Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13
Laugardagur 21. febrúar 1987
llllllllllllll MINNING
Tómas Sigurgeirsson
Reykhólum
Fæddur 18. apríl 1902
Dáinn 17. febrúar 1987
Hann faðir minn elskulegur er
látinn eftir 2 mánaða sjúkdómslegu
á Sjúkrahúsi Akraness.
Hann var fæddur í Stafni, Reykja-
dal, Suður-Þingeyjarsýslu, sonur
hjónanna Kristínar Ingibjargar Pét-
ursdóttur og Sigurgeirs Tómassonar,
bónda í Stafni. Þau hjón eignuðust
8 syni, sem allir komust upp og eina
dóttur sem dó nokkurra ára gömul.
Bræðurnir ólust upp við öll venjuleg
sveitastörf en jafnframt voru þeir
allir hagir mjög á smíðar, bæði tré
og járn, tóvinnu ýmsa, svo sem
spuna og vefnað, einnig bókband og
söðlasmíði.
Faðir minn fór í bændaskólann á
Hólum, haustið 1924 og var þar í 2
vetur ásamt Helga bróður sínum.
Þar eiguðust þeir bræður marga
góða vini og þeirra á meðal Þórarin
Árnason, sem þá var bústjóri á
Hólum og konu hans Steinunni
Hjálmarsdóttur, ættaðri úr Skaga-
firði. Þau hjón fluttu vestur að
Miðhúsum í Reykhólasveit vorið
1926 og fór faðir minn með þeim og
gerðist vinnumaður á Miðhúsum.
Þórarinn lést í júlí 1929 frá stóru
heimili, börnin voru orðin fimm,
Kristín Lilja, Þórsteinn, Sigurlaug
Hrefna, Anna og Hjörtur.
30. nóvember 1930 gengu þau í
hjónaband Steinunn og Tómas. Syst-
kinin fengu nýjan föður og seinna
tvö lítil systkini, Kristínu Ingibjörgu
og Sigurgeir. Einnig dvaldi hjá okk-
ur móðuramma mín, Kristín Þor-
steinsdóttir en hún mat föður minn
manna mest. Margir fleiri ungir og
aldnir dvöldu á heimili foreldra
minna um lengri eða skemmri tíma
og var heimilið löngum mann margt.
Gestagangur mikill og var það þeim
mjög að skapi að geta veitt öðrum.
Árið 1939 flutti fjölskyldan að
Reykhólum þar sem þau hjón hafa
búið síðan. Og þar höfðum við
systkinin, makar okkar, stór hópur
barnabarna og síðar þeirra barna
notið ástar og umhyggju og átt margar
glaðar og góðar stundir.
Faðir minn unni heimabyggð
sinni, Reykjadalnum, en svo var
einnig um sveitina hans fyrir vestan,
Reykhólasveitina og vildi hann veg
hennar sem mestan. Uppbygging á
Reykhólum átti hug hans allan og
ekki síst þann tíma er hann lá á
sjúkrahúsi Akraness og þráði að
komast heim. Móðir mín og við
systkinin kveðjum kæran eiginmann
og föður með broti úr erfiljóði um
föður hans.
Nú, er hérvist þrýtur þína,
hér vilja allir tjá og sýna,
vináttu og virðing sína,
vottinn djúpa um snortinn hug,
sem anda þínum fylgir á flug.
Allt þó sé í œttargarði
œfistarf þitt traustur varði,
er komandi mönnum minning flytur
um manndóm þinn og landnáms-dug,
hljóðlát auðn nú sœtið situr,
situr og víkur ei á bug.
Trúrri þér mundu fáir finnast
félagsskyldu og allri dyggð,
- hugsjónafestu, heiðri og tryggð.
Guð blessi minningu hans og
styrki móður mína í hennar mikla
missi.
Krístín Ingibjörg
Þegar stungið skal niður penna til
að minnast stjúpföður og „pabba“
frá tveggja ára aldri, þá finn ég
hversu erfitt það er en jafnframt
hugljúft fyrir mig að reyna það.
Tómas fæddist 18. apríl 1902 að
Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Foreldrar hans voru þau
Kristín Ingibjörg Pétursd. og Sig-
urgeir Tómasson. Tómas óx upp í
stórum bræðrahópi og 1924 lá leiðin
í Bændaskólann á Hólum. Þar stund-
aði liann nám í 2 ár. Þar stóð svo á
að Þórarinn Árnason, sem um 3ja
ára skeið hafði haft á hendi búsfor-
ráð á Hólum, flutti aftur vestur í
Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu.
Tómas fluttist með þeim vestur og
dvaldist vestra síðan.
Að láta hugann reika yfir allt
ævisviðið og samvistir systkina
minna og stjúpföður okkar, tekur
lengri tíma, en nú er fyrir hendi.
