Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. mars 1987.
Tíminn 13
Frú Eddu Guðmundsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra, var boðið til
liádegisverðar til Raisu Gorbatsjovu, en það er injög sjaldgæft að
eiginkona Sovétleiðtogans bjóði erlendum gestum í einkaheimsókn.
„Já, ég hef nefnt þetta við banda-
rtska sendiherrann og honuni leist
iíka vel á þetta, en það þarf að
fylgja þessu betur eftir á þeim
endanum.
- Ertu ekki með þessari hugmynd
um friðarstofnun að fara yfir á
verksvið Samcinuðu þjóðanna og
er hugmyndin þar með ekki óraun-
hæf?
„Ég vil nú kannski ekki beint
kalla þetta friðarstofnun, vegna
þess að því gæti verið ruglað saman
við friðarhreyfingar og þess háttar.
Það sem ég er að meina er að þetta
verði stofnun sem gæti stuðlað að
bættum samskiptum, eins konar
samskiptastol'nun. f þessari stofn-
un yrði ekki einungis unnið að
friði, heldur líka að því að skoða,
rannsaka, ræða og koma með til-
lögur um lausn á sameiginlegum
vandamálum mannkyns. Slík
vandamál eru ekki einungis hern-
aðarlegs eðlis, mengun er til
dæmis alvarlegt vandamál.
Varðandi það.hvort slík stofnun
myndi ganga inn á verksvið Sam-
einuðu þjóðanna þá er þetta gagn-
rýni sem ég hef heyrt en hún er
byggð á misskilningi. Sameinuðu
þjóðirnar eru vettvangur þar sem
pólitískir fulltrúar takast á og starf-
ið hefur því miður haft tilhneigingu
til að staðna í pólitískum flokka-
dráttum sem er. sorglegt. Samein-
uðu þjóðirnar hafa hins vegar sett
Steingrímur Hermannsson um „Glasnost" Gorbatsjovs:
Það verður að breyta
því sem breyta
þarf í heiminum
í samtali okkar Gorbatsjovs
komum við lítillega inn á hug-
myndina um kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum. Eg gerði
honum grein fyrir samþykkt Al-
þingis frá 1984 og benti ífka á þá
túlkun hennar að slíkt svæði þyrfti
að ná frá Úralfjöllum allt til
Grænlands. Taldi hann það
skynsamlega samþykkt, og kvað
alla viðleitni Norðurlanda til að
þrýsta á um afvopnun og stjórnun
vígbúnaðar mjög mikilvæga vegna
þeirrar virðingar sem Norðurlönd
nytu í heiminum.
Við ræddum þetta vítt og breitt
og ég benti m.a. á þau rök okkar
fyrir kjarnorkuvopnaleysi sem
næði ekki til kafbáta í sjónum
hefði mjög takmarkað gildi fyrir
okkur. Það hafa líka margir ekki
áttað sig á því að kafbátarnir
flokkast ekki undir þessa geimvörn
sem Bandaríkjamenn eru að undir-
búa, því sú vörn nær einungis til
langdrægra eldflauga. Kafbátarnir
geta legið í miðju Atlantshafi og
skotið á báða bóga og ég óttast að
það verði kafbátarnir sem verði
þegar til kemur erfiðasti Þrándur í
Götu kjarnorkuafvopnunar. En
með þessum tillögum Sovétmanna
er verið að stíga fyrsta skrefið og
við eigum náttúrlega að styðja þær
af fullum krafti. Þetta er pólitísk
viljayfirlýsing og til þess fallin að
draga úr spennu.
Ég tel að við íslendingar ættum
að taka þátt í þessari norrænu
embættismannanefnd sem athuga
á um kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd. Sú nefnd er að því leyti til
mikilvægari nú en áður, eins og
kom fram í viðræðum mínum við
Schlúter, að hún þarf að skoða
gjörbreytta stöðu þessara mála eft-
ir síðustu atburði. Það er verið að
ræða um að fjarlægja eldflaugar úr
allri Evrópu og þá er þetta orðin
allt önnur staða og ég tala nú ekki
um ef kjarnorkuvopn verða fjar-
lægð frá Kólaskga, sem er eitt
mesta kjarnorku- og eldflaug-
ahreiður í heimi. Við verðum nátt-
úrlega að fylgjast með því hvað er
að gerast og reyna að hafa okkar
áhrif.“
- Telurðu að hugmyndafræðilegt
samhengi sé milli tilslökunar So-
vétmanna heima fyrir og nýrra
viðhorfa þeirra varðandi stjórnun
vígbúnaðar?
„Ég held að ef það er samhengi
þarna á milli, þá sé það efnahags-
legt.
