Tíminn - 30.04.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 30.04.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1987 - þú getur líka gert þinn eigin útvarpsþátt Það eru ekki nema örfáir dagar síðan fyrstu gestirnir fóru að streyma inn í Laugardalshöllina. Þeir skoðuðu garða, útivistar- svæði, leiktæki, skemmtisvæði og sýningarbása einstakra fyrirtækja eða stofnana. Sýningin Sumarið '87 var hafin. Uppi á þaki situr fjallgöngumað- ur og safnar áheitum fyrir Krísu- víkursamtökin, en fyrir neðan á myndarlegu gervifjalli stendur hnarreistur fjallgöngumaður í full- um skrúða. Langi þig í ferð í rússíbana í Bandaríkjunum, í kappakstur í Frakklandi, flugferð til Parísar eða far með járnbrautarlest eitthvað út í bláinn, þá geturðu leyft sjálfum þér það á sýningunni, því þeir hafa opnað nýja ferðaskrifstofu sem heitir Furðuferðir. Þetta er lítii ferðaskrifstofa, rúmar aðeins 12 farþega, en ferðirnar eru líka ódýr- ar. Flughermir heitir tækið sem gerir þessar ferðir að raunveru- leika, og blaðamaður getur vitnað um það að tækið nær áhrifum sínum vel. Að vera útvarpsmaður er nokk- uð sem flesta hefur langað til að verða. Pú getur látið þann draum rætast, því Rás 2 er með bás á sýningunni, með Georg Magnús- son, „Gogga tæknimann" í broddi fylkingar. Par geturðu tekið upp þinn eigin þátt og tekið með þér heim. í Skemmtilandi geta krakkarnir unað sér í margvíslegum leikjum. Og svo eru hinir ýmsu básar og hin ýmsu fyrirtæki bjóða upp á hinar og þessar getraunir, kostatilboð og sýningarafslætti. -SÓL Fjarstýrt vélmenni til að athuga og eyða sprengjum eða öðrum hættulegum hlutum. Getur einnig lyft hlutum og fært þá til. Þetta stendur á miða sem stillt er upp fyrír neðan þetta myndarlega tæki Landhclgisgæslunnar. Lengst tU vinstrí grillir í sprengjueyðingarbúning. Leiðin upp á toppinn er bæði löng og ströng, en með réttum búnaði er þetta ekki jafn mikiö mál og annars þyrfti að vcra. Nú eru bæði fjallgöngumenn uppi á og inni í Laugardalshöllinni. Hér sést hluti sýningarsvæðisins Sumar- ið ’87. Á myndinni sést m.a. sýningarbás Rásar 2, sameiginlegur bás hinna ýmsu ferðaskrifstofa, forláta leikfimistæki og hluti af svifflugu sem hangir neðan úr loftinu. Tíraamyndir: Pjetur Flugmálastjórn hefur komið sér upp flugbraut inn í Laugardalshöllinni með ekta lendingarljósum. Til hliðar er herbergi með ratsjártæki til að fylgjast með flugumferð á SV-horni landsins. Einnig er dreift bæklingum um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að verða flugumferðarstjóri. SUMARIÐ ’87: Viltu fljúga til Parísar?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.