Tíminn - 03.03.1987, Side 16
16 Tíminn
Félagsmálafulltrúi
Ólafsvíkurkaupstaður auglýsir stöðu félagsmála-
fulltrúa lausa til umsóknar. Um er að ræða nýja
stöðu á vegum bæjarins og er um að ræða 1/2 dags
starf. Laun samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B..
Leitað er eftir einstaklingi með reynslu á sviði
félagsmála.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma
93-6153.
Afgreiðslugjaldkeri
Óskum að ráða starfskraft í stöðu afgreiðslugjald-
kera á bæjarskrifstofu Ólafsvíkurkaupstaðar. Um
er að ræða 1/i dags stöðu og eru laun samkvæmt
kjarasamningum B.S.R.B.. Við leitum að dugleg-
um starfskrafti með viðskiptamenntun og reynslu
í skrifstofustörfum. Allar nánari upplýsingar veitir
bæjarstjóri í síma 93-6153.
Bæjarstjórinn í Ólafsvík.
Vinningstölurnar 28. febrúar 1987
Heildarvinningsupphæð: 5.029.253,-
1. vinningur var kr. 2.519.663,-
Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann
yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti.
2. vinningur var kr. 753.936,-
og skiptist hann á 417 vinningshafa, kr. 1.808,-
á mann.
3. vinningur var kr. 1.755.654,- og skiptist á
9439 vinningshafa, sem fá 186 krónur hver.
Uppl. sími:
685111
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavíkur er að fara af stað með lokað útboð á
smíði og uppsetningu á vinnubúðum á Nesjavöllum.
Þeir bjóðendur sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði
þessu skulu leggja inn nafn og símanúmer á skrifstofu
vora fyrir 7. mars n.k., ennfremur liggja frammi til sýnis
á skrifstofu vorri útboðs og verklýsing ásamt teikningum
á verkinu til og með sama tíma.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR.
Frikirltjuvagi 3 — Simi 2S800
ÉE Sjúkraliðar og
B aðstoðarfólk
Óskast til starfa nú þegar og til afleysinga í sumar,
sveigjanlegur vinnutími - lifandi starf. Upplýsingar
gefur hjúkrunarforstjóri í síma 91-29133 frá kl.
8-16.
Vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar
+
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma
Erla Þórdís Jónsdóttir,
dó í Borgarspítalanum 28. febrúar sl.
Helgi Kolbeinsson
Alexander Valdimarsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Þórunn Valdimarsdóttlr, Lilja Valdimarsdóttir,
T rausti Valdimarsson, Vala Valdimarsdóttir,
Ásdís Valdimarsdóttir,
Tengdabörn og barnabörn.
Fréttabréf inn mélefni aldraéra
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
hefur nú sent frá sér 4 fréttabréf til
aldraðra Reykvíkinga, en byrjað var að
senda út slt'k bréf á sl. ári.
Fréttabréf um málefni aldraðra eru
send öllum íbúum Reykjavíkurborgar,
67 ára og eldri og hafa margir aldraðir
látið í Ijós þakklæti fyrir fréttabréfin.
1 fréttabréfi þessu er fjallað um réttindi
aldraðra og ýmis hlunnindi sem veitast
öldruðum Reykvíkingum en í ljós hefur
komið að fjölmargir aldraðir vita ekki um
ýmiskonar réttindi sem þeir hafa.
Ennfremur er sagt frá því að höf-
uðstöðvar félags- og tómstundastarfs ald-
raðra hafa nú flust frá Norðurbrún 1 yfir
í nýja félags- og þjónustumiðstöð í
Hvassaleiti 56-58, V.R.-húsið.
Helena Halldórsdóttir sem hefur verið
yfirmaður félagsstarfsins lætur nú af þeim
störfum en sinnir áfram störfum sem
forstöðumaður í Norðurbrún 1, en Anna
Þrúður Þorkelsdóttir hefur nýlega verið
ráðin sem yfirmaður félagsstarfs aldraðra
hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg-
ar.
Reykjavíkurborg rekur nú opið félags-
starf fyrir aldraða á 8 stöðumí borginni.
9. félagsmiðstöðin í Bólstaðahlíð 41-45 er
tilbúin undir tréverk og verður væntan-
lega tekin í notkun í haust og fyrir
skömmu hófust byggingaframkvæmdir
við 10. félags- og þjónustumiðstöð
aldraðra á horni Vesturgötu og Garða-
strætis.
Það er ellimáladeild Félagsmálast.
Reykjavíkurborgar sem hefur staðið að
útgáfu fréttabréfsins og er hún til húsa í
Tjarnargötu 11.
Deildarfulltrúi deildarinnar er Anna S.
Gunnarsdóttir en deildarstjóri er Þórir S.
Guðbergsson.
Sigurður Eyþórsson, listmálari.
Sigurður Eyþórsson
í Gallerí Gangskör
Laugardaginn 28. febr. opnaði Sigurð-
ur Eyþórsson, listmálari, sýningu í Gall-
erí Gangskör, Amtmannsstíg 1 (Torf-
unni). Það er hans fimmta einkasýning.
Sýndar verða um 25 myndir alís, olíu-
málverk, rauðkrítarmyndir, eggtempera-
olíu málverk, portrét og teikningar.
Opið verður alla virka daga frá kl.
