Tíminn - 17.03.1987, Page 19

Tíminn - 17.03.1987, Page 19
Þriðjudagur 17. mars 1987 Tíminn 19 II || verða á útsíðum og hvernig þeim er skipað. En í blaða- mennsku skipast veður skjótt í lofti og nýjar fréttir ýta gömlum hugmyndum til hliðar. Hugmyndir að fréttum kvikna iðulega í spjalli morgunfund- anna. Málefni sem virðist lítil- mótlegt þegar því er fyrst hreyft, hleður utan á sig þegar fleiri leggja saman vitneskju sína og með frekari upplýsingaöflun getur það orðið að góðri frétt. Þegar blaðamaður talar um góða frétt á hann við að hún fjalli um frásagnarvert efni, sem fengur er að birta í blaði, og líkur eru til að veki athygli lesenda. Hún þarf ekki að vera gleðileg eða öllum til ánægju og hún getur jafnvel verið hörmuleg og komið illa við einhverja aðila. Góð frétt er fremur orðatil- tæki en að það þýði að hún fjalli um ánægjulegan atburð eða málefni. Að morgunfundi loknum rjúka sumir fréttamanna í sím- ann og aðrir út í bæ, allt eftir þeim verkefnum sem þeir hafa fengið þann daginn. í sumum tilvikum fara ljós- myndarar með blaðamönnum, en annars vinna þeir mikið sjálfstætt, og taka myndir ýmist eftir pöntunum frá blaðamönn- um eða af því sem þeim sjálfum sýnist að geti átt erindi á prent. En blaðamennska felst í fleiru en beinni fréttaöflun. Sumir hafa það verkefni að sjá um Anna Björk Sigurðardóttir er f jölhæfur fréttamaður, en hennar sérsvið eru landbúnaðarmál. '' v; Bjarghildur Stefánsdóttir er með elstu starfsmönnum á ritstjórn.Á hennar könnu er m.a. að haldi uppi stfelldum vinsældum Speg- ilsins, dagbókarefni og fleiru. fasta þætti blaðsins. Ganga þarf frá efni í dagbók, velja, þýða og endursegja skemmtilegheit í Spegil Tímans, sem er orðinn gróinn þáttur á síðum blaðsins. Kynningar á hljóðvarps- og út- varpsdagskrám er ærinn starfi og þýða þarf myndasögur og margt er það fleira, sem virðast kann smálegt þegar komið er á sinn stað, en ótrúlega mikil vinna liggur að baki. Aðsendar greinar streyma að blaðinu og eru af ýmsum toga. Undir heitinu Vettvangur eru birtar greinar nafnkenndra höfunda um aðskiljanlegustu efni. Eru þær að vonum misjafn- ar að gæðum, en flestar ágætar sem betur fer. Það er stefna Tímans að sem flestir geti komið skoðunum sínum á framfæri í blaðinu og þurfa þær engan veginn að falla undir þá rit- stjórnarstefnu sem þar ríkir eða að skoðunum útgefenda. Séu greinar skikkanlega skrifaðar og lausar við persónuníð eru yfir- leitt engir meinbugir á að þær séu birtar í blaðinu. Minninga- og afmælisgreinar eru stundum umtalsverðar að magni, og reynslan sýnir að þær eru ekki síðra Iesefni en margt annað sem birt er. Nokkrir aðilar, sem ekki eru fastir starfsmenn, skrifa að stað- aldri í Tímann. Sigurður Stein- þórsson skrifar um tónlist, Gunn- ar Stefánsson um leiklist og Helgi Ólafsson, stórmeistari, hefur skrifað um skák. Þrír menn skrifa um bókmenntir, þeir Halldór Kristjánsson og Jón P. Þór, sagnfræðingur og dr. Eysteinn Sigurðsson. Sá síðast- nefndi er fastur starfsmaður Tímans og auk þess að vera aðalbókmenntagagnrýnandi blaðsins, skrifar hann mikið um samvinnumál og margs konar málefni önnur. ÖIlu því efni sem framleitt er á ritstjórninni og sent er að, þarf að finna stað í blaðinu. Niður- röðun efnis og-útlitsteikning fer fram í sérstakri deild, sem er tengiliður milli ritstjórnar og Páll Hannesson er í innlendum fréttum. Hann skrifar öðru fremur um efnahags- og atvinnumál. Bergf jót Daviðsdóttir skrifar í Helgarblað. Efni í því er fjölbreytt og starf- ið eftir því. Blaðamenn við Helgarblað verða að hafa mikið frumkvæði að því sem þeir taka sér fyrir hendur. Hjördís Árnadóttir er íþróttafréttaritari Tímans. Vinnudagur hennar er oft langur og strangur og varla er það á færi annarra en áhugamanna um bæði blaðamennsku og íþróttir að sinna því starfi. Kristín Leifsdóttir sér um kynningu á hljóðvarpi og sjónvarpi. Hún velur einnig efni og þýðir í Spegil, en það er með hennar störf eins og annarra blaðamanna að þeim verða ekki gerð tæmandi skil með upptalningu. Þórður Ægir Óskarsson skrifar fréttir frá Alþingi og sitthvað fleira um það er að stjórnmálum lýtur. Þegar þing situr er Alþingi hans annar vinnustaður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.