Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 30. apríl 1987 Hjónabönd sem endast og endast -finnast líka í Hollywood “Það verður að sýna mikla skapfestu í Hollywoodhjónabandi,“ segir Jolanda Quinn sem er búin að vera gift Anthony í 22 ár. Larry og Maj Hagman hafa þolað saman súrt og sætt í yfir 30 ár og hafa hugsað sér að halda þvi áfram. Fátt virðist vera merkingar- lausara og endingarlausara í Holly- wood en hjónaband. Slúðurdálkar blaða eru endalaust fullir af frétt- um af hjónaskilnuðum og nýjum hjónaböndum hárra sem lágra í kvikmyndaborginni. Það þykir minna fréttnæmt að segja frá hjónaböndum sem endast og end- ast - jafnvel í Hollywood. Það er skiljanlegt að mikið reyni á hjónabönd og heimilislíf í kvik- myndaheiminum. Vinnudagarnir eru langir og strangir, þar er á ferðinni fallegt og föngulegt fólk og tilfinningar sem tjáðar eru eru heitar og hugsunarlausar. Það hlýt- ur að vera meira en lítið erfitt að koma heim til hversdagslegs maka og venjulegra barna eftir slíkan tilfinningastorm og freistingar sem starfið hefur í för með sér. Oft er líka rokið í hjónabandið án mikill- ar umhugsunar-og skilnaðinn líka án mikillar umhugsunar. Mel Brooks og Anne Bancroft eiga langt hjónaband að baki og virðist enginn brestur í því. Hann segir: Mér er það hrein ráðgáta hvernig svona glæsileg kona getur umborið svona Ijótan karl í svona langan tíma! Maj og Larry Hagman (JR í Dallas) hafa verið gift í meira en 30 ár. Maj er sænsk að uppruna og hefur aldrei látið kvikmyndirnar slá glýju í augun á sér. Hún hefur hins vegar ekki látið dyntina í manninum sínum slá sig út af laginu í öll þessi ár sem hún segir að hafi hreint ekki verið árekstra- laus á heimilinu. En „Larry hefur aldrei enn sem komið er orðið fyrir slíkum freistingum að það hafi hvarflað að honum að yfirgefa mig og börnin okkar tvö. Heimilið er honum dýrmætara en það,“ segir hún. Anthony Quinn veit að vísu hvað skilnaður er. Hann yfirgaf fyrri konu sína Kathryn og fjögur börn þeirra eftir langt hjónaband og giftist núverandi konu sinni, Jolanda, árið 1965. Lífsreynslan Sean Connery giftist Michcline 1974 og átti þá aðirakreinn skilnað. Síðan hefur hann ekki litið tvisvar á aðra konu. hefur kennt honum (hann er orð- inn 72ja ára) að flestir eigi eitt misheppnað hjónaband að baki. Enda geri flest ungt fólk sömu vitleysuna, það hlýði frekar hjar- tanu en heilanum. En hjónaband nr. 2 eigi góða möguieika. „Fólk verður þá að hugsa sig vel um og gera sér grein fyrir hvernig sam- bandið standist þegar erfiðleikar berja að dyrum,“ segir hann. Jill Ireland valdi rétt þegar hún Charles Bronson leikur hörkutól í kvikmyndunum en í hjónabandinu með Jill Ireland er hann Ijúfur eins og lamb. giftist Charles Bronson 1968 en þá átti hún mislukkað hjónaband að baki. Prófsteinninn á þeirra hjóna- band var þegar Jill fékk krabba- mein í brjóst og nema varð það burt 1968. „Okkar hjónaband stendur traustari fótum eftir það áfall,“ segir hún. Það eru sem sagt líka til end- ingargóð hjónabönd í Hollywood þó að sjaldan sé sagt frá þeim í fréttum. Fimmtudagur 30. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 Morgunvaktin. - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guöni Kristjánsson. Fréttireru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.03 Morgunstund barnanna: „Antonia og Morgunstjarna" eftir Ebbu Henze. Steinunn Bjarman þýddi. Þórunn Hjartardóttir les (9). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Guðjón S. Brjánsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi" eftir Er- ich Maria Remarque. Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (7). 14.30Textasmiðjan. Lög við texta eftir Tólfta september. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Umsjón: Sverrir Gauti Di- ego. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. Ensk svíta í d moll eftir Johann Sebastian Bach. Gísli Magnússon leikur á píanó. b. „Funérailles" og Konserttet- ýða nr. 2 í f moll eftir Franz Liszt. Halldór Harldsson leikur á píanó. 17.40Torgið - Menningarstraumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói 25. þ.m. Stjórnandi: Arthur Weisberg. a. Myrkraverk eftir Oliver Kentish. b. Karnival í Róm eftir Hector Berlioz. c. Sinfónía nr. 5 eftir Gustav Mahler. Kynnir: Jón Múli Ámason. 21.40 „Hænan“, smásaga eftir Mercé Rodove- da. Hólmfríður Matthíasdóttir þýddi. Ari Matthí- asson les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Þeir deyja ungir...