Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.04.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. apríl 1987 Tíminn 15 MINNING Grímur Guðbjörnsson „Bognar uldrei, brotnar í bylnuni stóra seinast." Þriðjudaginn 31. mars s.i. gekk yfir Norðausturland stórviðri álíka vont og eldri menn muna verst. Meðan á slíku veðri stendur, er mér svo farið að ég fyllist kvíða, ekki bara um hvort mín hús muni standast ofsann, lieldur og líka hvort slæmar fréttir komi á eftir. Og það stóð ekki á því, - áður en kvöld var komið barst sorgarfregn. Grímur á Alandi varð bráðkvaddur milli húss og bæjar. Þar var skaði orðinn sem ekki fæst bættur. Grímur Guðbjörnsson var fæddur á Syðra-Álandi 1915 sonur hjónanna Guðbjörns Grímssonar og Ólafar Vigfúsdóttur og á Syðra-Álandi starfaði Grímur æfina alla, nema tvo vetur og eitt sumar sem hann var nemandi á Hvanneyri. Syðra-Áland er erfið jörð og komst seint í vegasamband og enn seinna í símasamband. Ég hef grun um að það megi rekja til þess að fólkið á bænum gerði harla litlar kröfur til samfélagsins, sjálfum sér til handa. Líklega hefur það verið vegna lélegs vegasambands að pósturinn, í það minnsta vetrarpósturinn fór ekki í Syðra-Áland og voru blöð og bréf sem þangað áttu, skilin eftir í Lax- árdal. Það man ég að þóttu ekki góðar fréttir hér á bæ, þegar þessu fyrirkomulagi skyldi breytt. - Því meðan það varði áttum við tryggt að fá Grím á Álandi í heimsókn viku- lega. En því fylgdi gleði hjá öllum ungum oggömlum. Oft kom Grímur á hesti og þá gjarnan á Grána, hesti sem lifði fram undir 1960 og var ókrýndur konungur gæðinga hér- aðsins um árabil. Þegar ég var 11 ára, var nokkurra daga námskeið í vélfræði haldið hér í Dal, snemmsumars og vafalaust verið unnið frammá kvöld. Ungir menn töldu sig ómissandi á verk- stæðinu, því var það að við kvöld- matar-borðið þegar tilnefna átti kúa- smala, að enginn vildi fara í það verk. Grímur var nteð Grána sinn í tjóðri við fjárhúsin og sagðist alveg geta lánað kúasmalanum hest. Það fór því svo að ég hlaut starfið, fór á Grána berbakt og lifði dásamlega stund. Er það minnisstæðast þegar ég fór frá túnhliðinu hvað Gráni herti ört á sér án þess þó að stökkva, en ég notaði mér faxið. En þessi horfni gæðingur hafði óvanalega reisingu og var faxprúður. Auk ferða Gríms til að sækja póstinn voru vissar gestakomur þegar ærnar voru vigtaðar í janúar og apríl. Og þá lá nú vel á bændum og þar var Grímur á sviði sem hann kunni við sig á. Því af öllum verkum sem hann vann, mun fjárgæslan og fjárræktin hafa verið honum til mestrar ánægju, enda náði hann langt á því sviði. Og hefur það ræktunarstarf komið öðr- um til góða í ríkum mæli. T.d. engin hjörð ( þessu héraði sem finnst ekki í kindur ættaðar frá Syðra-Álandi. Það var fleira vel tamið hjá Grími en hesturinn. Þegar fé var rekið hér milli bæjanna var svarti forustusauð- urinn hans Gríms ómissandi til að vel gengi að koma hópnum í Hölkná. Þegar ég kom á Hvanneyri haustið ’63 spurði Guðmundur ráðsmaður mig eftir skólabróður sínum Grími, og hvort hann byggi ekki vel með konu og mörg börn. Ég sagði sem var að konu ætti hann ekki né börn. „Það er mikill skaði, því Grímur er vel gerður maður," sagði þá ráðsi. Þetta var ekkert ofsagt hjá þcim kjarnyrta og mæta manni Guðmundi Jóhannessyni. Það var á svo kölluðum kalárum að hingað í sveitir var keypt hey um langa vegu. Snjóaveturinn ’66 kom með skipi hey á Þórshöfn og var flutt frá skipshlið á þá bæi sem hægt var að gera bílfært á, en heyið var illa bundið og var mikið af lausu heyi eftir í húsi á Þórshöfn, þegar búið var að aka því sem flutningsfært var. Þórarinn í Holti bað mig að fara með Grími til að binda þetta hey