Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. mars 1987. Tíminn 9 VETTVANGUR 111 Valdimar Guömannsson, Bakkakoti, A-Hún. Þeir gleyma okkur aftur Þá cr Þjóðarflokkurinn orðinn að veruleika, stofnaður uf áhuga- mönnum í samtökum unt jafnrétti á milli landshluta ásamt fáeinum óánægðum einstaklingum úr gömlu flokkunum, sem þótti ekki gert nógu vel við sig á framboðslistum flokka sinna. Reynt er eftir fremsta megni að telja fólki trú um að allt sé þetta gert af sérstakri umhyggju fyrir landsbyggðinni. Einn liður í þessari örvænt- ingarfullu tilraun er afsögn for- manns samtakanna eftir að hafa misnotað aðstöðu sína við undir- búning að stofnun nýs stjórnmála- flokks. Ekki kæmi það undirrituð- um á óvart þó það tæki þessa ágætu menn enn styttri tíma að gleyma tilganginum með stofnun Þjóðar- flokksins heldur en það tók þá að gleyma tilganginum og markmið- inu með stofnun samtaka um jafn- rétti milli landshluta. Það er því mín niðurstaða, eftir að hafa velt þessum málum vel fyrir mér, að stofnun Þjóðarflokks- ins sé stærsta árás sem gerð hefur verið á landsbyggðina, í það minnsta síðan viðreisnarstjórnin fræga fór frá völdum, því þarna er að sjálfsögðu verið að drepa niður áður stofnuð landsbyggðarsamtök, sent hefðu getað unnið gott verk fyrir áframhaldandi byggðastefnu og veitt öllunt flokkum nauðsyn- legt aðhald. Það virðist því vera full ástæða fyrir landsbyggðarfólk að þjappa sér enn betur saman um Framsókn- arflokkinn í komandi kosningum. því eins og öllum ætti að vera Valdimar Guðmannsson. kunnugt hefur enginn stjórnmálaf- lokkur reynst okkur betur í lands- byggðarpólitíkinni, enda sannaðist það rækilega á flokksþingi síðast liðið haust að það eru landsbyggð- armenn sem ráða yfir flokknum, svo glæsilegur var kosningasigur okkar, þegar kosið var í miðstjórn flokksins.aðsumum þótti nógum. Við kjósendur á Norðurlandi vestra vil ég segja: Við skulurn ekki misnota at- kvæði okkar 25. apríl með því að kjósa flokka sem fyrirfram er vitað að koma ekki nianni að í kjördæmi okkar, heldur eru eingöngu að hugsa urn að bæta stöðu sína á landsvísu og fjölga þingmönnum sínum í einhverju (iðru kjördæmi. cf þeir þá yfirleitt koma einhvers staðar að manni. Því skuluni við fylkja liði um Framsóknarflokkinn og gera kosn- ingu hans sent glæsilegasta í þessu kjördæmi, og veita honum þar með umboð til að halda við því uppbyggingarstarfi sem hófst með ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sem tók við völdum eftir tólf ára niðurrifsstarf viðreisnar. Kjósum fólk sem hefur þorað að eiga hér heima þó á móti hafi blásið. Endursendum flóttamennina að sunnan, sent dubbaðir hafa verið upp á framboðslista hjá hinum flokkunum, suður aftur. Kjósum B-listann 25. apríl næst komandi og leggjum okkar af mörkum til að konta í veg fyrir nýja viðrcisnarstjórn. Opið bréf til þín - ýmsar mistúlkanir og rangfærslur Nú stendur yfir verkfall Hins íslenska kennarafélags. Ýmislegt er því sagt og skrifað um laun og störf kennara. Sem beturfervirðist að flestir séu sammála um að bæta þurfi kjör kennara og þá ekki þeirra vegna heldur til þess að hæft fólk haldist í stéttinni. Því miður eru kennarar þó allt of oft niður- lægðir með spurningunni um hvort þeir vinni fyrir launum sínum og það jafnvel dregið í efa. Undanfarið hafa birst í dagblöð- um ýmsar greinar um kaup og kjör kennara, og þar hafa oft komið fram ýmsar rangfærslur og ýmis leikur að tölum sem okkur finnst nauðsynlegt að leiðrétta. Fimmtudaginn 12. mars birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrir- sögninni „Byrjunarlaun kennara verði 61.319 kr. á mánuði“. í greininni stóð .....Byrjunarlaun kennara utan persónuuppbótar og annarra álaga eru nú 33-34 þúsund krónur á mánuði“. (leturbreyting- ar eru höfunda). Það rétta er hins vegar að: Byrjunarlaun grunnskóla- kennara eru 32.851 kr. samkvæmt launatöflu ríkisstarfsmanna BHMR og BK, 1. desember 1986, flokkur 136 miðað við 148 stig, miðað við þriggja ára háskóla- menntun. Persónuuppbót fá allir ríkis- starfsmenn greidda í desember. Sama upphæð er fyrir hvern og einn, óháð þeim launaflokki sem viðkomandi er í. Tekið skal fram að til að fá persónuuppbót þurfa menn að hafa unnið í að minnsta kosti eitt ár hjá ríkinu, þannig að hún leggst ekki á byrjunarlaun kennara. Persónuuppbótin var í desember ’86 kr. 7641. Annað álag. Það álag sem greitt er kennurum er heimavinnu yfir- vinna (oft nefndir stílapeningar) sem greitt er eingöngu þeim kenn- urum sem kenna svokallaðar bók- legar greinar til dæmis íslensku,. stærðfræði og samfélagsfræði. Kennarar sex ára barna fá aðeins 75% álags þess er þeir fengju við að kenna öðrum árgöngum. Aðrir kennarar sem kenna fög svo sem íþróttir, myndmennt og hand- mennt fá ekki þetta álag greitt. Stílapeningar eru reiknaðar út frá nemendafjölda, stunda- fjölda og ákveðnum stuðli, 0,0025 Geta má þess aö eftir 15 ára starf er grunn- skólakennari kominn á hæstataxta, laun hans eru þá kr. 45.320 á mánuði. Má þá sjá að það stenst ekki að meðaldagvinnulaun kennara séu 48-49 þúsund eins og kom fram í grein í Morgun- blaðinu föstudaginn 13. mars undir fyrir- sögninni „Óbreytt kennsluskylda en laun- in hækki minna“. klukkustundir. Dæmi: kennari í fullu starfi kennir tveimur bekkjum með 20 nemendum í hvorum, samtals30vikustundirfærki. 1.971 á mánuði. (Sérkjarasamningur fyr- ir grunnskóla grein 4.2.3.). Kennurum er skylt að sinna gæslu í frímínútum sem eru eins og allir vita kaffihlé kennara. Laun fyrir gæsluna er kr. 434 á mánuði. Tekið skal fram að kennarar geta ekki skorast undan þessari gæslu. Þá er allt álag kennara upp talið. Hæsti taxti grunnskólakennara Geta má þess að eftir 15 ára starf er grunnskólakennari kominn á hæsta taxta, laun hans eru þá kr. 45.320 á mánuði. Má þá sjá að það stenst ekki að meðaldagvinnulaun kennara séu 48-49 þúsund eins og kom fram í grein í Morgunblaðinu föstudaginn 13. mars undir fyrir- sögninni „Óbreytt kennsluskylda en launin hækki minna". Ef til vill gerir fólk sér ekki grein fyrir þeirri vinnuaðstöðu sem kennarar búa við. f fæstum skólum er sköpuð vinnuaðstaða, það er að segja húsrúm, næði, verkfæri og önnur gögn til að vinna þá vinnu utan beinnar kennslu sem eru 13,25 tímar á viku samkvæmt kjarasamn- ingi. Kennarar þurfa því að hafa aðstöðu heima fyrir þar sem þeir sinna undirbúningsvinnunni. Hing- að til hafa kennarar ekki fengið greitt fyrir lánað húsnæði né heldur ritföng og þær fræðibækur sem þeir óhjákvæmilega þurfa að hafa til að geta undirbúið sig og fylgst rneð nýjungum. Vinnutími grunnskólakennara miðað við fulla kennslu er 45,75 klukkustundir á viku. Venjuleg dagvinna er 40 klukkustundir á viku. Þá sést að kennarar vinna 5,75 stundir framyfir dagvinnu en samkvæmt kjarasamningum greið- ist sú vinna mörgum mánuðum seinna sem sumarlaun. Við samningu þessarar greinar höfðum við úr mörgum villandi blaðagreinum að velja, umræddar greinar eru því ekkert einsdæmi. Með von um að hafa leiðrétt einhverjar rangfærslur og ranghug- myndir um laun kennara. Anna Björg Svcinsdóttir Guðbjörg Emilsdóttir VÖTN OG VEIÐI Kortagerð