Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 24. mars 1987. S 0 NGVAKEPPN Söngvakeppnin: Þa er það Brussel! - eftirleikurinn auðveldur? í gærkveldi var loks valið úr þeim tíu lögum sem komust í úrslit í hinni íslensku „Euro- vision“, eöa söngvakeppni sjónvarpsstööva í Evrópu. Dómnefndir víðs vegar að af landinu lögöust á eitt og völdu lagið sem fer utan í maí og verður fulltrúi íslands. Þrátt fyrir það að aðeins eitt lag hafi orðið í fyrsta sæti, sigruðu þau öll. Lögin munu ekki gleymast, það sanna dæmin úr síðustu tilraun „Ég leyni minni ást“ Lag og texti: Jóhann G. Jóhannson. Sóngur: Björgvin Halldórsson. Örvinglaður af tómri ást ég reyni að fela og láta ekki sjást þá tilfinningu sem ég el djúpt undir minni hörðu skcl Oh - hoh - mmmmm Já ég leyni minni ást á þér þó mig dreymi um hvcrnig það er að fá að elska og njóta þín ég vildi óska að þú værir mín Ég elska í leyni þig eina í heimi ég elska í leyni þig eina í heimi Ég velti vöngum yfir því hvort staðreyndin sé fólgin í að cins sé komið fyrir þér því stundum er við mætumst finnst mér oh - hoh - mmmmm Ég finni hlýju í þínum svip og þá að nýju fær heimurinn lit en öll sú ást sem ég bæli og fcl fær ekki að sjást cr undir harðri skel Ég elska í leyni þig cina i hcimi syngur í huga mér Ég elska í leyni þig eina í heimi af einskærri ást sem að hlýtur að sjást lit ég undan og geng fram hjá þér fel undir harðri skel Ég clska í leyni þig eina í heimi ég elska í leyni þig eina i heimi Ég clska í leyni þig eina í heimi ég elska í leyni þig eina í heimi Ég er örvinglaður af tómri ást örvinglaður af tómri ást til þín örvinglaður af tómri ást örvinglaður af tómri ást til þín. „Hægt og hljótt" Lag og texti: Valgeir Guöjónsson. Söngur: Halla Margrét Árnadóttir. Kvöldið hefur flogið alltof fljótt fyrir ulan gluggann komin nólt Kertin eru að brenna upp glösin orðin miklu meir'en tóm Augnalokin eru cins og blý cn engin þykist skilja neitt í því að tíminn pípuhatt sinn tók er píanistinn sló sinn lokahljóm Við hverfum hægt og hljótt útí hlýja nóttina hægt og hljótt göngum við heim götuna einu sinni, einu sinni enn... Eftir standa stólar, bekkir, borð brotin glös, sögð og ósögð orð þögnin fær nú loks sinn frið fuglar yrkja nýjum degi Ijóð Við hverfum hægt og hljótt útí hlýja nóttina hægt og hljótt göngum við heim götuna hægt og hljótt göngum við heim götuna hægt og hljótt í gegnum hlýja nóttina einu sinni, einu sinni enn... „Lífsdansinn“ Lag: Geirmundur Valtýsson. Texti: Hjálmar Jónsson. Söngur: Björgvin Halldórsson og Erna Gunnarsdóttlr. Danslagið seiðir og götuna greiðir að geti ég verið þér nærri. Meðan tónlistin ómar þá óskirnar frómar í einlægni segi ég þér Styðjum hvort annað ég ætla það sannað, að allt brosi lífið við okkur. Látum vonirnar mætast, vaxa og rætast í vináttu, tryggð og ást. okkar íslendinga til að sýna okkur og sanna á tónlistarsviðinu erlendis. Og það er vitað mál að við erum söngelsk þjóð. Þess vegna birtir Tíminn textana úr söngvakeppninni. Að sjálfsögðu var leitað leyfis höfunda og veittu þeir það fúslega og kunnum við þeim þakkir fyrir það. En sem sagt, upp með gítarinn og svo er bara sungið. -SÓL Við skulum dansa á rósum í leiftrandi Ijósum lífsmarkið setja hátt. Hamingju leita og lífsdansinn þreyta í sátt. Þetta augnablik er ævintýr sem ekki líður hjá og án þess væri lífið lítils virði. Danslagið seiöir og götuna greiðir að geti ég verið þér nærri. Meðan tónlistin ómar þá óskirnar frómar í einlægni