“ Þáttur um þýska skáld- ið Karl Georg Buchner. Umsjónm: lllugi Jökuls- son. 23.00 Kvöldtónleikar. a. Píanósónata í B-dúr op 106 eftir Felix Mendelssohn. Rena Kyriakou leikur. b. Strengjakvartett nr. 1 í D-dúreftir Pjotr Tsjaíkovskí. borodin kvartettinn leikur. c. Divert- imento í B-dúr K. 317 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hátíðarhljómsveitin í Luzern leikur; Rudolf Baumgartner stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengdum rásum til 00.10 Næturútvarp. Snorri Már Jónsson stendur vaktina. 6.00 í bítið Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 9.05Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir tímar á vinsældalistum, tónleikar um helgina verðlaunagetraun og Ferðastundin með Sigmari B. Haukssyni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergs- son og Georg Magnússon kynna og leika vinsælustu lögin. 20.30 í gestastofu. Sonja B. Jónsdóttir tekur á móti gestum. 22.05 Nótur að norðan frá Ingimar Eydal. (Frá Akureyri) 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. -00.10 Næturútvarp. Hreinn Valdimarsson stendur vaktina til morguns. 02.00 Á frívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna (Endurtekinn þáttur frá mánudagsmorgni, þá á rás 1). Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00,12.20,15.00,16.00 og 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar. 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á Markaðstorgi svæðisútvarpsins. Umsjón: Þór- ir Jökull Þorsteinsson. Föstudagur 1. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. Fjórtándi þáttur. Sögu- maður Örn Ámason. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. Fyrsti þáttur. Nýr teiknimyndaflokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.15 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkom. Umsjónarmenn Guðmundur Bjarni Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guð- rún Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Berg- þórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1987. Lögin í úrslitakeppninni. Kynnir Kolbrún Halldórsdóttir. 21.00Göngum í reyklausa liðið. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 21.10 Landsmót íslenskra lúðrasveita 1986. Svipmyndir frá landsmóti i Reykjavik í fyrra. Sveitirnar flytja nokkur lög í Langholtskirkju og Laugardalshöll. 21.30Mike Hammer Tólfti þáttur í bandarískum sakamálamyndaflokki. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 22.25 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.55 Seinni fréttir. 23.05 María Skotadrottning 01.15 Dagskrárlok. ^STÖÐ2 Fimmtudagur 30. apríl 17.00 Myndrokk. 18.00 Knattspyrna. 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu í síma 673888. 20.25 Ljósbrot. Valgerður Matthíasdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna og stiklar á helstu viðburðum menningarlífsins. 21.05 Morðgáta. (Murder She Wrote) Bandarískur sakamálaþáttur með Angela Lansbury í aðal- hlutverki.___________________________________ 21.50 Af bæ í borg (Perfect Strangers). Banda- rískur gamanþáttur. 22.15 Tilgátan (Nosenko). Bandarísk sjónvarps- mynd með Tommy Lee Jones, Josef Sommer, Ed Lauter og Oleg Rudnik í aðalhlutverkum. Þrem mánuðum eftir morðið á John F. Kennedy er Warren rannsóknarnefndin að kanna allar mögulegar tilgátur og samsæriskenningar. Var Lee Harvey Oswald einn að verki eða voru þeir fleiri? KGB maðurinn, Vuri Nosenko lekur upplýsingum sem nefndinni finnst ástæða til að kanna nánar. 23.45 Charley Hannah (Charley Hannah). Banda- rísk sjónvarpsmynd með Robert Conrad, Red West, Shane Conrad og Joan Leslie í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Peter Hunt. Þrautreyndur lögreglumaður veitir þrem afbrotaunglingum eftirför. * 01.15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. apríl 7.00- 9.00 Á fætur mcó Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundið, opin lína, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.00-14.00Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj- unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Ástu, hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Anna Björk Birgisdóttirá Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00-21.30 Jónína Leosdóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30-23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir getraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. Fréttatengt efni og þægileg tónlist í umsjá Karls Garðarssonarfréttamanns. Fréttir kl. 23.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.