Tíminn - 03.03.1987, Qupperneq 9
Þriðjudagur 3. mars 1987
Tíminn 9
■1 VETTVANGUR
111111111111'
Guðmundur Jónsson:
Samtakamenn á villigötu
Samtök um jafnrétti milli
landshluta eru nú í sviðsljósinu og
orsökin til þess er sú, að ýmsir
forystumenn samtakanna telja, að
þau hafi ekki náð sýnilegum árangri
í starfi sínu til þessa og þá verði að
reyna nýja leið, stofna stjórnmála-
samtök, sem síðan muni væntan-
lega bjóða fram í alþingiskosning-
unum í vor.
Nú er hyggilegt að skoða þetta
mál frá ýmsum hliðum áður en
ákvörðun er tekin. Þá verður fyrst
að viðurkenna þá staðreynd, að
Samtökin eru stjórnmálasamtök og
þess vegna er aldeilis óþarft að
stofna til nýrra samtaka til að ná
því marki. En er þá rétt eða
vænlegt til árangurs að bjóða fram
til Alþingis undir nýju merki? Um
það hef ég miklar efasemdir.
Þá er í fyrsta lagi mjög óvíst, að
þessi nýi flokkur fái nokkurn
þingmann kjörinn og þá myndu
framboðin frekar verða til skaða
en gagns. Svo eru líka stjórnmála-
samtök nú samtals sjö, sem vænt-
anlega verða með landsframboð í
alþingiskosningunum í vor, og þar
Meö þessari van-
rækslu hafa samtökin
látið mörg góð tækifæri
til nytsamrar umræðu
um landsbyggðarmál
renna sér úr greipum
og einnig vanrækt að
styrkja stöðu þeirra
frambjóðenda, sem
sýna málum lands-
byggðarinnar mestan
skilning.
við bætist sérframboð Stefáns
Valgeirssonar í Norðurlandi-eystra,
svo að tæplega virðist á þetta
bætandi.
Sérframboð Stefáns er bæði áfall
fyrir Framsóknarflokkinn og lands-
byggðina. Um orsök þess, að svo
illa skyldi til takast, vil ég ekki
fullyrða, en líklega eiga þar báðir
aðilar nokkra sök og raunar flokks-
stjórnin líka.
Nú fyllyrða þeir, sem ræða um
framboð nýs flokks, að samvinna
við Stefán um framboð undir sama
merki og hann komi ekki til greina,
því að þá mætti líta svo á, að
framboðin væru klofningsframboð
framsóknarmanna. Nú verður
framboð Stefáns ekki undir merki
Framsóknarflokksins og þá myndi
framboð í öðrum kjördæmum und-
ir sama merki líklega ná einhverj-
um árangri. Þetta er að mínum
dómi eini raunhæfi grundvöllurinn
til að byggja á, og þar sem hann er
ekki til umræðu tel ég, að framboð
á vegum svonefnds Lýðræðisflokks
verði ekki vænleg til árangurs.
En hvað er þá til ráða til að
Samtökin um jafnrétti milli iands-
hluta nái sýnilegum árangri? Á
landsfundi þeirra að Laugarvatni
21. og 22. júní 1986 var samþykkt
svohljóðandi tillaga:
„Landsfundur S.J.L. haldinn að
Laugarvatni 21.-22. júní 1986felur
stjórn samtakanna og fulltrúaráði
að fylgj ast vel með störfum Alþing-
is og taka öll þau þingmál til
nákvæmrar athugunar, sem grípa
inn í meginmarkmið samtakanna,
og scnda frá sér ályktanir um þau.“
Engar fréttir hafa borist af því
að framkvæmdastjórn Samtakanna
hafi unnið samkvæmt þessari til-
lögu. Ég hef að vísu nokkrum
sinnum fengið birtar fréttir af
merkum þingmálum nú í vetur í
Dagskránni á Selfossi, en það er
aðeins lítil viðleitni í þessa átt.
