Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. maí 1987 Tíminn 7 llllllllllllliilllllllllllll SAMVINNUMAL :.. ..- ... ... ... ,. . .... ' Útflutningur Sjávarafurða- deildar nærri sjö mil jarðar Rekstur deildarinnar gekk vel á síðasta ári Eysteinn Helgason (t.v.) og Ólafur Jónsson ásamt fleiri fundarmönnum. Það kom fram á aðalfundi Félags Sambandsfiskframleiðenda (SAFF) á þriðjudag að á síðasta ári varð útflutningur Sjávarafurðadeildar Sambandsins, bæði í verðmæti og magni, meiri en nokkru sinni áður. Útflutningurinn í krónum varð 6.973,9 miljónir, og við það bættist 424,7 milj. kr. sala Umbúða- og veiðaifæradeildar. Heildarvelta deildarinnar varð því 7.398,6 miljón- ir og jókst um 36,5% frá árinu á undan. Fundarstjóri á fundinum var Mar- teinn Friðriksson framkvæmdastjóri á Sauðárkróki. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flutti ávarp á fundinum, þar sem hann ræddi stöðu og afkomu útgerðar og fiskvinnslu, svo og stjórnun veiðanna. Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri á Húsa- vík, formaður SAFF, flutti skýrslu stjórnar, og Árni Benediktsson frkvstj. félagsins ræddi um afkomu frystingar og rekstrarhorfur hennar í ár. Þá gáfu þeir Sigurður Markús- son framkvæmdastjóri og Benedikt Sveinsson aðstoðarframkvæmda- stjóri skýrslur um rekstur Sjávaraf- urðadeildar á liðnu ári. Velgengni í Sjávarafurðadeild Hinn góði árangur Sjávarafurð- adeildar á liðnu ári er raunar talinn hafa verið í góðu samræmi við það sem gerðist í þjóðfélaginu í heild, en eins og kunnugt er varð árið 1986 metár í útflutningi. Á því ári hélt Sjávarafurðadeild hlut sínum í út- flutningnum og vel það. Fyrir þessum góða árangri liggja ýmsar ástæður, en þrjár ber þó hæst. I fyrsta lagi varð nokkur aukning á framleiðslu frystra sjávarafurða hjá Sambandsfrystihúsunum. í öðru lagi hækkaði verð frystra afurða á mörkuðum erlendis. í þriðja lagi gekk mjög á birgðir frystra afurða á árinu, þannig að þær voru um 4.500 tonnum minni í árslok en í ársbyrj- un. Hefur ekki í annan tíma verið rýmra í birgðageymslum frystihús- anna. Þá er þess að geta að á árinu náði Sjávarafurðadeild þeim ágæta ár- angri, þrátt fyrir mjög erfiðar mark- aðsaðstæður, að henni tókst að flytja út'skreið og herta hausa fyrir um 440 miljónir króna. Var það nær 400 miljónum króna meira en útflutning- ur ársins 1985. Eins og kunnugt er af fréttum hefur deildin lagt á það sérstaka áherslu að bestu fáanlegu greiðslutryggingar stæðu jafnan að baki skreiðarútflutnings á hennar vegum. Af þeim sökum er greiðslu- staða hennar gagnvart innlendum framleiðendum sínum tiltölulega góð. Hins vegar hélt þróun dollarans áfram að vera framleiðendum óhag- stæð. Það sem af er árinu hefur enn sigið á ógæfuhliðina í þeim málum, og nefna má að nú um miðjan apríl var kaupgengi dollars 7-8% lægra en í árslok 1985. Sölufyrirtækin erlendis seldu hvort um sig meira en nokkru sinni áður, og Umbúða- og veiðarfæra- deild Sjávarafurðadeildar veitti framleiðendum áfram sömu þjón- ustu og á liðnum árum. Þá var mikið starf lagt í þróunarverkefni á árinu á vegum Framleiðslu- og þróunar- deildar Sjávarafurðadeildar og Framleiðni sf. Er vonast eftir að það starf eigi eftir að skila framleiðend- um ríkulegum árangri í komandi framtíð. Á liðnu ári skiptist útflutnings- velta deildarinnar þannig að 90% voru frystar afurðir, skreið og hertir hausar voru 6%, mjöl og lýsi 2% og söltuð hrogn 2%. 