Tíminn - 21.02.1987, Page 9

Tíminn - 21.02.1987, Page 9
Laugardagur 21. febrúar 1987 Tíminn 9 liii VETTVANGUR Bragi Gunnlaugsson Setbergi: Utboð hins opinbera Aðrir Þegar samdráttur var fyrirsjáan- legur á því sviði sem öðrujruþá kröfðust þessir aðilar að öll verk- efni V.R. væru sett á útboðsmark- að svo þeim gæfist færi á: a. að fá vinnu fyrir sín tæki á komandi árum. b. að opna flóðgátt peninga- streymis í það fjármunastór- fljót, sem stanslaust rennur af landsbyggðinni til Reykjavíkur- svæðisins. c. að ganga af einkaeign í vinnu- vélum og vörubílum á lands- byggðinni dauðri á fáum árum svo þeir gætu þá, í fyllingu tímans, orðið einráðir á útboðs- markaðinum og tilboðum þeirra yrði að taka hversu svo sem þau væru - etv. 200-300% af raun- hæfum kostnaðaráætlunum. Sem sagt ein taugin enn, spennt til að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Við þessum kröf- um frjálshyggjunnar varð núver- andi samgönguráðherra og ríkis- stjórn með fyrirskipun útboða V.R. með hrollvekjandi afleiðing- um. Það er ljóst að samgönguráð- herra ber höfuðsök á þessari út- boðsógæfu og verður því að teljast smiðurinn, en þú hæstvirtur vega- málastjóri ert bara bakarinn. Höfuðaðilinn að uppskrift þess- arar köku var að sjálfsögðu Verk- takasamband íslands enda sagði framkvæmdastjóri þess, Óttar Örn Petersen, í sjónvarpsviðtali vetur- inn 1985, er hann lofaði ágæti útboða, aðspurður um margbreyti- leik tilboða. „Verk kostar það sem það kostar þegar verktakinn hefur fengið eðli- legt endurgjald fyrir sína vinnu og hagnað." Já, „hagnað“, sagði hann. Ég hygg að hagnaður til verktaka hafi tæplega verið mikill enn, en hann mun falla þeim í skaut síðar - það vita þeir stóru sem ætla sér að lifa eftir þegar allir hinir eru komnir á höfuðið. Einstakir vinnuvélaeigend- ur og vörubifreiðastjórar sem hafa þjónað V.R. frá upphafi vegagerð- ar með tækjum fram að siðaskipt- urn hafa aldrei farið fram á „hagnað“, en eðlilegt endurgjald = umsaminn taxta hafa þeir viljað hafa til síns rekstrar og lái þeim hver sem vill. Nú þegar úttroðs- stefnan hélt innreið sína, og auglýs- ingar þar um gengu á þrykk, sá allur fjöldinn af vinnuvélaeigend- um fram á atvinnuleysi og hrun sinnar atvinnugreinar ef þeir reyndu ekki að taka þátt í tilboð- um. Því reis upp mikill fjöldi bjóðenda - verktaka -, sem ekki höfðu áður verið til. í þeim hópi voru ýmiskonar ævintýramenn, sem margir hugðu hér gullið tæki- færi til skjótfengins gróða. Hér kastaði V.R. beini og beini í hóp hungraðra atvinnuleysingja og ævintýramanna - lögmál frum- skógarins hafði tekið völdin, þ.e. sá sterkari étur þann minni, nema hvað - nú var sá sterkastur sem lægst bauð hversu ófær sem hann annars var þekkingar- reynslu- og tækjalega til að framkvæma verkin, hann fékk þau samt. Og afleiðingarnar létu og láta ekki enn á sér standa, svo sem áður er getið, stórskert endurgjald - stundum aðeins fyrir söluskatti, þungaskatti og olíum á tækin - fjársvik, gjaldþrot m/ tilheyrandi fjársvikum, - iöglegum en siðlaus- um. Nútíma þrælahald Byggðarlögunum, þar sem fram- kvæmdir eru unnar, blæðir - verk- efnin flytjast milli aðila með tilvilj- anakenndum hætti og heimamenn ganga atvinnulausir eða verr en það, því