Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 12
'12 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 UTLOND llllillllll FRÉTTAYFIRUT I JÓHANNESARBORG — Lögreglan í Suður-Afríku umkringdi höfuðstöðvar helstu verkalýðssamtaka blökku- manna eftir að þau höfðu hvatt til tveggja daga allsherjarverk-’ falls. Samtökin sögðust vilja að verkfallið færi friðsamlega fram en þau tengjast kosning- um meðal hvítra íbúa landsins í næstu viku. PARIS — Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraelssagð- ist vera á móti því að efnt yrði til kosninga í landi sínu fyrr en áætlað er, vegna deilna um hugsanlega alþjóðlega friðar-. ráðstefnu um málefni Mið- Austurlanda. Mjög skiptar skoðanireru innan samsteypu- stjórnar Shamirs um slíka ráð- stefnu. MOGADISHU — Hungurs- neyð vofir nú yfir hjá þremur milljónum Sómala og 600 hafa þegar látið lífið úr hungri á síðustu tveimur mánuðum. Það var innanríkisráðherra Sómalíu sem frá þessu skýrði á neyðarfundi. STOKKHÓLMUR Ríkisstjórn Ingvars Carlssonar í Svíþjóð tilkynnti að hún myndi láta fara fram rannsókn á ásök- unum um að fulltrúar Bofors vopnafyrirtækisins sænska hefðu mútað indverskum em- bættismönnum og stjórnmála- mönnum til að greiða leiðina' fyrir mikilli vopnasölu til landsins. MANILA — Malcolm Bald- rige viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna lauk heimsókn sinni til Asíu þar sem hann reyndi að fá stjórnvöld í álfunni til að opna meira markaði sína. Hann taldi að refsiaðgerðir stjórnar sinnar gegn Japan- stjórn yrðu ekki lengi í gildi. WASHINGTON - Efna- hagsvöxtur í Bandaríkjunum jókst um 0,4% í marsmánuði en i febrúarmánuði jókst hann einnig um 0,4%. Þetta eru góðar fréttir fyrir alþjóðlegt efnahagslíf því þessitalagefuri hugmynd um þróun þess næstu mánuðina. FREETOWN - Alls hafa 21 manns veriö handteknir í tengslum við byltingartilraun- ina í Sierra Leone í síðasta mánuði. Meðal þeirra er Franc- is Minah fyrrum varaforseti. j LUSAKA — Flóðhestur varð átta mönnum að bana í Kafue fljótinu í suðurhluta Zambíu fyrr í þessari viku. Flóðhestur- inn hvolfdi bát með fimmtán mönnum innanborðs og kom- ust sjö lífs af en hinir drukkn- uðu. Kosningar veröa á Ítalíu í júnímánuði: Búist vid harðri kosningabaráttu Róm - Rcuter Stjórnmálaflokkarnir á Ítalíu hóf- ust handa við kosningaundirbúning í gær eftir að tíu daga gömul minnih- lutastjórn hafði formlega verið felld á þingi og Francesco Cossiga forseti hafði tilkynnt að kosningar yrðu í landinu þann 14.-15. júni. Stjórnmálaskýrendur telja að kosningabaráttan verði átakamikil og deilurnar sem upphaflega ollu stjórnarkreppunni eigi eftir að harðna. Minnihlutastjórn kristilegra dem- ókrata undir forystu Amintore Fan- fani var felld á þingi í fyrradag og stóðu kristilegir demókratar sjálfir. að fallinu. Þeir vilja komast í kosn- ingar eins fljótt og auðið er og ákváðu því að sitja hjá þegar greidd voru atkvæði um vantrausttillöguna. Dugði það til að fella stjórnina. Upphaflega voru það deilur kristi- legra demókrata og sósíalista sem urðu til þess að hin fimm flokka samsteypustjórn, undir forsæti sós- Bcttinn Craxi leiðtogi sósíalista og kosningaslagur framundan. íalistans Bettino Craxi, sundraðist í febrúarmánuði. Stjórnarkreppan síðustu vikurnar hefur verið talin ein sú flóknasta og versta í fjörutíu ára sögu ítalska lýðveldisins og kalla þó Italir ekki allt ömmu sína í þeim cfnum. Má búast við að deilur áðurnefndra fyrrum forsætisráðherra: Harður tveggja flokka setji mark sitt á1 kosningabaráttuna og flestum þykir ógerlegt að spá um úrslit. Vanalega eru litlar breytingar á fylgi flokkanna í kosningum en aðstæðurnar núna' þykja benda til að allt geti gerst og búast megi við meiri hreyfingu á fylgi þeirra. Heimsins vinsælasta ráðstefnuborg: París efst á lista Óson- deila íGenf Genf - Reuter Sérfræðingar frá fjörutíu lönd- um deildu í gær um Ieiðir til að draga úr efnaútferð sem hefur áhrif til hins verra á ósonlagið. Fulltrúarnir voru staddir á ráð- stefnu í Genf þar sem fjallað er um hætturnar sem ósonlaginu eru búnar. Ráðstefnunni lýkur í dag og voru flestir fulltrúanna svartsýnir á að samkomulag tækist. Deilurnar standa aðallega milli Bandaríkjanna annarsvegar og ríkja Evrópubandalagsins hins- vegar. Bandaríkjamenn vilja að gripið verði til harðra