Tíminn - 30.04.1987, Síða 5

Tíminn - 30.04.1987, Síða 5
Fimmtudagur 30. apríl 1987 Tíminn 5 Dularfulla atkvæðahvarfiö: Verður kosið brátt aftur? - Alþingi hugsanlega kallað saman bráðlega til að taka ákvörðun um endurkosningu Rannsókn hófst í morgun á at- kvæðahvarfinu dularfulla í Vestur- landskjördæmi. Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Borgarnesi hefur kvatt Rannsóknarlögreglu ríkisins sér til aðstoðar. Nú hefur verið lokið við að kanna reiknislega hlið málanna og er ekkert sem bendir til að um reikniskekkju geti verið að ræða. Þá þykir sannað að enginn kjör- kassi úr 41 kjördeild kjördæmisins hafi týnst. Hófleg bjartsýni er nú um að málið upplýsist og er því vart um annað að ræða en draga þá ályktun að atkvæðaseðlum hafi beinlínis ver- ið hnuplað á talningarstað. í gærkvöldi hófust yfirheyrslur yfir kjörstjórnarmönnum og þeim sem unnu að talningu svo og um- boðsmönnum framboðslistanna. Samkvæmt lögun er meðferð kjörgagna þannig að undirkjörstjórn á hverjum kjörstað fær tiltekinn fjölda atkvæðaseðla og mcrkir síðan við þá á kjörskrá sem kjósa. Undir- kjörstjórnin skilar síðan kjörgögn- um, með samanlögðum tölum um kosningaþátttöku til yfirkjörstjórnar á hverjum stað, á Vesturlandi til Borgarness. Ef ekki standast tölur þá fylgir auðvitað skýring í skýrslu undirkjörstjórnar. Lítil gæsla við talningu Umboðsmaður eins flokkanna, sagði í viðtali við Tímann að ekkert óeðlilegt hafi komið fram á meðan á talningu stóð og fram til klukkan sjö að morgni sunnudags þegarumboðs- mennirnir yfirgáfu talningarstað sem skýrt gæti hvarf atkvæðanna. Þá átti yfirkjörstjórn eftir að koma saman til að yfirfara talningagögnin og þá fyrst virðist eitthvað koma upp. Einnig hefur Tíminn fregnað að nokkuð mikill losarabragur hafi ver- ið á gæslu talningarsalarins og óvið- komandi hafi jafnvel átt greiðan aðgang þar að. Þá hefur verið velt upp spurning- unni um það hvers vegna yfirkjör- stjórn gefur út opinberlega lokatölur úr Vesturlandskjördæmi og stendur svo frammi fyrir að 48 eða jafnvel 49 atkvæði vantar. Tíminn hefur áreið- anlegar upplýsingar að þrýstingur, þá sérstaklega fjölmiðla, hafi orðið til þess að lokatölur voru gefnar upp þrátt fyrir þennan óskýrða mismun. Þess má einnig geta að ekki er lengur talið upp úr einstökum kjör- kössum á gamla mátann heldur er öllu hrært saman og síðan eru at- kvæði flokkuð eftir framboðslistum í 50 - 100 atkvæða bunka og síðan talið út frá þeim. Hvað segja lögin? Tíminn leitaði álits Ólafs Walters Stefánssonar skrifstofustjóra í dóms- málaráðuneytinu um hvaða ákvæði væri að finna í kosningalögunum um svona atriði. Að sögn Ólafs er það Alþingi sem endanlega úrskurðar um gildi kosn- inganna. Alþingi ákveður á sama máta hvort endurkosning verði látin fara fram í kjördæminu. Ákvæði sem varða kosningar og ógildingu þeirra er að finna í grein- um 118 -122 og 126 - 129 í kosninga- lögunum. Þar er m.a. kveðið á um í 128. grein að ef Alþingi berst kæra frá landskjörstjórn að nýkosinn þingmann skorti skilyrði fyrir kjör- gengi eða sé á annan hátt ólöglega framboðinn eða