æði oft kemur fyrir að verktakinn miskunnar sig yfir þessa atvinnulausu tækjaeigendur og borga hagkvæmnina Fátækt - fjársvik býður þeim vinnu, venjulega fyrir stórlega niðursett endurgjald frá taxta - nútíma þrælahald - borgar svo hluta af því eða ekkert vegna greiðsluerfiðleika og/eða gjaldþrots. Seljendur matvæla, ■ olía og annarrar vöru og þjónustu fá sömu útreið og ekki betri. Þingfestur er málafjöldi og mála- færslumenn þéna vel á arðrændum atvinnuleysingjum. Eftir stendur vegarstubbi sem heimamenn geta huggað sig við að þeir eigi hlut í, sem þeir fái aldrei greiddan. Þeirri huggun fylgja þó vafalaust breyti- legar tilfinningar, en þeir hafa þó ekki stautað til einskis. „Ó hve margm yrði sæll og elska myndi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. “ Svo kvað Páll J. Árdai forðum er frumvarp um þegnskylduvinnu íslendinga var rætt á Alþingi. Nú má með sanni segja að framan- greind vísa Páls hafi öðlast endur- nýjað gildi og verið framkvæmd. Það er þessi nýja hlutafélagseign í vegum sem er „hagkvæmni" út- boðanna. Já niðurstaða mín er ótvírætt sú að sú „hagkvæmni", sem svo há- stemmt er lofuð að fengist hafi af útboðum V.R., sé fólgin í að gera út á buddur verktakanna og við- skiptaaðila þeirra, sem selja þeim vinnu, vöru og þjónustu í einhverju formi. Það er það lottó, sem V.R. stendur fyrir nú og telur „hagkvæmt“. Ófarnaðarsaga Ég get nefnt mörg dæmi af Austurlandi máli mínu til stuðn- ings þar sem allir þessir hlutir hafa gerst, sem tíundaðir eru hér að framan, en læt eitt nægja. Dæmi: Sumarið 1984 var boðinn út 2,5 km vegarstubbi í Borgarfirði eystra, styrking og endurbygging á gömlum vegi. Sá sem verkið hlaut og hefur sjálfsagt átt lægsta boðið var verktaki af Vestfjörðum - við skulum kalla hann V.V. Verktil- boð er mér tjáð af V.R. Reyðar- firði að hafa verið um 2,1 millj. kr. og mun hafa verið 86% af kostnað- aráætlun V.R. sem var 2,4 millj. krónur. Þess mát geta að sumarið 1984 var eitt hið blíðasta og besta sem Austfirðingar muna - og er þó af miklu að taka í þeim efnum - samfelldur þurrkur og sólskin allt sumarið og haustið. En eins og allir vita vegur hagstætt veðurfar mjög þungt í skauti vegagerðarverkefna. V.V. flutti eina 40 tonna jarðýtu með mikilli fyrirhöfn og kostnaði á Borgarfjörð, sennilega vestan af Vestfjörðum. Hann viðaði að sér vörubílum og öðrum tækjakosti af Borgarfirði eystri, Héraði og víðs- vegar af landinu. Þessi vélakostur hefur vafalaust átt að fá greitt ýmis konar endurgjald fyrir sína vinnu - í flestum, ef ekki öllum, tilfellum undir töxtum eftir þeim upplýsing- um, sem fengist hafa frá einstökum aðilum. Fæði fyrir mannskapinn fékk hann á einkaheimili þar til honum var vísað á dyr sökum vanskila. Að verkinu vel hálfnuðu eða svo gafst V.V. upp á því og lýsti sig gjald- þrota. Varð þá V.R. að taka við því. Eftir þeim upplýsingum sem mér hefur tekist að afla mun tap 17 tækjaeigenda og annarra viðskipta- aðila V. V. vera um 2,3-2,6 milljón- ir króna reiknað á verðlagi ársins 1984. Þar af eru 130 þúsund krónur fyrir mat á einkaheimili. Hitt er mest part vinna tækjaeigenda, sem svo sumir hverjir þoldu ekki tapið og töpuðu tækjum sínum fyrir fullt og allt. Þrotabú V.V.,sem varýtan