Tíminn - 05.05.1987, Síða 7
Þriðjudagur 5. maí 1987
Tíminn 7
i'r * ' 4 . - ' i> V
tejc ■ *&&&**, ? : > •* ■ "V "' JfílíðliM-X-'ífiíSí'*
Wtt:
*•" *>.!!**¥* * '■ <x . ,<4-^ x- *' ■. . , ,.w w _. , _ ..._,„_
wr - i—~^T_T_____________________ ,. .
««*~v ~ ^iS * _ , - - ■
ÍÍT- „,'•*'!*. í.«-w. ' '**" '(■«"* _ .í < *» - . ,xS^x%sí '
—— ..
■♦'' ***'-. *A. „ jg,
J xí^^- ' ' ^Jte "• JjáL. 'lP? ' '7'-' "í- ' t I- s * ' 'ís'''s’
.., ,,, . «: .. : -v
„'^s-eiáter,-: t:
“ .ÍJ<- ‘* .-JIHMf, ««'
Dýpkunarskipið Hákur í Ólafsfjarðarhöfn.
Hafnargerð:
Framkvæmt fyrir 218
milljónir kr. í ár
-óskir sveitarstjórna um framkvæmdir nema 800 milljónum króna
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið
1987 verður veitt um 218 milljónum
króna til hafnarframkvæmda víða
um land í ár. Þetta er talsvert undir
þeim 800 milljónum kr. sem hefði
þurft til að uppfylla óskir sveitar-
stjórna um framkvæmdir á þessu
sviði. En venjulega er hlutur ríkis-
sjóðs í hafnarframkvæmdum 75%.
Þá má geta þess að Hafnarmála-
stofnun telur vanta 115 milljónir
króna til gera upp sinn hluta í
framkvæmdum síðasta árs.
Eftir að fjárveitingarnefnd Al-
þingis hafði skipt kökunni þá var
ljóst að hæsta hlutfallið fór til
Norðurlands eystra eða 24,5%. Til
Vestfjarða fóru 20,9%, til Austur-
lands 19,1%, tii Vesturlands 11%,
til Norðurlands vestra 10,7%, til
Reykjaness 9,2%. Lestina rak svo
Hafnarframkvæmdir á Norðurlandi eystra:
Mörg stórverkefni
á verkefnalistanum
fjórðungur fjárveitinga til hafnarframkvæmda rennur til kjördæmisins
Hlutfallslega mest af fjármagni
því sem veilt er til hafnarfram-
kvæmda á fjárlögum í ár rennur til
Norðurlandskjördæmis eystra.
Þangað fara alls 55,7 milljónir eða
24,5%.
Suðurland með 4,6%, enda aðeins
um þrjá útgjaldaliði að ræða.
Utan við þetta dæmi standa lands-
hafnirnar þrjár, á Rifi, í Njarðvíkum
og í Þorlákshöfn, ásamt Reykjavík-
urhöfn.
Þá var lögð fram til kynningar á
Alþingi þingsályktunartillaga til
hafnaráætlunar fyrir árin 1987-1990.
Gert er ráð fyrir að þingsályktunar-
tillagan verði samþykkt án teljandi
breytinga á jtinginu sem saman kem-
ur í haust. Aætlunin, sem eingöngu
tekur til hafna í eigu sveitarfélaga og
njóta jafnframt ríkisstyrks, gerir ráð
fyrir umtalsverðri aukningu á fjár-
framlögum til framkvæmda í hafnar-
málum á tímabilinu.
Er þar gert ráð fyrir að alls verði
varið rúmlega 1,7 milljarði króna til
hafnarframkvæmda og verður dreif-
ingin á kjördæmin í svipuðum hlut-
föllum og að ofan greinir.
í áætluninni eru tíundaðar ein-
stakar framkvæmdir víðs vegar um
land og áætlaður kostnaður við þær.
ÞÆÓ
Norðurland
vestra:
Blönduós-
höf n næstu
stórfram-
kvæmdir
Hlutur Norðurlands vestra af fjár-
lögum til hafnarmála nemur 23,3
milljónum krónaeða 10,7% afheild-
arfjárveitingunni til þessa mála-
flokks.