Þetta kemur nokkuð inn á það
sem Kínverjarnir sögðu við mig
þegar ég var þar. Þeir sögðu að
Sovétmenn hefðu miklar áhyggjur
af því að hægt hefði mjög á tækni-
og vísindaþróun og þar með þróun
efnahagsmála. Þannig hefðu þeir
ekki bolmagn til að keppa við
Bandaríkin til dæmis í geimvarnar-
kapphlaupi og fleiru slíku. Ég er
sannfærður um að það er rétt sem
Sovétmenn sjálfir viðurkenna, að
hjá þeim hefur orðið ákveðin
stöðnun sem þeir verða að brjótast
út úr og í því samhengi vilja þeir
losna út úr vopnakapphlaupinu.
Hinu er ég ekki hissa á að menn
eins og Gorbatsjov, sem kemur
með ferskan anda inn í stjórnarsali,
geri sér grein fyrir tilgangsleysi
svona stríðsógnunar. Þessir menn,
hann og Reagan, skilja það sjálf-
sagt betur en flestir aðrir, að slíkt
þýðir ekkert annað en tortímingu
og ekkert pólitískt markmið getur
verið keypt svo dýru verði. Það er
ljóst að tortryggnin er undirrótin
að þessu og allt sem gert er til að
eyða henni er af hinu góða. Það er
sorglegt að hlusta á suma menn hér
heima, Heimdellinga og aðra, sem
eru orðnir heilagri en sjálfur páfinn
þegar kemur að því að rétta Sovét-
mönnum sáttarhönd og gera til-
raun til að eyða tortryggni. Ég er
ekki að segja að við mættum sofna
á verðinum, setja á okkur geisla-
baug og láta eins og aldrei verði
stríð í heiminum. Það verður því
miður ekki svo. En það verður að
stíga fyrsta skrefið og sífellt að
leitast við á hinu pólitíska sviði að
eyða tortryggninni."
- Þú varpaðir fram hugmynd um
að koma á sérstakri stofnun á
íslandi sem myndi hafa það hlut-
verk að stuðla að friði í heiminum.
„Já, Gorbatsjov kom aftur og
aftur að því að við þyrftum að
losna úr spennitreyju kjarorku-
vopnanna og talaði um að það væri
svo ótal margt sem mannkynið
þyrfti að taka á í því sambandi.
Það var í því samhengi, sem ég sló
fram þessari hugmynd, sem ég
hafði nú töluvert hugleitt, hvort
stórveldin vildu ekki leggja fram
umtalsverða fjárhæð í eitt skipti
fyrir öll og koma á fót á íslandi
stofnun sem hefði það verkefni að
bæta samskipti austurs og vesturs
og reyndar allra þjóða heims. Það
kom mér eiginlega á óvart hversu
vel Gorbatsjov tók þessari hug-
mynd og taldi hana koma vel til
álita.“
- Ilefur þú reifað þessa hugmynd
við Bandaríkjamenn?
á fót ýmsar stofnanir í kringum sig
og það væri þá miklu frekar að líta
á þetta sem einhvern anga af slíku.
En hugmyndin er sú að svona
stofnun yrði undir stjórn einhverra
viðurkenndra manna, hugsanlega
Nóbelsverðlaunahafa í vísindum
eða menningu, eða einhverra
manna sem ekki tengjast þeim
pólitíska flokkadrætti sem svo
mjög hefur einkennt Sameinuðu
þjóðirnar.
Það er ein mjög athyglisverð
stofnun, sem nú er starfandi í París
og heitir „Institute de la vie“, eða
Stofnun lífsins og er einmitt með
fjöldann allan af vísindamönnum,
Nóbelsverðlaunahöfum, o.s.fr. á
sínum snærum. Þessi stofnun hefur
haldið ráðstefnur um vísindarann-
sóknir sem leitt geti til betra
mannlífs, en sú stofnun sem ég er
að tala um gæti að sumu leyti verið
sambærileg fyrir þjóðfélagsleg
málefni. Ég hef rætt við prófessor-
inn sem er forstöðumaður fyrir
Stofnun lífsins, og hann hefur sagt
mér að vísindamenn sem tengjast
stofnuninni hafi mikið álit á íslandi
og hafi áhuga á að gera það að sínu
heimili. Þó þeir væru að ferðast
mestan sinn tíma erlendis, þá gætu
þeir átt sitt lögheimili hér. Ég er nú
að láta athuga þetta þar sem mér
finnst þetta áhugavert mál fyrir
okkur Islendinga. Þannig urðu við-
horf þessara manna mér heldur
hvatning að fara að minnast á þetta
yfirleitt.
Helst hefði ég viljað reyna að
halda þessu alveg fyrir utan pólitík
því annað væri náttúrulega til að
drepa það alveg, sérstaklega nú í
kosningabaráttunni. Það væri
skynsamlegast að eftir kosningar
settust menn niður sem hafa áhuga
á þessu bæði héðan og erlendis frá
og ræddu þetta á breiðum grund-
velli. Það þarf ekki að byggja upp
einhverja skýjakljúfa eins og gert
hefur verið hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York, heldur reyna að
nýta þá aðstöðu sem hér er til.
Kannski mætti þó koma á fót
einhverri miðstöð þar sem unnt
væri að halda fundi og ráðstefnur.