Með þessari vanrækslu hafa
Samtökin látið mörg góð tækifæri
til nytsamrar umræðu um lands-
byggðarmál renna sér úr greipum
og einnig vanrækt að styrkja stöðu
þeirra frambjóðenda, sem sýna
málum landsbyggðarinnar mestan
skilning.
Niðurstaða mín er sú að lokum,
að Samtök um jafnrétti milli
landshluta eigi að starfa áfram á
sama grundvelli en vera þó miklu
virkari í þjóðmálaumræðunni og
nýta þau tækifæri, sem gefast í
kosningabaráttunni, til að styrkja
stöðu þeirra frambjóðenda, sem
hafa sýnt í verki, að þeir standa
vörð um hagsmuni landsbyggðar-
innar.
Kópsvatni, 23. febrúar 1987,
Guðmundur Jónsson.
Ingólfur Davíðsson:
Þjóðlegir siðir í Danaveldi
Það var á árunum 1929-1936.
Stúdentar héldu þá kyrru fyrir í
Kaupmannahöfnájólunum. Engar
flugferðir og skip voru lengi á
leiðinni milli landa. Menn höfðu
heldur ekki efni á slíku ferðalagi í
þá daga. Við heimsóttum hver
annan, fengum öl, eða kaffi hjá
þeim sem höfðu aðgang að eldhúsi.
Komum þá stundum með kaffi-
brauð o.fl. til samskotamáltíðar.
Sumir dvöldu hjá fjölskyldum sem
þeir þekktu. Ég var t.d. öll mín
Hafnarjól á heimili Þórunnar og
Jóns Helgasonar prófessors, og
svo var um fleiri. Sumir hlýddu
messu, einkum hjá séra Hauki
Gíslasyni, sem söng og tónaði svo
af bar.
Jafnan komu stúdentar eldri og
yngri saman á Þorláksmessu að
blóta heilagan Þorlák. Var þá ríku-
lega á borð borinn rammíslenskur
matur og ekki skorti veigarnar.
Hangikjöt og harðfisk fengum við
í félagi heiman frá íslandi. Stund-
um einnig kæfu o.fl. Þetta voru
karlasamkomur, konum bannaður
aðgangur, enda var enginn kven-
stúdent íslenskur við nám í Höfn á
þeim tíma. Ein undantekning var
gerð. Helga Sigurðardóttir, síðar
skólastjóri Húsmæðrakennara-
skólans, fékk að vera með, vegna
þess að hún bauðst til að stjórna
matreiðslu. Og hún kom með ljóm-
andi fallega útskorið laufabrauð,
svo einum varð að orði:
„Laufabrauðið er listavel skorið,
laufflétturrninna ágróandi vorið. “
Danskir blaðamenn komu á
þetta Þorláksblót og tóku margar
myndir. Sögðu síðan frá í blöðun-
um og birtu m.a. laufabrauðs-
myndir. Helstu ræðumenn á Þor-
láksblótunum voru Jón Helgason
og Björn Karcl, en vitanlega tóku
fleiri til máls. Mikið var jafnan
sungið; stundum flutt kvæði.
Þorláksmessuþula (Sennilega 1933
eða 1934)
Frónbúar flykkjast saman,
flétta sér Þorláksgaman;
stundin er helguð honum,
harðlega aðgangur bannaður
konum!
Kjöt og kátína á borðum
kastast á fleygum orðum.
- Frá Hæli kom skeiðandi
glóhærður Gísli,
gróinn í músik og fornleifasýsli.
Kristjánsson mælirfram mergjaðar
sögur,
meðan á könnunni endist lögur!
Torfi skartar með skrautlegu bindi,
skógardraumur er Hákonar yndi.
Jakob í glúntunum tekur tóninn,
tryggðaskál drukkin og kallað á
þjóninn.
Glösum klingja þeir Skefill og
Skúfur,
Skúli var„kollega"nýgiftur, Ijúfur.