Á svæðinu verður framkvæmt á
sjö stöðum. Siglufjörður fær stærsta
skerfinn, 7,3 milljónir króna, og fer
það til byggja brimvörn. Síðan koma
Sauðárkrókur með 5 m.kr. til bygg-
ingar fyrsta áfanga smábátahafnar,
þá Blönduós með 4 m.kr., Haga-
nesvík 2,2 m.kr. og Skagaströnd 2
m.kr.
í tillögu til þingsályktunar um
hafnaáætlun fyrir árin 1987 - 1990,
sem lögð verður fyrir þing í haust, er
gert ráð fyrir að hlutur Norðurlands
vestra af heildarkökunni, rúmum
l, 7 milljörðum króna, verði tæp
13% eða 222,5 m.kr.
Langstærsti Iiðurinn í þeirri áætl-
un er upp á 95 milljónir, en það er
gerð hafnar á Blönduósi og fer nær
allt þetta fjármagn til byggingar
brimvarnargarðs. Þar sem þetta er
stórframkvæmd, þá er gert ráð fyrir
að fjármagna verði a.m.k. hluta
hafnarsjóðs að miklu Ieyti með
lánsfé.
Þá er áætlað að vinna við uppbygg-
ingu hafnarinnar á Siglufirði fyrir
40,6 m.kr. á næstu fjórum árum, við
höfnina á Sauðárkróki fyrir 36 millj-
ónir og á Skagaströnd fyrir 23,7
m. kr. ÞÆÓ
Nýtt bindi
kennaratals
Út er komið IV bindi kennaratals-
ins með 2.779 æviágripum kennara
sem hafa upphafsstafina H-Ó. Með
þessu 4. bindi eru æviágrip Kennara-
talsins orðin 8.461. telja má víst, að
æviágrip 1.-5. bindis verði yfir 11
þúsund og er þetta því stærsta stétta-
tal sem gefið er út á íslandi. Útgef-
andi Kennaratalsins er Prentsmiðjan
Oddi hf. og er hægt að fá bindin
keypt hjá útgefanda (s: 83366) og í
bókaverslunum.
Þeir sem áttu urðu fátækir og hinir skuldugu ríkir:
Langstærsta framkvæmdin á árinu,
og jafnframt á landinu öllu, er á
Árskógsströnd, en þar er ætlunin að
vinna fyrir alls 15,8 m.kr á þessu ári
við byggingu bryggju og grjótgarðs.
Á Ölafsfirði verður framkvæmt
fyrir 11,5 milljónir í ár og er dýpkun
hafnarinnar stærsta verkið. Á Rauf-
arhöfn verður unnið fyrir 8,6 m.kr.
við annan áfanga löndunarkants við
frystihús, en ætlunin er að ljúka því
verki á næsta ári. Til hafnarinnar á
Þórshöfn fara 5,4 m.kr í ár og til
Akureyrar fara 5,3 m.kr..
Einnig er veitt fé til framkvæmda
á átta öðrum stöðum í kjördæminu
en þar er um mun minni fjárhæðir
að ræða.
Hafnaráætlun, sem lögð var fyrir
Alþingi til kynningar í vor og ætlunin
er að samþykkja í haust, gerir ráð
fyrir umtalsverðum framkvæmdum í
kjördæminu á næstu fjórum árum
eða fyrir alls 355 milljónir kr. Til
dæmis er gert ráð fyrir að leggja 71,8
m.kr. í höfnina á Húsavík og er þar
fyrst og fremst um að ræða breikkun
Norðurgarðs og grjótvörn á hann.
Grímseyingar eiga von á vænu fram-
lagi til hafnargerðar, aðallega gerð
grjótvarnargarða, eða 45 m.kr. Svip-
uð fjárveiting er ætluð til hafnar-
gerðar á Árskógsströnd.
Framhaldið verður hafnarbótum
á Ólafsfirði og er gert ráð fyrir að
þangað renni 39 m. kr. á árunum
1988-1990 til viðbótar fjárveitingu
ársins í ár. ÞÆÓ
Eignuðust 129 fyrirtæki um
7.500 millj. út á skuldirnar?