Það sem ég hefði viljað sjá er að
stórveldin legðu fram verulega
upphæð í þessu skyni. Ég nefndi
það nú reyndar við Gorbatsjov að
þetta framlag gæti numið svona
andvirði einnar kjarnorku-
sprengju, en hann vildi ekki miða
þetta við sprengjur, heldur þá
frekar andvirði einnar langfleygrar
etirlitsflugvélar.
Nú, ef svona stofnun fengi veg-
legt framlag í eitt skipti fyrir öll,
ætti hún að mínu mati síðan að
geta starfað á vöxtunum og staðið
fyrir ráðstefnum, veitt rannsóknar-
styrki o.þ.h.,Mér dettur nú t.d. í
hug að hún gæti beitt sér fyrir lausn
á því vandamáli sem stafar af
•eyðingu ósonlagsins sem virðist
vera ógerlegt að ná samstöðu unt.
Þetta er eitt stærsta vandamál sem
framundan er, en samt hætta menn
ekki að framleiða þessi efni. Ég er
mjög sammála tillögunni hennar
Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur.
Við fslendingar eigum að hætta
innflutningi á þessum efnum,
Bandaríkjamenn hafa stoppað
þetta. En það eru stórfyrirtæki sem
græða á þessu og þá vilja menn
ekki hætta að íramleiða það.“
- í vetur hefur þú ferðast víða og
þér gefist kostur á að hitta marga
af mestu leiðtogum austan Evrópu,
t.d. bæði sovéska og kínverska
forystumenn. Er mögulcgt að bera
þessa leiðtoga saman á einhvern
hátt, eru þeir mjög ólíkir eða eiga
þeir eitthvað sameiginlegt?
„Það er afskaplega erfitt að bera
menn svona saman og ef til vill líka
hættulegt. En hinu er ekki að neita
að um alla þessa menn gildir að
það var mjög áhugavert að hitta
þá. Allir einkennast mjög af á-
standinu í sínu landi. Þeir eru
vissulega áhugaverðir leiðtogarnir
í Sovétríkjunum og Kína. Annað
landið er það næst valdamesta í
heimi og hitt það fjölmennasta og
í báðum löndunum ríkir sósíalismi
eða kommúnismi og í báðum
löndunum er nú verið að reyna að
þróa kommúnisma eftir nýjum
leiðum. Þrátt fyrir að kommúnísk
hugmyndafræði sé eins fjarri minni
lífssýn og frekast getur orðið, þá
finnst mér ákaflega fróðlegt að
fylgjast með því hvort þetta tekst
hjá þessum ríkjum. Tekst Kínverj-
um að sameina kommúnisma og
markaðshyggju? Þetta er alveg nýtt
hugtak sem þeir eru að framkvæma
t.d. hjábændum. Það hefurað vísu
komið örlítið bakslag í þetta, en
engu að síður er spurningin áhuga-
verð. Tekst Sovétmönnum að
sameina kommúnisma og lýðræði?
Þeir tala um kosningar og atvinnu-
lýðræði og að fólk eigi sjálft að fá
að velja sér forystumenn. Eða
vegur þetta að sjálfum rótum
kommúnismans og verður til þess
að hann hrynur? Eg er sannfærður
um að það sem er að gerast í
þessum tveim löndum á eftir að
móta heiminn á næstu árum. Ef
Kínverjum tekst að opna vestur-
dyrnar upp á gátt og þessi milljarða
þjóð gerist sterkur þátttakandi í
viðskiptalífi heimsins geta menn
sagt sér það sjálfir hversu mikil
áhrif það mun hafa.
Það mætti ef til vill segja að þrátt
fyrir að hafa hitt æðsu leiðtoga
þessara landa og rætt við þá, er ég
langt frá því að vera búinn að
melta allt til fullnustu sem okkur
fór á milli.
- Hvað með persónurnar?
Allir þessir menn eru náttúrlega
hver með sínu markinu brenndir.
Deng á níræðisaldri, ótrúlega
smávaxinn, mikill reykingamaður,
hláturmildur og varpandi spakmæl-
um á báða bóga. Gorbatsjov hins
vegar, þó að hann sé maður nýrra
tíma, þá er hann alvarlegur. Og á
fasi hans finnst að þar fer maður
sem heldur í valdatauma sovéska
kerfisins. En þessir menn eru báðir
svo ólíkir og bera mark sfns heima-
lands í svo ríkum mæli að saman-
burður er í raun illmögulegur nema
með því að leggja áherslu á sér-
stöðu hvors um sig.
En ég verð að segja að eftir að
hafa rætt við þessa menn hef ég
orðið bjartsýnni á að unnt sé að
breyta því sem breyta þarf í heim-
inum. Fyrst leiðtogar þessara
kommúnistaríkja eru tilbúnir til
breytinga þá væri slæmt ef það
stæði síðan upp á Vesturveldin að
taka þátt í því að stuðla að friði og
bættri sambúð ólíkra menningar-
heima.“ -BG/ÞÆÓ