Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 8
Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Kosið verður um áf ram- haldandi framfarasókn Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn á Selfossi um síðustu helgi. Þar var saman komin framvarða sveit flokksins úr öllum kjördæmum og ríkti einhugur um að vinna af hörku að því að hlutur Framsóknarflokksins verði sem mestur í alþingiskosningunum. Á það var lögð áhersla að Framsóknarflokkurinn muni heyja kosningabaráttu sína með tilliti til tvenns: Farsæls árangurs af starfi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og nýrra baráttumála fyrir næsta kjörtímabil. Framsóknarflokk- urinn vill verja það, sem áunnist hefur og halda uppi alhliða framfarasókn á grundvelli þess efnahagsbata sem náðst hefur. Þá kom fram á fundinum fullt traust á störfum ráðherra Framsóknarflokksins og að þeir ættu mestan þátt í því hversu vel hefur tekist til í mikilvægustu þjóðmálunum á stjórnartím- abilinu. Hjá þeim hefur málefnabarátta setið í fyrirrúmi. Tíminn tekur undir það, að alþingiskosningarnar hljóta að snúast um árangurinn af starfi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Undir hans forystu hefur Framsóknar- flokkurinn verið leiðandi afl í ríkisstjórninni. Stjórnar- tímabilið hefur verið eitthvert hið mesta blómaskeið í sögu landsins. Án efa er það markverðast og mest einkennandi fyrir stjórnartímabilið að tekist hefur að vinna bug á óðaverðbólg- unni og tryggja með því varanlega hagsmuni launafólks og atvinnulífsins. Launafólkið í landinu og forystumenn þess hafa tekið af myndarskap undir það sjónarmið að grundvall- aratriði þess að tryggja kaupmátt launa og vernda lífskjörin sé að verðlagsþróun sé í samræmi við það sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Sú góða samvinna, sem tekist hefur um skynsamleg markmið í efnahagsstjórn milli ríkisstjórnar- innar og launþegasamtakanna er sögulegur atburður. ísland er ekki Iengur þekkt í heiminum fyrir háskalega verðbólgu þróun, heldur er litið til íslands sem fyrirmyndar um það hvernig hægt er að ná þjóðarsamstöðu um verð bólguhjöðnun án neins konar þrengingaraðgerða að atvinnulífinu, sem hefði í för með sér samdrátt og atvinnuleysi. Fyrir áhrif framsóknarstefnunnar og undir einbeittri forystu forsætisráð- herra hefur verið haldið uppi öflugri atvinnustarfsemi og nægri atvinnu í landinu. Það hefur heppnast að koma þeirri stefnu fram jafnframt því sem verðbólgan hefur komist á viðráðanlegt stig. Árangurinn af atvinnumálastefnunni og verðbólgu hjöðnuninni kemur fram í því að kaupmáttur ráðstöf unartekna launþega hefur aldrei verið meiri. Lífskjörin hér á landi eru góð og hafa stórbatnað. Framsóknarmenn hafa tryggt það í stjórnarsamstarfinu að félagshyggja hefur ráðið gerðum ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn munu ekki ljá máls á öðru, hvað varðar þátttöku í ríkisstjórn, en að félagsleg viðhorf séu virt og að stefnt sé að jöfnuði í afkomu og lífskjörum almennings í landinu. Kjarni framsóknar- stefnunnar Kjarni framsóknarstefnunnar er félagslegt réttlæti og jöfnun lífskjara. Framsóknarflokkurinn berst gegn auðhyggju og mun beita sér þannig í öllu stjórnmálastarfi, löggjafarmál- um og ríkisstjórnaraðild, að svokallaðri „frjálshyggu" peningavaldsins og forréttindahópanna sé haldið í skefjum. Pótt stjórnarsamstarfið hafi reynst farsælt síðustu 4 ár, þá hefur þurft að beita lagni og festu til þess að svo mætti verða. Vissulega eru „frjálshyggjuöflin“ áberandi í Sjálfstæðis- flokknum. Það kostar því einbeitni af hálfu samstarfsflokks í ríkisstjórn með íhaldinu að halda aftur af þessum öflum. Það hefur Framsóknarflokknum tekist. Pess vegna er góður árangur af stjórnarsamstarfinu. 