aðgerða strax en Evrópubandalagsríkin vilja fara hægar í sakirnar. Það eru klóróflúrkolefni sem notuð eru mikið í ýmsum heimils- tækjum, t.d. í ísskápum og úðun- arbrúsum allskonar, sem talin eru eyða ósonlaginu og mynda göt á það. Þannig sleppa útfjól- ubláir geislar sólarinnar í gegn sem aftur valda skaðlegum áhrif- um svo sem húðkrabba. Umhverfisverndunarsamtök eru á staðnum þar sem ráðstefnan fer fram og hafa krafist að notkun þessara efna verði minnkuð stór- lega: „Tilgangurinn er að neyða iðnaðarfyrirtæki að nota önnur efni í úðunarbrúsa og annað sem inniheldur klóróflúrkolefni,“ sagði einn talsmanna þeirra í Genf í gær. París - Rcutcr París var heimsins vinsælasta ráð- stefnuborg í fyrra og var það áttunda árið sem höfuðborg Frakklands skip- aði efsta sætið á þessum lista. Þetta kom fram hjá ferðamálaráði borgar- innar í gær og sögðu talsmenn þess að París hefði verið vel á undan helsta keppinaut sínum á þess sviði, Lundúnaborg. Ferðamannastraumur til Evrópu minnkaði verulega á síðasta ári, aðallega vegna ótta við hryðjuverk og erfiðleika í efnahagsmálum heimsbyggðarinnar. Það kom þó ekki í veg fyrir að 358 alþjóðlegar ráðstefnur væru haldnar í París, aukning um ein 30% frá árinu 1985. í Lundúnum voru haldnar 258 ráðstefnur og næstar á listanum yfir heimsins vinsælustu ráðstefnuborgir komu Genf, Vestur-Berlín og Madríd. Bandaríkin skipuðu efsta sætið ef tekið er ráðstefnuhald á landsvísu á síðasta ári. Þar voru haldnar 684 alþjóðlegar ráðstefnur, 631 í Frakk- landi og 606 í Bretlandi. UTLOND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR■ Einungis konur veröa starfsmenn nýrrar verksmiöju í Saudi Arabíu: Farið að lögum um aðskilnað kynjanna Samband haft viö konurnar í gegnum kvikmyndavélar Jeddah - Reuter Frá París: Þar þarf góða öryggisgæslu þegar ráðstefnur eru eins margar og raun ber vitni. Virt fyrirtæki í Saudi Arabíu hefur fengið leyfi stjórnvalda til að koma upp verksmiðju þar sem eingöngu konur munu vinna. Þetta er fyrsta verksmiðjan sem rekin verður á slíkum grundvelli í þessu múslimar- íki. Konurnar munu starfa við fram- leiðslu rafmagnstækja og er búist við að verksmiðjan taki til starfa innan þriggja til fjögurra ára. Farið verður eftir hinum ströngu lögum um að- skilnað kynjanna í einu og öllu. Nokkur hundruð konur munu starfa við verksmiðjuna en yfirmenn fyrirtækisins ætla að sjá til þess að lögmál Kóransins verði virt. Ekkert samneyti verður þannig á milli kynj- anna á meðan á vinnu stendur og munu yfirmennirnir notast við kvik- myndavélar til að dreifa upplýsing- um eða gefa skipanir til kvennanna. Viðbrögö vegna útilokunar Kurt Waldheims frá Bandaríkjunum: Þrýst á afsögn erlendis frá Vínarborg - Reuter Kurt Waldheim forseti Austurr- íkis sagði í gær að hann væri „andlega særður" vegna ákvörðun- ar Bandaríkjastjórnar að meina honum inngöngu í landið sem al- mennum borgara. „í öllum löndum er grunnatriði réttlætisins haldið, það er að ein- staklingur megi kallast sekur aðe- ins þegar sekt hans er sönnuð... í þessu máli hefur þetta lögmál verið alvarlega brotið," sagði Waldheim, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, í ræðu sem hann hélt í borginni Eisenstadt. Ákvörðun dómsmálaráðuneytis- ins bandaríska var tekin eftir að talsmenn þess sögðust hafa nægar sannanir sem tengdu Waldheim við ódæðisverk nasista á Balkan- skáganum í síðari heimsstyrjöld- inni þar sem fjöldi júgóslavneskra bænda var tekinn af lífi og grískir gyðingar fluttir í útrýmingarbúðir. Alþjóðaráð gyðinga hefur verið fremst í flokki þeirra sem sakað hafa austurríska forsetann um að hafa þjónað her nasista en Wald- heim hefur neitað þessum ásökun- um. Alois Mock utanríkisráðherra Austurríkis sagðist í gær ekki sjá neina ástæðu til þess að Waldheim segði af sér sem forseti landsins. Hann gagnrýndi harðlega ákvörð- un Bandaríkjastjórnar og sagði að hún myndi óhjákvæmilega flækja utanríkisstefnu stjórnar sinnar. Þrýstingur erlendis frá á að Waldheim segi af sér sem forseti jókst enn í gær. Dagblöð í Israel hvöttu hann til að segja af sér og í Kanada sagði Brian Mulroney fot- sætisráðherra að Waldheim væri ekki velkominn til landsins. Ekki eru þó áætlanir uppi um að banna honum að heimsækja þetta ná- grannaríki Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.