjöld, þrátt fyrir að auglýsingatekjur hafa minnkað. Er öllum deildum þess uppálagt að spara og draga saman seglin. Einkasjónvarpið rukkar sína áhorfendur um margföld afnotagjöld miðað við Ríkissjónvarpið. Notendur láta það gott heita. Hljóðvarp flytur brátt í stórhýsi Ríkisútvarpsins. Fram- kvæmdum við þann hluta hússins sem sjónvarp á að fá til afnota er slegið á frest vegna fjárskorts. Byltingin í rafeindafjölmiðlun felst í fjölgun útsending- arstöðva, fremur en að eiginlegt valfrelsi hafi í raun verið aukið. Fréttaval og flutningur er ósköp áþekkur hjá frétta- stofunum. í sjónvörpum horfir fólk á nánast sömu fréttirnar með hálftíma millibili og sömu pólitíkusar og skemmtikraftar komast inn á gafl á flestum heimilum í hvorri stöðinni sem er. Báðar sjónvarpsstöðvarnar heyja ósvífið áróðursstríð til að laða til sín auglýsingar. Túlkun á hlustenda- könnunum er fyrir neðan allar hellur. Stjórnendur útvarpsstöðva halda að dægurlagatónlist og aulafyndni henni samfara sé höfuðáhugamál eyjar- skeggja, og að aldrei megi verða lát á útaustri svoleiðis efnis. Fjölmiðlaaukningin kallar á aukinn starfskraft, og dagskrárgerðarfólki fjölgar. En gæftir á þeim miðum sem róið er á eru takmarkaðar. Frést hefur að hætt hafi verið við fyrirhugaðan sjónvarpsþátt vegna þess að hæfir þátttakendur fengust ekki. Dögum oftar eru blaðamenn beðnir að láta ljós sín skína í alls kyns útvörpum, og sjálfsagt er leitað til margra fleiri. En því eru takmörk sett hvað hægt er að rífa upp af frambærilegu efni í fámenninu í viðamikla fjölmiðlun. Dægurlög og afþreyingarefni frá enskumælandi löndum er uppistaðan í því sem kallað er fjölmiðlabylting. Magnið eykst og sömuleiðis valfrelsið um við hvaða takka á að fitla á móttökutækjunum. Að öðru leyti hefur byltingin ekki breytt miklu. Dagblöðin halda velli þrátt fyrir samkeppnina, en svo virðist sem það sé helst Ríkisútvarpið sem fjölmiðlafárið kemur niður á. Minnkandi auglýsingatekjur og lág afnotagjöld setja því skorður, sem hljóta að veikja aðstöðuna enn meir. Fjölmiðlabyltingin felst fyrst og fremst í framboði á magni. Laugardagur 21. febrúar 1987 MENN OG MÁLEFNI HUSNÆÐISLOGIN MARKA TÍMAMÓT - árásir á þau eru árásir á verka- lýðsforystuna og aðra aðila vinnu- markaðarins sem áttu hvað mestan þátt í að semja þau Hvað boðar málflutn- ingur stjórnarand- stöðunnar? Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um húsnæðismál að undanförnu, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum er rétt að minna á nokkur atriði varðandi þau. í þeirri umræðu hefur berlega komið í ljós að menn eru fljótir að gleyma og ennþá fljótari að dæma. Stjórnarandstæðingar með Jó- hönnu Sigurðardóttir í fararbroddi gera allt hvað þeir geta til að sverta hið nýja húsnæðislánakerfi sem þó tvímælalaust er gífurlegt framfara- spor fyrir húsbyggjendur og íbúða- kaupendur. Allur málflutningur þeirra snýst um að setja út á húsnæðislögin. Reynt er að finna einstök dæmi um galla þess og þeir 'úthrópaðir og á annan hátt reynt að gera lögin tortryggileg í augum almennings. Þetta er ábyrgðarhluti og óverj- andi. Þannig vinnuaðferðir eru ekki þingmönnum sæmandi,-ekki einu sinni í kosningabaráttu. Þessi vinnubrögð segja hins veg- ar mikið til um ræfildóm stjórnar- andstöðunnar og málefnafátækt hennar. í stað þess að benda á kosti og vekja bjartsýni í hugum ■ fólks er spilað á strengi óánægju og sundrungar. Varla getur það verið sú framtíð sem kjósendur vilja. Þá er rétt að benda á að í þessum málflutningi er stjómarandstaðan að ráðast gegn sínum eigin mönnum, en þeir áttu stóran þátt í mótun þeirra laga sem nú eru f gildi. Til upprifjunar Fyrir ári náðist samkomulag milli ASl, VSÍ og VMS um nýtt húnsnæðislánakerfi. Þetta sam- komulag var liður í víðtækum kjarasamningum sem mörkuðu tímamót og eiga hvað stærstan þátt í þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtíma- bili. í þessu samkomulagi segir m.a. „ASÍ, VSÍ og VMS eru sammála um að eitt brýnasta úrlausnarefni kjarasamninganna sé að leita leiða til úrlausnar á þeim greiðsluvanda húsbyggjenda, sem nú eiga í erfið- leikum og jafnframt að finna var- anlega lausn á fjármögnunarvanda þeirra, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð“. í framhaldi af þessari samþykkt gaf ríkisstjómin út eftirfarandi yfir- lýsingu: „Ríkisstjórnin fellst á grundvall- aratriði þeirra hugmynda, sem fram koma í yfirlýsingu samning- saðila um húsnæðismál og er tilbú- in til þess að athuga þær vandlega í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins, sérstaklega útgjöld ríkisins í þessu sambandi. Ríkisstjórnin er reiðubúin til að beita sér fyrir breytingum á lögum og reglum um húsnæðismál í samræmi við niður- stöður þeirrar athugunar.