Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.03.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 24. mars 1987. á eitthvert atriði. Hann bauð mér að velja umræðuefni eins og Rysk- ov hafði gert og ég kaus að ræða framhald Reykjavíkurfundarins og nýjustu tillögur þeirra um að fjar- lægja meðaldrægar eldflaugar. Þegar það var þýtt greip hann fram í og sagði „ég vil bæta því við að þetta nær einnig til skammdrægra eldflauga", sem mér þótti að sjálf- sögðu mikil frétt, enda hafði það ekki komið fram áður. Það sem Gorbatsjov lagði mikla áherslu á í þessu sambandi var að þeir hefðu fallið frá fyrra skilyrði um að tengja þetta geimvarnaráætluninni vegna þess að þeir vildu brjóta ísinn, og einhver yrði að taka fyrsta skrefið á þessari braut. Ann- að myndi fylgja eftir. Ég spurði hann um hluti eins og hefðbundin vopn sem Evrópuþjóðirnar hafa haft nokkrar áhyggjur af og eins um efnavopn, en hann sagði að þeim væri fullkomlega ljóst að þar yrði að vera jafnvægi líka og þeir væru tilbúnir til að fjalla um það allt um leið og þeir væru búnir að fá samþykki við þessu fyrsta skrefi. Ég gat ekki merkt annað en það væri mjög einlægur vilji að stíga þessi skref og síðan geta menn spurt sig að því hvers vegna þeir vilja stíga þessi skref. Það er þó ljóst að vissulega er langt í land í þessum málum því þeir eiga eftir að deila um hvern eldflaugavagn skilst mér.“ - Rædduð þið um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í Sovétríkj- unum sjálfum? „Já, við ræddum þessar breytingar. Gorbatsjov sagði við mig að hann teldi sig vita að við Ryskov hefðum rætt um efnahagshliðina á þessum breytingum þannig að hann vildi ræða pólitísku hliðina. Það var auðséð að hann hafði vitneskju um það hvað við Ryskov höfðum rætt. Við ræddum síðan þær breyting- ar sem eru að verða í Sovétríkjun- um og þegar ég spurði hann um andstöðu við þessar breytingar reyndist hann vera mun opinskárri um það heldur en Ryskov. Hann sagði að þetta hefði verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefði tekið á ævinni og að hann hefði þurft mjög mikið að skoða hug sinn áður en hann lýsti því yfir að forystumönnum Sovétríkjanna hefðu orðið á mikil mistök á undanförnum árum og kerfið hefði staðnað. Hann tók það mjög skýrt fram að hann teldi þetta ekki vera kommúnismanum að kenna eða sósíalismanum og ekki áætlunar- búskapshugmyndinni sem slíkri, heldur hefði framkvæmdin staðnað. Hann sagði að fólkið stæði með sér, það vildi meiri framfarir og betri lífskjör, en það Frá fundi þeirra Gorbatsjovs og Steingríms í Moskvu. Fréttamenn fengu að vera viðstaddir fyrstu mínútur fundarins. - Steingrímur Hermannsson í ítarlegu Tímaviðtali um heims- málin, Gorbatsjov, Ryskov og Moskvuferð, Deng Xiaoping, sérstaka Friðarstofnun á ís- landi, o.fl. Eins og alþjóð er kunnugt fór Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna fyrir nokkru, í boði kollega síns þar eystra. Var boð þetta í þakklætisskyni fyrir vel heppnaðan leiðtogafund í Reykja- vík og voru móttökurnar sem Steingrímur fékk í Moskvu með þeim hætti að heiður verður að teljast fyrir ísland og íslendinga. Steingrímur Hermannsson hefur fyrr í vetur farið í opinbera heim- sókn til Kína og Japans og því er hann einn af fáum þjóðarleiðtog- um í heiminum sem á nokkrum mánuðum hefur hitt nær alla helstu leiðtoga heimsins. Tíminn leitaði því eftir að fá að ræða við forsætis- ráðherrann