Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 3
Félag íslenskra fræöa: Samið um miðnætti - þegar boðað verkfall átti að hefjast Samningar tókust með Félagi íslenskra fræða og ríkisins um miðnætti aðfararnótt mánudags, eða um það leyti sem boðað verkfall átti að skella á. Samningurinn er til tveggja ára og áfangahækkanir út samnigs- tímann eru á bilinu 17 til 18%. Samningurinn nær til 32 manna sem vinna einkum á Þjóðskjaia- safni, Landsbókasafni og Þjóð- minjasafni. Samningurinn felur í sér 38.835,- króna lágmarkslaun en í þeim flokki er raunverulega ekki neinn vegna starfsaldurs þeirra sent eru í þessum störfum. Grunnröðun þess sem lægstur er samkvæmt samningum þessunt er um 45.000,- krónur. Samning- urinn felur í sér endurskoðun á starl'sheitum og endurröðun þannig að fclagar fá mjög mis- munandi hækkun samkvæmt sanmingi þessum. Félagsfundur var haldinn hjá Félagi ísl. fræða eftir hádegi í gær þar sem samningurinn var sant- þykktur mcð 16 atkvæðum gegn 9 en tveir seðlar voru auðir. Gísli Ragnarsson í samninga- nefnd félagsins sagði aö hann væri ekki ánægður með þennan samning, en samningancfndin hefði ákveðið að skrifa undir og leggja tilboð ríkisins scm kom á sunnudagskvöldið fyrir félags- fund. Þar hefði niðurstaðan orðið sú að þorri félagsmanna sætti sig við tilboðið. ABS Þriðjudagur 24. mars 1987. Tíminn 3 Deila HÍK og ríkisins: Kennarar og ríki slíta viðræðum - „tilboð ríkisins sama naglasúpan aftur og aftur“, segja kennarar Samninganefndir ríkisins og kennara slitu viðræðum klukkan rúmlega tvö í gær, en þá sauð upp úr viðræðum þeirra. Enginn fundur hefur verið boðaður enda telja kenn- arar að tilgangslaust sé, að halda áfram viðræðum nema til komi stefnubreyting hjá samninganefnd ríkisins þess efnis að „ganga til samninga", en kennarar telja sig eina hafa reynt að nálgast samkomu- lag. Kristján Thorlacius formaður FIÍK sagði að tilboð ríkisins væri naglasúpa sem ekki tæki neinum breytingum þótt hún væri borin fram hvað eftir annað. Það sem strandaði á væri launaliðurinn, því ríkið byði kennurunt að hækka lægstu launin með því að lækka þá kennara í launum sem hefðu lengstan starfs- aldur. „Við sáum ljós um síðustu helgi sem reyndist vera mýrarljós", sagði Fleimir Pálsson varaformaður FllK um þann umræðugrundvöll sem skapaðist um síðustu helgi. Ríkið vildi þá tala við kennara um nýtt samningakerfi en kennarar telja að ekki sé viturlegt að búa til slíkt kerfi nú þegar verkfall er skollið á vegna þess tíma sem slíkt gæti tekið. Ríkið hefur boðið kennurum grunnlaun að upphæð kr. 38.835,- en kennarar segja að þeir hafi dregist aftur úr í laununt lengi og þeir vilji því ekki fá neinar áfangahækkanir sem dragi á verðbólguna, heldur séu þeir að fara fram á leiðréttingu launa sinna. Pcir segjast jafnframt ekki ætla sér að kvika í neinu frá kröfum sínum um þær leiðréttingar því slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar þegar til fram- tíðar er litið. Nú sé t.d. svo komið að fella verði niður skylduáfanga í tölvufræðum í heilum menntaskóla vegna þess að enginn fæst til að kenna þau fræði á þeim launum sem í boði eru. Fulltrúaráð HÍK segist vera