Ingólfur hægur, Björnsson
borgfrægur.
Guðmundur illi og Guðmundur
góði,
Gestur með ljóðkrydd í dýrum
sjóði.
Norðfjörð kátur og Karel spakur,
Klemenz, sem aIdrei sást vitund
„rakur“.
- Sigurð dreymir eld og ösku,
aldir ber í sinni tösku. -
Heillaskaup hljóti Haukur og Tóti,
Kristján knattslyngi, knár á
bjórþingi,
Brynki glaumgóði, Gústaf
taflfróði.
- Höllum stút hlíti Hjörturinn
hvíti. -
Albert hcima í ýmsum fræðum,
aftur rykföllnum skellti skræðum.
Ólafur vildi engum lúta;
leysti seinna lagahnúta.
- Kristinn Péturs, kjarnamaður,
karlinn sá er fjölþáttaður.
Heggur stein og málar myndir,
margoft reiknar læknasyndir!
Úr Karels munni rennur ríma,
réttu mér handrit við að glíma!
Um heiðin jafnt og heilög fræði
Helgasonur kvað í næði. -
Margir í þulunni urðu þjóðkunn-
ir menn, en þar sem langt er um
liðið skulu gefnar nokkrar skýring-
ar: Gísli Gestsson vann lengi á
Þjóðminjasafninu. Kristjánsson
Sverrir sagnfræðingur. Torfi Ás-
geirsson hagfræðingur. Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri. Jakob
Benediktsson, alkunnur fræðimað-
ur. Skefill, Gunnar Björnsson
sendiráðsfulltrúi, frá Skefilsstöð-
um. Skúfur, Ásmundur skáld frá
Skúfsstöðum. Skúli Þórðarson
sagnfræðingur. Ingólfur Davíðsson
grasafræðingur. Björnsson, Gunn-
ar Björnsson fyrrnefndur. Hann
vann hjá konungsritara á námsár-
unum og kölluðum við hann þriðja
mann frá kóngi! Guðmundur illi,
Guðmundur Guðmundsson trygg-
ingafræðingur. Guðmundur góði,
Guðmundur Kjartansson jarð-
fræðingur. Kallaðir svo til aðgrein-
ingar. Gestur Ólafsson kennari.
Norðfjörð, Agnar hagfræðingur og
heildsali. Karel, Björn Karel Þór-
ólfsson fræðimaður. Klemenz
Tryggvason hagstofustjóri. Sigurð-
ur Þórarinsson jarðfræðingur.
Haukur Oddsson, nam stærðfræði,
dó ungur. Tóti, Þórarinn Bene-
diktsson. Kristján Kristjánsson,
vann lengi hjá Bæjarútgerð Reykj-
avíkur. Brynki, Brynjólfur
Björnsson. Vann lengi hjá síman-
um. Gústaf Adólf Ágústsson
endurskoðandi í Reykjavík.
Hjörturinn hvíti, Hjörtur Hall-
dórsson kennari. Albert Sigurðs-
son fjölfræðingur, kennari. Olafur
Björussou hagfræðiugur. Kristinn
Pétursson málari. Karel, Björn
Þórólfsson. Helgasonur, Jón
Helgason prófessor í Kaupmanna-
höfn.
Það var sannarlega glatt á hjalla
í Þorláksblótunum og margs að
minnast.
Þétt voru drukkin Þorláksminni,
þá uppljúkast hugarkynni.
Anga blóm í eðalsinni,
úrigum vaxa hníflar og horn!
Þá gengur fram prófessor
glettinn á svip,
gamansöm þylur kvæði,
og Blöndal minn syngur við
gítarsins grip,
góð eru skæðin bæði
- Þeir ávaxta íslensk fræði.
(Prófessor Jón Helgason, Blöndal
Sigfús bókavörður og orðabókar-
höfundur).
Hefurðu átt þér Hafnarjól,
horft á dvínandi vetrarsól
gylla hafþökin grænu?