um Moskvuferðina, horfur í heimsmálum og leiðtogana • sjálfa. Steingrímur féllst góðfús- lega á þetta og við hittum hann í forsætisráðuneytinu í upphafi starfsdags fyrir skömmu. Eitt af því sem vakti athygli við þessa ferð var, að tekið var af skarið í ýmsum málum er snerta viðskipti okkar við Sovétmenn s.s. ullarkaup og saltsíldarsamninga. Því spyrjum við forsætisráðherra fyrst hvort sovéskir ráðamenn séu fljótir að taka ákvarðanir. „Já, það sem vakti athygli mína, auk þess hve vel Ryskov var undir- búinn, var það hversu fljótur hann var að taka ákvarðanir. Eftir að við höfðum rætt almennt um ramma- samninga og framhald þeirra og ég nefndi síldina; hvort viðræður gætu ekki hafist fyrr á árinu en verið . hefur, t.d. með vorinu; Hann sam- þykkti það strax og sneri sér að utanríkisviðskiptaráðherranum og sagði að það væri ákveðið hér með að viðræður byrjuðu í vor. Sömu- ieiðis þegar við komum að ullinni, en þar vantar 3,8 milljónir dollara upp á rammasamninginn og við ræddum það. Hann benti á að þeir væru í vandræðum með innflutning vegna gjaldeyrisskorts og ég bauð þá að við keyptum meiri olíu sem við höfðum rætt um hér heima áður en ég fór. Hann afgreiddi það mál líka mjög fljótt, sneri sér að sínum samstarfsmönnum og sagði að það væri hér með heimilt að auka ullarkaupin. Ég lít svo á að það mál sé í höfn komið þótt vitanlega eigi viðkomandi aðilar eftir að setjast niður og ákveða hvers konar olíu á að kaupa og hvaða ullarvöru á að selja.“ - Var búið að ræða þessi auknu olíukaup og ullarsölu hér áður en þú fórst? „Það var búið að ræða þetta í ríkisstjórninni, og viðskiptaráð- herra var búinn að segja viðskipta- fulltrúa Sovétríkjanna frá þessu. Mér er sagt að það sé oft svo að hlutirnir komist illa til skila og ákvarðanir lengi á leiðinni þegar mál þurfa að gangu upp valdastig- ann og hefðu tilhneigingu til að standa fastar á leiðinni upp. Hins vegar, þegar hlutirnir ganga hina leiðina, ofan frá og niður, sé eins og kerfið sé snert með töfrasprota og allt gengur miklu hraðar fyrir sig. Það má kannski til gamans segja frá því að Gunnar Flóvens, sem hefur staðið í stappi við við- semjendur sína í Sovétríkjunum um verð á stórsíld, hringdi í þá þarna á eftir og sagðist vera með skilabð af fundi forsætisráðherr- anna og vildi gjarnan ræða þetta mál. Gunnar segir mér að málið hafi verið tekið fyrir á stundinni. Almennt verð ég að segja að þessi viðskiptaþáttur gekk miklu greiðar fyrir sig en nokkur okkar þorði að vona. Ryskov er ákvaflega geðugur maður. Hann er mjög blátt áfram og virðist vera mjög vel að sér á hinum ýmsu sviðum eins og ég vil , nú segja að verkfræðingar eigi alla jafna að vera þegar þeir taka að sér að leysa ákveðin verkefni. Síðan urðu fróðlegar umræður ' um þetta sem þeir kalla „glasnost“ eða þær breytingar sem eru að gerast í sovésku þjóðlífi. Ryskov tjáði mér að það væri ætlunin að losa mjög um miðstýringuna, og einstök samtök og sambönd fengju heimild til að flytja út og inn í auknum mæli, og nefndi sérstak- lega samvinnufélögin í því sam- bandi sem yrðu efld mjög. Sam- vinnufélögin tækju þá í sínar hend- ur ýmiss konar viðskipti en Sam- bandið hér heima hefur einmitt haft mikil viðskipti við sovésku samvinnuhreyfinguna. En eins og ég sagði þá hyggjast þeir draga verulega úr miðstýringu og færa stjórnunina til verksmiðj- anna sjálfra, og að fólkið sjálft verði látið velja sér forystumenn og menn hagnist þegar vel gengur en tapi þegar illa gengur. Hann taldi þetta vera mjög nauðsynlegt vegna þess að þeir þyrftu á meiri krafti að halda í framleiðsluna. Ég spurði hann hvort ekki væri and- staða við þessar breytingar en hann taldi það ekki vera.