Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUW 9. MAÍ1997 - 102. TBL. 71. ÁRG. Hegðun meirihluta borgarstjórnar í fræðsluráðsmálinu: Siðlaus, löglaus Meirihluti borgarstjórnar telur sig nú hafa lokið máli því sem kennt hefur verið við fræðsluráð/skólamálaráð í Reykjavík. Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld las Davíð Oddsson upp bréf frá Sverri Hermannssyni þar sem ráðherrann staðfestir „skilning“ meirihlutans á hlutverki skólamálaráðs og fræðsluráðs. í þessum skilningi þeirra Davíðs og Sverris má skólamálaráð ekki taka yfir lögbundin verkefni fræðsluráðs. Var þá Bleik brugðið því áður hafði Lagastofn- un Háskóla íslands sagt þetta sama, en meirihlutanum þótti sú umsögn ekki skipta sköpum þegar hún kom fram á sínum tíma. Kennarafélag Reykjavíkur sendi menntamálaráðherra bréf fyrir um tveimur mánuðum þar sem m.a. var spurt hvað menntamálaráðherra hygðist gera til að færa þau verkefni sem skólamálaráð hefur yfirtekið aftur til fræðsluráðs, eins og kveðið er á um í lögum. Svarið barst nýlega og kannast ráðherrann og lögmenn og sérfræðingar ráðuneytisins ekki við að nein verkefni hafi verið yfirtekin. Þetta er furðuleg niðurstaða. í 18 gr. grunnskólalaga segir m.a.: „/ Reykjavik fer fræðsluráð með hlutverk skólanefndar í fundargerðum skólamálaráðs koma fyrir tugir tilfella þar sem ráðið hefur farið með mál sem í lögum falla undir skólanefndir/fræðsluráð. Það er lögbrot. Spurningin er: Eru landslög búin til í fundarsal borgarstjórnar Reykjavíkur við Skúlatún? Davíð Oddsson á borgar- stjórnarfundi. sjá bls. 5 Það eru ekki ýkja mörg ár síðan Johnny Logan, hið blóðheita írska kvennagull, sló í gegn í Eurovision söngvakeppninni, með hinu stórskemmtilega lagi, What's another year. Logan sneri sér eftir sigurinn að sólóferli í hinum harða heimi poppsöngvara, með ekki svo ýkja góðum árangri. En hann er kominn aftur, og staðráðinn í að endurtaka leikinn. Veðbankar í Englandi hafa trú á honum, hann hefur skotist í efsta sætið með Dönum. Halla Margrét er hrifin af laginu og sviðsframkomu hans. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Logan og Björgvin Halldórsson, skemmtu gestum í Broadway hér um árið. d 1 1 Stóri dagurinn er runninn upp. f kvöld rétt eftir klukkan 19.00 birtast Halla Margrét og Valgeir sjónum rúmlega 700 milljón manna um allan heim og syngja hið gullfallega lag Valgeirs, Hægt og hljótt. Sjónvarpið hefur Eurovision útsendingu sína á slaginu 19.00 og fyrstir í röðinni verða f rændur okkar Norðmenn, síðan koma ísraelar, Austurríkismenn og þá er röðin komin að okkur. „Allt ofar 16. sæti er sigur,“ sagði Valgeir, en veðbankar í Englandi spá okkur 14.-17. sæti. Halla Margrét sagði í samtali við Tímann að þau yrðu landi og þjóð ekki til skammar og það getum við heilshugar stutt. Valgeir og Halla Margrét halda mikið upp á ísraelana tvo, sem kallaðir hafa verið Dolli og Doddi Israelsmanna, og hafa vakið hjá þeim mikinn áhuga á að koma til landsins og skemmta okkur. En fyrst er að sjá hvernig fer í kvöld. Sjá bls. 3 FYRIRLIGGJANDI HARÐVIÐUR: Eik - Brenni - Cavula Hnota - Brazil - Pan Rose Mahogany fuii þurrkað BYGGIR h/f Grensásvegi 16 s: 37090

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.