Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT COLOMBO - Að minnsta kosti 30 manns létust í tveimur aðskildum átökum í þjóð- flokkastríðinu á Sri Lanka. MANILA - Liðsforingi í fil- ippseyska hernum var hand- tekinn í tengslum við sprengju- tilræðið við herskóla landsins. Corazon Aquino forseti hefur sagt að þeir sem sprengjunni komu fyrir hafi ætlað að ráða hana af dögum. JÓHANNESARBORG- Svartur verslunareiaandi var barinn til dauða með skóflu í nýjustu átökunum i hveríum blökkumanna I nágrenni hafn- arborgarinnar Durban. BELGRAD - Dagblöð í Júgóslavíu birtu viðvörun á forsíðum sínum frá forsætis- ráðherra landsins og hæst settu herforingjunum. Þar var sagt að herinn yrði kallaður út færi svo að hinn útbreiddi órói og andstaða í landinu ógnaði yfirráðum kommúnistaflokks- ins. PEKÍNG - Vladimir Petrov- sky aðstoðarutanríkisráðherra sakaði Bandaríkjastjórn um að standa í vegi fyrir að hægt væri að ná samkomulagi um kjarn- orkuvopn og geimvopn. N'DJAMENA - Stjómvöld í Chad sögðu heri sína hafa náð völdum yfir helstu herstöð Líbýumanna í norðurhluta Chad. Þetta var mikilvægasti sigur stjórnarhersins í sókn, sem staðið hefur síðustu fjóra mánuðina, gegn skæruliðum í norðri sem studdir eru af Lfb- ýumönnum. NÝJA DELHI - Meira en 54 milljónir Indverja kusu í kosningum til héraðsþinga í þremur lykilhéruðum landsins. Kosningar þessar voru álitnar vera helsti prófsteinninn á vin- sældir Rajiv Gandhis forsætis- ráðherra sem stjórnað hefur landinu síðustu 27 mánuðina. TAUPO, Nýja Sjáland - Jose Concepion viðskipta- málaráðherra Filippseyja gagnrýndi Evrópubandalagið harðlega og krafðist þess að ríki þriðja heimsins fengju að halda sínum hlut á heims- mörkuðum. SÍDON, Líbanon - isra- elsmenn gerðu sína aðra loft- árás á fjórum dögum á stöðvar Palestínumanna í Suður-LÍ- banon. Þriöjudagur 24. mars 1987. Byltingarsamtök réttlætisins, sem íranstjórn er talin styðja, hafa ekki lýst beint yfir ábyrgð sér á hendur vegna hvarfs Waites þann 20. janúar síðastliðinn. Þau hafa hinsvegar sakað Waite um að hafa verið með sendi fal- inn inni á sér til að koma upp um íverustaði skæruliða er halda erlend- um mönnum í gíslingu í Beirút. Nú er um 25 útlendendinga saknað í Líbanon og er talið að þeim hafi öll- um verið rænt og sé haldið í gíslingu af hinum ýmsu öfgahópum múslima úr hópi sjíta. Fréttir bárust um það í gær að Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur- Þýskalands og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefði í hyggju að segja af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í kjölfar gagnrýni sem fram kom á störf hans. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar munu vestur-þýskir jafnaðarmenn halda sérstaka ráðstefnu þann 16. júní til að velja eftirmann Brandts. Hann hefur verið formaður flokks síns síðan árið 1964 og hafði áður gefið í skyn að hann hygðist hætta á næsta ári. Sierra Leone: Byltingartilraun rann út í sandinn Freetown-Reuter Hersveitir hliðhollar Jósef Mom- oh forseta Sierra Leone komu í veg fyrir stjórnarbyltingu í landinu snemma í gær. Þetta var haft eftir heimildarmönnum innan rfkisstjórn- ar Vestur-Afríkuríkisins. Svo virðist sem háttsettir menn innan lögreglunnar hafi staðið að uppreisnartilrauninni og vitað var um götubardaga í vesturhluta höfuð- borgarinnar Freetown. Engin til- kynning var þó gefin út af hinni opinberu fréttastofu landsins. Ástandið í Sierra Leone hefur verið heldur bágt að undanförnu, matvæli skömmtuð og verðlag hátt. Fyrr á þessu ári brutust út miklar óeirðir stúdenta og í síðustu viku varð eldsneytisskortur til þess að ferðir hópferðabíla nánast lögðust niður. í gærdag virtist sent allur uppreisn- arhugur væri horfinn úr mönnum og voru lögregla og her á verði í höfuðborginni Frjálsabæ þar sem um 300 þúsund manns búa. Momoh forseti kall- | aði alla