Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 Reykjavík og nágrannabæir Ungt fólk ílyst til Reykjavíkur - hugsanleg ástæða skortur á fjölbýlishúsum í nágrannabæjum Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi: Ætla að þrýsta á heil- brigðiskerfi - og dómskerfi og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir Eru þeir sem flúðu frá Reykjavík til nágrannabæjanna vegna skorts á einbýlishúsalóðum á árum áður nú að skila afkomendum sínum til baka til borgarinnar vegna skorts á fjölbýlishúsaíbúðum í nágranna- bæjunum? Af ungu fólki í landinu á þeim aldri sem yfirleitt býr enn í for- eldrahúsum (16-18 ára) búa aðeins rúmlega 30% í Reykjavík, en af 25 ára fólki eru tæplcga 40% með lögheimili í Reykjavík. í nágranna- sveitarfélögunum snúast hlutföliin alveg við - þar búa um 20% af unglingum landsins, en aðeins inn- an við 16% af 25 ára fólkinu. Hlutfall Rcykjavíkur af heildar- íbúafjölda er um 37% en nágr- annabæjanna tæplega 18%. Á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi-vcstra og Austfjörðum eru hlutföll af 16-18 ára aldursárgöngum og 24-25 ára árgöngunum aftur á móti svipuð. Hins vegar virðist nokkur hluti eldri hópsins farinn frá Norðurlandi-eystra og af Suður- landi, þó ekki séu hlutföllin þar jafn „óhagstæð'1 og í nágrannabæj- um Reykjavíkur. Þær tölur sém hér er vitnað til er að finna í Hagtíðindum Hagstof- unnar og miðast við árið 1985. Ástæður þessa mikla hlutfallslega misræmis milli búsetu framan- greindra aldursárganga geta sjálf- sagt verið ýmsar. En vitað er að í nágrannabæjunum, að Kópavogi einum undanskildum, hefur lítið og sumsstaðar nær ekkert vcrið byggt af fjölbýlishúsa- eða öðrum litlum íbúðum scm helst eru við- ráðanlegar ungu fólki sem er að halda út á fasteignamarkaðinn til kaupa á sinni fyrstu íbúð. Ekki er því ólíklegt að hluti unga fólksins í þcssum sveitarfélögum sjái sér þann kost vænstan að leita á fast- eignamarkaðinn í Reykjavík - þar sem það gæti nú m.a. verið að kaupa íbúðirnar sem foreldrar þess seldu á sínum tíma þegar þeir fóru út í einbýlis- og raðhúsabygg- ingarnar í nágrannabæjunum. -HEI Samtök gegn kynferðislegu of- beldi er um þessar mundir að fara af stað með þjónustu við fólk sem hefur orðið fyrir kynferðislegu of- beldi. Rúmur mánuður er síðan samtök þessi voru stofnuð en samtökin hafa nú leigt skrifstofu í Hlaðvarpanum og er starfsmaður samtakanna þar hálfan daginn. Fólk getur hringt eða komið á skrifstofuna og fengið upp- lýsingar eða aðstoð varðandi þessi mál. Samtökin munu ekki vinna meðferðarstarf heldur hjálpa þeim sem snúa sér til samtakkanna að leita sér sérhæfðrar hjálpar. Unnið verður í anda barnaverndarlaga og ætla samtökin að beita sér fyrir því að barnaverndarnefnd taki á hverju ofbeldistilfelli fyrir sig, þegar um ræðir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum innan heimilis. Samtökin ætla að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með upplýs- ingaöflun og miðlun til almennings. Símanúmer Samtakanna er 623545. -ABS Kröflugarðar: Eljagangur fyrstu daga sumars: Norðurverk með lægsta tilboðið - buðu tæpar 9,3 milljónir sem var mjög nálægt kostnaðaráætlun Landsvirkjunar Norðurverk átti lægsta tilboðið sem barst Landsvirkjun til að byggja varnargarða við Kröfluvirkjun. Norðurverk bauð tæpar9,3 milljónir í heildarverkið. Níu verktakar gerðu tilboð í vcrk- efnið og var hæsta tilboðið 21,5 milljónir. Önnur tilboð voru allt þar á milli að sögn Agnars Ólscn hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun hafði áætlað að kostnaður