Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. apríl 1987
Tíminn 7
FISKELDI
Verður hráefnisöfl-
un í fiskfóður vanda
mál á næstu árum?
I Noregi hefur hráefni (mjöl) í
fiskfóður verið ríkulegt til þessa. En
við aukningu fiskeldis eykst þörfin
fyrir hráefnið hröðum skrefum á
næstu árum. Vitað er að hraéfnis-
auðlindin er ekki óþrjótandi, eins og
ýmsir hafa sennilega haldið að hún
væri fyrir nokkrum árum. Allt er
takmörkunum háð. Miklu skiptir
því, að gott skipulag verði á vernd
og nýtingu fisktegunda, hvort heldur
sem er nytjafiskur eða svokallaður
iðnaðarfiskur, sem notaður er í fisk-
fóður.
í Noregi hafa menn nokkrar
áhyggjur af þessum málum, eftir því
sem Norsk Fiskeoppdrett greinir
nýlega frá. Gera menn ráð fyrir að
svo geti farið að fiskfóður muni,
vegna skorts á hráefni í það, hækka
í verði innan tiltölulega fárra ára.
Norðmenn eiga, sem kunnugt er,
aðgang að fiskstofnum í sjó, sem
þeir deila yfirleitt með öðrum.
Norska Hafrannsóknarstofnunin
hefur gert áætlun næstu fimm árin í
sambandi við fiskstofnana, sem
Norðmenn veiða úr. Er það sem hér
segir:
Talið er að Norðursjávarsíldin
muni gefa á þessu ári 600 þúsund
tonna afla í heild, síldin í Skagerak
og Kattegat um 138 þúsund tonn
alls, norska vorgotssíldin á sama
hátt 150.000 lestir, makrílveiði í
heild verði 435.000 lestir, loðnan í
Barentshafi skili engu, vegna jafn-
vægisleysis í vistkerfinu þar um
slóðir, loðnan við Jan Mayen og
ísland skili 1100.000 tonna afla í
heild, spærlingur verði alls 110 þús-
und tonn og kolmunnaveiðar í heild
950 þúsund tonn.
Norska Hafrannsóknarstofnunin
ætlar, að á næstu árum muni aflinn
verða svipaður hvað flestar tegund-
irnar snertir, nema vorgotssíldarafl-
inn muni vaxa úr 150 þúsund tonnum
árið 1988 í 200 þúsund lestir árið
1989 og verði það a.m.k. næstu tvö
ár þar á eftir. Þá muni makrílveiðin
aukast allt í 500.000 tonn fram til
ársins 1991 og loðnuveiði í Barents-
hafi muni verða 50 þúsund tonn árið
1989, 100.000 árið 1990 og 150.00«
árið 1991.
Gert er ráð fyrir, að þörf fyrir
hráefni í fiskfóður í Noregi muni
verða um 150 þúsund tonn af mjöli
árið 1990. Bent er á, að loðnan í
Barentshafi sé ákaflega mikilvæg í
sambandi við fiskfóðrið til fiskeldis.
Ætlað er að veiðibrestur þar þessi
árin muni ekki hafa áhrif, en fari á
þann veg á næstu árum, að spáin um
veiði á loðnu þar bregðist, muni
vandi steðja að fiskfóðurmálum.
Hætt sé við að verð á fiskfóðri muni
þá hækka.
Norðmenn hafa, eins og alkunna
er, með samningum við okkur Is-
lendinga veitt um 15% af loðnu úr
stofninum sem við nytjum sameigin-
lega. Norðmenn búast við að þessi
kvóti muni jafnvel minnka á næstu
árum. Hlutur Norðmanna í Norður-
sjávarsíldveiðunum hefur verið um
25-32% eða um 224 þúsund lestir.
Af síldarstofni úr Kattegat og Skag-
erak hafa þeir tekið 10 til 20 þúsund
tonn, og af öðrum síldarstofni 4-5
þúsund lestir og vorgotssíldin hefur
skaffað þeim 135.000 lesta afla. Um
kolmunna er það að segja, að um
hann gilda engar kvótareglur, en
hann veiðist á svæði EF landanna, á
miðum Færeyinga, á slóðum íslands
og Noregs. En kolmunnasvæðið nær
um Atlantshaf allt niður á móts við
Spán. Norðmenn hafa mátt með
skiptiverslun kaupa veiðileyfi á kol-
munna á svæði EF-landanna. En
veiðin hja þeim í heild á kolmunna
hefur numið árlega um 275 þúsund
tonnum. Um makrílveiðina hefur
staðið mikið stríð og skipting afla
óviss, en Norðmenn hafa fengið 150
þúsund tonn. Nái loðnustofninn sér
á ný í Barentshafi, verður skipting
milli Noregs og Sovétríkjanna
þannig, að þeir fyrrnefndu fá 60 af
hundraði en Sovétmenn 40%.
