Tíminn - 30.04.1987, Page 3

Tíminn - 30.04.1987, Page 3
Fimmtudagur 30. apríl 1987 Tíminn 3 Búfiskur hf. og Stangaveiðifélag Rangæinga hefja sleppingar á næstunni: RANGÁRNARí HÓP BESTU LAXVEIDIÁA Næstu daga verður hafist handa við að koma fyrir tólf seiðabúrum í Eystri- og Ytri- Rangá. í búrunum verða vanin þau 25 þúsund seiði sem ráðgert er að sleppt verði í árnar í sumar. Það er fiskeldisfyrirtækið Búfiskur hf. sem hefur veg og vanda af sleppingum, í sameiningu við - ef sleppingar takast sem vonir standa til Stangaveiðifélag Rangæinga. Seiðin koma úr tveimur stöðvum. 3.800 sjógönguseiði koma frá Búfiski, en um 21.200 þúsund seiði eru keypt af fiskeldisstöðinni Smára hf. við Þor- lákshöfn. Búfiskur og Stangaveiði- Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík verður með veislu- kaffi og hlutaveltu í Drangey, Síðu- rnúla 35, föstudaginn 1. maí n.k. kl. 14 til eflingar starfsemi sinni, en deildin hefur gefið til tækjakaupa í Sjúkrahús Sauðárkróks og til heimil- is aldraðra í Skagafirði. En síðastliðin tvö ár hefur verið aflað fjár til viðgerðar á altarisbrík Hóladómkirkju, sem er mikið og vandasamt verk. Um er að ræða einn dýrmætasta kirkjugrjp á ís- landi, og talinn gefinn kirkjunni af Jóni biskupi Arasyni. Hluti af altarisbríkinni er nú í viðgerð í Þjóðminjasafni. Miðbríkin er fyrir norðan og lokið viðgerð á henni, en vængirnir eru hér til við- gerðar, sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður við Tímann í gær, ásamt myndunum sem í þeim eiga að vera. Það eru aðallega þrír menn sem vinna að þessum viðgerðum, Hall- dóra Ásgrímsdóttir, Kristín Sigurð- ardóttir og Ólafur Jónsson. Þór sagði að það sem einkum væri að bríkinni væri, að málningin væri byrjuð að losna. Það á sér ýmsar orsakir. Aðalorsökin er þó bara elli, því allt efni missir sitt eðli með tímanum. Og gömlu bindiefnin missa smám saman bindikraft sinn og losna upp, og þá dettur málningin af, bæði af þessum útskornu mynd- unt og eins málningin utan og innan á vængjunum. Utan á vængjunum eru málaðar myndir, og sumt er dottið upp úr og horfið með öllu. í þeim tilfellum er viðgerðin í því fólgin að festa niður alla málningu og allt sem hefur verið þessum grip til skrauts. Þetta verk er gífurlega seinlegt og mikið þolinmæðisverk og verður ekki unnið nema á löngum tíma. Þór sagðist ekki geta sagt um hvað verkið tæki langan tíma, en ljóst væri að það tæki mun lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, sem var eitthvað tvö ár. Taldi hann að óhætt myndi að segja að verkinu gæti verið lokið um 1990. félagið kaupa seiðin fyrir 1,5 til 2 milljónir króna, og fer verðið eftir verði á markaðnum hérá landi. Eftir að seiðin hafa verið vanin í ánni um mánaðartíma verður þeim sleppt úr búrum sínum í ána. Strax næsta ár verður klakfiskur tekinn úr ánurn sjálfum og aðstaða Búfisks notuð við framleiðslu á seiðum. Um cr að ræða mikil fjárútlát fyrir aðstand- endur þessa umfangsmikla fiskirækt- arverkefnis, ekki bara í ár heldur á næstu árum. „Ætlunin er að Rangárnar verði orðnar bestu laxveiðiár landsins inn- an nokkurra ára ef þctta gengur eftir,“ sagði Aðalbjörn Kjartansson hjá Búfiski hf. og fyrrverandi for- maður Stangavciðifélags Rangæinga í samtali við Tímann í gær. Aðal- björn sagði mikið starf vera fram- undan, til að koma allri aðstöðu í gott horf. Stangaveiðifélag Rang- æinga á tvö veiðihús, Rangárbakka og annað sem stendur við Hólsá. Aðalbjörn sagði að það hús yröi flutt í sumar að ytri ánni. Þá verður hafist handa við að merkja veiðistaði á vatnasvæðinu upp á nýtt og er þar um rnikið verkefni að ræða, því svæðið hefur mesta bakkalengd allra veiðisvæða á landinu. Fleiri munu njóta góðs af þessu framtaki en vciðimcnn á Suðurlandi og landeigcndur. 