Örlög Tómasar og framtíð tóku
ákveðna stefnu 1929, er faðir okkar
lést. Þá stóð mamma, Steinunn
Hjálmarsdóttir, ein upp með barna-
hópinn 5 að tölu á aldrinum tveggja
til sex ára.
Á þessum tímamótum komu skýrt
fram mannkostir Tómasar. Allt frá
þessu ári fram til hinstu stundar
hefur verið á ferð „drengur góður og
batnandi“. Hið fyrsta sem Tómas
gat hindrað var að heimilinu yrði
sundrað og okkur börnunum komið
fyrir hjá vandalausum. Nóg var hið
ótímabæra fráfall föðurins, þótt að-
skilnaður fjölskyldunnar bættist ekki
við líka, eins og þá var enn víða
siður.
Eftir þetta tvinnast saman ham-
ingjusaga okkar og Tómasar. Haust-
ið 1930 giftast þau mamma og
Tómas. Þau eignuðust tvö börn,
Kristínu Ingibjörgu og Sigurgeir.
Alúðin, ósérhlífnin og atorkan ein-
kenndi öll störf Tómasar. Þar voru
þau mamma og hann mjög samtaka.
Heimilið komst næstum áfallalaust
yfir kreppuárin svokölluðu. í öllum
búskap komu eiginleikar húsbænda
í Ijós. Kýrnar mjólkuðu vel og
skiluðu góðum arði. Árlega varhægt
að selja einn af þessum arðsömu
gripum úr fjósinu. Á Miðhúsum var
sinnt vel um hlunnindi og allt eyja-
gagn. Hver dúnhnoðri var tíndur,
dúnninn seldist vel. Heyskapur og
beit í eyjum var nýtt til hinsýtrasta.
Túnið var stækkað og peningshús öll
byggð upp. Árið 1939 var útrunninn
ábúðartími á Miðhúsum. Þá var flutt
að næsta bæ, Reykhólum. Þar byrj-
aði annríkið að nýju við uppbygg-
ingu allra húsa, einnig íbúðarhúss,
ásamt nokkurri túnrækt. Þá vorum
við systkinin eitthvað farin að létta
undir og taka til hendinni. Það var
mikið kappsmál að komast sem fyrst
úr hinum fræga, en hrörlega gamla
bæ á Reykhólum. Reykur úr hlóða-
eldhúsinu barst um allan bæ, frost
komst í öll íveruherbergi þegar kald-
ast var, í haustrigningum lak úr
þekjunni ofan í hvert einasta rúm.
Mikill tími fór hjá Tómasi í störf
utan heimilis. í hreppsnefnd var
hann nær 3 kjörtímabil og um tíma
oddviti. Lengi í stjórn Búnaðarfé-
lagsins og Ræktunarsambandsins,
einnig í skólanefnd og mjög lengi í
kjörstjórn, við forðagæslu, móttöku-
maður ullar og ullarmatsmaður. í
áratugi umsjónarmaður og útibús-
stjóri við verslun Kaupfélags Króks-
fjarðar á Reykhólum. Póstaf-
greiðslumaðurfrá 1947, meðhjálpari
nú síðustu árin í Reykhólakirkju og
söngflokki kirkjunnar yfir 50 ár.
Ýmislegt fleira er ótalið, en þannig
unnið að eigi þurfti að ganga í verkin
hans.
í grein er Játvarður Jökull ritaði
um Tómas er hann var 70 ára segir
m.a....Tómas er framsóknarmaður
og hefur verið óeigingjarn og ósér-
hlífinn þar eins og annarsstaðar, þar
sem hann hefur lagt lið sitt fram. En
vígði þátturinn í öllum hans marg-
þætta sterka ævivað er þáttur sam-
vinnunnar, sá sem hefir vaxið með
honum frá blautu barnsbeini norður
í Þingeyjarsýslu allt frá rnorgni þess-
arar aldar. Svo mjög hefur bæði verk
hans og hugsunarháttur þótt skera
sig frá því almenna vestur hér, að
sagt hefur verið, að hann væri eini
samvinnumaðurinn fyrir vestan
Gilsfjörð..." síðar segir Játvarður:
„Hann er og hefur ávallt verið
liðsmaður góður og hvergi skýlt sér
að baki öðrum..."
Þegar litið er til baka er svo margt
sem okkur ber að þakka. Allt frá því
er heimili mömmu var næstum því í
rúst við fráfali föður okkar, þegar
Tómas kemur og upphefst að nýju
hamingjusamt lífshlaup. í sannleika
sagt finnst mér máltækið: „Fár sem
faðir...“ alls ekki geta átt viðTómas.
Tómas á svo stóran þátt í hamingju
og uppeldi okkar systkinanna og
síðar barnabarnanna. Hjónaband og
sambúð hans og mömmu einkennd-
ist af ást og virðingu hvort fyrir öðru.