12-18 og um helgar kl. 14-18 samtals 3
helgar að sunnudeginum 15. mars með-
töldum.
Dostoévskí-myndir
endursýndar IMÍR
Vegna mikillar aðsóknar og áskorana
verða Dostoévskí-myndirnar, sem sýnd-
ar voru tvo síðustu sunnudaga í bíósal
MÍR að Vatnsstíg 10, endursýndar. „Fá-
vitinn“, sovésk kvikmynd gerð 1958 eftir
samnefndri skáldsögu Fjodors Dostoév-
skí var sýnd sunnudaginn 1. mars kl. 16
og „26 dagar í lífi Dostoévskís" verður
sýnd sunnudaginn 8. mars kl. 16. Skýring-
artextar með myndunum á íslensku. Að-
gangur að kvikmyndsýningum MÍR er
ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm
leyfir.
Árshátíð Breið-
firðingafélagsins
Árshátíð Breiðfirðingafélagsins verður
haldin í Risinu, Hverfisgötu 105 laugar-
daginn 7. mars og hefst kl. 19.00. Veislu.
stjóri verður Auður Edda Jökulsdóttir.
Á dagskrá verður: Ávarp formanns,
borðhald, kvartettinn „Dalakútar" syng-
ur og Jóhannes Kristjánsson fer með
gamanmál. Tríó Þorvaldar og Vordís
leikur.
Aðgöngumiðar verða seldir á Hverfis-
götu 105 þriðjudaginn 3. og miðvikudag-
inn 4. mars kl. 17.00-19.00. Miða má
panta í síma 4 24 92.
Almanakshappdrætti
Þroskahjálpar
Almanakshappdrætti Landssamtak-
anna Þroskahjálpar. Vinningurinn í
janúar kom á nr. 4487 og vinningurinn í
febrúar á nr. 10496.
FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N
Vélsmiðja 200 Kópavogur
Járnsmíði - Viðgerðir lceland Tel 91-641055
Vélaviðgerðir - Nýsmíði
Óska eftir að kaupa
notaðan Trioliett heymatara, má vera bilaður.
Upplýsingar í síma 96-31172 eftir kl. 19.00.
Þriðjudagur 3. mars 1987
Ljóðakvöld í Djúpinu
í kvöld. þriðjudaginn 3. mars verður
ljóðakvöld í Djúpinu, Hafnarstræti 15 oa
hefst það kl. 20.30.' Þar lesa úr nýjum
verkum sínum nokkur Ijóðskáld.
Slík Ijóðakvöld eru haldin fyrsta
þriðjudag hvers mánaðar á sama stað og
eru allir velkomnir að sækja þau og hlýða
á upplesturinn. Á meðan geta menn notið
veitinga sem staðurinn hefur upp á að
bjóða.
Oddur Björnsson, básúnuleikari.
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld.
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Oddur Björnsson leikur einleik
í verki eftir Atla Heimi
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is-
Iands í Háskólabíói á fimmtudagskvöld
mun sveitin flytja verkið Júbílus, konsert
fyrir básúnu og blásarasveit, eftir Atla
Heimi Sveinsson, tónskáld. Þar mun
Oddur Björnsson, básúnuleikari, leika
einleik með sveitinni og einnig í verki
Svíans Lars-Eriks Larsson, Consertino
fyrir básúnu og strengjahljómsveit. Önn-
ur verk á efnisskrá Sinfóníunnar að þessu
sinni verða Sinfónía nr. 2 eftir Franz
Schubert og Capriccio Italien eftir Tsja-
íkofskí.
Verk Atla Heimis Sveinssonar, Júbí-
lus, var samið árið 1983 fyrir Kammer-
blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri,
en birtist nú í aukinni og endurbættri gerð
m.a. að viðbættu slagverki og tónbands-
upptökum.
Einleikarinn, Oddur Björnsson, lauk
prófi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík
árið 1981, fór þá til Bandaríkjanna til
frekara náms í New England Conservat-
ory of Music í Boston og lauk B.M.-prófi
úr þeim skóla vorið 1985. Þá um haustið
var hann ráðinn fyrsti básúnuleikari Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og hefur gegnt
því starfi síðan.
Stjórnandi tónleikanna á fimmtudags-
kvöld verður Páll P. Pálsson.
2. mars 1987 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar....39,170 39,290
Sterlingspund.......60,949 61,135
Kanadadollar........29,388 29,478
Dönsk króna........... 5,6954 5,71280
Norsk króna........... 5,6259 5,6431
Sænsk króna........... 6,0743 6,0929
Finnskt mark.......... 8,6755 8,7021
Franskur franki...... 6,4477 6,4675
Belgískur franki BEC „ 1,0369 1,0400
Svissneskur franki....25,5129 25,5911
Hollenskt gyllini....19,0035 19,0617
Vestur-þýskt mark....21,4636 21,5294
ítölsk líra........... 0,03018 0,03028
Austurrískur sch...... 3,0518 3,0612
Portúg. escudo........ 0,2774 0,2783
Spánskur peseti....... 0,3047 0,3056
Japanskt yen.......... 0,25535 0,25613
írskt pund...........57,2470 57,4220
SDR þann 27.02 .......49,5689 49,7206
Evrópumynt...........44,3953 44,5313
Belgískur fr. fin..... 1,0266 1,0297
Samt. gengis 001-018 „290,20913 291,09711