28 stangir eru á svæðinu og jafnmargir veiðimenn munu þurfa þjónustu svo um munar. Hella og Hvollsvöllur munu njóta góðs af því. Að öllum líkindum mun Stanga- veiðifélag Rangæinga fá uppá skrif- að samþykki Veiðimálastofnunar um þessa aðgerð alla og stofna þá scm slcppa á, í dag, en það eru stofnar af suðvestur horninu úr Elliðaánum og af Ölfusar- Hvítár- svæðinu. - ES Samdóma álit sjómanna: Algert aflaleysi - nær enginn afli eftir páska „Það er enginn fiskur á svæð- inu,“ „Lítið um að vera“, „Þetta er ekki glæsilegt" og „Fiskleysi" var viðkvæði sjómanna á SV- horninu og í Vestmannaeyjum er blaðamaður forvitnaðist um afla- brögð þeirra eftir páska. í Grindavík fcngust þau svör að enginn fiskur væri á svæðinu og að auki hefði leiðindaveður verið í dálítinn tíma þar. Ýsan hefði ekki látið sjá sig og þorskur fyndist ekki lengur. Þeir hefðu fengið nokkuð góða viku í mars, en sfðan ekki söguna meir. f Sandgerði fengust þau svör að lítið væri um að vera. Sand- gerðin hefði aflað 15-17 tonnum. Annars væri þetta hörmung, veð- ur hefði verið leiðinlcgt og afla- leysi eftir páska. Ástandið er ekki glæsilcgt í Þorlákshöfn. Vikuna 19.-26. apr- íl hefði verið landað í heild 514 tonnum og 980 kítóum, sern væri mjög lélegt. Fiskinn hreinicga vantaði og sjórinn hefði verið dauöur eftir páska. í Vestmannaeyjum fengust svipuð svör. Veiðin væri ósköp lítil, nær engin undanfarið og algcrlcga dautt eftir páska. -SÓL Umferöarráö: HJOLREIDAKEPPNI0G DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ Hjólreiðakeppni Umfcrðarráðs verður haldið í Rcykjavík 2. maí og á Akureyri 9. maí n.k. Keppendur í keppninni í Reykjavík eru alls staðar að af landinu, nema af Norðurlandi en Norðlendingar keppa í scrstökum riðli við nýju íþróttahöllina á Akur- eyri. Keppnin er haldin í framhaldi af spurningakeppni 12 ára nemcnda um umferðarmál sem haldin var í marsmánuði í öllum grunnskólum landsins og keppendur verða þcir sem bestum árangri náðu í spurn- ingakeppninni. Keppt vcrður í góð- akstri í raunverulegri umferð og í hjólreiðaþrautum á afmörkuðu svæði. Umferðarráð gcngst þessa dagana fyrir dráttarvélanámskeiði cn slík námskeið eru haldin árlega á vegurn Umfcrðarráðs. Námskeiðsstaður er Dugguvogur 2 við Elliðavog. Loks skal þess getið að Umferð arráð hcfur látið búa til vcggspjali um öryggisbúnað fyrir börn í bílun og eru myndir af ýmsum gerðun bílstóla og bílbclta fyrir börn sen eru allt frá því að vera í vöggu oj upp í 10 ára og eldri. Þar cr cinnij vakin athygli á því, að síðustu 5 á hafi að meðaltali slasast 47 börn sen hafi verið farþegar í bílum. Ekker þcirra var í bílstól eða bílbelti. AB: Ólafur Ingi Jónsson þjóðvörður vinnur hér að víðgerð altarisbríkarinnar. (Tímamynd Pjetur) Hjálpað upp á altarisbrík Jóns Arasonar Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn í dag, fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðstil útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.