reiðu- búið hvernær sem er að taka upp þráðinn á þeim grundvelli sem það hefur lagt fram, en lýsa jafnframt allri ábyrgð verkfallsins á hendur fjármálaráðherra. ABS Kjaradeila sjúkraþjálfa og ríkisins: Enginn fundur verið boðaður Enginn fundur hefur verið boðað- ur enn sem komið er í deilu sjúkra- þjálfa og ríkisins frá því að verkfall þeirra hófst á miðnætti aðfararnótt 19. mars. „Það er allt í biðstöðu, ríkið virðist ætla að vinna með stóru félögunum fyrst", sagði Guðrún Sig- urjónsdóttir, en hún á sæti f sanin- inganefnd fyrir hönd sjúkraþjálfa. Guðrún sagði að sjúkraþjálfar hefðu gert kröfu til 50 þúsund króna lág- ntarkslauna en síðan hefðu þeir slegið af. Einnig væri lögð mikil áhersla á að yfirmannastöður yrðu betur borgaðar, t.d. staða yfirsjúkra- þjálfa á Landsspítalanum. Hingað til hcfói gengið mjög illa að manna þá stöðu vegna lágra launa. Grunn- Iaun sjúkraþjálfa hjá ríkinu eru nú tæplega 35 þúsund krónur en sjúkra- þálfar hjá Landakoti og öðrum stöð- um eru með um 20 til 40% hærri laun. Sjúkraþjálfar sent vinna sjálf- stætt eru með þaðan af hærri laun að sögn Guðrúnar. Sjúkraþjálfar sem starfa hjárfkinu eru 22 og vinna á Landspítalanum, og endurhæfingardeidum í Hátúni og á Vífilsstöðum. Frá því að verk- fall hófst hefur einn sjúkraþjálfi verið á bakvakt fyrir nýburadeild og barnadeild á Landspítalanum, annar fyrir aðrar deildir á Landsspítalan- um. Síðan er einn á bakvakt fyrir Vífilsstaðaspítala og er neyðartilfell- um eingöngu sinnt. ABS Akureyri: Árekstrar ✓ af and- varaleysi Flug til Akureyrar raskaðist verulega unt helgina vegna veðurs. Færð spilltist, skyggni var slæmt og hált varð á vegum vegna norðanáhlaupsins. Að minnsta kosti 18 árekstrar urðu á Akureyri um hclgina. Flestir voru minniháttar samstuð, en ökumenn virðast hafa verið farnir að venjast sumarfærðinni í bænum. Um helgina greip lögreglan þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Á Akureyri voru tveir ökumenn teknirogeinn á Dalvík. Á föstudagskvöld var fátt manna á ferli í bænum vegna veöursins, en lögreglan hafði hinsvegar oft afskipti afólátum í heimahúsum. þj Aðalfundur MORFÍS var haldinn á Akureyri um helgina og var fjölmennur. Talsverðar lagabreytingar áttu sér' s(ag ( líinainynd: Þór) Aðalfundur MORFÍS: 2:1 reglan felld niður Fjölmennur aðalfundur Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskóla á íslandi var haldinn í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri um helgina. Bar þar helst til tíðinda að hin umdeilda 2:1 regla var felld niður að gefnu tilefni. Heildarstigatala dómara mun framvegis ráða úrslitum, en ekki atkvæði þeirra. Eins var stofnaður einskonar Hæstiréttur keppninnar. Til hans verður öllum túlkunaratriðum og kærumálum skotið, enda dóms- vald tekið úr höndunt fram- kvæmdastjórnar, svo hún geti einbeitt sér að framkvæmdar- atriðum í framtíðinni. Kosin var ný framkvæntda- stjórn MORFÍS og tóku ný lög þcgar gildi. þj Guðmundur Björnsson 85 ára Guðmundur Björnsson á Akra- nesi er 85 ára í dag. Að loknu kennaraprófi flutti Guðmundur til Akraness og stundaði þar kennslu um langa ævi. Guðmundur hefur alla tíð verið starfsamur og félags- lyndur. Ungur