Tíminn - 17.03.1987, Side 23
Þriðjudagur 17. mars 1987
Tíminn 23
endur hafa fyrir augunum. Let-
urstærðir eru margar, allt frá
stóru fyrirsagnaletri niður í
smæsta lesmál og gefa setjarar
tilteknar skipanir á tölvur til að
fá fram umbeðna leturstærð.
Umbrotsmenn líma upp les-
málsdálka, fyrirsagir, myndir og
yfirleitt allt það sem bíaðanot-
endur sjá á síðunum. Allt er
þetta á sínum stöðum, rétt gert
og einfalt þegar blaðið er full-
prentað, en er nákvæmnisvinna
sem krefst útsjónarsemi og
kunnáttu.
Þegar Tíminn setti á fót eigin
prentsmiðju fyrir nokkrum
árum voru tölvur teknar í notk-
un við setningu.
Á skrifstofu hefur tölvutækn-
in einnig verið notuð um nokk-
urt skeið, svo sem við bókhald,
skráningu áskrifenda og fleira.
í vetur var stigið stórt skref í
frekari tölvuvæðingu. Ritstjórn-
in var tölvuvædd. Blaðamenn
skrifa nú texta sína beint inn á
tölvur, afrit er tekið, en textinn
er einnig sendur beint í prent-
smiðjuna, þar sem tölvutæknin
sér um að umbreyta honum í
prentletur og lesmálsdálka, eða
fyrirsagnir, allt eftir hvaða
skipanir eru gefnar.
Þetta sparar tvíverknað og
þar með mikla vinnu. Er óhætt
að fullyrða að með tölvutækn-
inni á sér stað bylting í blaða-
mennsku og blaðaútgáfu. Starfs-
fólki var gefinn kostur á nám-
skeiði til að læra nýjar vinnuað-
Guðmundur Óli Ólason, prentari.
Guðný Kristjánsdóttir, setjari.
Ólöf Jónsdóttir, afgreiðslustjóri
Signý Ólafsdóttir vinnur við pökkun og dreifingu.
ferðir og árangurinn lét ekki á
sér standa, fljótari vinnuaðferðir
og sparnaður í starfsmanna-
haldi.
Tölvurnar á ritstjórn eru af
Compaq-gerð og henta einkar
vel því hlutverki sem þeim er
ætlað að vinna. Tölvutæknin er
ekki bundin við ritstjórnina og
prentsmiðjuna eina. því Tíminn
á nokkrar ferðatölvur, sem
blaðamenn geta tekið með sér
hvert á land sem er og skrifað
sínar fréttir inn á þær og sent
símleiðis inn á ritstjórn og þaðan
beint í prentsmiðju. Nefna má
að þingfréttaritari Tímans hefur
tölvu meðferðis í þinghúsinu,
skrifar þar sínar fréttir, jafnvel
á meðan þingfundir standa yfir
og sendir þær inn í tölvukerfi
prentsmiðjunnar, sem skilar
þeim fullmótuðum til upplím-
ingar í blaðið.
Þróunin á þessu sviði heldur
sjálfsagt áfrant og blaða-
mennska og blaðaútgáfa á enn
eftir að breytast, kannski meira
en okkur órar fyrir nú.
En aðrar breytingar eru fyrir-
sjánlegar hjá Tímanum. Sam-
starfsfyrirtækin um Blaðaprent
hafa keypt nýja og fullkomnari
prentvél, eða pressu, en þau
ráða nú yfir. Hún er þegar
komin til landsins og farið er að
byggja yfir hana við Lyngháls.
Þar er einnig hafin bygging á
stórhýsi yfir alla starfsemi
Tímans, og þeirra blaða sem
standa með honum að rekstri
Blaðaprents h.f. Stefnt er að því
að starfsemin þarna verði komin
í fullan gang þegar Iíður á árið.
Guöný Jónsdóttir og Kristín Þor-
bjarnardóttir, prófarkalesarar,
vinna vandasamt starf og þótt
villa sleppi í gegn um kerfið eru
það smámunir einir miðað við atlt
sem þær leiðrétta.
En þótt margt sé í bígerð og
Tíminn og vinnuaðstaða öll við
blaðið eigi enn eftir að breytast
verður að halda útgáfunni áfram
eins og hún er í dag því ekki
dugir að mæna í framtíðina og
gleyma kaupendunum sem vilja
fá blaðið sitt í fyrramálið. Hér
hefur verið rakið í mjög stórum
dráttum hvernig dagleg vinna
við Tímann er skipulögð án þess
að skeyta um tímaröð eða
hvernig verkefnin ganga í smá-
atriðum frá einum aðila til ann-
ars þar sem keðjan má hvergi
bila og hver hefur sínurn sér-
stöku skyldum að gegna.
í upphafi var þess getið að
vinna við Tímann stendur yfir
allan sólarhringinn. Þegar síð-
ustu blaðamenn fara heim u.ndir
miðnættið eru prófarkalesarar
og umbrotsmenn að leggja síð-
ustu hönd á gerð blaðsins.
Síðurnar eru þá sendar út í
Blaðaprent, þar sem fólk er
nýkomið til vinnu. Þar eru þær
ljósmyndaðar og unnar á álplöt-
ur með sérstökum hætti og kom-
ið fyrir í prentvélinni, sem óðar
er sett í gang og blaðið fær sína
endanlegu gerð á pappírnum.
Þá tekur pökkunin við og er
blaðinu pakkað eftir settum
reglum til að senda umboðs-
mönnum um allt land og útburð-
arfólki í þéttbýlinu. Hver þarf
að fá sinn pakka mismunandi
stóran eftir kaupendafjölda á
hverjum stað.
Þegar er pakkarnir eru tilbún-
ir hefst útkeyrslan. Blaðinu þarf
að koma með fyrstu ferðum
langferðabíla og flugvéla, svo
að sem flestir kaupendur geti
fengið það til lestrar árla dags.
Á höfuðborgarsvæðinu er
Tímanum ekið heim til útburð-
arfólks, sem er með árrisulustu
borgurum og leitast er við að
sem flestir áskrifendur fái blaðið
ekki síðar en morgunkaffið.
Um það bil sem Tíminn dettur
inn um bréfalúgurnar í höfuð-
borginni mæta svo fyrstu prent-
arar og blaðamenn á sinn vinnu-
stað til að starfa að blaði morg-
undagsins. OO
Ágústa Pála Klein, setjari.
Sigurborg Oddsdóttir, setjari.
Þórunn Bjarnadóttir, setjari.
Ingibjörg Leifsdóttir, setjari.