Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriöjudagur 24. mars 1987. SPEGILL Ótrúlegar launagreiðslur til sjónvarpsstjarnanna Bill Cosby (Fyrirmyndarfaðir) er á toppnum þegar farið er að athuga þá launahæstu hjá amerísku sjónvarpsstöðvunum. Hann fær 3,75 millj. dollara (ca. 150 millj. ísl. kr.) fyrir „tímabilið", en það stendur vanalega í nokkra mánuði, vanalega vetrarmánuðina, en svo eru löng frí frá upptökum á milli. Næstur Cosby er Larry Hagman (J.R. í Dallas), sem fær3,5 milljón- ir dollara fyrir sama tímabil. Angela Lansbury (Murder She Wrote) er um það bil hálfdrætting- ur á við hæstu karlana, en hún er með hæstu konunum á launaskrá. „Stelpurnar" í þáttunum „Gold-, en Girls" eru allar hálaunaðar, en þó misjafnlega. Kona og börn í Fyrirmyndarföð- ur eru líka í efri kantinum. Phylicia 1 Rashad (frú Huxtable) hefur 750 þús. dollara fyrir tímabilið. En „Huxtable-börnin" Malcolm-Jam- al Warner, Lisa Bonet, Tempest Bledsoe, Sabrina Le Beauf eru með 225 þús. dollara og Keshia • iitla Knight Pulliam 200 þús. doll- ara á tímabil, þó hún sé ekki há í loftinu! Af öðru sjónvarpsfólki á topp- launum má t.d. nefna parið í hinum vinsæla þætti Staupasteini (Cheers), þau Ted Danson og Shelley Long með 1,17 millj. dollara. Af DALLAS-fólkinu eru þessi $1.2 Million Angela Lansbury hefur góða og gilda ástæðu til að brosa, en hún er meðal hæstlaunuðu kvenna í sjón- varps-bransanum. með yfir milljón dollara fyrir „ver- tíðina": Larry Hagman (3,5), Patr- ick Duffy,(2,l + 1.4 millj. dollara fyrir að koma aftur í þáttinn!), Victoria Principal og Linda Gray i $3.5 Million Larry Hagman sem JR er hæstur í Dallas-þáttunum, en nú slagar Patrick Duffy (Bobby) hátt upp í hann. fá 1,5 millj. dollara. Pað er orðið heilmikið mál og töluvert starf hjá þessu fólki að ráðstafa öllum þessum peningum sem best og sjá til að náist sem Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby er talinn vera með hæstu laun sjón- varpsleikara, og hann hefur 5 sinn- hæstir vextir af auðæfunum. Má geta sér þess til að þetta geti valdið andvökunóttum - ekki síður en féleysið áður en frægðin kom til skjalanna. um hærri laun en kona hans í þáttunum. „Gullnu píurnar" Bea Arthur, Rue ast vera vel ánægðar með launin og McClanahan og Betty White segj- þær fari ekki í verkfall á næstunni. Henni verður ekki kalt! Karólína, prinscssa í Mónakó, varð þrítug í janúar s.I. Auðvitað fékk hún afmælisgjafir frá fjöl- skyldu sinni og vinum, - en áreið- anlega var þó gjöfin frá eigin- manninum, Stcfano Casiraghi, Iangverðmætust. Hann gaf henni ökklasíða loðkápu úr gaupuskinn- um, sérsaumaða hjá tískufeld- skera. Sagt er að pelsinn hafi kostað 215.000 dollara, eða um 8,6 millj. ísl. króna! Þau eru hlýlega búin, Karólína prinsessa og eiginmaður hennar., Ný útgáfa af Cyndi Lauper Á góðgerðahljómleikum í New York rak fólk upp stór augu, þegar hin vinsæla söngkona Cyndi Lauper kom á sviðið í þessari múnderingu. Söngurinn gekk vel og áheyrend- ur klöppuðu henni lof í iófa, en ! sagt er að þeir séu enn að velta því j fyrir sér, hvort Cyndi hafi ekki ! tekid feil á dögum - eða stöðum - |og hún hafi ætlað á