Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriöjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriöjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miövikudaga Helsinki/Turku: „Tim S".............. 4/5 Hvassafell............. 15/5 Gloucester: Jökulfell............ 8/5 Jökulfell............ 8/6 New York: Jökulfell............ 9/5 Jökulfell............ 9/6 Portsmouth: Jökulfell............ 9/5 Jökulfell............ 9/6 St. Johns: Jökulfell............ 6/5 Ife* SKIPADEILD SAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FLUTN/NGA ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR . SÍML 45000 Saga amerísku byltingarinnar Robert Middlekauff: The Glorious Cause. The American Revolution 1763-1789. The Oxford History of the United States. Volume II. Oxford University Press 1985 (2. úta ) 696 bls. Fáir munu andmæla því, að amer- íska byltingin, uppreisn bresku ný- BOBEKT MIDDLEKAUFF THE GLORIOUS CAUSE THE AMERICAN REVOLUTION. 1763-1789 Skrá yfir plöntunöfn Út cr komin Skrá yfír plöntunöfn (nomina plantarum) á íslensku, cnsku, dönsku, þýsku, sænsku og latínu. í skránni eru taldar nær allar íslenskar villiplöntur og allmargir slæðingar, sem vaxa hér á landi. eða samtals 434 tcgundir. Til þessa hafa erlend nöfn á ís- lenskum plöntum hvergi verið til á cinum stað. Með útgáfu þessa bækl- ings cr bætt úr brýnni þörf þeirra, sem oft þurfa að grípa til erlendra nafna, einkum leiðsögumanna er- lcndra ferðamanna um landið. í aðalskránni er tegundum raðað í stafrófsröð eftir íslensku nafni teg- unda og eru erlendu heitin talin þar upp. Þá eru listar yfir ensk, dönsk, þýsk og sænsk plöntunöfn og að lokum cr skrá yfir latnesk heiti. plantnanna. Á eftir ölluni nöfnum í bæklingnum eru merkingar, sem vísa á milli allra skránna, svo að auðvelt að fletta upp í honum. Skrá yfir plöntunöfn er 49 bls. í handhægu broti (A5). Ágúst H. Bjarnason tók skrána saman og bjó til prentunar. Útgefandi er Vist- fræðistofan og er skráin til sölu í Bókabúð Máls og menningar. lendnanna í Norður-Ameríku gegn Bretum og stofnun Bandaríkjanna, hljóti að teljast til veigamestu sögu- legra atburða síðustu alda. Um bylt- inguna (eða uppreisnina) hafa vita- skuld verið skrifuð fjölmörg rit, bæði um einstaka þætti og atburða- rásina í heild og því kann ýmsum að þykja, sem það sé að bera í bakka- fullan lækinn er enn er gefið út rit um þetta efni. Svo er þó ekki. Sagan er í sífelldri endurskoðun og alltaf er þörf nýrra rita, er almenningur geti lesið sér til fróðleiks og ánægju. Og þetta rit er einmitt þeirrar gerðar. Það er annað bindi í mikilli sögu Bandaríkjanna, sem háskóla- forlagið í Oxford gaf út, og var öðru fremur ætlað stúdentum og áhuga- mönnum um sögu. Höfundur hefur frásögnina á stöðu Bretaveldis við lok Sjö ára stríðsins, 1763, en víkur síðan að nýlendunum í Norður- Ameríku og afstöðu þeirra til móð- urlandsins handan hafs og samband- inu þar á milli. Hann gerir glögga grein fyrir stjórnmálaástandinu í nýlendunum og á Bretlandi og sýnir, hvernig andstaða nýlendumanna magnaðist smám saman og þó eink- um eftir að Bretar afréðu að leggja á þá skatt til að greiða hluta af herkostnaði sínum vestan hafs. Síð- an fjallar höfundur um uppreisn Ameríkumanna á árunum 1775- 1776, segir frá aðdraganda og stofn- un stjórnlagaþingsins í Fíladelfíu og frásögninni lýkur þar sem sagt er frá bandarísku stjórnarskránni, stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku og kjöri fyrsta forsetans, George Was- hington. Þetta er mikil bók um sögu mikilla og afdrifaríkra atburða. Höfundur- inn. Robert Middlekauff, er í