Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriöjudagur 24. mars 1987. llllllllliillllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllll|[[lllljlljlllilijllllllM Makaó verður sameinað Kína Pcking-Rcuter Stjórnvöld Kína og Portúgals komust að samkomulagi í gær um að Portúgalar láti af hendi yfirráð sín yfir hinni örlitlu nýlendu Makaó í suðurhluta Kína. Henni hafa Port- úgalar ráðið í meira en 400 ár. Sameiningin færir stjórnina í Pek- ing enn nær því marki að sameina ÚTLÖND allt Kína, samkomulag hefur þegar tekist við bresku stjórnina um að láta af yfirráðum yfir Hong Kong og nú er það aðeins Formósa sem er þymir í augum kínverska ráða- manna. Portúgalskir embættismenn sögðu í gær að Makaó, sem er örlítið landsvæði rétt hjá Hong Kong, færi undir stjórn Kínverja þann 20. des- ember árið 1999 og þar með væri gengið að kröfum þeirra um að landsvæðið yrði kínverskt fyrir alda- mótin. Sameining Makaós við Kína kem- ur þarlendum stjórnvöldum ekki eins mikið að fjárhagslegum notum og tilvonandi yfirráð yfir Hong Kong en málið mun allt vera mjög tákn- rænt fyrir Kínverja sem líta á að með því að taka yfir þessi landsvæði sé Pakistan: verið að gera upp við fortíðina. Líklegt er talið að hið kapítalíska efnahagskerfi sem verið hefur við Iýði í Makaó fái að halda sér í samræmi við orðtak Dengs Xiaop- ings leiðtoga Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“. Hinn 83 ára gamli Deng hefur sagt að hann vonist til að Kína verði sameinað áður en að dauða hans kemur. Nú er aðeins Formósa eftir að þeim landsvæðum sem Kín- verjar hafa gert tilkall til. Viðbrögð sumra af hinum 400 þúsund íbúum Makaós voru yfirleitt frekar jákvæð í gær. Reyndar hafa viðræður um sameininguna staðið yfir síðan í júní á síðasta ári og tilkynningin kom því ekki á óvart. Að auki gera flestir ekki ráð fyrir svo miklum breytingum á högum sínum í kjölfar yfirtöku Kínverja. Kjarnorkuhugleið- ingar forseta vekja athygli New York-Rcutcr Pakistanar gætu búið til kjam- orkusprengju „hvenær sem þeir óska“. Þetta var haft eftir Moham- med Zia Ul-Haq forseta Pakistans í gær. Það var tímaritið Time sem átti viðtal við Zia og þar sagði hann Pakistana hafa tækniþekkingu til að smíða kjarnorkuvopn. 1 Forsetinn sagði hinsvegar að stjórn sín hefði ekki í hyggju að gera slíkt og gaf loforð um að Pakistanar væru ekki viðriðnir kjarnorkuvopna- tilraunir. Þær þjóðir sem viðurkennt hafa að eiga kjarnorkuvopn eru Banda- ríkin, Sovétríkin, Bretland, Frakk- land og Kína. Um sambandið milli Pakistans og nágrannaríkisins Indlands sagði Zia að báðir aðilar vildu að það væri betra því það væri í hvorugra þágu að fara í stríð. „En það er ekki hægt að útiloka árekstra, hvort sem til þeirra er stofnað af ásettu ráði eður ei,“ sagði Zia. Mohammed Zia Ul-Haq forseti Pak- istans: í kjarnorkuhugleiðingum Verðlaun Bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar: HERBERGIMEÐ ÚTSÝNI VALIN BESTA MYNDIN Lundúnir-Rcutcr Breska kvikmyndin Herbergi með útsýni, eða „A Room with a View“ eins og hún heitir á frum- málinu, bætti enn einni skrautfjöð- ur í hatt sinn um helgina þegar Breska kvikmynda- og sjónvarps- akademían útnefndi hana sem bestu mynd síðasta árs. Herbergi með útsýni er byggð á samnefndri sögu E.M. Fosters er fjallar um ástir ungmenna sem ekki fá að blómstra vegna siða- reglna sem tengdust tíma Játvarðar 7. Bretakonungs. Leikkonurnar Maggie Smith og Judi Dench hlutu báðar verðlaun fyrir leik sinn í þessari kvikmynd. Bob Hoskins var aftur á móti valinn besti karlleikarinn fyrir hlut- verk smáglæpamanns sem lendir í að verða aðstoðarmaður ungrar vændiskonu í Lundúnarborg í þeirri ágætu mynd „Mónu Lísu“. Bandarfski kvikmyndagerðar- maðurinn og grínfuglinn Woody Allen fékk tvenn verðlaun í hófinu sem Breska kvikmynda- og sjón- varpsakademían hélt. Hann var valinn besti leikstjórinn auk þess sem hann átti besta handritið fyrir myndina um Hönnu og systur hennar. Þá var Ray Mcanally valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir túlkun sína á kardinálanum í „The Mission" sem nú er sýnd í einu kvikmyndahúsa Reykjavíkurborg- ar. Yfirkjörstjórnin í Suðurlandskjördæmi tilkynnir: Framboðsfrestur vegna Alþingiskosninga 25. apríl n.k. rennur út 27. mars n.k. Listum til framboðs í Suðurlandskjördæmi ásamt samþykki frambjóðenda og listum með tilskildum fjölda meðmælenda ber að skila til yfirkjörstjórnar, sem tekur á móti framboðum á skrifstofu sýslu- mannsins í Árnessýslu að Hörðuvöllum 1, Selfossi föstudaginn 27. mars n.k. frá kl. 20.30 til kl. 24:00. Einnig þarf að leggja fram ósk um listabókstafi. Framboðslistar verða síðan úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á sama stað laugardaginn 28. mars n.k. kl. 14.00. Yfirkjörstjóri í Suðurlandskjördæmi Kristján Torfason Jakob J. Havsteen, Pálmi Eyjólfsson Magnús Guðbjarnarson, Stefán A. Þórðarson. Víðistaðasvæði kynningarfundur I samræmi við skipulagslöggjöf er nú til sýnis á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar tillaga að breyttu skipulagi Víðistaðasvæðis. Athugasemdum við skipulagið skal skila fyrir 7. maí 1987. Kynningar- fundur verður haldinn í Víðistaðaskóla fimmtudag- inn 26. mars kl. 20.30. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði «v TÓNLIST4RSKÓLI KÓPtNOGS Alfhúlsveg 11 Pústhúlf 149 Slmi 410 66 Aðrir vortónleikar skólans verða haldnir í salnum Hamraborg 11,3. hæð miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Skólastjóri PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða loftskeytamann / símritara / ritsímaritara til starfa í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.