í reipi upp á gamla mátann, en enginn heybindivél var þá komin í héraðið. Þegar (Jrímur tók til að leggja á reipin og reyra baggana, fannst mér sem ég væri bara áhorfandi, þó ég gerði mitt besta, slík hamhleypa var hann í erfiðsivinnu. Annað atvik langar mig til að rifja upp frá sant- vistunum við Grím heitinn. Haustið 1967 fór ég í göngur á Álandstungu og var gott veður er riðið var frá bæ og lá svo vel á bónda að unun var að vera nærri honum. Næsta dag var rigning og þoka. Var þá dokað við í kofa fram eftir morgninum. Svo lyfti þokunni ofur- lítið, var þá riðið til heiðamóta. Inn á svokölluðum urðum (gróðurlitlir melar) þurftu 4 menn að fara þvert yfir frá Hölkná að Sandá. Þar reið Grímur fyrir, og gátum viðhinirekki skilið hvað hann hafði til að fara eftir, nema ef vera skyldi norðangol- una. En svo nákvæmlega fór hann þá leið seem hann ætlaði sér, að ekki hefur í annan tíma verið farið beinna að Sjóla. Þennan dag var smalað rösklega það land sem lægra lá og þoka huldi ekki. Seinni smölunar- daginn var farið í birtingu yfir Hafur- staðafjöll því strangur dagur var framundan, og strangt var mér að fylgja Grími þegar við teymdum upp að Hptthól þó að hann væri 30 árum eldri. Þegar í bæinn kom og spurt var hvort ekki hafi dimmt í gær, svaraði Grímur að bragði: „Ekkert dimmt en þokuvik á urðunum“,| dæmigert svar hjá Grími, því þó hann hefði minni svo gott að nánast var óskiljanlegt öðrum og hefði gaman af að rifja upp fortíðina var aldrei hægt að standa hann að því að gera mikið úr eigin frammistöðu. Já, mikið var Grími gefið í vöggu- gjöf, líkamshreysti, skapstilling, gáf- ur og kærleiksríkt hjarta, og lifði lífinu á þann hátt að vart mun nær verða komist að breyta ávallt eftir liinu gullna boðorði „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluö þér og þeim gjöra", en út af þcssum orðum lagði séra Ingimar í hinni fallegu ræðu sem hann flutti er hann jarðsöng Grím 9. apríl. Erfitt er að sættast við örlögin þegar vinur og næsti granni er horfinn svona fyrirvaralaust. En það er fullt sam- ræmi í skapadægri Gríms og lífs- hlaupinu. Frá því móðir hans og systir hjúkruðu honum í tvísýnni brjósthimnubólgu 13 ára gömlum lét hann engan hafa fyrir sér. Eins og Klettafjallafuran bognaði aldrei en brotnaði óvænt í bylnum stóra sein- ast. Stefán Eggertsson. SAMVINNUMAL Halli hiá FDB Kaupfélögin gengu betur Danska samvinnusambandið, FDB, var gert upp með töluvert miklum halla á síðasta ári. Frá þessu var skýrt nú nýlega, en samtals var rekstrarhallinn 42,8 miljónir danskra króna. Þetta er verulega miklu verri útkoma cn vænst hafði verið, því að rekstraráætlun gerði ráð fyrir 130 miljóna hagnaði, og árið 1985 var hagnaður FDB 123 miljónir. Ástæðurnar fyrir þessu tapi hjá FDB eru margvíslegar. Aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum ásíðasta ári, svo nefndur páskapakki og kartöflukúr, höfðu veruleg áhrif til að draga úr sölu á mörgum vörutegundum á hinum al- menna neysluvörumarkaði. Af innri ástæðum hjá FDB er líka nefnt að starfsmenn hafi verið of margir í minni umsetningu en reiknað hafði verið með. Ýmis vöruinnkaup hafa einnig reynst óhagstæðari en búist hafði verið við, sérstaklega á kaffi. Irma og Anva En það eru þó sérstaklega tvö dótturfyrirtæki, sem eiga mestan lilut í þessu, verslanakeðjan Irma og verslunin Anva í Kaupmannahöfn sem nú er framundan að loka. Til versnandi afkomu þessara tveggja fyrirtækja er að rekja um helminginn af þeim 165 miljónum sem munar á afkomu áranna 1985 og 1986. Stjórnendur FDB leggja þó áherslu á að danska samvinnusam- bandið sé eftir sem áður efnahags- lega traust fyrirtæki. Eigið fé þess er um 1,4 miljarðar, sem er nánast sama