hópi þekktustu sagnfræðinga Bandaríkj- anna. Hann er yfirmaður Hunting- ton bókasafnsins í Kaliforníu og hefur skrifað allmargar bækur um sögu þjóðar sinnar. Hann er afburða ritfær og ber þessi bók hans þess glögg merki, því hún er einstaklega vel og skemmtilega skrifuð. Eins og vænta má, er ckki margt nýtt að finna í slíku yfirlitsriti, enda byggir höfundur frásögn sínaaðmestuleyti á rannsóknum annarra. Þeir, sem ekki þekkja gjörla til bandarískrar sögu munu þó vafalaust finna marg- an fróðleik í bókinni, og á marga þætti leggur höfundur nýtt og skemmtilegt mat, Jon Þ. Þór. Skrá yfir p Cö rvtxvtvöfn Nomina pCantarum ísfcnzka - Enska - Darisfúi Pýzka - Scenska Latína Ágást H. Bjanmson tó£ samon HKAFíLiELú'Ki.rtKhúSSJUK Ft* f ST 1 LLAbALBLAfcE«JALVNííMOSAJ AfN f TOFUuRAS bt1T\LYNGTYSFJ0LALAH6ACRASENGJAR0SVETRARBL0MK0RNASTEINBRJ0TUR STUFALOKASJOuURSKURF'AJOKLASÚLEYK'UMúNAKURARF i HR IMbLAbkALÖGRES. 1 SNARxOTAKPUNT.URHALH.G'RES i i LMRHYRKLOK i FAELAKDLLAAUGNFROHARDEPLA V«FLAHELLiiHNUvi< ig^JMSOLF Y JöKLAKLUKKAGE 1 TLABLAGRE3 i LJ0SALYNG KÖLÍ.'UCiRAST«GAt1ÚR4®^\ í BURK'N 1 STJ OKNU5TE i NÖRJOTURTUNF i F í LLMELUR SOLDOGGEFJUGRÁSEYRARöSDí LAöURKNiBÚRNí RuT UNR-LH 1 NG ÖLODRUJ íJRTN l'ORMYREL LLKÁF’ i ( Gh/F’< V'ÖNL’I iFr1 - I LLG TJ'ORNUSTE LMREYRKLOi BíFHVONNMí i iOT,: FJA: HOF ? YRASLFL01>V ÍDiRMAR 11 fcGRAVÖRÖLöMiJ :rossjurthí> ‘ToRSORTULWtí'r E 1 FGRáSHUSAíí ,LMELORUNFF.t>n ÍFROHARDFPLASNI : v 4 (Tarsve í fgrasund! RAUÚSMkR t L«KJ AFR«HYRNAttUNKAHETTAHNUSKAKR«K 1 LLGRíMVÖNOURFEftC IN FNGJ ARöSVETRARBt.öMKOkNASTEINBRJOTURSdTSTOBHyREl.FT! NGHOFF i FILL L0DV i VI RMAti I UVONDUR0LAF SSURAREYNI RBLDDRUJ ÚHTNADURTUNGAMVRASEF FJ ALLA3VEI F.JRASHUSAF«JNTURS0TST0RMYRELFT! NGHÓFFIF i LLGRAV0RBL0M SNARRðTARFUNTURHALMGRÉS1ILHREYRKL0FIFA8LAK0LLAAUGNFR0HARDEPLA SVAFLAHELLUHNOORIDRAUNSÖLtYJOKLAkLUF KAGEITLaBLAGRESILJÚSALYNG URARFiYN i R J'jSAFMNTUR FRULiDFÆTLA JOLAMöASEF ikMÝRELFTÍNG EPLAS0L06GG ’NTURHALMGRESi I.HYRASTORlDGRES t Ljóð og laust mál Gunnar Sverrisson: Sólþing, Ijóö, smásögur og greinar, höfundur gaf út, Rv. 1987. ( bók þessari eru allmörg Ijóð, tvær smásögur og nokkrar blaða- greinar, Önnur smásagan er dæmi- sögulegs efnis, en hin er sótt í daglega lífið. Greinarnar hafa flestar birst áður í dagblöðum og lýsa þær skoðunum höfundar á ýmsum dæg- urmálum. Það cr þeim nokkuð til spillingar hve sparsamur höfundur er á punkta og stóra stafi. Ekki fer vel á því í rituðu máli að skrifa lengra en svona þrjár eða fjórar línur án þess að stansa, setja punkt og byrja nýja málsgrein. Ljóðin fylla þó meginhluta bók- arinnar. Yrkisefni höfundar eru margvísleg, og ýmist sótt í hugar- heim hans eða daglega lífið hér í Reykjavík. Það er Ijóst að höfundur kann góð skil á hrynjandi, enda gætir hann þess yfirleitt vel að yrkja þannig að braglfnurséu reglubundn- ar og komi eðlilega út í lestri. Sem dæmi má taka hér upphaf á ljóði sem hcitir Hausfþankar: Nú ’skín sólin hér á minn glugga, og reyndar inn í öll reykvísk hjörtu, evudætur um götu ganga og haustsins brynja í algleymingi. Aftur á móti er þess að geta að hann yrkir nánast gjörsamlega án þess að nota rím eða stuðla. Ég er ckki frá því að hann myndi ná betri árangri í framtíðinni með því að, temja sér að beita rími meira en hann gerir og sömuleiðis stuðlasetn- ingu. Það myndi bæta ljóðagerð hans. En að öðru leyti er það um þessi verk að segja að þau eru einlæg og í þeim er heiðarlega að vcrki staðið. Bókin fæst hjá höfundi að Þórs- götu 27, kjallara, í Reykjavík. Sími hans er 26967. -esig Guniiar Sverrisson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.