að árum skipaði hann sér í raðir Framsóknarmanna og hefur unnið flokknum giftudrjúgt starf. Guðmundur Björnsson var um langt skeið umboðsmaður Tímans á Akranesi og jafnframt fréttaritari blaðsins og hefur ávallt borið hag blaðsins fyrir brjósi. Um leið og Tíminn sendir Guð- mundi hamingjuóskir með afmælið er honum þakkað langt og óeigin- gjarnt starf í þágu blaðsins. Guömundur Björnsson. I STUTTll MALI STEINGRÍMUR Hermanns- son forsætisráðherra kom í morgunkaffi í gærmorgun til ný- ráðinna ritstjóra Tímans. Óskaði hann þeim Indriða G. Þorsteins- syni og Ingvari Gíslasyni alls hins besta í nýju starfi. Myndin sýnir hina nýju ritstjóra tvo ásamt forsætisráðherra. Lengst til hægri er Níels Árni Lund ritstjóri sem gegna mun starfi sínu áfram með þeim Indriða og Ingvari. Á LOÐNUVERTÍÐ er nu buið að veiða 1 milljón og 33 þúsund tonn af loðnu og enn er til kvóti, því að sum skip hafa farið eða eiga eftir að fara í tvo túra. 2 bátar tilkynntu afla á laugardag- inn með samtals um 1.170 tonn og á sunnudeginum tilkynntu 7 bátar um afla, samtals um 4.140 tonn. í gærmorgun höfðu svo 3 skip með tæp 2.500 tonn tilkynnt um afla. Enn er ekkert hægt að segja um hve mörg skip eru raunverulega eftir við veiðar, þar sem sala á kvóta og skipti hafa verið mikil. Þó er vitað að 3 skip seldu sinn kvóta algerlega og fóru aldrei á veiðar. VINNUSLYS varð um borð í Mánafossi á föstudag meðan skipið lá við bryggju á Akureyri. Gámur slengdist til og lenti á manni. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki talið að hann hafi slasast alvarlega. FÉLAG framhaldsskóla mælist til þess að allir framhaldsskóla- nemendur þeyti bílhorn sín klukkan 15.00 í dag, hvar sem þeir eru staddir, í samfellt 2 mínútur, til að minna stjórnvöld á hversu brýnt það er að deilan leysist sem fyrst, því að ófremd- arástand er nú í öllum framhalds- skólum nema VÍ vegna kennara- verkfallsins og lítil bjartsýni á lausn á næstunni. SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar var kvatt að Sævangi 35 á sunn- udag þar sem eldur læstist í bárujárnsklætt timburhús. Allt til- tækt lið var sent á vettvang, enda mikill eldsvoði. Réykkafarar fóru inn í húsið og gengu úr skugga um, að það væri mannlaust. Slökkvistarfið gekk greiðlega og tók klukku- stund að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru enn óljós, en rannsóknarlögreglan hefur málið til athugunar. Miklar skemmdir urðu á húsinu. FYRIR FUND utanrlkisráð- herra Norðurlanda sem haldinn verður hér í Reykjavík dagana 25. til 26. þ.m. munu Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Uffe-Ellemann Jensen utanrikis- ráðherra Danmerkur eiga með sér fund í utanríkisráðuneytinu þar sem einkum verður rætt um samskipti Islands og Evrópu- bandalagsins, en danski utanrik- isráðherrann tekur við for- mennsku í ráðherraráði banda- lagsins hinn 1. júlí n.k. Af hálfu MatthíasarÁ. Mathiesen utanríkisráðherra mun verða lögð sérstök áhersla á að kynna sjónarmið íslendinga varðandi hugsanlegan skatt Evrópu- bandalagsins á lýsi og jurtaolíu en tillaga þar að lútandi er til meðferðar hjá bandalaginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.