8 Tíminn Þriðjudagur 24. mars 1987. GARRI MURMI lll!llllllllllllllllll!ll!ll „Óvinur þjóðarinnar“ Annaö höfuömálgagn Sjálf- stæöisflokksins og aöalblað frjáls- hyggjuailanna í flokknum, DV, gerir landbúnaöarmál aö umtals- efni í leiðara á laugardag. Það er Jónas Kristjánsson ritstjóri sem þar heldur um pennunn. f leiöara sínum heldur ritstjórinn því fram að nú sé orðið of seint að bjarga íslenskum landbúnaði. Aft- ur á móti hefði það vcrið hægt fyrir einum fimmtán árum, ef ráðum rítstjórans hefði þá verið fylgt. Orðrétt segir hann m.a. um þetta: „ Vandinn hcfur hins vegar auk- ist á fimmtán úrum. Bilið milli markaðshxfni og framleiðslu hefur hreikkað svo að sambandslaust er orðið á milli. Vandinn hcfur aukist svo að almenningur yrði stórauð- ugur á einu bretti ef hann fengi aðgang að erlendri búvöru. “ Og leiöaranum lýkur á þessum orðum: „Vandinn er orðinn svo hrika- legur að ekki er fyrirsjáanlegt að byrði ríkisins af þessum niðursetn- ingi sínum (þ.e. íslenskum Itændum, innskot Garra) geti nokkuð lækkað. Hver króna, sem fer frá útflutningsuppbótum yfir í framlciðnisjóð, er notuð til að haldu í horfinu - huldu óbreyttrí framleiðslu. Liðið er fimmtán ára tímabilið, þegar þjóðin hefði getað lagað niðursetninginn tiltölulega sár- saukalítið uð hinum kalda veru- leika. Nú er það uðeins hægt með harkalegum aðgerðum - með því uð skera á hnútinn og friða heil héruð fyrir bændum og fylgidýrum þeirra. Undunhuld forustuliðs lundbún- aðurstefnunnnr er oflítið og kemur of seint. Ekki verður komist hjá uppgjöri þjóðarinnar við óvin sinn númer eitt, tvö og þrjú. “ Þá liggur landbúnaðarstefna frjólshyggjuaflanna í Sjálfstæöis- flokknum á borðinu. Þá vita „niðursctningar ríkisins" og „óvin- ir þjóðarínnar númer eitt, tvö og Albert: Maðurinn sem týndi hundraðþúsundköllunum. þrjú“ hvað til þeirra fríðar heyrir. En Garri segir nú bara rétt eins og maðurinn í auglýsingunni í sjón- varpinu um áríð: Það er bara svona. 0g svo er það Albert Garri er mikill Albertsmaður eins og lesendur hans vita, og nú stendur hann með Alberti í hinni hörðu baráttu strákanna í Sjálf- stæðisilokknum gegn honum. Al- bert hcfur alltaf verið maður litla mannsins, en nú eru það hins vegar menn stóra mannsins sem eru að sækja að honum. Hér reynir hins vegar á það hvort Þorsteinn er orðinn sá sterki leiðtogi sem Morgunblaðið hefur verið að rcyna að telja bæði Garra og öðrum landsmönnum trú uni undanfarið. Eins og menn muna hafði Morgunblaðið lengi vel held- ur horn í síðu Þorstcins, en snar- skipti hins vegar uin tón rétt fyrir landsfund. En nú er að sjá hvað Stcini er sterkur. Það verður spennandi að fylgjast með því næstu dagana hvor fellir hinn í glímunni framund- Jónas: Vill friða heil héruð fyrir bændum og fylgidýrum þeirra. Hundraðþúsundkallar En annað vefst þó fyrir Garra í þessu sambandi. Sjáifur er hann enginn „athafnamaður“ og líkt og meginþorri þjóðarínnar hefur hann aðeins launin sín til að lifa af. Honum brá því dálitið við að frétta af því að maöur litla manns- ins skyldi hafa vcrið í þeirri aðstöðu að hafa haft efni á því að týna og gleyma nokkrum hundraðþúsund- köllum, svona rétt eins og við hin förum nú eiginlega ekki í neitt kerfi þótt við missum tíeyríng og fínnum hann ekki aftur. Og er þá ekki tekið tillit til þess að hér var um að ræða yfímiann skattamála í landinu, sem ætti eiginlcga að vera okkur hinum til fyrirmyndur um frágang á framtalinu sínu. En það eru líklega svona menn sem frjálshyggjuöflin á DV vilja hefja til skýjanna. Athafnamenn sem ekkert munar um einn hundr- aðþúsundkall til eða frá, á meðan búandkarlar upp til sveita og „fylgidýr“ þeirra, sem ekki hafa ráð á að týna hundraðþúsundköll- um, eru meinvættir sem þarf að friða heil héruð fyrir. Garri. VÍTTOG BREITT KJARN0RKA 0G KJARN0RKUV0PN Yfirgnæfandi meirihluti fslend- inga er hlynntur því að Norður- löndin lýsi yfir að þau séu kjarn- orkuvopanalaust svæði, að því er fram kemur í skoðanakönnun fél- agsvísindadeildar. Stjórnmála- skoðanir þeirra sem spurðir voru koma málinu lítið við. Þótt ekki hafi borist fréttir af því hvort íslendingar séu yfirleitt með eða á móti kjarnorkuvopnum, má gera fastlega ráð fyrir að þeir séu allir sem einn á móti framleiðslu og beitingu kjarnorkuvopna, og myndu fagna því að allar slíkar vítisvélar yrðu eyðilagðar, ef sam- komulag næðist þar um. Hugmyndin um yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er komin frá Finnum og Svíum, sem ekki eru í Nato. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu og hafa gengist undir samninga og skuld- bindingar samkvæmt þeirri stað- reynd. Það er því óhægara um vik fyrir síðarnefndu þjóðirnar að gefa einhliða yfirlýsingar um kjarnorku- vopnaleysi hvernig svo sem mál æxlast í heiminum. Þó eru Norðurlandaþjóðirnar einu aðildarríki Nato sem fyrir löngu hafa lýst því yfir að á þeirra landsvæðum séu ekki geymd kjarn- orkuvopn á friðartímum, ogekkert þeirra er kjarnorkuveldi. Norður- löndin eru því kjarnorkuvopnalaus þótt engin sameiginleg yfirlýsing þeirra hafi séð dagsins Ijós. Kjarnorka á Norðurlöndum En kjarnorka og kjarnorkuvopn eru ekki hið sama. Þau Norður- landanna, sem þrýsta á um yfirlýs- ingu um kjarnorkuvopnaleysi, eru kjarnorkuveldi í þeim skilningi, að þau smíða og reka kjarnorkuver, og bæði búa þau fyrir mikilli þekk- ingu um þennan orkugjafa, sem bæði má nota til góðs og ills. Hin kjarnorkulausa Danmörk, sem ekki leyfir kjarnorkuvopn á sinni grund, hefur gert kröfu til að stóru kjarnorkuveri í Svíþjóð verði lokað. Með því vilja Danir tryggja eigið öryggi, en ver þetta er stað- sett á ströndinni gegnt mesta þétt- býlissvæði Danmerkur. Svíar segj- ast gjarnan vilja loka fyrir verið, en geta ekki því þá mundi orkuskortur hrjá þá. Finnar ljá ekki máls á að loka sínum kjarnorkuverum og eru að fjölga þeim. En reynslan sýnir að kjarnorku- ver geta ekki síður verið hættuleg en kjarnorkuvopn. Á því fengu Finnar og Svíar að kenna í fyrr þegar stórslysið varð í Sovétríkjun- Kjarnorkuvopn á sænskri grund Mikil kjarnorkuvopnabúr eru í næsta nágrenni Finna og Svía. Nágrannar þeirra í austri eru vel birgir af vopnum sem hvergi fá landvistarleyfi á Norðurlöndum. Svíar hafa einnig reynslu af kjarn- orkuvopnum á eigin landi. Þeir fundu þau uppi á skeri, rétt utan við flotastöðina f Karlskrona. En sovéski kafbáturinn sem hafði þau innanborðs var dreginn út á Eystra- salt. Því hefur verið hreyft að lýsa Eystrasaltið kjarnorkuvopnalaust svæði, en svoleiðis þras er kæft í fæðingunni. Svíar og Finnar verða því að una við að búa við mikla kjarnorku á sjó og landi. Samnorrænt öryggi Það er stefna Nato að láta ekki uppi hvar kjarnorkuvopn eru staðsett. Þó hafa ríkisstjórnir Norðurlanda fengið að lýsa yfir að engin kjarnorkuvopn séu á þeirra yfirráðasvæði. Kjarnorka er því hvergi á Norðurlöndum nema í Svíþjóð og Finnlandi. Þótt öll Norðurlöndin gæfu út sameiginlega yfirlýsingu um að þau séu kjarnorkuvopnalaust svæði breytir það litlu í válegum heimi. Enginn vegur er að lýsa yfir kjarnorkuvopnalausu Norður-Átl- antshafi nema að öll kjarnork- uveldin standi að því. Norræn yfirlýsing mundi aldrei ná nema að fjöruborðinu. Kafbátar, stútfullir af kjarnorkuvopnum, sveima um djúpin umhverfis okkur og við strendur Eystrasaltsríkja. Flugvél- ar, sem enginn veit hvað hafa að geyma í sínum skrokki, eru í sífelldu „eftirlitsflugi“ um háloftin. Því getur allt verið morandi af kjarnorkuvopnum umhverfis öll Norðurlönd, hvað sem sameigin- legum yfirlýsingum líður. Ef ekki tekst að lýsa yfir kjarn- orkuvopnalausum heimi, væri stórt spor stigið í öryggisátt ef takast mætti að ná fram yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalausa Evrópu, allt að Úralfjöllum og þeim höfum sem að Evrópuríkjum liggja. En þótt einu kjarnorkulausu rík- in sem heyra Norðurlöndum til yfirgefi Nato til þess eins að gefa út samnorræna yfirlýsingu er meira en lítið vafasamt að það tryggi öryggi eins eða neins. Eyðilegging allra kjarnorku- vopna og lokun kjarnorkuvera er sú skýlausa krafa sem allir friðelsk- andi menn ættu að sameinast um. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.