um skilyrði til fiskeldis í landinu Á vegum Orkustofnunar er verið að vinna að viðamiklu verkefni þar sem er heilstætt yfirlit yfirnáttúruleg skilyrði til fiskeldis á ýmsum stöðum á landinu. í fyrstu umferð verða tekin fyrir takmörkuð landssvæði, en síðar er ætlunin að fara víðar um landið þegar fjármagn fæst til þess. Þetta kom fram í erindi. sem Ólafur G. Flóvenz flutti á ársfundi Orku- stofnunar 18. mars sl. Athyglisvert er að mennn binda í þessu sambandi vonir við að takast megi að finna heitt vatn á svæðum þar sem það hefur ekki verið talið vera fyrir hendi. I því sambandi má t.d. nefna V-Skaftafellssýslu. Þetta er gert með könnun á eðlisviðnámi jarðar á rannsóknarsvæðunum, en lágt viðnám er vísbending um aö jarðhiti sé fólginn í jörðu þótt lítið sem ekkert kunni að sjást á yfir- borði. Orkustofnun fékk til þessara hluta 10 millj. kr. á fjárlögum 1987, en alls mun framlagið til verkefnisins nema um 16 millj. kr., þar sem sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar munu leggja fram fé í framkvæmdina. Upphafleg tillaga Orkustofnunar var mun víðtækari, en unnt verður að ráðast í, vegna minni fjárveitingar til verkefnisins en vonast var eftir. Þau svæði sem urðu fyrir valinu eru: Á Suðurlandi, Árnes, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslur, tvö svæði á Vestfjörðum; Tálknafjörður og Inn- Djúp og í Skagafirði. Markmið verkefnisins er að vinna og taka saman á einn stað öll helstu gögn um jarðhita og ferskvatn á ofangreindum landssvæðum þannig að þeim sem áhuga hafa á að Ieggja út í fiskeldi verði auðvelt að átta sig á hvar náttúruleg skilyrði til slíkrar atvinnustarfsemi eru best. Þetta verk mun jafnframt auðvelda framhalds- rannsóknir vegna ferskvatns- og heitavatnsöflunar á einstökum jörð- um á viðkomandi landssvæðum. Rannsóknir í Flóanum miða að því að kanna möguleika á að ná sjó úr borholum á ströndinni til að þar niegi stunda matfiskaeldi. Vitað er að sumstaðar er skortur á köldu vatni þar sem mikið magn af heitu vatni er fyrir hendi. í þeim tilvikum er mikilvægt að það takist að finna kalt, heppilegt vatn, því það er allt of kostnaðarsamt að leggja um langan veg leiðslur fyrir kalt vatn að varmasvæðunum. Niðurstöður í þessu nauðsynlega verkefni verða aðallega birtar í fornti kort og taflna. Gert verður kort yfir allar þekktar kaldar lindir sem eitthvað kveður að og rennsli þcirra og hitastig kannað. Á sama hátt verður gert með jarðhitann. Áætlað er að niðurstöður verksins liggi fyrir um áramótin 1987/88. Menn segja sjálfsagt að þegar sé búið að reisa fjölda fiskeldisstöðva á svæði þar sem bestu skilyrðin séu og þess vegna nokkuð seint í rassinn gripið að hefja slíkar rannsóknir, sem hér er verið að greina frá. Þetta kann að hluta til að vera rétt. En hitt er ljóst, að nauðsynlegt er fyrir okkur að fá heillegt yfirlit um þessi efni á landinu. Það er ekki einungis metnaðarmál, það er skylda okkar að slík grunnþekking sé fyrir hendi. Þá er vissulega gagnlegt að fá vitn- eskju um hversu forðinn cr mikill á þeim svæðum sem margar stöðvar liafa risið, eins og t.d. í Ölfusi og á Reykjanesi, til þess að koma í veg fyrir að mikill vandi steðji að síðar, þegar og ef menn fara að dæla liver undan öðrum. Að síðustu en ekki hvað síst er til þess að líta, að rnenn telja að vænleg framtíð sé í fiskeldi og fiskrækt hér á landi. Má því ætla að áframhaldandi uppbygging verði í fiskeldi, þó að einhver uppstytta sé í hinni gríðaröru þróun á þessu sviði um sinn. eh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.