Séu fyrrgreindar tölur um veiði
Norðmanna á fiski í sjó teknar
saman, kemur í Ijós, að þeir hafa um
10-11 milljónir hektólítra afurða árið
1987.
Þeir, sem hafa áhyggjur af hráefn-
isöflun Norðmanna í fiskfóður, ótt-
ast að þeir muni innan fárra ára
standa frammi fyrir skorti á hráefni
í fiskfóður eða a.m.k. sé sá mögu-
leiki fyrir hendi, verðlag á fiskfóðri
muni hækka, vegna annarra úrkosta,
en þeir hafa notið fram að þeim tíma
við öflun á hráefni í fiskfóður. Vel
gæti því farið svo, að við íslendingar
nytum góðs af vaxandi eftirspurn
fiskfóðurs erlendis og hækkandi
verði á mjölafurðum okkar.
eh
Kerlingarfjöll
Valborgar-
messufagnaður
í Hveradölum
LESENDUR SKRIFA
Lesendabréf
Garnall sjálfstæðismaður hringdi
til Tímans í gær og var með tillögu
um stjórnarmyndun. Honum var
auðheyrilega cfst í huga, að ekki
tókst að endurnýja fyrri nreirihluta
fráfarandi ríkistjórnar.
Þessi gamli sjálfstæðismaður
hafði þá tillögu fram að færa, að ný
ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálf-
stæðisflokknum, Framsóknar-
flokknum og Borgaraflokknum.
Þar væri í raun um sama mynstur
að ræða og verið hefði í fyrri
ríkisstjórn. Þó vildi þessi sjálf-
stæðismaður gera á megin breyt-
ingu. Hann vildi að formenn Sjálf-
stæðisflokksins og Borgaraflokks-
ins lýstu því yfir að þeir tækju ekki
sæti í hinni nýju stjórn, heldur yrði
hún mynduð án þeirra. Röksemdir
hans voru þær, að ckki væri hcppi-
legt fyrir tvo fyrrgreinda formenn
að hefja stjórnarmyndunarviðræð-
ur svo skömmu eftir hinn alvarlega
klofning. Hins vegar væri Ijóst að
ciginlcga væri um cinn og sama
flokk að ræða, flokk scm hefði
verið í stjórnarsamstarfi við Fram-
sóknarflokkinn. Með þessu fyrir-
komulagi væri hægt að mynda
stjórn mcð sömu formcrkjum og
verið hafði, enda lægi sigur stjórn-
arflokkanna á borðinu að kosning-
um loknum ef þessari aðferð yrði
beitt.
ÍSLENSK-sænska félagið cfnir til
árlegs Valborgarmessufagnaðar í
Skíðaskálanum í Hveradölum 30.
apríl nk. og hefst hann kl. 19.30.
Veislustjóri verður Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur og stjórnar hann
almennum söng undir borðum, en
hátíðarræðuna til vorsins flytur
Hjálmar W. Hannesson sendiráðu-
nautur.
Viðar Gunnarsson óperusöngvari
skemmtir með söng við undirleik
Selmu Guðmundsdóttur, eftir borð-
hald verður tendrað Valborgar-
messubál að vanda, og stendur Rún-
ar Bjarnason slökkviliðsstjóri fyrir
því, en loks er svo Reynir Jónasson
á staðnum við hljóðfærið fram eftir
nóttu.
Þátttöku þarf að tilkynna í síma
10024 í síðasta lagi fyrir hádegi á
miðvikudag. Langferðabílar fara frá
Hlemmi kl. 19.00 á fimmtudags-
kvöld og í bæinn aftur að skemmtun
lokinni. (Fréttatilkynning)
FRÍMERKI
IIIIIIJIIIIII1111111
Skiptimarkaður fyrir safnara
Árin 1979 til 1981 gengust framá-
menn safnarafélaga í Reykjavík fyrir
skiptimarkaði fyrir safnara á Hótel
Borg. Markaðurinn var haldinn á
laugardag fyrir páska og varð fjöldi
gesta miklu meiri cn bjartsýnustu
menn höfðu vonað. Á boðstólum
voru aðallega frímerki og mynt, en
einnig kom ýmislegt annað söfnun-
arefni við sögu. Borð voru leigð
einstaklingum og félögum og var
borðaleigan notuð til þess að standa
straum af auglýsingakostnaði o.fl.