Um þá íslensku „listgrein“ að
reka fyrirtæki með tapi árum og
jafnvel áratugum saman og safna um
íeið tugmilljóna eignum er nefnt
athyglivert dæmi í nýjasta hefti
Fjármálatíðinda Seðlabankans. Þar
eru nefnd til sögunnar 129 fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtæki sem
tekist hefur að öngla saman um
7.500 millj. króna eigin fé (um 58
millj. að meðaltali á fyrirtæki) þrátt
fyrir vægast sagt afar knappa afkomu
a.m.k. síðasta hálfa annan áratug-
inn. Stærsti lánveitandi þeirra -
Fiskveiðasjóður - á hins vegar að-
eins um fimmtung af þeirri upphæð
þrátt fyrir stórframlög úr ríkissjóði
auk annarra tekna.
Galdurinn að reikna rétt
„í fyrstu mætti ætla að slök rekstr-
arafkoma undanfarin ár hefði leitt til
verulegrar rýrnunar eigin fjár, þann-
ig að það sé mjög lítið nú. En svo er
þó ekki eftir að eignir hafa verið
endurmetnar," segir m.a. í grein
eftir Guðmund Magnússon um hag
sjávarútvegs.
Raunverð eða
bókfært verð
Hann segir Þjóðhagsstofnun ný-
lega hafa lokið úrvinnslu úr efna-
hagsreikningum 129 fyrirtækja í út-
gerð og fiskvinnslu miðað við árslok
1985, þar sem fiskvinnslufyrirtækin
vegi þó þyngra. Niðurstöðurnar
sýni, að veltufjármunir og bókfært
verð fastafjármuna þessar fyrirtækja
nam alls 19.500 milljónum. Á sama
tíma var eigið fé 1.100 milljónir, eða
um 5,6% af heildareignum. Fasta-
fjármunir séu þá skráðir á bókfærðu
verði.
Séu fjármunirnir hins vegar færðir
til raunvirðis eða því sem næst með
því að færa skipin á vátryggingar-
verði og tvöfalda bókfært verð véla
og tækja komi heldur betur annað í
ljós. Við það hækki eigið fé í rösk-
lega fjórðung af heildareignum og
geti því numið um 7.500 milljónum
króna hjá þessum 129 fyrirtækjum.
„Hér er óneitanlega um mikla
fjármuni að ræða og spyrja mætti
hvernig þetta fé hafi myndast," segir
Guðmundur. „Ef marka má niður-
stöður rekstraryfirlita útgerðar og
fiskvinnslu undanfarinn hálfan ann-
an áratug, er ekki annað að sjá en
að rekstrarafkoman hafi verið afar
knöpp, sérstaklega hjá útgerðinni,
og því ekki líklegt að rekja megi
umtalsverðan hluta af eignamyndun-
inni til uppsafnaðs bókfærðs hagnað-
ar af rekstri. Af þessu leiðir því, að
verðgildi skuldanna hafi, þegar litið
er yfir lengri tfma, rýrnað í saman-
burði við fjármunina. Líklegast má
telja, að rýrnun á verðgildi skuld-
anna vegi þyngst."
Fiskveiðasjóður orðinn
„fátæklmgurinn“
f þessu sambandi bendir Guð-
mundur á að Fiskveiðasjóður,
stærsti fjárfestingalánasjóður sjávar-
útvegsins, sé ekki öflugri en svo að
hann hafi aðeins átt um 1.600 millj-
óna króna eigið fé í árslok 1985 og
svipað árið áður, eða aðeins rúmlega
fimmtung af eign þessara 129 fyrir-
tækja. Auk vaxtatekna hafi sjóður-
inn þó um árabil notið tekna af
útflutningsgjaldi auk umtalsverðra
beinna fjárframlaga úr ríkissjóði.
„Gullöldin“ liðintíð
- nú verða menn að borga
Guðmundur bendir hins vegar á
að þessi „gullöld“ sé nú liðin tíð
(sem raunar á jafnt við um fyrirtæki
og einstaklinga). Atvinnurekstrin-
um sé nú gert að endurgreiða með
fullu verðgildi og jákvæðum raun-
vöxtum þau lán sem hann fær. Það
geri enn brýnna en fyrr að skapa
honum þau rekstrarskilyrði sem
duga til að standa undir þeim
vöxtum. Góða afkomu útgerðar um
þessar mundir eigi að skoða í því
ijósi. -HEI