íslenskur maður í útlendri borg,
enn leitar hugur á gömul torg,
siglir á svifléttri kænu.
BÆKUR
Bllllí
Skrýtlukenndar smásögur
Sigurður Helgi Guðmundsson:
Flísar úr auga bróður míns,
Bókautgáfan Rauðskinna,
Hafnarfirði, 1986.
Sigurður Helgi Guðmundsson
prestur í Víðistaðasókn í Hafnarfirði
sendi frá sér smásagnasafn fyrir
nokkru, sem ber nafnið Flísar úr
auga bróður míns. Nafnið vísar
vitaskuld til Biblíunnar; það vekur
við fyrstu sýn þá hugmynd að hér sé
verið að fjalla um ávirðingar og
syndir þess fólks sem sögurnar fjalla
um. Samkvæmt því mætti eiga von á
að hér væri á ferðinni bók full af
ádeiluverkum, trúlega í kenni-
mannslegum anda.
Þegar bókin er lesin kemur hins
vegar í ljós að svo er alls ekki. I
henni eru ellefu smásögur, allar
stuttar og komast raunar fyrir á
rúmum 70 síðum, sem þó fara tölu-
vert margar undir myndir. Einkenni
þessara sagna er fyrst og fremst
gamansemi sem þar er hvarvetna
ríkjandi. Og þær eru allar svo stuttar
að nærri liggur að segja megi að þær
séu af ætt þess sem við köllum
venjulega skrýtlur.
Þá gætir þarna verulegrar tilhneig-
ingar til að velja að söguefni fólk
sem á einhvern hátt er utangarðs í
þjóðfélaginu, vegna fátæktar, ein-
feldni, menntunarleysis, sjúkdóma,
nema allt þetta fari saman. Viðhorf
höfundar til þessara persóna er í
heildina litið mótað af samúð. Því
fer fjarri að hann grípi til þess, sem
er algengt einkenni á íslenskri
fyndni, að gert sé gys að sögupersón-
um, þær lítillækkaðar, gerðar hlægi-
legar í eymd sinni eða að sögumaður
upphefji sjálfan sig á þeirra kostnað.
í þessum mannlýsingum tekst
honum alloft nokkuð vel til. Ég
nefni sem dæmi upphafssögu bókar-
innar sem heitir þvf sérkennilega
nafni Jón hcitinn lifandi. Líka má
benda á aðra sem heitir Fjósi og
hjólbörurnar, og er þar lýst manni
sem er svo mikill einfeldningur að
trúa því að tvær hjólbörur geti eðlað
sig saman og getið af sér nýjar
hjólbörur sem afkvæmi. Líka má
nefna í þessu vetfangi sögurnar Mað-
urinn á tröppunum og Svart eða
bjart?, þar sem af lofsverðri nær-
færni er fjallað um utangarðsmenn í
samfélagi okkar hinna.
Öllu miður tekst til í sögunni
Forstjóraraunir, þar sem skotið er
yfir markið og úr verður einungis
ódýr brandari. Líka er þarna sér-
kennileg saga sem heitir Kistusmíði;
þar er höfundur með góða hugmynd
sem töluvert mikið meira hefði mátt
gera úr með markvissri úrvinnslu.
Það verður að segjast eins og er að
í þessar sögur vantar þann metnað
og þá kröfuhörku sem jafnan verður
að liggja að baki góðum bókmennt-
um. Þetta eru smellnar gamansögur,
og vissulega vel læsilegar sem slíkar.
Hins vegar er ekki sjáanleg þarna
nein alvarleg tilraun til þess að lyfta
þeim upp á það plan að úr verði
marktækur skáldskapur.
Bjarni Jónsson hefur myndskreytt
bókina með smellnum og vei gerðum
skopteikningum. Frágangur bóka-
rinnar að öðru leyti er einnig góður.
-esig
Séra Sigurður Helgi Guðmundsson.