kosinn þá skuli þingið rannsaka kæruna og fella úrskurð um hana. Og reynist þing- maður ekki kjörgengur þá úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda. Ef slíkir gallar eru á kosningu þessa þingmanns að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar, þá verður það að úrskurða um uppkosningu. Aðeins er kornið inn á ráðstafanir vegna vöntunar atkvæða í síðustu málsgrein 120. gr. kosningalaganna, þar sem segir að komi atkvæðasend- ing frá kjördeild ekki til skila til yfirkjörstjórnar, en kosning hefur farið fram, lætur yfirkjörstjórn nýja kosningu fara fram í kjördeildinni. Þessu er ekki til að dreifa á Vesturlandi því sannað þykir að allir kjörkassar hafi skilað sér frá kjör- deildum. í stuttu máli þá er það raunveru- lega niðurstaðan en ekki fram- kvæmd kosningarinnar sem slíkrar sem er kærð. Þar fyrir utan ræðst það hvort Alþingi tekur ákvörðun stöður kosninga í Vesturlandi verði taldar gildar og úthlutar kjörbréfum á grundvelli þeirra. Þrýst á að þing komi strax saman Ef landkjörstjórn gefur út kjörbréf, sem er líklegt að verði, þá hlýtur að koma fram á næstu dögum afstaða stjórnmálasamtakanna um hvað þau vilji gera í málinu. Það er Ijóst að þau samtök sem vilja upp- kosningu munu þrýsta á það að Alþingi verði kallað saman til að taka afstöðu. Vart verður beðið frani á næsta haust, þegar reglulegt Alþingi á að koma saman, með að taka afstöðu til málsins, því þá mundi þingið verða óstarfhæft, ef það tæki ákvörð- un um endurkosningu, á meðan Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri stýrði sjálfur rannsókn RLR á hinu dularfulla atkvæðahvarfi. Myndin var tekin í Borgarnesi í gær. Tímamynd Magnús um að dæma kosningu ógilda fyrst og fremst af því hvort það skipti einhverju máli um dreifingu þing- sæta. Það gerir það mjög greinilega í Vesturlandi eins og dæmin hér á síðunni sanna. Ef það skiptir máli þá er það í raun pólitísk ákvörðun hvort þeir hagsmunir sem að baki liggja eru metnir á þann veg að rétt sé að kjósa upp á nýtt. Yfirkjörstjórn á Vesturlandi getur ekki beðið lengi með niðurstöðurnar og verður hún innan skamms, án tillits til hvort skýring finnst, að senda skýrslu um niðurstöðurnar til landkjörstjórnar. Þá fyrst er líklegt að fulltrúar framboðslistanna tjái sig um málið og geri athugasemdir. Það er landkjörstjórn sem gefur út kjörbréf til handa þingmönnum og er útgáfa kjörbréfa reyndar for- senda þess að Alþingi geti komið saman. Útgáfa kjörbréfanna verður svo að byggjast á einhverri niður- stöðu úr kjördæmum. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvort landskjör- stjórn tekur afstöðu til hvort niður- kosningin og eftirfarandi endurút- hlutun þingsæta í kjördæminu sem og jöfnunarsæta færi fram. En endurkosning verður að fara fram innan mánuðar frá því að kosning hefur verið úrskurðuð ógild. Hér verður, ef til kemur, um feikilega afdrifaríka ákvöröun að ræða af hálfu Alþingis, því hin nýja kosning getur gefið gjörólíkar niður- stöður um land allt frá því sem nýafstaðin kosning leiddi til. Dæmin hér til hliðar sýna hversu mikil áhrifin geta orðið