herforingja og | lögregluforingja á fund ! sinn í gær til að reyna j að lægja öldurnar. i Momoh var sjálfur for- j ingi í hernum áður en I hann tók við forseta- embættinu í þessari fyrrum nýlendu Breta í j nóvember árið 1985. Honum hefur þó ekki tekist það sem margir , vonuðu að hann gerði, j nefnilega að rétta við efnahag landsins og ráðast gegn útbreiddri spillingu í embættis- mannakerfinu. Einn flokkur hefur I ráðið ríkjum í Sierra ’ Leone síðan árið 1973 ■ oghefurspillingdafnað í skjóli þessa stjórnar- fars. Viöræöur Thatcher og Mitterrand: Kiarnorkuvarúð Bcnouvillc, Frakkland - Reuter Leiðtogar Frakklands og Bret- lands samþykktu í gær að standa gegn öllum tilraunum til að koma kjarnorkuvopnum landa þeirra inn í samninga Sovétmanna og Banda- ríkjamanna um afvopnunarmál. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands hitti Francois Mitt- errand forseta Frakklands í Norm- andíkastala í gær og áttu þau tveggja klukkustunda langan fund. Eftir hann hélt Thatcher til Vestur-Þýska- lands til að hitta Helmut Kohl kansl- ara landsins að máli. Forsætisráðherrann breski sagði við fréttamenn að hún hefði nær eingöngu rætt afvopnunarmál við Mitterrand og þá helst tillögur So- vétmanna um að fjarlæga allar með- aldrægar kjarnorkuflaugar stórveld- anna frá Evrópu. Thatcher sagði kjarnorkuflaugar Bretlands og Frakklands vera mikil- vægar fyrir varnir ríkjanna tveggja og ekki vera inni í umræðum stór- veldanna. Mitterrand sagðist ekki hafa farið fram á að Thatcher bæri sérstök skilaboð frá frönsku stjórninni þegar hún heldur til Moskvu í næstu viku til viðræðna við Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Hann bætti þó við að Thatcher mætti vel flytja skilaboð til Gorbatsjovs um sérstöðu franskra og breskra kjarnorkuflauga. Breskir embættismenn sögðu leiðtogana báða hafa fallist á að lýsa stuðningi við hugmyndir um að fjar- læga meðaldrægar kjarnorkuflaugar stórveldanna frá Evrópu, en bent jafnframt á nauðsyn þess að slíkum hugmyndum verði fylgt eftir með samningaviðræðum um brottflutn- ing skammdrægra eldflauga. „Hvorugt vill verða þekkt í sög- unni fyrir að hafa gert Evrópu kjarn- orkuvopnalausa", sagði einn emb- ættismannanna um leiðtogana, þau Thatcher og Mitterrand. Bandaríkin: Syndin er lævís og lipur Charlotte, N.C.-Reutcr Stjórnandi hóps scm sjónvarp- ar trúarerindum í bandarísku sjónvarpi hefur sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hafa borgað 115 þúsund dollara í mútur til að halda leyndu ástarsambandi við 21 árs gamlan ritara sinni. Jim Bakker, forseti PTL hóps- ins sem sjónvarpsprcsturinn frægi Jerry Falwell er andlegur leiðtogi yfir, viðurkenndi opinberlega að hafa átt kynmök við kirkjuritar- ann Jessicu Hahn fyrir sjö árum síðan. Þetta framhjáhald hefur reynst Bakker dýrt því hann hef- ur borgað ónefndri persónu rnik- ið fé fyrir að þegja yfir þessu sambandi. Bakker var einn af þeim fyrstu sem Falwell skipaði í ráö það er hefur með sjónvarpsútsendin- garnar að gera en Falwell er einmitt stofnandi Morai Majörity samtakanna sem berjast fyrir að kristileg trú sé haldin í hvívetna. Útvarpið í Teheran: WAITE HALDIÐ AF SAMTÖKUM ER KENNA SIG VID RÉTTLÆTI 0G UMBYLTINGU Kohl kanslari Vestur-Þýskalands og Mitterrand Frakklandsforseti fá báðir að leggja orð í belg áður en Thatcher forsætisráðherra Bretlands heldur til Moskvu. Hcirút-Rcutcr Útvarpiö í Teíieran, höfuöborg frans, sagði í gær að Terry Waitc, sér- stökum sendimanni Ensku biskupa- kirkjunnar, hefði verið rænt af skæru- liðasamtökum sem kalla sig Byltingar- samtök réttlætisins. Þessi líbönsku samtök tóku Waite sem gísl og sök- uðu hann um njósnastarfsemi. Útvarpsstöðin sagðist hafa frétt sína eftir starfsmönnum sínum í Beir- útborg. Sierra Leone: Tilraun til byltingar varð að engu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.