segi ég þér. Styðjum hvort annað ég ætla það sannað, að allt brosi lífið við okkur. Látum vonirnar mætast, vaxa og rætast í vináttu, tryggð og ást. Við skulum dansa á rósum í leifarndi Ijósum lífsmarkið setja hátt. Hamingju leita og lífsdansin þreyta í sátt. Þetta augnablik er ævintýr sem ekki líður hjá og án þess væri lífið lítils virði. Við skulum dansa á rósum í leiftrandi ljósum lífsmarkið setja hátt. Hamingju leita. og lífsdansinn þreyta í sátt. Þetta augnablik er ævintýr sem ekki líður hjá og án þess væri lífið lítils virði. „í blíðu og stríðu“ Lag og texti: Jóhann Helgason. Söngur: Jóhann Helgason. Mín ást til þín er hrein og fögur kallar fram það besta í mér Og ég veit sú ást mun cndast alla okkar ævitíð Saman í blíðu'og stríðu við leitum og finnum saman í blíðu’og stríðu vorn ævivcg gefum hvort öðru glcðjum hvort annað veitum hvort öðru ástúð og yl Augu þín mig ákaft seiða segja mér þú elskir mig Saman í blíðu'og stríðu við leitum og finnum saman í blíðu'og stríðu vorn æviveg gefum hvort öðru gleðjum hvort annað vcitum hvort öðru ástúð og yl Ég leitaði að ljósinu leitaði og fann þig þú ert mér hamingjan um ókomna tíð. „Norðurljós" Lag: Gunnar Þórðarson. Textl: Ólafur Haukur Símonarson. Söngur: Eyjólfur Kristjánsson. Ég finn að eitthvað hefur færst úr stað finn ég engan hjartslátt eða hvað? Hjarta mitt er hlaupið burt frá mér en það hefur kannski fundið skjól hjá þér Við norðurljós (við norðurljós) með nýja rós (með nýja rós) þú ástin mín með epli og vín við örkum heim til þín við norðurljós (við norðurljós) með nýja rós (með nýja rós) ég ann þér heitt því fær enginn breytt situr karl í tungli muldrar ljóð hjrata mitt er hlaupið burt frá mér en það hefur kannski fundið skjól hjá þér Við norðurljós (við norðurljós) með nýja rós (með nýja rós) þú ástin mín með epli og vín við örkum heim til þín við norðurljós (við noröurljós) með nýja rós (með nýja rós) ég ann þér heitt því fær enginn breytt Ég og þú þú og ég allt er hér eins og komið af sjálfu sér Við norðurljós (við norðurljós) með nýja rós (með nýja rós) þú ástin mín með epli og vín við örkum heim til þín við norðurljós (við norðurljós) með nýja rós (með nýja rós) ég ann þér heitt því fær enginn breytt Við norðurljós með nýja rós við norðurljós „Sumarást“ Lag: Þorgeir Daníel Hjaltason. Texti: Þorgelr Daniel Hjaltason og löunn Steinsdóttir. Söngur: Jöhanna Linnet. Sumar ég man með sól og yl sælt var þá að vera til lífið var ást og ástin trú ástin mín varst þú og aðeins þú Hug minn þú áttir von og þrá lífið létt lék sér þá minning sú mér sárust er er burtu fórstu burtu fórst frá mér Þótt tíminn líði áfram enn að horfnir verða dagar senn þá yljar von sem löngun logar í sú von að... að aftur tengi brostin þrá og saman liggi leiðir enn á ný Og hljótt scm urt er haustið svalt hrífur með sér grátt og kalt horfin varst en eftir er angist sár og tóm í huga mér Þótt tíminn líði áfram enn að horfnir verða dagar senn þá yljar von sem löngum logar í sú von að... að aftur tengi brostin þrá og saman liggi leiðir enn á ný Þótt tíminn líði áfram enn að horfnir verða dagar senn þá yljar von sem löngum logar í sú von að... að aftur tengi brostin þrá og saman liggi leiðir enn á ný saman enn á ný „Lífið er lag“ Lag: Gunnlaugur Brlem, Friðrik Karlsson. Texti: Gunnlaugur Briem, Friðrik Karlsson, Birgir Braga- son. Söngur: Eirlkur Hauksson. Ég man þá daga er einn ég var oft við gluggann minn sat ég cinmana ég þráði gleði og