Tíminn - 03.03.1987, Síða 7

Tíminn - 03.03.1987, Síða 7
Þriðjudagur 3. mars 1987 Tíminn 7 ÚTLÖND Ertu að byggja upp líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Óskum eftir blað- berum í Hafnarfirði; Kinnahverfi og Álfaskeiði 64-125. Upplýsingar gefur um- boðsmaður í síma 64 11 95. Blaðbera vantar: í Kópavog; Austurbæ og í Tangahverfi í Mosfells- sveit. Garðabæ; Túnin. Hafðu samband, Iíniinn •SIÐUMULA 15 S686300 Svíþjóð: Viðskiptabann á Suður-Afríku Reagan Bandaríkjaforseti: Landsmönnum hans líkar enn vel við hann þótt meirihluti þeirra sé óánægður með frammistöðu hans í forsetastóli Vikuritið Newsweek kannar hugi Bandaríkjamanna: Óánægðir með störf Reagans en líkar samt vel við hann New Yorfc-Reuter Ef marka má nýja skoðanakönnun sem tímaritið Newsweek gekkst fyrir er meirihluti Bandaríkjamanna ó- ánægður með hvernig Reagan forseti hefur staðið sig í embætti sínu. í niðurstöðum könnunarinnar kom nefnilega fram að 53% aðspurðra gáfu Reagan neikvæða umsögn í sambandi við frammistöðu í forseta- stóli. Þeir sem eru óánægðir með störf forsetans nú eru nálægt helmingi fleiri en áður en hneykslismálið í sambandi við vopnasöluna til írans var gert opinbert. Newsweek sagði þó að þrátt fyrir niðurstöðuna virtist sem forsetinn væri enn persónulega vinsæll meðal þjóðarinnar. Fleiri en þrír af hverj- um fjórum sem þátt tóku í könnun- inni sögðu að þeim líkaði vel við forsetann sem persónu. Ennfremur var rúmlega helming- ur aðspurðra á því að stjórn Reagans hefði unnið fleiri góð verk en slæm, sem virðist benda til að Reagans verði í framtíðinni ekki einungis minnst fyrir íranshneykslið. þeirra sem viljað hafa einangra Suð- ur-Afríku efnahagslega og hafa t.d. tekið fyrir allar fjárfestingar í land- inu síðan seint á síðasta áratug. Danska stjórnin ákvað á síðasta ári að koma á fullum efnahagslegum refsiaðgerðum og síðan þá hafa sænsk stjórnvöld verið undir tals- verðum þrýstingi á að korna á slíkum refsiaðgerðum. í Noregi er einnig verið að huga að svipaðri lagasetn- ingu. Samkvæmt heimildum innan iðn- aðarfyrirtækja mun sænski stáliðn- aðurinn , sem er mjög háður inn- flutningi jarðefna frá Suður-Afríku, koma verst út úr væntanlegu við- skiptabanni og einnig nokkur fyrir- tæki sem selja útbúnað og tæki til suður-afríska náma. Rútufarþegar mega ekki ræða stjórnmál Nalróbi-Reuter Eigendur lítilla hópferðabíla í Kenýa hafa bannað stjórnmála- umræður í bílum sínum og hótað að henda hverjum þeim út sem vekur máls á viðkvæmum póli- , tískum málum. Joseph Dheri formaður Matatu bíleigendafélagsins þar í landi sagði að hver sem vildi taka þátt í stjórnmálum og ræða pólitísk málefni gæti gengið í eina stjórn- málaflokk landsins, Afríska þjóðarflokkinn, og látið ljós sitt skína þar. ísrael: Réttarhöldin yf ir Demjanjuk vekja athygli Stokkhólmur-Reuter Jafnaðarmannaflokkurinn í Sví- þjóð gaf í gær ríkisstjórninni leyfi til að koma á einhliða viðskiptabanni á Suður-Afríku. Það var forsætisráð- herra stjórnar jafnaðarmanna Ingv- ar Carlsson sem frá þessu skýrði. Carlsson sagði á blaðamannafundi að flokkur sinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að breyta yrði út frá venjulegri hefð vegna nauðsynar á að berjast gegn kynþáttaaðskilnað- arstefnunni. Sænsk stjórnvöld hafa hingað til aðeins tekið þátt í refsiað- gerðum þeim sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur samþykkt. Ekki er að fullu ljóst hversu víðtækt viðskiptabannið kemur til með að vera og hvenær það mun taka gildi en Carlsson sagði stjórn sína munu ákveða það á næstunni. „Það sem flokkurinn hefur ein- róma samþykkt er jákvætt svar við einhliða sænskum viðbrögðum", Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjöðar: Lokar dyrum á Suður- Afríku. sagði Carlsson við fréttamenn. Svíar hafa lengi verið í fararbroddi Jcrúsulcm-Rcuter Réttarhöldin í Jerúsalem yfir John Demjanjuk, sem sakaður er um að vera einn illræmdasti stríðsglæpa- maður nasista, hafa að vonum vakið mikla athygli í ísrael. í gær var einn áhorfendanna í réttarsalnum enginn annar en Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra og heyrði hann Demjanjuk segja á hebresku við eitt vitnanna: „Þú er lygari". Suður-Kórea: Hetjudáð varð að harmleik Scoul-Rcutcr Skólapilturinn Chung Min-Ho frá Seoul í Suður-Kóreu stökk inn í búr tígrisdýrs til að sýna vinkonum sínum að hann væri kaldur karl. Tígrisdýrinu var brugðið við komu hins óboðna, réðist á Chung og beit hann illa á mörgum stöðum. Atburður þessi átti sér stað í dýragarði Seoulborgar. Einn af vinum Chungs henti trefli inn í búr tígrisdýrsins og manaði hinn 16 ára gamla kappa til að ná í hann. Inn fór Chung en með áðurnefndum afleiðingum. í>að tók temjara tíu mínútur að fá tígrisdýrið til að sleppa bráð sinni. Er það tókst var farið með Chung í sjúkrahús í snarhasti þar sem hann liggur nú illa særður. Vitnið Eliyahu Rosenberg hafði sagt Demjanjuk vera „fvan grimma", illmenni sem pyntaði fanga og stjórnaði útrýmingu gyð- inga í gasklefunum í Treblinka búð- unum í Póllandi. Alls létu 870 þús- und gyðingar lífið í gasklefunum í Treblinka í síðari heimsstyrjöldinni. Demjanjuk, sem fæddur er í Úkraínu, hlustaði á framburð Ros- enberg og umlaði síðan eitthvað á hebresku. Þau orð reyndust vera „Ara shakran" eða „Þú ert lygari“. Þessi orðaskipti áttu sér stað í fyrstu stríðsglæparéttarhöldunum í ísrael síðustu 25 árin, réttarhöldum sem hafa vakið mikla athygli meðal almennings í ísrael og er nú útvarpað beint á tveimur rásum þar í landi. Hinn 66 ára gamli Demjanjuk er fyrrum starfsmaður bílaverksmiðju í Cleveland í Ohioríki í Bandaríkj- unum. Hann var framseldur fyrir ári síðan til ísrael eftir að gögn komu fram sem bentu til að hann væri sjálfur „ívan hinn hræðilegi", Úkr- aínumaðurinn sem beindi kvalar- losta sínum að dauðadæmdum gyð- ingum í Treblinka útrýmingarbúð- unum í Póllandi. Demjanjuk hefur neitað ásökun- um og segist vera tekinn fyrir annan. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.