grímuball en j ekki á hljjómleika. SVEITARSTJÓRNARMÁL Dalvík Styrking stýrismannabrautar Eins og rakið hefur verið hér í dálknum hefur nefnd um sjávarút- vegsfræðslu lagt mikla áherslu á eflingu skipstjórnarbrautar við Grunnskóla Dalvíkur, en þar er nú kennsla í 1. stigi stýrimannabrautar. Fyrir stuttu barst nefndinni bréf frá menntamálaráðuneytinu sem hljóð- ar svo: „Með vísun til góðrar reynslu af kennslu á 1. stigi stýrimannabrautar við Grunnskólann á Dalvík síðastlið- in 5 ár heimilar ráðuneytið hér með að skólinn haldi uppi kennslu til 2. stigs á næsta skólaári. Heimild þessi er þó háð því að fjöldi nemenda verði eigi minni en 10 og kennarar með fullnægjandi þekkingu fáist til kennslu." [ kjölfar þessa bréfs hélt nefndin fund með Stefáni Ólafi Jónssyni frá menntamálaráðuneytinu og Lárusi Björnssyni frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði, en þeir komu til að kanna afstöðu og hug heimamanna í þessum málum. í máli þessara manna kom fram að þrjú skilyrði þurfa að vera fyrir hendi: 1. Aðstaða til kennslu á staðnum. 2. Sérfróðir menn fáist til kennsl- unnar. 3. Nægjanlegur fjöldi nemenda. Þá voru veittar upplýsingar um Fiskvinnsluskólann og einnig það námskeiðahald sem verið hefurfyrir fiskvinnslufólk víða um land að undanförnu. Niðurstaða fundarins var að menntamálaráðuneytið setji á lagg- irnar vinnuhóp í Reykjavík um af- markaða þætti í skipulagðri kennslu á Dalvík, en nefnd um sjávarútvegs- fræðslu á Dalvík vinni síðan að öðrum atriðum. Stefnt verði að sam- eiginlegum niðurstöðum beggja hópanna fyrir lok mars. Skipulagsmál Lögð hafa verið fyrir skipulags- nefnd frumdrög að skipulagi á Bögg- vistaðafjalli og Böggvistahólum. Þá liggur einnig fyrir nefndinni ný tillaga frá skipulagsstjóra ríkisins af vega- tenginu við Böggvistaðafjall, sem gerir ráð fyrir vegi vestur úr Bögg- visbraut þar sem hún endar í dag. Áður hafði skipulagsnefndin sam- þykkt vegatengingu vestur úr Mím- isvegi. Þá hefur skipulagsnefnd óskað eftir því við bæjarverkfræðing að samþykktar verði breytingar á deili- skipulagi vestan Böggvisbrautar, þannig að einbýlishúsalóðir verði raðhúsalóðir. Tannlæknatól í heilsugæslustöðina Síðastliðið haust sendi bæjarráð heilbrigðisráðuneytinu erindi er varðar stofnbúnaðarkaup í tann- læknastofu heilsugæslustöðvarinn- ar. Stofnbúnaðarkaup þessi eru nú óumflýjanleg, en engin svör hafa borist frá ráðuneytinu. Því hefur bæjarráð nú ítrekað fyrra erindi. Er þetta í samræmi við áskorun stjórnar heilsugæslunnar, en hún skoraði á bæjarstjórn að hraða kaupum á nýjum tannlæknatækjum svo tannlæknisþjónusta geti hafist á nýjan leik. Bókasafnið Fyrir nokkru komu fulltrúar Bóka- safns Dalvíkur á fund bæjarráðs og skýrðu bæjarráðsmönnum frá starf- semi safnsins á liðnu ári. í máli þeirra kom m.a. fram að lánþegar í bókasafninu um sl. áramót hefðu verið um 300 og útlán á síðasta ári hefðu verið 11.300. Bókakostur safnsins er um 12.000 bindi. Á fundinum var einnig fjallað um hagræðingu í kjallara ráðhússins með tilliti til samnýtingar héraðs- skjalasafns og bókasafns á því rými sem fyrir er. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.