Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 24. mars 1987. Hllllllllllllllllli ÁRNAÐ HEILLA '■: !: 85 ára GUDMUNDUR BJÓRNSSON Akranesi i. Heiðursmaðurinn Guðmundur Björnsson er 85 ára í dag. Vinir hans og félagar samfagna honum á þess- um degi. Þeim mun ríkari ástæða er til þess, þar sem hann hefur með óbilandi þreki, atgervi og trú á gildi góðs mannlífs staðið af sér á síðustu árum alvarleg áföll sem heilsa hans hefur orðið fyrir. Og hann situr nú keikur í öndvegi fjölskyldu og frænda sem heilsa honum í tilefni dagsins. Ég veit ég mæli fyrir munn flestra að það er bæði gaman og gott að hafa átt Guðmund að samferða- manni. Það er ekki síður ánægjulegt fyrir okkur sem Guðmundur telur eflaust í hópi yngri manna. Hann er óvenju glaðlyndur maður, sívinn- andi og vakinn yfir velferð lands og lýðs. Guðmundur er mannvinur góður, félagslyndur með ágætum og hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Hann er líka einn þeirra íslendinga sem vegna glæsileika og höfðings- lundar vekja aðdáun hvar sem þá ber að garði. II. Aldamótamennirnir létu ekki að sér hæða. Bjartsýni, trúmennska, áræði, festa og fjör hefur einkennt lífsstarf þessa fólks. Guðmundur var strax frá uppvaxtarárum í liðssveit og síðar í fylkingarbrjósti þessara baráttumanna sem helguðu krafta sína og líf þeirri hugsjón að bæta lífskjör fólksins í landinu og fegra þjóðlífið. Að fylgja samvinnustefn- unni var því sjálfsagður hlutur og hann skipaði sér í raðir framsókn- armanna sem völdu hann til mikil- vægra trúnaðarstarfa. Og enn stend- ur hann dyggan vörð um flokkinn og Tímann. En Guðmundur er líka einn þeirra vökulu mann sem hugsa um velferð og örlög fólks um víða veröld. Ógnir tveggja heimsstyrjalda fengu mikið á hann og við höfum oft rætt um vá hins vitfirrta vígbúnaðarkapphlaups samtímans. Það er heldur ekki í anda hans að horfa uppá erlent heimsveldi hreiðra æ betur um sig hér á landi og sjá menn gera hermang að hugsjón. Þótt við Guðmundur stöndum nú í sitt hvorum stjórnmálaflokki fara pólitísk viðhorf okkar saman að flestu leyti og okkur rennur til rifja sú ógæfa félagshyggjufólksins að geta ekki staðið þétt saman í fylk- ingu gegn íhaldsöflunum. III. Guðmundur Björnsson er Hún- vetningur, fæddur í Núpsdalstungu í Miðfirði þann 24. mars 1902 Foreldrar hans voru Björn Jónsson bóndi þar og Ásgerður Bjarnadóttir. Guðmundur ólst upp í Núpsdals- tungu í stórum systkinahópi. Þar var mikið menningarheimili og búið rausnarbúi á þeirra tíma mælikvarða, Guðmundi er heimabyggðin ákaf- lega hugstæð. Honum var það til að mynda mikið kappsmál að Núpsdals- tunga héldist í byggð þegar ljóst var að ættmennin myndu ekki lengur hafa þar búfestu. Það lætur áreiðan- lega engan ósnortinn að koma þang- að heim eða ganga upp öll Austur- árgljúfrin inn að Kampsfossi eins og ég gerði eitt sinn í fylgd með syni Guðmundar. Guðmundur var þá að heilsa upp á kunningja og vini vítt og breitt um Miðfjörðinn, þar sem hann er aufúsugestur á hverjum bæ. Hugur Guðmundar hneigðist fljótt til mennta. Hann stundaði nám í alþýðuskólanum á Hvamms- tanga 1918-1919 og gagnfræðapróf tók hann frá Flensborgarskóla árið 1921. Að því búnu varð hann um skeið farkennari í heimabyggð sinni, sinnti um leið búinu að hluta og varð frumkvöðull að menningar- og fram- faramálum sveitarinnar. En þótt Guðmundur væri elskur að átt- högunum hvarf hann á braut til frekara náms og nú í Kennaraskól- ann og lauk kennaraprófi árið 1934. Úr því lá leið hans á nýjar slóðir. IV. Strax sama ár og Guðmundur lauk kennaraprófi fluttist hann til Akraness og gerðist þar kennari. Akranes varð heimili hans og starfsvettvangur æ síðan. En einmitt um þetta leyti, eða árið 1934 varð Guðmundur þeirrar gæfu aðnjótandi að ganga að eiga óvenjulega mann- kostakonu, Pálínu Þorsteinsdóttur frá Stöðvarfirði. Hefur sambúð þeirra fært þeim báðum mikla ham- ingju, enda átt því láni að fagna að eignast fimm óvenjulega vel gerð börn: Gerði Birnu, Ormar Þór, Björn Þ., Ásgeir og Atla Frey. Þau hjónin bjuggu sér fagurt heimili, þótt efnin væru ekki mikil í fyrstu og reistu að ég hygg á árunum