er fyrr greinir, mikið bjluð, og - Ógnun við tilveru þjóðarinnar - gjaldþrot = fjársvik leifar af Wagonerbíl, var selt á opinberu uppboði á Borgarfirði sl. haust og fengust kr. 51.000.00 - segi og skrifa, krónur fimmtíu og eitt þúsund °°/ioo -, fyrir það. Skammt nær það upp í höfuðstól kröfuhafa hvað þá vexti og verð- bætur til þessa dags af 2,3-2,6 millj. krónum. Eitthvað meira en lítið var þarna að - of lág kostnaðaráætlun? - of lágt tilboð? eða hvað? Mér er tjáð að hæsta tilboð, sem barst í umrætt verk hafi verið 240% af kostnaðar- áætlun V.R. - etv. hefur það verið raunhæfasta tilboðið? En hverju sem um er að kenna þá virðist mér að V.R. hafi fengið þarna „hagkvæmt" verk unnið, sem aðrir borguðu að hálfu leyti eða meira, því verk kostar það sem það kostar þegar allur kostnaður er meðtalinn og það er ekki greitt fyrr en hann er allur greiddur. Ég læt þessa einu dæmisögu nægja að sinni en hún er ein af ótal ófarnaðarsögum, sem útboðin hafa leitt til. f öllum þeim útboðsverkum V.R., sem ég hefi spurnir af hér á Austurlandi og víðar, hafa verk- takar og viðskiptaðilar þeirra orðið að vinna verkin undir töxtum og það oft langt undir - þ.e.a.s. borga með sér í vinnunni. Nær allir þeir aðilar á Austurlandi - bæði heima- og aðkomuaðilar, sem unnið hafa útboðsverk fyrir V.R. á undan- förnum árum eru nú ýmist orðnir gjaldþrota eða ramba á barminum. Það er því deginum ljósara að útboð V.R. skilja eftir sig sviðna jörð og sárindi um allt landi. Hinn 25. janúar 1985 sendi Vörubifreiðastjórafélagið Snæfell bréf, ásamt greinargerð í 12 liðum, til þingmanna Austurlandskjör- dæmis, þar sem varað var við útboðum og afleiðingum þeirra. Þetta bréf og greinargerðin er birt sem fylgiskjal með þingsályktunar- tillögu nr. 584 um könnun á hag- kvæmni útboða sem flutt var af alþingismönnunum Helga Seljan, Jóni Kristjánssyni, Skúla Alexand- erssym, Karvel Pálmasyni og Steingrími J. Sigfússyni á Alþingi sama vetur. Þessi tillaga er síðan búin að veltasta fyrir þremur þingum og ekki hlotið afgreiðslu enn - hvað sem veldur. Ég vil leyfa mér að fullyrða að allur sá ófarnaður sem þar er varað við að útboðsstefnan myndi leiða til, er nú - því miður - kominn fram. Ég vil benda þér og öðrum, sem áhuga hefðu, á að kynna sér vel þessa þingsályktunartillögu og greinargerðir þær er henni fylgja bæði frá hendi flutningsmanna og V.B.F. Snæfells. Það væri og vel þess vert að dagblöðin birtu nú frumútgáfu þessarar þingsályktun- artillögu, nr. 584 frá 1985, þjóðinni tii upplýsingar. Ég tel, að í ljósi þeirrar bitru reynslu, sem fengist hefur af útboðum V.R. um allt land, beri Alþingi nú að spyrna við fótum og segja hingað og ekki lengra. Fjárhættuspil hinsopinbera Það er ekki sæmandi íslenskri þjóð að hið opinbera spili slíkt fjárhættuspil, sem útboðin eru með fjármuni almennings, né efni til þeirrar féflettingarstarfsemi, sem þrífst í þeirra skjóli, þar sem févana fyrirtæki og einstaklingar verða nauðugir, viljugir að borga framkvæmdir hins opinbera að meira eða minna leyti. Ég tel að Alþingi eigi aðeins um tvo kosti að velja til leiðréttingar þessara mála: 1. Að hverfa frá útboðum - nema í 100 milljóna króna verkefn- um eða stærri - en láta vinna verkefnin undir stjórn hæfra verk- stjóra undir stöðugu eftirliti. 