Tíminn - 05.05.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 5. maí 1987
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Fteykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:;
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Nauðsyn samráða í
efnahags- og kjaramálum
Tveir af helstu forystumönnum verkalýðshreyf-
ingarinnar, Ásmundur Stefánsson og Þröstur
Ólafsson, hafa nýlega lýst viðhorfum sínum til
kjaramála og mótunar launamálastefnu. Skal þar
einkum vísað til viðtals við Ásmund í Alþýð-
ublaðinu 1. maí og við Þröst í ríkisútvarpinu 2.
maí. í þessum viðtölum kom það skýrt fram, að
þeir Ásmundur og Þröstur gera sér grein fyrir því
að halda verður verðbólgu í skefjum, ef tryggja
á varanlegar kjarabætur og kaupmátt launa, því
að verðbólga getur ekki leitt til annars en
víxlhækkana verðlags og launa með þeim af-
leiðingum að kauphækkanir brenna upp á
skömmum tíma í verðbólgueldinum. Slíkt getur
ekki þýtt annað en það að kauphækkanir sem
verða án tillits til verðbólguáhrifa eru ekki einasta
unnar fyrir gýg, heldur beinlínis háskalegar fyrir
afkomu launamanna um leið og verðbólgan
grefur undan efnahag fyrirtækja og þjóðarbú-
skapnum í heild.
Það þarf því ekki að vera fyrir neina ást á
ríkisstjórninni eða þeim flokkum sem með völdin
fara að forystumenn Alþýðusambands íslands
hafa talið það skynsamlegt að eiga beint um það
við ríkisstjórnina að samræma stjórnaraðgerðir í
efnahagsmálum kjaramálum verkalýðsstéttarinn-
ar. Það merkir aðeins að forystumenn ASÍ hafa
lært af reynslunni. Slíkt samráð milli frjálsra
launþegasamtaka og ríkisvalds er höfuðnauðsyn,
ef halda á uppi jákvæðri efnahagsstefnu og
raunverulegri kjarabótastefnu fyrir verkafólk og
aðra launþega.
Slíkt samráð milli ríkisvalds og launþegasam-
taka er viðurkennd pólitísk starfsregla á Norður-
löndum og flestum öðrum lýðræðisríkjum, og á
ekki síður við á íslandi en annars staðar. Þessi
regla hefur þó ekki verið í heiðri höfð hér á landi
fyrr en á síðustu árum, enda hefur þá brugðið svo
við að gamla óðaverð bólguþróunin hefur snúist
við, og er það engu öðru að þakka en þeim
samráðum sem átt hafa sér stað milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og ríkisvaldsins. Þar hefur heilda-
ryfirsýn ráðið ferðinni til hagsbóta fyrir alla aðila.
Þess er út af fyrir sig ekki að vænta að forysta
Alþýðusambands íslands né launþegar yfirleitt
láti ríkisstjórn eða einstaka stjórnmálaflokka
segja sér fyrir um hvernig skipta skuli þjóðartekj-
um og að hvaða marki þeir vilja stefna í þeim
efnum. í lýðræðislandi og frjálsu þjóðfélagi verða
viðhorf manna ekki steypt í eitt og sama mótið.
Um það biður enginn. Hins vegar verður sú
meginregla að njóta virðingar í verki að áhrifaöfl-
in í þjóðfélaginu innan þings og utan vinni saman
að heildarvelferð þjóðarbúsins. Þá og því aðeins
næst jákvæður árangur í efnahagsmálum og
kjaramálum.
Að nýta möguleika
tækninnar
Garri er alltaf að lesa sér til um
framfarirnar í heiminum, og nú
hefur hann komist á snoðir um að
sjálf ríkisstjórnin norska, sem er
undir forsæti læknismenntaðrar
konu, hefur lagt fram í Stórþinginu
frumvarp til laga um að giftum
konum og þcim sem eru á föstu í
sambúð með einum og sama
manninum, sé heimilt að láta sæða
sig með tækniaðferðum, enda sé
sæðið fengið úr Sæðisbanka ríkis-
ins og leynd á höfð um úr hvaða
manni sæðið sé, en það fylgir
sögunni að mannssæði verði enn
ekki búið til á kemiskan hátt.
Sjálfsagður réttur
Hér er hafist handa um að lög-
leiða sjálfsagðan rétt kvenna til að
vera sæddar með sprautuaðferð-
inni líkt og lengi hefur tíðkast í
búfjárrækt, enda er slík tímgunar-
aðferð of handhæg í tækniþjóðfé-
lagi nútímans til þess að hægt sé að
láta hana ónotaða.
Tæknilega er enginn mu'nur á
því að sæða konur og kýr, en um
kýrnar gildir sú siðaregla að leyna
ekki „sæðisgjafanum“ (sædgiver-
en), eins og það er kallað þótt vitað
sé að þetta hráefni fæst ekki ókeyp-
is. Hver sá kálfur, sem væri fær um
að lesa skýrslur nautgríparæktar-
félaganna, ef svo ólíklega vildi til,
getur því vitað um faðerni sitt, en
það á ekki að gilda um afkvæmi
tæknisæddrar konu í Noregi. Að
vísu er það ákvæði í frumvarpinu
að „lögforeldrar“ slíks barns geti
átt um það við samvisku sína að
skýra barninu frá því í fyllingu
tímans, hvernig getnað þess bar að
höndum, þó þannig að nafni
„sæðisgjafans“ skal ávallt halda
leyndu.
