Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. apríl 1987 Tíminn 13 UTLÖND 11 Japan: „Lengi lifi keisarinn“ - og þaö hefur hann sannarlega gert - Hirohito 86 ára í gær Tokyo - Japan Hirohito Japanskeisari átti 86 ára afmæli í gær og hópuðust tugþúsund- ir landsmanna hans saman við keis- arahöllina af því tilefni. Fólkið hróp- Kína: Klósettkreppa - vandræðin hrannast upp á almenningssalernum í borgum og bæjum Pekíng - Rcuter Mikil klósettkreppa er nú í borg- um Kínaveldis og einkennist hún meðal annars af því að gamlar og reiðar konur meina borgarstarf- smönnum að byggja almenningssal- erni í hverfum sínum og bændur berja á þeim sem vinna við að hreinsa salernin og losa úrganginn. Milljónir Kínverja nota almenn- ingssalerni borganna daglega þar sem klósett er sjaldnast að finna í gömlum húsum. Vandamálin í sambandi við salernin hafa hinsvegar hrannast upp á undanförnum árum. Eitt vandamálið er bygging salern- anna. Embættismaður einn í borg- inni Changde í Huanhéraði kvartaði t.d. sáran í Dagblaði alþýðunnar í gær og sagði að það væri nánast ómögulegt að byggja ný almenn- ingssalerni. Fólk í nálægum húsum vill nefnilega ekkert með klósettin hafa og mótmælir kröftuglega, oft eru gamlar konur sendar út á götu og setjast þær niður þar sem byggja á salernin og neita að hreyfa sig um set. „f hvert skipti sém við ætlum að byggja almenningssalerni þurfum við að kalla til lögregluna," sagði fyrrnefndur embættismaður. Annað vandamál er að bændur landsins eru nú ekki jafn áfjáðir og áður að nota úrgang mannanna á tún sín og akra. Áður þótti þetta sjálf- sagt og raunar borguðu bændur borgaryfirvöldum fyrir þennan áburð, nú er öldin hinsvegar önnur og vilja þeir heldur sértillagaðan áburð. Mörg borgaryfirvöld, t.d. þau í Changde, hafa brugðist við þessu með því að festa kaup á vötnum og flytja úrganginn þangað. Þá hefur komið babb í bátinn því bændur í nágrenni vatnanna eru ekkert hrifnir að því að þau séu skitin út og hafa Ástralíumaðurinn Dick Smith: Flaug þyrlu sinni til norðurpólsins Sydney - Reuter Ástralíumaðurinn Dick Smith kvaðst í gær hafa verið fyrsti maðurinn til að fljúga til norður- pólsins á þyrlu. Það var kona Smiths, Pip að nafni, sem skýrði frá frægðarför manns síns þaðan sem hún var stödd á Ward Hunt eyju í Kan- ada, um 1500 kílómetra frá norðurheimskautinu. Smith reyndi tvívegis að kom- ast alla leið á topp heimskringl- unnar á þyrlu sinni á síðasta ári en varð frá að hverfa í bæði skiptin vegna vonsku veðurs. Kappinn er reyndar milljóna- mæringur og hefur gaman af svona ævintýrum, hann segist t.d. hafa verið fyrsti einstaklingurinn til að fljúga einn á þyrlu kringum allan heiminn. í síðustu viku varð japanskur maður fyrstur allra til að komast til norðurheimskautsins á mótor- hjóli. þeir oft og einatt barið á starfsmönn- um sem með úrganginn koma. Að auki er erfitt að fá fólk til að vinna við almenningssalernin. Yfir- leitt er þetta talin vera hin mesta skítavinna og litið niður á fólk sem slíkt gerir. Dagblað alþýðunnar, sem yfirleitt skrifar um hápólitísk málefni, eyddi miklu plássi í salernisvandræðin í gær og var fréttin byggð á rannsókn- arblaðamennsku í nokkrum borgum og héruðum. aði „Tennoheika Banzai" eða „Lengi lifi keisarinn" og veifaði þjóðfánum. Sá gamli birtist þrívegis út á svölum hallarinnar í miðborg Tokyo, bak við skothelt glerið, og veifaði til fólksins. „Þakka ykkur fyrir að fagna af- mælisdegi mínum. Ég er ánægður að sjá hvað margir eru hér samankomn- (ir. Ég vona að allir eigi ánægjulegt líf fyrir höndum," sagði keisarinn í afmælisávarpi sínu til mannfjöldans. Hirohito er sá keisari eða konung- ur sem lengst allra slíkra hefur setið á þessari öld, í nóvember á síðasta ári fagnaði hann sextugasta valda- afmæli sínu. Það var greinilegt að árin eru farin að segja til sín hjá keisaranum því í matarboði í höll hans í gærdag, sem haldið var til að fagna afmælinu, þurfti hann að yfirgefa salinn vegna vanlíðunar. Hirohito Japanskeisari: Varð 86 ára í gær. Vinningaskrá happdrættis Slysavarnafélags íslands 14. apríl 1987 2 íbúðir að eigin vali að verdmæti kr. 2.000.000 hvor 28518 175046 4 Subaru 1800 að verðmæti kr. 600.000 hver 87936 88090 125432 136935 18 Subaru Justy að verðmæti kr. 350.000 hver 17150 52705 78244 144720 172830 26638 58278 110698 160246 178432 39989 70581 121541 161986 44589 74881 136974 168486 Slysavarnafélagið þakkar landsmönnum stuðninginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.