Tíminn - 05.05.1987, Síða 20
HRESSA
KÆTA
„Svo uppsker
hver sem sáir“
Gullbók
og
Metbók
rísa báðar undir nafni
BÚNAÐARBANKWM
TRAUSTUR BANKI
1917
1987
I /. IVIrtRO
Timiiui
Hundurinn Röskur fann týnda veskið:
Vísitalan:
■■
Þjófurinn henti
því í Seltjörn
- 7000 krónur horfnar en skírteinin eftir
Þórey J. Stefánsdóttir átti ekki
von á að veskið hennar fyndist
nokkurn tímann aftur, en því hafði
hún glatað fyrir röskum mánuði. t
því voru 7000 krónur í peningum og
sjúkrasamlagsskírteini, lyfjaskír-
teini, örorkuskírteini og farmiðar til
Múlabæjar, þjónustumiðstöðvar
aldraðra og öryrkja. Einnig var þar
afmæliskort frá vini. En hundurinn
Röskur, sem í gönguferð með eig-
anda sínum við Seltjörn á Seltjarn-
arnesi var að svamla í vatninu, fann
þar veskið og hafði með sér í land.
Röskur skilaði því til eiganda þess í
gær, sem að vonum varð hæstánægð-
ur. Ekki síst með heimsóknina.
Þórey er ellilífeyrisþegi, sjötíuog
eins árs að aldri og geta má nærri, að
veskismissirinn hafi verið henni sár.
Með henni býr Sigríður A. Þórðar-
dóttir, sem er öryrki og glataði
einnig skírteinum sínum, sem Þórey
geymdi í veskinu.
„Þetta eru yndisleg dýr,“ sagði
Þórey þegar hún tók við veskinu úr
Golden Retriever og hefur þann sið
að bregða á leik í og við Seltjörn. Þó
er öruggara að hafa samband við
lögregluna, þegar fjármunir og önn-
ur verðmæti glatast, en að treysta á
forvitni hunda að leik.
Þórey aðgætti ekki að tilkynna
lögreglunni peningahvarfið og, eins
og fyrr segir, átti ekki von á, að slíkt
bæri nokkurn tímann árangur. þj
011 hækkun í maí fer
yfir rauða strikið
verður líklega um 1,5%
„Vísitalan sem reiknuð var í
apríl var nánast í þeim mörkum
sem kjarasámningar gerðu ráð fyrir
að hún yrði í maí. Þannig að það
má segja að öll hækkunm sem
verður í maí, verður þá fram yfir
rauða strikið,“ sagði Hallgrímur
Snorrason, hagstofustjóri þegar
Tíminn ræddi við hann í gær.
Sagði Hallgrímur að Hagstofan
tæki ekki að sér að spá um þessa
hluti, en talan 1,5% væri ekki
ólíkleg tala samkvæmt þróuninni
að undanförnu.
Sagði Hallgrímur að Hagstofan
reiknaði næst vísitölu framfærslu-
kostnaðar þann 12. maí og eftir að
sá útrcikningur liggur fyrir koma
launanefndir skipaðar samkvæmt
kjarasamningum saman og leggja
mat á hvort hækka beri laun, vegna
orðinna verðlagsbreytinga. -phh
Jórvík:
Sjö þúsund
kjúklingar
Þórey J. Stefánsdóttir ánægð með að veski hennar og skírteini skuli vera
komið í leitirnar og hjá henni er Röskur, sem fann veskið þar sem þjófurinn
hafði losað sig við það í tjörn á Seltjarnarnesi.
brunnu inni
Eldsvoða varð vart í útihúsum á
bænum Jórvfk í Sandvíkurhreppi að
ganga miðnætti á fimmtudag þegar
rafmagn fór af bænum. Rúnar Gests-
son og Sigrún Sigurðardóttir, ábú-!
endur í Jórvík, kvöddu þegar
slökkvilið til og gerðu næst tilraunir
til að bjarga hrúti úr brunanum en.
án árangurs. Útihúsin brunnu til
kaldra kola og skepnurnar, sem þar
voru geymdar, m.a. sjö þúsund
kjúklingar, urðu eldinum sömuleiðis
að bráð.
Slökkvistarf gekk erfiðlega sökum
veðurs, sem var umhleypingasamt.
Eldsupptök eru enn ókunn.
Þj
I
i
Hundurinn Röskur á þeim stað sem
hann fann veski Þóreyjar.