44 miljónir endurgreiddar Eins og kunnugt er starfar Sjávar- afurðadeild samkvæmt sérstökum samstarfssamningi á milli Sambands- ins og Félags Sambandsfiskframleið- enda. Á liðnu ári endurgreiddi deild- in frystihúsunum samkvæmt þessum samningi um 44 miljónir króna í endurgreiddan tekjuafgang, vexti af séreignarsjóðum og afslætti af veið- arfærum. Á síðasta ári nam framleiðsla Sambandsfrystihúsanna af frystum botnfiskafurðum 42.910 tonnum og er það 1,6% meira en árið á undan. Aðrar afurðir voru 6.950 tonn og jukust um 23%. Heildarframleiðsla þeirra á frystum afurðum var því 49.860 tonn og jókst um 4,1%. Þessa aukningu er einkum að rekja til aukningar í frystingu á rækju, síld og loðnuafurðum. Síðustu fimm árin hefur frysting þessará húsa á botnfi- skafurðum aukist um 36%, frysting þeirra á öðrum afurðum um 58% og heildarfrysting þeirra um 39%. í kjölfar þessa hefur hlutdeild Sambandsfrystihúsanna í heildar- frystingunni í landinu einnig vaxið. Árið 1982 var hlutur þeirra 28,4%, en var kominn upp í 39% á síðasta ári. Sé borið saman við frystihús innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna þá var framleiðsla þeirra á síðasta ári 77.470 tonn á móti tæpum 50.000 tonnum Sambandsfrystihús- anna. Árið 1982 voru sambærilegar tölur hins vegar um 90 þúsund tonn hjá SH og tæp 36 þúsund tonn hjá Sambandsfrystihúsunum. Það kom fram á fundinum að rekstur Sambandsfrystihúsanna virðist hafa verið hallalítill á síðasta ári. Eiginfjárstaða þeirra mun vera nokkurn veginn óbreytt eftir árið, en lausafjárstaða þeirra mun hins vegar hafa versnað nokkuð. Á síðasta ári var hlutdeild Sjávar- afurðadeildar í útflutningi lands- manna 14,5%. Hlutdeild hennar í útflutningi sjávarafurða var 18,3%. Samtals varð útflutt magn hennar á frystum sjávarafurðum 54.380 tonn og jókst um 11,4%. Af freðfiskinum fóru um 24 þúsund tonn til Banda- ríkjanna, tæp 7 þúsund tonn til Sovétríkjanna, tæp 9 þúsund til Bretlands og tæp 8 þúsund á aðra markaði, þar af mest til Japan og Kóreu. Sölufyrirtækin erlendis Ekki verður annað sagt en að starfsemi sölufyrirtækjanna í Banda- ríkjunum og Bretlandi hafi gengið með prýði á árinu. Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum seldi fyrir 157 miljónir dollara, sem var aukning um 18 miljónir dóllara eða rúm 15% frá árinu á undan. Síðustu fimm árin lætur nærri að sala fyrir- tækisins hafi aukist um 12% á ári að (Tímamyndir: Pjetur.) meðaltali. Er þetta langt umfram verðbólgustig í Bandaríkjunum og einnig langt umfram þá aukningu sem orðið hefur á sölu frystra sjáv- arafurða þar í landi á þessum árum. Því er Ijóst að Iceland Seafood Corp hefur stóraukið hlutdeild sína í þess- um þýðingarmesta freðfiskmarkaði heimsins. Eins og kunnugt er urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Iceland Se- afood Corp á síðasta ári. Guðjón B. Ólafsson lét af starfinu í ágústlok og tók við sem forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga. Við fram- kvæmdastjórastarfinu vestra tók þá Eysteinn Helgason. Iceland Seafood Limited í Hull í Bretlandi var með sölu að upphæð 31,0 miljón sterlingspunda, og jókst hún um 12 miljónir eða 62% frá árinu á undan. í ársbyrjun 1986 var gerð sú breyting að sala sjávarafurða á þáverandi skrifstofu Sambandsins í Hamborg var færð í hendur sér- staks sölustjóra þar, og heyrir hann undir Iceland Seafood Ltd. Árang- urinn af þessari fyrirkomulagsbreyt- ingu var mjög góður, því að salan f Hamborg á síðasta ári varð 10,2 miljónir þýskra marka, sem er rúm- lega helmingi meira en árið á undan, er sala Hamborgarskrifstofu á sjáv- arafurðum var 5,0 miljónir marka. Hjá lceland Seafood Ltd urðu einnigframkvæmdastjóraskipti í árs- lok 1986, er Benedikt Sveinsson lét af því starfi og fluttist heim þar sem hann tók við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar. Við starfi hans í Hull tók Sigurður Á. Sigurðsson sem verið hafði fram- kvæmdastjóri Lundúnaskrifstofu Sambandsins frá 1981. Sölustjóri Iceland Seafood Ltd í Hamborg er Helgi Sigurðsson, sem áður hafði starfað um árabil á skrifstofu Sam- bandsins þar í borg. Eignarhaldsfélag í sjávarútvegi Sérstakur dagskrárliður á þessum fundi SAFF var stofnun eignarhalds- félags í sjávarútvegi sem fyrirhuguð er. Þar kom fram að þegar hafa verið gerð drög að stofnsamningi og sam- þykktum fyrir þetta félag, en gert er ráð fyrir að það verði hlutafélag í eigu Sambandsfrystihúsanna, Sam- bandsins og samstarfsfyrirtækja þess, og