í kring um 1950 af miklum myndarskap húsið að Jaðarsbraut 9. Það hygg ég hafa verið fyrir daga Sementsverk- smiðjunnar eitt fegursta byggingar- svæði í bæ á Islandi. Ber húsið að Jaðarsbraut vott um mikla snyrti- mennsku og smekkvísi. Guðmundi þótti án efa mjög vænt um kennslustarfið og stundaði það af kostgæfni allt til ársins 1972. Hann lét ekki við það sitja að sinna fullri kennslu í barnaskólanum, heldur sá hann um árabil um íslenskukennslu í Iðnskólanum sem fram fór á kvöldin. Ómældar frí- stundir sínar helgaði hann svo félags- málastarfi, bæði virkri þátttöku í bæjarmálastarfi og málefnum kaup- félagsins. Hann var um árabil um- boðsmaður Tímans og um langt skeið umboðsmaður Almennra trygginga á Akranesi sem var anna- samt starf. V. Það eru ófáir æskumenn sem hafa fengið að njóta hinna miklu kennslu- hæfileika Guðmundar. Fjölmargir nemendur hans hafa lýst gildi og gagnsemi þeirrar uppfræðslu sem þeir nutu hjá Guðmundi. Þeir báru mikla virðingu fyrir honum og tóku hann sér til fyrirmyndar. Mættu menn gjarna gefa því meiri gaum nú á síðustu tímum hvers virði mikilhæf kennarastétt er fyrir framtíð þess- arar þjóðar og meta stéttina að verðleikum. Til vitnis um þá virðingu sem Guðmundur naut meðal starfs- bræðra sinna er að hann var kjörinn heiðursfélagi Kennarafélags Vestur- lands þegar hann lét af störfum. Guðmundi hefur hlotnast margvís- legur annar heiður og ber þar hæst að forseti íslands, Vigdfs Finnboga- dóttir, sæmdi Guðmund riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr- ir störf að fræðslu- og félagsmálum. VI. Við Hrafnhildur færum Guð- mundi sérstakar hamingjuóskir á afmælisdaginn. Um leið flytjum við honum, frú Pálínu og fjölskyldunni allri bestu þakkir fyrir tryggð og vináttu í tvo áratugi. Við höfum verið hálfgerðir heimagangar á Jað- arsbrautinni þennan tíma og ætíð verið tekið af sömu rausn og hlýju, nú síðast í vetur þegar við áttum þess kost að vera ásamt fjölskyld- unni viðstödd þegar afhjúpuð voru listaverk af þeim hjónum máluð af Benedikt Gunnarssyni. Það sem ég tók sérstaklega eftir þá sem endra- nær var hve barngóður Guðmundur er. Blíða hans og umhyggja fyrir barnabörnum og barnabarnabörn- um er einstök og til eftirbreytni eins og svo margt annað í fari Guðmund- ar. Mín börn hafa notið þess engu síður en um afkomendur hans væri að ræða. Það sýnir betur en flest annað mannkosti þess öðlings og stórhuga sem við hyllum í dag. Baldur Óskarsson ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun J • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN é^clcL Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45Q.Q0 Effco n gerir ekki við biláða bíla En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Já, það er fátt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. ^effco-pumon það er meira að segja svoiítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. því árangurinn lætur ekki á sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega á flótta. þú getur tekið hana með í ferðalagið eða sumárbústaðinn. það er aldrei að vita hverju maóur getur átt von á. Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða sumarbústað, má því ekki mikið út af bera til þess að allt fari á flot, ef Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og ,varahlutaverslunum. 1« | Fleilds^la Höggdeyfír — EFFCO fmi 73233' t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Jakobs Gíslasonar fv. orkumálastjóra Sérstaklega þökkum við starfsfólki Borgarspítalans fyrir alúðlega umönnun í veikindum hans Sigríður Ásmundsdóttir Gísli Jakobsson Johanne Jakobsson Jakob Jakobsson Moria Jakobsson Ásmundur Jakobsson Aðalbjörg Jakobsdóttir Hallgrímur B. Geirsson Steinunn Jakobsdóttir + Maðurinn minn og faðir okkar Magnús Ágústsson fyrrverandi héraðslæknir er Iátinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Magnea Jóhannesdóttir og börn. + Eiginmaður minn Hjalti Pálsson Gyðufelli 4 Reykjavik áður bóndi Stóru-Brekku Fljótum varð bráðkvaddur föstudaginn 20. mars s.l. Fyrir hönd aðstandenda. Þorbjörg Pálsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.