viö fyrsta áfanga varnargarðanna við Kröflu sem boðnir.voru út að þessu sinni myndi vcra um 9,4 milljónir króna. Ekki vcröur endanlega ákveðið hvaða verktaki fær verkið þótt Norðurverk hafi átt lægsta tilboðið en búist cr við að ákvörðun um það liggi fyrir á morgun. Þeir verktakar sem buðu í verkið voru auk Norðurvcrks, Arnardalur sf. Reykjavík, Hagvirki í Hafnar- firði, Suðurverk á Hvolsvelli, Ellert Skúlason í Keflavík, Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða á Selfossi, Sniðill hf. í Mývatnssvcit, Jarðverk sf. í S-Þingeyjarsýslu og Ýtan sf. á Akureyri. Áætlað er að framkvæmdir við þennan fyrsta áfanga strax og tilboði hel'ur verið tekið, eða nú um mán- aðamótin. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 15. júlí. ABS 11 VEIÐIHORNIÐ Silungsveiðin byrjar 1. maí - í flestum vötnum Silungsveiðar hefjast að nafninu til þann I. maí. Þó svo að lög um silungsveiðar segi að heimilt sé að hefja veiðar 1. apríl er lítið um að menn reyni við silung fyrr en í byrjun maí. Iðulcga er mikið við að vera við Elliðavatn í grennd við Reykjavík fyrsta dag veiðitímans. Fjölmargir veiðimenn „bleyta í fær- unum“ eftir veturinn. Ekki tókst að afla upplýsinga um verð á veiðileyf- um í Elliðavatni. Ekki hefur verið ákveðið verð á leyfum í Þingvalla- vatni, og þar af leiðandi ekki heldur í Úlfljótsvatni. en verð í þessum tveimur vötnum hefur oftast haldist í hendur. Fundur verður haldinn í veiðifélagi Þingvallavatns fljótlega upp úr mánaðamótum, þar sem verðið verður ákveðið. Sæbjörn Björnsson bóndi á Úlf- ljótsvatni sagði í samtali við Tímann í gær að fyrstu veiðimennirnir færu sennilega að láta sjá sig strax eftir mánaðamót. „Vötn og veiði“ Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér áttunda bindi af „Vötn og veiði". þar sem fjallað er um veiðimöguleika í hverjum lands- fjórðungi fyrir sig. Áttunda bindiö lokar hringnum um landið í annað skiptið og hefur Ilinrik A. Þórðar- son, sem tekur saman ritið, nú einbeitt sér að lítt þekktari veiði- stöðum á Suðurlandi og Austur- landi. Alls er minnst á 35 veiðistaði í bókinni og gerð grein fyrir þeim. Kort er birt af hverju veiðisvæði og fjarlægð getið. Bent er á hvort og þá hvar hægt er að kaupa veiðileyfi í viðkomandi veiðivötn. Höfundur segir í formála sínum að nú sé lokið skráningu á á fimmta hundrað silungsám og vötnum, en sé þó aðeins lokið um þriðjungi þess verkefnis. Umsjón Eggert Skúlason SNJOLETT SUMAR Margir hafa sett upp fýlusvip, fyrstu daga sumars. Éljagangur hefur verið víða og veröur svo í dag og jafnvel á morgun, en þá fáum við norðan átt fram yfir helgi. Tíminn eins og aðrir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að sumarið sé komið. Síðan gerir éljagang í stað sólskinsins sem landsmenn vonuð- ust eftir. Tíminn hafði samband - segja veöurfræöingar við Eyjólf Þorbjörnsson veður- fræðing og spurði hann hvort ein- hver spá væri fyrirliggj andi um komandi sumar. hvort von væri á áframhaldandi éljagangi. „Þetta verður snjólétt sumar,“ sagði Eyjólfur. „Þetta er ekkert óvenjulegt á þessum tíma árs og við getum átt von á éljum allt fram í miðjan maí, jafnvel lengur. Fólk tekur cinfaldlega frekar cftir þcssu núna þegar veturinn hefur verið okkur jafn góður og raun ber vitni,“ sagði hann. Það er köld lægð á Grænlands- hafi sem pundar á okkur þessum éljum, en eftir að dagar hennar eru taldir vonast menn eftir betri tíð með blómum í haga. Frá Elliðavatni 1. maí í fyrra. Þá voru menn heppnir með veður. Tímamynd: Eggcrt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.