Tíminn - 03.03.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 03.03.1987, Qupperneq 4
4 Tíminrv Þriðjudagur 3. mars 1987 Eru hvítar stúlkur fallegastar? Lengi vel áttu stúlkur af öðrum kynstofnum enga von um að finna náð fyrir augum dómenda í fegurð- armálum en nú virðist dæmið vera að snúast við. Nú er jafnvel farið að spyrja í alvöru: Eru hörunds- dökkar stúlkur fallegastar? Ári eftir að Hólmfríður okkar Karlsdóttir var kjörin Ungfrú heimur braut falleg hörundsdökk stúlka ísinn og hreppti þennan eftirsótta titil, aldrei áður hefur stúlka af öðrum kynþætti en hvít- um verið valin fallegasta stúlka í heimi!. Stúlkan sem Hófí krýndi sem arftaka sinn er frá Trinidad og Tobago, 23ja ára einkaritari, Gis- elle Jeanne-Marie Laronde að nafni. í næstu sætum voru norræn fegurðardís frá Danmörku og önn- ur frá Austurríki. Hingað til hafa dökkar stúlkur átt erfitt uppdráttar í fegurðarsam- keppni. Frægt varð þegar blökku- stúlkan Vanessa Williams var kjör- in Ungfrú Ameríka 1984. t>að leið ekki á löngu þar til einhver valda- mikill komst að raun um að hún væri ekki hæf til að bera titilinn þar sem nektarmyndir hefðu birst af henni í karlablaði. Auðvitað var hún svipt krúnunni hið snarasta og nú man varla nokkur eftir skamm- vinum frama þessarar fallegu dökku stúlku með grænu augun. Á undanförnum árum hafa höru- ndsdökkar stúlkur líka haslað sér völl í tískuheiminum og nú orðið þykir sjálfsögð prýði hvers tí- skuhúss a.m.k. ein stórfalleg höru- ndsdökk sýningarstúlka. I sjón- varpi eru þær líka búnar að vinna sér sess. Shari Harper, dóttir Har- rys Belafonte, er t.d. búin að hafa fast hlutverk í framhaldsþáttunum Hótel eins og íslenskum sjónvarps- áhorfendum er í fersku minni. Diahann Carroll þykir hafa bætt við glæsileika Dynasty-þáttanna þegar hún birtist sem stjúpsystir Blakes Carrington. Lað þótti hcimsfrétt á sínum tíma þegar söngkonan fræga - en svarta - Marian Anderson t'ékk boð um að syngja í Metropolitan óperunni fyrir unt 30 árum, en þá var hún búin að njóta heimsfrægð- ar fyrir list sína um langt skeið. Sumir settu í brýnnar þegar Leont- yne Price kom fyrst fram á því sama sviði 1966. Nú kippir enginn sér lengur upp við svartar söng- stjörnur, hvorki þar né annars staðar. Og svarta kvikmynda- stjarnan Whoopi Goldberg hefur slegið í gegn á sínu sviði. Þessi viðhorfsbreyting í garð hörundsdökkra kvenna hefur líka leitt til þess að „blönduð" hjóna- bönd eru ekki litin sama hornauga í hvítum samfélögum og áður var. Shari Harper er dóttir Harrys Belafonte og hörundsdökk. Hún er orðin sjónvarpsstjama. — Vanessa Willianis var kosin Ungfrú Ameríka 1984 en varð að skila titlinum. Þær eru hörundsdökkar og fallegar og fá loks viöurkenning Naonii frá Fflabeins- ströndinni er ein fag- urra kvenna sem skreyta almanak Pir- elli-fyrirtækisins 1987.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.