2. Að breyta útboðslögum þannig: a. að allt vinnuafl og tækjakostur viðkomandi og aðliggjandi byggðarlaga, þar sem fram- kvæmdir fara fram, njóti óskoraðs forgangsréttar til vinnu við útboðsverkefni í sinni heimabyggð á undan tækjakosti verktakans svo og annars að- komuvinnuafls og tækja. b. að útboðsaðili verði lögskyldað- ur til að greiða og/eða láta setja fullnægjandi greiðslutryggingar á öllum fjárkröfum á hendur verktaka, vegna vinnu, vöru og þjónustu, á gildandi töxtum og verði, á hverjum tíma, sem varið hefur verið til viðkomandi verkefnis og verktaki hefur ekki staðið í skilum með greiðslu á innan tilskilins og lögboðins frests. Varðandi 2. atriði, í máli vega- málastjóra, um sparnað af lagningu einfaldrar beiddar bundins slitlags á vegi, sýnist mér að þar sé aðeins um frestun framkvæmda að ræða, en engan sparnað, nema síður sé, auk þess sem sú ráðstöfun orkar mjög tvímælis sökum slysahættu. Parkinsonlögmálið í fullu gildi Um 3. atriði um starfsmanna- fækkun V.R. vil ég segja þetta: Við hér á Austurlandi getum ekki séð að föstum starfsmonnum V.R. hafi fækkað við tilkomu út- boðanna. Frekar mun vera um fjölgun en fækkun að ræða. Ráðs- konur og typpstrákar hafa að vísu nær horfið af vettvangi V.R. enda ekki um fastráðið fólk að ræða, en yfirmannaliðið er allt enn á sínum stað. Þeir eigra um hálfverkefna- lausir í vandræðum með sjálfa sig, akandi á Subaruum V.R. ognánast áskrifendur að kaupinu sínu. Skrifstofufólki mun fremur hafa fjölgað en fækkað, enda Parkin- sonslögmálið í fullu gildi þar sem annars staðar í skrifstofuheimin- um. Það væri annars fróðlegt að Vegagerð ríkisins birti nú sundur- liðaðar tölu um fjölda yfirmanna sinna fyrir og eftir útboð og nú. Þar á ég við alls kyns fræðinga og stjóra s.s. verkfræðinga, tæknifræðinga, héraðsstjóra, verkstjóra, flokks- stjóra o.s.frv. Einnig fjölda skrif- stofumanna fyrir og eftir útboð og nú. Þá er og nauðsynlegt að birtur sé árskostnaður V.R. af hverjum starfsmanni með bifreiðakostnaði ofl., þá og nú. Að lokum verður að gera þá kröfu á hendur Vegagerð ríkisins að hún birti jafnóðum, í öllum dagblöðum landsins, endanlegar kostnaðartölur hvers útboðsverks, sundurliðaðar í verkþætti þar sem komi fram allur kostnaður við: undirbúning, hönnun, skrifstofu- vinnu, útboð, verkkostnað V.R. í efni ofl. og greiðslur til verktaka. Einnig kostnaðaráætlun V.R., til- boðsupphæð verktaka og hlutfall hennar af kostnaðaráætlun V.R. Þá tel ég að V.R. eigi að bera skylda til að afla tæmandi upplýs- inga í verklok um hversu vel tilboð hafa reynst standa undir greiðslu á gildandi töxtum og birta þjóðinni, á sama hátt, tölur um hve mikið skorti á að verktakinn og viðskipta- aðilar hans fengju greidda, fullu verði, sína vinnu, vöru og þjón- ustu, sem þeir létu í té. Sé sá kostnaður ekki meðtalinn kemur ekki heildarkostnaður verksins í ljós. Ógreitt eðlilegt endurgjald er eignarhlutur eigenda þess í vegin- um. Að endalokum þetta: Vegagerðar vænkast féð en verktökunum blæðir. Að borga vegi best fæ séð, á byggarlögum mæðir. Setbergi, á bóndadag 1987. Bragi Gunnlaugsson, vörubifreiðastjóri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.