“ - Hvaö um fundinn meö Gorbat- sjov? „Nú, Gorbatsjov hitti ég síðan eftir hádegið og hann bauð upp á það að annað hvort hittumst við bara tveir eða við hefðum sitt hvorn mannin með okkur auk, vitaskuld, túlka. Ég kaus nú að hafa sendiherrann okkar með, en hann skilur rússnesku. Það er alltaf hálf óþægilegt að sitja með túlk og hafa í raun ekki hugmynd um hvort hann túlkar rétt eða ekki. Ég verð að segja það um mann- inn að hann hafði svipuð áhrif á mig og Ryskov. Þetta er miklu yngri maður en venja hefur verið í þessari stöðu af fréttum að dæma. Þessir menn sitja ekki, eins og svo oft hefur verið látið í veðri vaka, með einhverja grímu fyrir andlit- inu og láta aðstoðarmennina meira og minna koma fram fyrir sig. Þetta eru mjög virkir og lifandi menn.“ - Um hvað rædduð þið Gorbat- sjov? „Það er nú fyrst frá því að segja að Gorbatsjov minntist strax í upphafi Reykjavíkurfundarins og þakkaði fyrir síðast og taldi Reykjavíkurfundinn hafa verið mjög mikilsverðan. Það athyglisverðasta við fundinn með Gorbatsjov er kannski tíma- setningin. Hann á sér stað rétt á eftir að Gorbatsjov tilkynnir breyt- ingu á tillögu þeirra um að fjar- lægja meðaldrægareldflaugar, sem hann gerir á laugardeginum en ég hitti hann á mánudegi. Fundur okkar kemur líka skömmu eftir að hann hefur tilkynnt breytingar á sovésku efnahags- og þjóðlífi - „glasnost". Hann virðist jafnframt hafa viljað nota tækifærið til að koma ýmsu á framfæri, og þeir gera það víst gjarnan. Fjölmiðlar sögðu mjög ítarlegar fréttir af fundinum. Gorbatsjov virðist vera mjög líflegur, hann svaraði öllum spurn- ingum mjög greiðlega og greip jafnvel frammí fyrir túlkinum, þeg- ar hann vildi leggja mikla áherslu væru ansi margir sem væru ánægðir með kerfið eins og það væri og vildu hafa það óbreytt - þeir sem við myndum á íslandi sennilega kalla kerfiskalla. Hann benti á að af þessum sökum væri nauðsynlegt að taka þetta skref fyrir skref. Eg spurði hann einnig um mannlega þáttinn og það var eiginlega í eina skiptið sem hann byrsti sig og barði lauslega í borðið og sagði að við hér á Vesturlöndum gætum lítið þrýst á þá í þeim málum því þrýstingur á því sviði gerði aðeins illt verra, og væri til þess fallinn að gera menn stífari. Hann benti á að málin væru að þróast í rétta átt og nefndi í því sambandi að pólitísk- um föngum hefði verið sleppt og ferðafrelsi aukið. Hann sagði síðan eitthvað á þessa leið: „Bíddu bara og sjáðu, bráðum verða menn orðnir frjálsari hér en í Bandaríkj- unum“.“ - Kom eitthvað fram um innri mótstöðu við tillögur Gorbatsjovs um fækkum meðal- og skanun- drægra flauga og telur þú að þessar tiUögur skipti máli fyrir okkur Norðurlandabúa? „Það er enginn vafi að hann á eftir veruleg átök við að vinna stefnu sinni fylgis heima fyrir. En það er líka mjög ánægjulegt að sjá að Bandaríkjamenn hafa samþykkt tillögu Gorbatsjovs um meðal- drægar eldflaugar, enda er hún nú sú sama og þeir voru með 1981 og hún er sú sama og Kohl og Gensc- her voru með í V-Þýskalandi í kosningunum 1983, svo það er eiginlega ekki hægt að neita henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.