“ Á grundvelli þessarar yfirlýsing- ar skipaði forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur um húsnæðis- mál. Þá var einnig að störfum sérstök milliþinganefnd sem í áttu sæti fulltrúar allra þingflokka. Á niðurstöðum þessara nefndar voru lögin samin og setF____ Athyglisverð forsíðu- frétt í Þjóðviljanum í gær er eftirfar- andi forsíðufrétt: „Húsnæðiskerfið að hrynja“. Svo sein fyrirsögnin ber með sér gengur fréttin út á það að setja út á húsnæðislögin, og gert mikið úr biðtíma eftir lánum. Sérs- taka athygli vekur þó forsíðumynd blaðsins með þessari frétt þar sem mynd af félagsmálaráðherra Alex- ander Stefánssyni, er klippt inn í mynd af húsarústum. Myndin gæti- NíelsArni í ■— \ y mm RITSTJORI verið stríðsmynd frá Líbanon eða jarðskjálftamynd frá E1 Salvador. Þannig myndir eru oft í skólablöð- um og þykja sniðugar en hafa ekki hingað til þótt forsíðuprýði dag- blaða. En hvað um það Þjóðvilja- menn eru hugmyndaríkir og sjá oft framtíðina fyrir sér á annan hátt en hinn almenni maður. Að skamma Albaníu Að skamma Albaníu þegar skamma á Kína er þekkt aðferð manna sem ekki þora að ganga hreint til verks. Með þessari árás Þjóðviljans á i húsnæðiskerfið og Alexander Stefánsson er Þjóðviljinn að sjálf- sögðu að ráðast á Ásmund Stefáns- son forseta ASÍ og 3. mann á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ásmundur átti hvað stærstan þátt í því samkomulagi sem gert var um húsnæðismál og má vera hreykinn af. Hvað sagði Ásmundur? Hann skrifaði m.a. grein sem hann nefndi „Umskipti í húsnæðis- málum", og birtist í Þjóðviljanum sl. haust. Þar benti Ásmundur réttilega á að ... „húsnæðiskerfið hefði verið í miklum ólestri til margra ára“... „Með samningun- um í vetur varð þannig gjörbylting á aðstöðu þeirra sem kljást við að komast yfir sína eigin íbúð,“... „Kerfisbreytingin gefur ekki öllum allt, en þrátt fyrir ýmsa annmarka tel ég að þau miklu umskipti, sem nú verða, sérstaklega hjá þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð, réttlæti, að nýja húsnæðiskerfinu sé skipað í flokk markverðustu félagslegu um- bóta hin síðari ár.“: Og ennfremur sagði Ásmundur þetta: „Margir þeir sem enga möguleika hafa átt utari verkamannabústaðakerfisins geta nú ráðið við kaup í alntenna kerfinu. Það getur beinlínis orðið æskilegur kostur að kaupa eldri íbúð á almennum markaði en nýja íbúð í verkamannabústaðakerf- inu.“ Þetta var skoðun Ásmundar Stefánssonar á nýju lögunum í vetur og hann gerði sér manna best grein fyrir hvílík umskipti þau boðuðu almennum launamanni. 0g hvað sagði Svavar? Gagnrýni Alþýðubandalags- manna nú beinist einnig að for- manni þeirra, Svavari Gestsyni því hann ekki síður en Ásmundur hældi þessum lögum í Þjóðviljan- um. Þann 2. september 1986 er m.a. þetta haft eftir formanninum: „Húsnæðislögin í vetur eru stærsti ávinningur verkalýðshreyfingar- innar undir núverandi ríkis- stjórn...,“ og þann 14. september skrifaði hann m.a. þetta í grein í sama blaði: „Það var ákveðið að stilla saman lífeyrissjóðakerfið og húsnæðislánakerfið rétt eins og Alþýðubandalagið hefur lagt til um árabil og menn hafa ekki viljað samþykkja ýmist vegna tregðu eða skilningsleysis. Þar með er fengið nýtt húsnæðislánakerfi sem á að geta valdið byltingu í kjörum fólks hér á landi og er stærsta skrefið sem stigið hefur verið til eflingar almenna húsnæðislánakerfinu“. Nú gerir Þjóðviljinn grín að þessum leiðtogum Álþýðubanda- lagsins. Nú eru líka að koma kosningar og rétt að þeirra mati að æsa til ófriðar. Jóhönnu þáttur Sigurðardóttur Jóhanna er galvösk kona sem hefur sínar eigin skoðanir á hlutun- um. Oft eru þær athyglisverðar og jafnvel góðar en sumar þeirra eru líka mislukkaðar. Hún heldur því fram að hið nýja kerfi sé hrunið vegna hinna mörgu umsókna sem borist hafa. Það er rétt að umsóknir eru miklu fleiri en aðilar vinnumarkaðarins héldu að yrðu og ríkisstjórnin gerði ráð fyrir og eru ástæðurnar fyrir því marg- víslegar. M.a. sú að margir drógu að sækja um lán í marga mánuði og biðu eftir nýjum lögum þar sem fy rra kerfið var ónothæft, og einnig vegna þess að með nýju lögunum gefst mörgum tækifæri á að eignast íbúð sem þeir höfðu ekki mögu- leika á áður. Þessi málflutingur er sprottinn upp af öfund vegna framtaks aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar- innar að fara nýjar leiðir í húsn- æðismálum. Jóhanna túlkar stefnu Alþýðu- flokksins í húsnæðismálum: - Út- úrsnúning og aðfinnslur en engar tillögur til úrbóta. Vissulega er það gott fyrir kjósendur að vita hverju þeir eiga von á frá þeirra hendi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.