Nú ímyndar Garri sér að sá
vandi kynni að koma upp að barnið
teldi rétt á sér brotinn að vera leynt
faðerni sínu, enda af því ýmsar
sögur að ófeðruð eða rangfcðruð
börn vilja vita nánar um faðcrni
sitt. I»að er reyndar vafasamur.
greiði við slík börn að vera að ýja
að faðemismálum þeirra upp úr
þurru. Sannleikurinn cr sá að rang-
fcðrun barna hefur fylgt mannkyn-
inu frá ómunatíð og feðrunarleynd
verið löghelguð í siðuðum þjóðfé-
lögum í a.m.k. 2000 ár, ef ekki
lengur, eftir þeirri skynsamlegu
mcginreglu úr Rómarrétti að barn
sem gift kona elur skuli eiga að
föður eiginmann konunnar, enda
brotaminnst.
Samstarfsverkefni
Garri stingur upp á því að þegar
tvíefldur Kvennalistinn fer að
hreyfa þessu norræna samstarfs-
verkefni á Alþingi, þá beiti hann
sér jafnframt fyrir því að uppeldi
og innræting í grunnskólum og
dagheimilum vcrði hagað með þá
viðhorfsbreytingu í huga að upp-
vaxandi kynslóð telji það eðlilegt
að líta á Sæðisbanka ríkisins sem
burnsföður, ef á þarf að halda,
cnda fyllilega í samræmi við þá
kenningu að nauðsynlegt sé að
laga mannshugann að síbreytilegu
tækniþjóðfélagi. Ekki er ráð nema
í tíma sé tekið.
Augljóst er aö hér (eins og þar
stendur) „skapast möguleikar fyrir
aukin atvinnutækifæri“, einkum
fyrir viðurkennda úrvalsmenn að
visku og vexti, og ætti vísinda- og
tækniþjóðfélaginu ekki að verða
skotaskuld úr að hafa upp á þeim.
Garri
Fyrir örfáum vikum klúðraði
borgarstjóri atkvæðagreiðslu hjá
Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar þegar hann hækkaði laun
fóstra á sama tíma og atkvæða-
greiðsla stóð yfir um kaup og kjör.
Atkvæðaseðlarnir voru brenndir
og aftur var gcngið til atkvæða.
Peir borgarstarfsmenn sem var
gróflega misboðiö nteð einhliða
hækkun fóstrulaunanna sam-
þykktu samningana en sú starfs-
stétt sem hækkunina fékk felldi þá.
Fóstrur höfðu vaðið fyrir neðan
sig og munduðu ekki verkfalls-
vopnin, heldur voru með uppsagnir
á reiðunt höndum. Uppsagnirnar
tóku gildi um mánaðamót og þá
átti að loka dagheimilum borgar-
innar.
Kúguð og fótum troðin kvenna-
stétt varð svo að láta í minni
pokann og sætta sig við 37.300
króna byrjendalaun, en vildi 40
þúsund. Að vísu fylgir þarna með
opinber leynisamningur, sem
kveður m.a. á um greiðslu á
klukkutíma á dag vegna undirbún-
ings barnapössunar, yfirfóstrum
verður fjölgað og starfsmanna-
fundum verður fjölgað og greidd
yfirvinna fyrir þær samkundur.
En þar sem laun kvennastétta
felast ekki í öðru en strípuðum
byrjendalaunum er ekkcrt að
marka það sent þar kemur ofan á.
Eftir j apl og j antl og fuður ákvað
meirihluti fóstra að hætta við upp-
sögn og daghcimilin halda áfram
að ala krakkana upp.
En það var beiskur biti fyrir
kvennastéttina að kyngja samning-
unum, og yfirlýsingar þeirra benda
til að þær hugsi karlveldinu þegj-
andi þörfina og muni ekki sýna
neina sáttfýsi í fyllingu tímans.
Fóstrur segjast játa að þær séu
sigraðar og að barátta þeirra sýni
hve sterkt vald karlar hafi beggja
vegna samningaborðsins. í út-
varpsfréttum þuldi fóstra að stétt-
arfélag hennar hafi verið knésett af
karlveldinu og var á henni að heyra
að það væri af einstæðum skepnu-
skap karla og ofríki þeirra, að
dagheimilin eru starfhæf.
Femínistar hafa einstakt lag á að
kenna körlum um allt það sem
aflaga fer í þjóðfélaginu og hafa
tekið sér einkarétt á lélegum laun-
um. Sakbitin karlakvikindin vita
ekki hvaðan á sig stendur veðrið og
taka undir allar þeirra bölbænir og
út úr þeim stendur sífellt bunan um
að hækka verði kvennalaunin og
að koma verði konum til valda og
áhrifa svo að kvenfólki og börnum
verði líft í landinu.
Nú standa ruglaðir karlar í
ströngu að reyna að fá konur í
stjórnarsamstarf, en þær eru ckk-
ert uppnæmar þótt þeim sé gefið
undir fótinn né leiðitamar þótt
umboðslausir menn séu að lokka
þær mcð ráðherrastólum til að geta
tyllt öðrum undir sjálfa sig.
Talsmenn fóstra hjá Reykjavík-
urborg vita hverjir sigruðu þær og
fara ekki dult með það. Þær eiga í
stríði við karlrembuna, og jtví er
hvergi nær lokið. Baráttu kynjanna
lýkur ekki fyrr en cf karlar láta sér
einhvern tíma segjast og hætta
skipulögðum ofsóknum á hendur
kvenfólki og börnum, eins og alltaf
er verið að segja þeim að þeir
ástundi og þeir taka bljúgir undir.
Uppgjöf fyrir kúgurum