Það, ásamt svo mörgu öðru, veitti
okkur börnunum svo dýrmæta for-
skrift í okkar lífi.
Sá eiginleiki að standa í skilum og
bera umhyggju fyrir öðrum var hið
síðasta sem hann ræddi við mig
þegar ég hitti hann og kvaddi hinstu
kveðju. Hann hafði áhyggjur af því
að hafa ekki gert ráðstafanir með að
greiða sjúkrakostnaðinn á spítalan-
um og við flutninginn. Hann ræddi
ekki um sína líðan og erfiðleika
heldur aðeins sagði hann: „Líttu
eftir henni mömmu þinni“.
Hjörtur Þórarinsson.
Elsku afi minn er dáinn
Hvíldin varhonum kærkomin eftir
erfiða sjúkdómslegu, en eftir stönd-
um við hin, sem elskuðum hann og
eigum erfitt með að sætta okkur við
eðlilegan gang lífsins.
Minningarnar um afa þjóta í gegn-
um huga minn. Hann var alltaf svo
rólegur og hógvær og ætíð var stutt
í glettnina. Mér er minnisstætt þegar
ég sem smástelpa kom eitt sinn að
Reykhólum til ömmu og afa. Þá var
langt síðan ég hafði hitt þau og til
heiðurs afa sérstaklega, söng ég og
dansaði í eldhúsinu. Hann hlustaði
þolinmóður, tók mig svo í fangið og
kitlaði mig með skegginu sínu. Þann-
ig höfðum við afi það oft, það var
svo gott að kúra hjá honum og þótt
ég yrði fullorðin hélt hann samt
áfram að gantast við mig og kitla mig
með skegginu.
Þetta er aðeins ein af mörgum
minningum sem ég geymi í huga
mínum um stundirnar okkar afa.
Eitt af því dýrmætasta í lífi hvers
barns er að fá að njóta samvista við
afa sinn og ömmu og fyrir þær
stundir þakka ég.
Þótt afi væri orðinn heilsulaus
síðustu árin og liði oft illa, heyrði ég
hann aldrei kvarta. Umhyggja hans
og ástúð skein í gegnum allt hans
viðmót.
Elsku amma mín, guð styrki þig í
sorg þinni.
Sigrún Hjartardóttir.
tóWySFAHF
Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Lífeyrisréttur - Lánaréttur
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda vill að gefnu tilefni
vekja athygli ungs fólks, sem á heimili í sveitum á
því að það á bæði rétt og skyldu til að vera félagar
í sjóðnum hafi það tekjur af vinnu við landbúnað.
Stjórninni þykir sérstök ástæða til að vekja athygli
á þessu nú vegna þess réttar, sem aðild að
sjóðnum veitir til lána vegna kaupa á húsnæði eða
til húsbygginga skv. nýjum lögum um húsnæðis-
mál.
Stjórn sjóðsins skorar bæði á unga fólkið sjálft og
vinnuveitendur þess, ekki síst séu það foreldrar
þess, að sjátil þess að iðgjöld séu greidd reglulega
til sjóðsins af öllum vinnulaunum og fríðindum,
sem eru hluti launa. Þar er átt við laun, sem greidd
eru með búvörum, fæði og húsnæði svo og
skólakostnaður.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Frá
Bændaskólanum
Hvanneyri
Dagana 27. febrúar til 3. mars n.k. verða haldin 2
byrjendanámskeið í loðdýrarækt fyrir þá sem
hyggja á stofnun loðdýrabúa.
Fyrra námskeiðið verður 27. febrúar til 1. mars og
hið síðara 1. til 3. mars.
Bæði námskeiðin hefjast kl. 12.00, fæði og
húsnæði á staðnum. Námskeiðakostnaður kr.
6.000. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Bændaskól-
ans sími 93-7500 fyrir 26. febrúar.
Skólastjóri.
fn Hundahald
^ í Reykjavík
Gjalddagi leyfisgjalds er 1. mars n.k.
Gjaldið, sem er kr. 5.400,00 fyrir hvern hund
greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið eigi
síðar en á eindaga, 1. apríl 1987.
Verði það eigi greitt á tilskildum tíma fellur leyfið
úr gildi.
Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa:
1. Leyfisskírteini
2. Hundahreinsunarvottorði, eigi eldra en frá 1.
september 1986.
Gjaldið greiðist hjá heilbrigðiseftirlitinu, Drápuhlíð
14. Skrifstofan er opin kl. 8.20-16.15.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
málbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar og f.l. óskar
eftir tilboðum í eftirfarandi:
1. 14.800 til 18.300 tonn af asfalti
2. 110 til 160 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asphalt
emulsion)
Útboðsgögn verða á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
26. mars n.k. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN
Fríkirkjuvagi 3
REYKJAVÍKURBORGAR
- Simi 25800