hamingju ákaft lcitaði en aldrei fann en svo birtist þú og líf mitt fékk tilgang að nýju og sólin skein inn um glugga minn hún fyllir mig nýrri von Lífið er lag sem við syngjum saman tvö dag eftir dag þú og ég' í framtíðinni göngum tvö sama veg Lífið er lag sem við syngjum saman tvö um ókomin ár - þú og ég göngum saman gleðinnar vcg glcðinnar veg við eigum sömu vonir og þrár og nú lífið brosir okkur við er einn ég var féllu fjölmörg tár það var sem enginn skildi mig en svo birtist þú og líf mitt fékk tilgang að nýju og sólin skein inn um glugga minn hún fyllir mig nýrri von Lífið er lag sem við syngjum saman tvö dag eftir dag þú og ég’ í framtíðinni göngum tvö sama veg lífið er lag sem við syngjum saman tvö um ókomin ár - þú og ég göngum saman gleðinnar veg gleðinnar veg „Sofðu vært“ Lag og texti: Ólafur Haukur Sfmonarson. Söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kaldur klaki kristall tær úthafsalda úfinn sær lif sem líður landið hljótt blóm sem bíður boð um nótt örstuttur blossi er ævi þín og óðar er liðið að kveldi þín frægð og þitt gengi er fislétt grín sem fuðrar í tímans eldi sofðu vært. sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært sofðu vært undir skýja-feldi dýrðar dagur döggvuð sól orð í eyra undur hljótt brjóst sem bifast barn sem hlær fugl sem flýgur fallinn bær öllsömul eigum við örlítinn draum um ást í lífsins blóma gakktu að því vísu að gleðin er naum samt getur þú lifað með sóma sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært sofðu vært undir skýja-feldi sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært sofðu vært undir skýja-feldi sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært sofðu vært undir skýja-feldi sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært, sofðu vært sofðu vært undir skýja-feldi „Aldrei ég gleymi“ Lag: Axel Einarsson. Texti: Jóhann G. Jóhannsson. Söngur: Erna Gunnarsdóttir. Með kampavín og rós í birtu kertaljóás þar þú shst og brostir við mér á rómantískum stað ég uppgötvaði stað ég uppgötvaði það að ég var ástfanginn af þér O hvílík stund er við snertumst í ljúfum dans okkar ástarfund já hins fyrsta ég mynnist hans O aldrei ég gleymi hvílíkan fögnuð ég fann Þú fullkomnaðir minn draum því ást var sönn í raun Ó hve ég er ástfanginn af þér á rómanstískum stað ég uppgötvaði það við brosið sem þú sendir mér O hvílík stund er við snertumst í Ijúfum dans okkar ástarfund hins fyrsta ég minnist hans O því aldrei áður hafði ég upplifað ástina á þann veg Ó aldrei ég gleymi hvílíkan fögnuð ég fann Ó aldrei ég gleymi hvílíkan fögnuð ég fann. „Mín þrá“ Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson. Söngur: Björgvin Halldórsson. Ég veit ekki hvort ég á að trúa því að þú - elskir mig eins og nú - ég elska þig Ég vil samt ekki segja þig Ijúga mín þrá - er hjarta þitt að fá - þétt við mitt Ég vil horfa í blíðu augun þín kyssa mjúkar varir þínar þú ert eina stóra ástin mín ég elska þig og þú fær engin breytt ég neita þér ekki um neitt Ég er tilbúin að láta á reyna hvort þú - elskir mig eins og nú - ég elska þig Já öllu öðru vil ég gleyma mín þrá - er hjarta þitt að fá - þétt við mitt Ég vil horfa í blíðu augun þín kyssa mjúkar varir þínar þú ert eina stóra ástin mín ég elska þig og því fær engin breytt ég neita þér ekki um neitt Ég veit ekki hvort ég á að trúa ég vil samt ekki segja þig Ijúga mín þrá - þú veist ég elska þig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.