I íiiiiimvmlir: Pjetur
hvofti Rösks og skjallaði hann
mikið. „Að tapa peningunum var
slæmt, en skírteinin eru okkur ó-
missandi og stuldur þeirra hefur
þegar bakað okkur vandræði."
Veskið hafði týnst, taldi hún,
þegar hún opnaði handtösku sína til
að greiða leigubílstjóra. Vildi það
óhapp til, að allt féll úr töskunni á
gólfið í bílnum og þar segir hún að
veski sitt hafi ef til vill orðið eftir.
„Ég held að einhver næstu farþega
hljóti að hafa stungið veskinu á sig,“
sagði Þórey. Hún býr við Óðinsgötu.
Hver svo sem stal af rosknu konunni
peningunum hefur næst haldið alla
leið út úr byggð á Seltjarnarnesi og
losað sig við veskið út í tjörnina.
Röskur er tveggja vetra gamall
KRUMMI
„Þetta er senni
lega það sem kall-
að er hunda-
heppni! “
Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar:
Uppsagnir fóstra
dregnar til baka
- loforð um „deildarfóstrustöður“ gerði gæfumuninn
Fóstrur hjá Reykjavíkurborg
drógu uppsagnir sínar til baka í
gær og mættu til vinnu samdægurs.
Ákvörðun um þetta var tekin á
fundi fóstra „á grundvelli staðfest-
ingar borgarstjóra um sérmál svo
og að á samningstímanum verði
tekin til athugunar ýmis kjaraleg
og stjórnunarleg atriði eins og
fram kemur í samkomulagi Davíðs
Oddssonar og Haraldar Hannes-
sonar,“ eins og segir í samþykkt
fundar hjá fóstrum aðfaranótt
mánudagsins.
„Við höfum lagt mjög mikla
áherslu á að fá inn deildarfóstur-
nafnið sem jafnframt þýddi hækk-
un launa og einnig viðurkenning á
stjórnunarþætti fóstrunnar inná
sinni deild.
Þetta hefur gengið illa en á
sunnudag töluðu saman Davíð
Oddsson og Haraldur Hannesson
formaður STFR og komust að
samkomulagi sem síðan var túlkað
fyrir okkur þannig að það þýddi
það að við fengjum þetta deildar-
fóstrunafn. Haraldur Hannesson
sagðist leggja höfuðið að veði að við
fengjum þetta inn á samningstíma-
bilinu og það var það sem gerði
útslagið,“ sagði Sesselja Hauks-
dóttir sem sæti á í viðræðunefnd
Reykjavíkurfóstra.
„Það kom náttúrlega alls ekki
það út úr þessum slag sem við
ætluðum okkur því við ætluðum
okkur að fá það góð kjör að við
þyrftum ekki að hafa eins miklar
áityggjur af starfsmannahaldi eins,
og verið hefur og að við gætum þá
snúið okkur alfarið að uppeldis-
starfinu en það náðist ekki svo að
við teljum okkur sigraðar að því
leyti til,“ sagði Sesselja.
Samkomulag borgarstjóra og
formanns STFR myndi fela í sér að
flest allar fóstrur hjá Reykjavíkur-
borg yrðu deildarfóstrur en eins og
er, er staðan „deildarfóstra" ekki
til. Að sögn Sesselju ykjust líkur á
því að fleiri deildir dagvistarheimil-
anna fengju fóstrur en á sumum
dagvistarheimilum er einungis
forstöðumaðurinn með fóstru-
menntun en aðrir starfsmenn allir
án slíkrar menntunar.
Fóstrur fengu einnig bókun um
fjölgun á undirbúningstímum upp
í þrjá á viku en borgarráð á eftir að
staðfesta þá bókun. Gert er ráð
fyrir tuttugu tímum til starfsmann-
afunda á ári fyrir dagvistarheimil-
in. „Þetta eru raunar ekki kjara-
bætur heldur einungis til þess að
við getum sinnt starfi okkar betur,“
sagði Sesselja.
„Ég er ósköp ánægður með að
þetta hafi allt farið vel og að
barnaheimilin séu í rekstri og að
ekki hafi verið sköpuð nein vanda-
mál fyrir foreldra né börn þeirra,“
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri.
Aðspurður sagði Davíð að unnið
yrði með venjubundnum hætti í
starfskjaranefnd og stjórnarnefnd
Dagvistunar barna á samningstím-
anum þannig að þar hefði ekkert
nýtt komið fram. Engin ákvörðun
hefði t.d. verið tekin um stöður
deildarfóstra að svo stöddu. ABS