upphæð og árið á undan. Starfsfólki fækkað Þessu rekstrartapi verður mætt fyrst og fremst með hagræðingu og með því að reyna með öllum ráðum að gjörnýta alla rekstrarþætti. Meðal annars verður starfsfólki fækkað með því að endurráða ekki í störf sem losna. Stefnan er sú að ná tckjuafgangi sem ávaxti eigið féð með sem næst markaðsvöxtum, sem þýðir í dag um 140 miljóna danskra króna hagnað á ári. Kaupfélögin í FDB skiluðu hins vegar samanlögð um 90 ntiljóna hagnaði á síðasta ári, samanborið við 140 miljóna hagnað árið á undan. Samanlögð heildarvelta kaupfélag- anna og FDB með söluskatti var 27,0 miljarðar á árinu sem leið, en var 25,8 miljarðar 1985. Það þýðir að markaðshlutdeild þeirra á danska smásölumarkaðnum var 32%, sem er nánast það sama og árið á undan. í árslok 1986 var starfsmanna- fjöldi dönsku samvinnuhreyfingar- innar 22.400. Búðafjöldi hennar var 1.600 og sölusvæði í búðum samtals rúmlega 736 þúsund fermetrar. —esig Dvöl í orlofs- húsum Iðju Iðjufélagar sem óska eftir að dvelja í orlofshúsum félagsins í Svignaskarði og orlofsíbúð á Akureyri, sumarið 1987, verða að hafa sótt um eigi síðar en föstudaginn 15. maí n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins, Skólavörðustíg 16. Einnig er hægt að sækja um símleiðis (símar 13082 og 12537). Dregið verður úr umsóknum á skrifstofu félagsins, mánudaginn 18. maí kl. 17.00 og hafa umsækj- endur rétt til að vera viðstaddir. Þeir Iðjufélagar, sem dvalist hafa í húsunum að sumarlagi á undanförnum 3 árum, koma aðeins til greina ef ekki er fullbókað. Leigugjald verður kr. 4.000,- á viku. Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt hús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum, sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar, og verður það leigt án endurgjalds gegn framvísun læknisvottorðs. Stjórn Iðju. * mm% W Bæjarfógetaskrifstofa í Vestmannaeyjum Tilboð óskast í framkvæmdir við Heiðarveg 15 í Vestmannaeyjum. Innifalið í verkinu eru ýmiss konar breytingar og endurbygging bæði utan og innan húss. Verktaki tekur við húsinu í núverandi ástandi og skilar því fullbúnu til notkunar. Húsið er kjallari og þrjár hæðir, grunnflötur alls um 1070 m2. Verkinu skal skila fullgerðu 25. mars 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Rvk., og á teiknistofu Páls Zoþhoníassonar í Vestmannaeyjum gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 20. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Opið hús 1. maí Myndlistarsýning Að lokinni 1. maí göngunni verður opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur í Húsi verslun- arinnar 9. hæð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Frístundamálarar í V.R. munu sýna verk sín í fundarsal félagsins. Verslunar- og skrifstofufólk! Lítið við, þiggið kaffiveitingarog skoðið myndlistar- sýninguna. Verzlunarfélag Reykjavíkur Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður við framhaldsskóla: Við Menntaskólann á (safirði kennarastöður í íslensku, stærðfræði og þýsku, heilar stöður, og hálfar stöður í efnafræði og frönsku. Við Menntaskólann í Kópavogi kennarastöður í stærðfræði og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni kennarastöður í stærðfræði og raungreinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hálf kennarastaða í tónlist og kórstjórn. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavik, kennarastöður í faggrein- um rafiðna, faggreinum hársnyrtigreina, efnafræði, ensku, íslensku, líffræði, stærðfræði og viðskiptagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 22. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. . „ .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.