Þar sem margir áhugamenn um
söfnun hafa að undanförnu sýnt
áhuga fyrir sameiginlegum skipti-
markaði og þar sem augljóst er að
slíkir markaðir, ef vel takast til,
muni glæða allan áhuga fyrir söfnun,
hefur Félag frímerkjasafnara rætt
þetta mál, bæði á félags- og stjórnar-
fundum. Eftir viðræður við Félag
myntsafnara og nokkra áhugamenn
um póstkortasöfnun hefur verið á-
kveðið að endurvekja skiptimarkað
safnara á ný.
Skiptimarkaðurinn var haldinn
laugardaginn fyrir páska 18. apríl
s.l. í húsnæði Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara að Síðu-
ntúla 17 frá kl. 13.00 til kl. 17.00.
Tekið skal fram að markaðurinn var
opinn fyrir alla safnara þ.e. söfnun-
frímcrkingarmiðum og frímerkjum,
einnig ónotuðum frímerkingarmið-
um (Frama).
Ralf P. Wúnschmann,
Wendel - Roskopf-Strasse 20,
DDR-8909 Görlitz,
Austur Þýskalandi.
Óskar eftir að skipta á fyrsta dags
Dagstimplar nýju póstafgreiðslanna.
arhluti einsogfrímcrki, mynt, seðla,
gömul umslög, póstkort, vindla-
merki, gömul spil, eldspýtustokka,
prjónmerki. nælur, gamlar orður,
landakort og allt annað sem menn
almennt safna. Á staðnum voru
forráðamenn félaga til að gefa upp-
lýsingar um söfnun o.fl. Veitingar
voru til sölu á staðnum. Verður slíkt
væntanlega endurtekið í vor og svo
á komandi hausti.
Framkvæmdastjóri skiptimarkað-
arins er Sigurður R. Pétursson, en
nánari upplýsingar verður hægt að fá
hjá öllum þremur frímerkja- og
myntverslunum í Reykjavík.
Skiptivinir.
Þá hafa þrír aðilar skrifað og
Rúllustimpill.
óskað eftir að eignast skiptivini mcð-
al ísienskra safnara.
Houben Germain,
Nielstraat 7,
B-3841 Borgloon, Belgíu.
Óskar cftir að skifta á bréfum með
bréfum og flugbréfum hverskonar,
fyrstu flug, flugbréfsefnum ogfleiru.
Dott. Prof. Walter Pisani,
Via Viotti 18,
10098 Rivoli (Torino), ftalía.
Vill skipta á ítölskum og íslcnsk-
um frímerkjum. Hann cr ítalskur
hjartasérfræðingur.
Ný pósthús
Um þessar ntundir hafa verið
opnuð tvö ný pósthús, eða póstaf-
greiðslur. Er það póstútibú númer
3 í Reykjavík, sem fengið hefir nýja
stimpla og svo nýja póstafgreiðslan í
flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelli.
Með stimpli þeim sem póstaf-
greiðslan í flugstöðinni fær, hefir
bæst ný gerð af stimplum í flóruna.
Áður var stimpillinn með áletrun
Kcflavík - Flugvöllur, en er nú
Keflavík - Flugstöð. Þá eru bindi-
strik á báðum hliðum stimpilsins,
sem að öðru leyti er af gerðinni B8b.
Stimpill sá er póstútibúið í Reykja-
vík fær, cr svo af gerðinni B7b. Hér
er farið eftir þeirri flokkun sem
notuð er í bók Þórs Þorsteins. er
kom út fyrir jólin um Pósthús og
bréfhirðingar á íslandi.
Þá hafa eftirtaldar póstafgreiðslur
fengið rúllustimpla nýlega, eða eru
að fá þá: Breiðdalsvík, Eskifjörður,
Djúpivogur, Vopnafjörður, Nes-
kaupstaður, Seyðisfjörður, Stöðv-
arfjörður, Fáskrúðsfjörður og Höfn
í Hornafirði. Eru allir stimplarnir af
gerðinni B8a.
Sigurður H. Þorsteinvson.