einnig verði Iceland Sea- food Corp og Iceland Seafood Ltd meðal eigenda, og e.t.v. einnig Sam- vinnusjóður íslands hf. Gert er ráð fyrir að tilgangur félagsins verði að efla útgerð, fisk- vinnslu og fiskverslun samvinnu- manna og samstarfsaðila þeirra. í því skyni að ná fram þessu markmiði muni félagið síðan gerast þátttak- andi í slíkum atvinnurekstri með hlutabréfakaupum og lánastarfsemi. Fjármagns til félagsins er hug- myndin að afla með þeim hætti að frystihúsin greiði árlega til þess sem hlutafé ákveðna prósentu af verð- mæti frystra afurða sinna, Samband- ið greiði jafnháa upphæð á móti, og sölufyrirtækin nánar til teknar árleg- ar fjárhæðir. Fundurinn lýsti fullum stuðningi við þessar hugmyndir og kaus tvo menn í undirbúningsnefnd fyrir stofnun félagsins. Gert er ráð fyrir að stofnfundur þess verði haldinn nú í byrjun júní. Ólafur Jónsson, sem áður var aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar, mun verða framkvæmdastjóri þessa nýja félags. Stjórnarkjör Þeir Tryggvi Finnsson á Húsavík, formaður Félags Sambandsfisk- framleiðenda, og Hermann Hansson kfstj. á Hornafirði, varaformaður, höfðu endað kjörtíma sinn og voru báðir endurkjörnir á fundinum. Gísli Jónatansson kfstj. á Fáskrúðs- firði baðst hins vegar undan endur- kjöri í stjórnina eftir tíu ár setu þar, og í stað hans var kosinn Pétur Olgeirsson á Vopnafirði. Áfram sátu í stjórninni þeir Ríkharð Jónsson, Reykjavík, Bjarni Grímsson, Þing- eyri, Guðmundur Pálmason, Akra- nesi, og Jóhann Á. Jónsson, Þórshöfn. Aðalfundir Iceland Seafood Corp og Iceland Seafood Ltd voru einnig haldnir í Reykjavík í tengslum við aðalfund Félags Sambandsfiskfram- leiðenda. 1 stjórn Iceland Seafood Corp sitja þeir Guðjón B. Ólafsson, formaður, Sigurður Markússon, varaformaður, Erlendur Einarsson, Marteinn Friðriksson og Gísli Jóna- tansson. 1 stjórn Iceland Seafood Ltd sitja Guðjón B. Ólafsson, Sig- urður Markússon, Tryggvi Finnsson og Guðni Jónsson, frkvstj. í Grund- arfirði. - esig Verkföllin ollu verulegri röskun - segir Siguröur Á. Sigurösson Sigurður Á. Sigurðssun tók við starfi framkvæmdastjóra Iceland Seafood Limited í Hull nú um síðustu áramót, en áður hafði hann stýrt Lundúnaskrifstofu Sam- bandsins frá árinu 1981. Ég hitti Sigurð á fundinum hjá Félagi Sam- bandsfiskframleiðenda og spurði hann hvernig starfsemin hefði gengið þá mánuði sem liðnir eru af yfirstandandi ári. - Það sem einkennt hefur þessa fyrstu fjóra mánuði ársins, saman- borið við fyrstu fjóra mánuði ársins 1986, svaraði Sigurður, -er í fyrsta lagi verkfall sjómanna í ársbyrjun sem olli verulegri röskun á af- greiðslu og dró úr sölu í janúar og febrúar. í öðru lagi er svo hitt að sú stöðuga verðhækkun, sem átti sér stað í Bretlandi á öllu síðasta ári, hefur nú stöðvast. Eftirspurnin eftir fiski í janúar var mjög mikil, og því var það skaðlegt að framboðið skyldi minnka á þessum tíma. Þegar svo Sigurður Á. Sigurðsson (Timamynd: Pjetur.) afgreiðslur fóru að berast aftur af krafti, sem var um miðjan febrúar, þá var eftirspurnin ekki lengur sú sama og í byrjun ársins. Síðan höfum við þó stöðugt verið að ná upp tapaðri sölu, og nú er svo komið að í lok apríl er salan orðin 98% í verðmæti talið af því sem hún var á sama tíma í fyrra. - En hvað er um horfurnar framundan að segja? - Útlitið á Evrópumarkaði er mjög gott og söluhorfur þar eru að mínum dómi góðar. Ég tel að verðin muni haldast óbreytt þar um sinn, en hins vegar sé ég ekki útlit fyrir verðhækkanir í bili þar á helstu tegundum okkar. Hins vegar mun Vestur-Evrópa verða í fram- tíðinni einn þýðingarmesti mark- aður fyrir sjávarafurðir frá íslandi, meðal annars vegna þess að þessi markaður er stór og þéttbýll, með um 340 miljónir íbúa, og fólk þar býr við almenna velmegun og góð lífskjör, fiskneysla þar er hefð- bundin, svo að það fer ekki á milli mála að þar eigum við mikla mögu- leika. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.