í öðrum kjördæm- um. Kjósendur geta raunverulega verið að kjósa til að koma að þingmanni í öðru kjördæmi. Vonlítið er að segja til um hvernig atkvæði mundu skiptast á Alþingi með eða á móti kjörbréfum þing- manna Vesturlands, því áhrif endur- kosninga getur gætt um land allt og haft áhrif á þingsæti allra flokkanna. Þess má geta að lokum að ekkert fordæmi finnst þessu líkt í alþingis- kosningum þar sem svo mikið veltur á niðurstöðunum bæði fyrir kjör- dæmið og á landsvísu. ÞÆÓ Hugsanleg áhrif hulduatkvæðanna nica i mcö i nk'A i mcö—i mco—i mcö—i mcö—i nicö DINGNENN RV RN VL VF NV NE AL SL !H A Alþyáufl. 2*1 2 1 1*1 + 1 1 10 B Framsókn. 1 2 1 1 2 2 2 2 13 C Bandalag 1. 1=11=5 iilil 1111 !!!H! 111111 iiiiÍiÉE=5 D Sjálfst. 5*1 3 1 2 1 1 1*1 2 18 G AlÞyáub. 2 1 1 1 1 1 1 8 J Stefán V. -u:r:-r:~ ====== r:r:r:r:r:= ====== 1 =:--=;=::= =:=::==:=:=: 1 = ====== N F1. nanns. S Borgarafl. 2*1 1*1 + 1 ♦ 1 7 V Kvenna. 2*1 *i *1 +i 6 D Djóíarfl. ÍÍÍÍEEÍHEÍ ====== Ef gert er ráð fyrir að hulduatkvæðin hefðu verið flokkuð og öll koniiö í hlut Sjúlfstæðisflokks, Alþýðubandalags, Þjóðarflokks, Flokks mannsins eða Alþýðuflokks breytist þingmannastyrkur flokkanna á þingi ekkert frá þvi sem áður hefur verið sagt. —i mcö—i Mfl—j nn’ö__i mcö—j n*ö—ihicö _i nicö i mcö DINGNENN RV RN VL VF NV ALLS A AlÞfíuf 1. 2*1 2 1 1 1 1 10 B Fransókn. 1 2 2 1 2 2 2 2 14 C Bandalag J. llllll IIIIII ilili !!!!!! !!!!!! D Sjálfst. 5 | 3 1 2 1 1*1 1 I 17 G AlÞyáub. . 2 1 1 "1 ■ 1 1 1 8 ,1 Stpfán V ====== 1 1 ==.?:=— 11 Fl. uanns. S Borgarafl. i*i + 1 *i 7 V Kvenna. F1 +1 | *1 6 D Djóáarfl. ■ ====== Ef hulduatkvæðin kæinu öll í hlut Frainsóknarflokks fengju frainsóknar- menn 14 menn á þing, og ynnu inann af Sjálfstæðisflokki. Auk þess yrðu fjölmargar aðrar breytingar. Sjá afmarkaða reiti. _i nicö—i mcö—i nyö—i mcö i mcö i mcö i mcö i mcö DINGNENN RV RN VL VF NV NE AL 5L ALLS A AlÞyáufl. 1 2*2 2 1 n ♦ 1 1 10 • B Fransókn. 1 2 1 i 2 2 2 2 13 C Bandaiag J. iii lllill Íiilii !!!!!! EÍE555 D Sjálfst. 1 3 3 1 2 ‘ Fl ,+i 2 18 G AlÞyáub. 2 ' 1 + 1 1 i i 1 8 J Stefán V. ====== ====== 1 :=:==:=:=:=: 1 :r ====:::::: ====== :=:=:==:=:=: :=:=.■=.•==:=: N F!. nanns. S Borgarafl. 2*1 1*1 l *i 7 V Kvenna. 2*1 *1 *l +i 6 D Djóáarf 1. 11111 itllil iunt iiiii! Ef hulduatkvæðin féllu í hlut Borgaraflokks yrði þingstyrkur flokkanna óbreyttur en tilfærslur á mönnum og flakkarinn endaði Norðurlandi eystra. Sjá afmarkaöa rciti. hka—i nvo—i nra i neí i nvo i nva i nvn i nvn DINGHENN RV RN VL VF NV NE AL SL ALLS A AlÞyáuf1. 1 7i7\ 2 1 1 *1 1 10 B Framsókn. 1 2 1 1 2 2 2 2 13 C Bandalag J. 111111 11111 111111 !!!!!! ====== !====;§ D Sjálfst. 1 | 3 1 2 1 1*11 1*1 2 1B G AlÞyáub. 2 1 *1 1 1 1 1 B 1 J Stefán V. :==:=:=:=:=: 1 =:-=:=:=:=: ;::=-=:=:=: 1 ====£" ====== ====== ======: ====== H F1. «anns. S Borgarafl. 2*1 í+i . +1 + 1 7 V Kvenna. 2*1 *i l ♦1 b D Djóáarfl. j líllH llllll !!!!!! ;Ef hulduatkvæðin færu öll til Rvcnnalista yrði þingstyrkur flokkanha óbreyttur en tilfærslur yrðu á mönnum. Sjá aftnarkaða reiti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.