Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 9. maí 1987 DAGSBRÚN VILL 10-15% HÆKKUN - og endurskoðun á skipulagsmálum verkalýðshreyfingarinnar Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík telur að hækka þurfi laun Dagsbrúnarmanna um 10-15% til að jafna þann mismun sem orðið hefur milli launa þeirra og annarra laun- þega sem samið hafa í kjölfar des- embersamninganna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Dagsbrúnar fyrr í vikunni. Dagsbrún telur að forsend- ur jólaföstusamninganna séu nú brostnar vegna misgengis sem orðið hefur í launaþróun og ítrekaði aðal- fundurinn áður fram komnar kröfur stjórnarinnar að krafist verði endur- skoðunar á launalið kjarasamninga félagsins við vinnuveitendur. í>á kemur fram í ályktun fundarins að félagsmenn telja reynsluna undanfarin ár sýna að verkalýðs- hreyfingin þurfi að temja sér ný vinnubrögð og nýjar áherslur. í ályktun fundarins segir m.a.: „Til að tryggja betur samræmi í kjörum og aukinn kaupmátt í stöðugu en þó vaxandi efnahagslífi þurfa samtök íslensks launafólks fyrir sitt leyti að gera verulegt átak í skipulagsmálum sínum.“ -BG Neysluvöruinnflutningur jókst um 42% milli ára Hlutfall neysluvöru af heildarinn- flutningi jókst mjög mikið í fyrra. Neysluvörurnar voru þá 41,4% af heildarinnflutningi landsmanna. Árin 1981-85 var þetta hlutfall á bilinu 34-36% og á síðasta áratug algengast milli 32-33% að meðaltali. ( krónum talið jókst innflutningur neysluvara um rúmlega 5,6 milljarða kr. milli 1985-86, eða um 42%. Innflutningsverð þeirra í erlendri mynt hækkaði hins vegar um 9% á Norski baritone-söngvarinn Roy Samuelsen er væntanlegur til íslands í næstu viku og mun hann halda tónleika í íslensku óperunni 13. maí n.k. Dagskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt og í henni að finna margar perlur tónlistarsögunnar. Heimsókn hans hingað nú er liður í stuðningi hans við fslensku óper- sama tíma. Virðist því ljóst að almenningur hefur í verulegum mæli notað afrakstur „góðærisins" til að svala kaupgleði sinni. Upplýsingar um skiptingu inn- flutningsins í framangreinda flokka er að finna í tölum frá Seðlabankan- um. Athyglivert er að árið 1985 var innflutningur neysluvara og rekstr- arvara nær sá sami, rúmlega 13 milljarðar króna. Árið eftir var neysluvöruinnflutningurinn aftur á una. Roy Samuelsen mun gefa ís- lensku óperunni sinn hluta af inn- komu tónleikanna á miðvikudaginn kemur. Þannig gefst einnig íslensk- um tónlistaráhugamönnum kostur á að sameina tvennt; einstakt tækifæri til að hlusta á vandaðan tónlistar- flutning og styðja við starfsemi fs- lensku óperunnar um leið. móti rúmlega 19 milljarðar (um 286 þús. á fjölsk. að meðaltali) en rekstr- arvörurnar aðeins 12,5 milljarðar. Jafnvel þótt olíuverðið hefði ekki lækkað hefði rekstrarvöruinnflutn- ingurinn orðið um 4 milljörðum króna lægri en neysluvöruinnflutn- ingurinn. Innflutningur fjárfesting- arvara milli þessara sömu ára jókst úr 11,2 í 14,4 milljarða milli ára eða um 29%. Heildarinnflutningurinn var um 45,9 milljarðar í fyrra. Af um 8,3 milljarða aukningu milli ára var yfirgnæfandi meirihluti neysluvörur. En af hvaða vörum keyptum við þá svona miklu meira? Efst á lista eru sjálfsagt bílarnir. Sá liður hækk- aði í heild úr 1.665 upp í 3.784 milljónir eða um 127% milli ára, en þar af var 224% aukning ef litið er á fólksbíla eingöngu. Þá má nefna að liður sem tekur yfir fjarskipta-, upp- töku- og hljómflutningstæki hækk- aði um 71%, sjónvarpsinnkaupin um 114% (8.380 tæki) kaup á ferða- búnaði um 50%, kaup á rafmagns- tækjum til heimilis um 53% og upphæðin til fatakaupa hækkaði um 34%, svo nokkur dæmi séu tekin úr Hagtíðindum. Roy Samuelsen í íslensku óperunni Vigdís á leikinn Leiðtogar fjögurra stjórnmála- flokka og samtaka gengu á fund Vigdísar Finnbogadóttur í gær og ræddu við hana um sjónarmið sín varðandi möguleika á stjórnar- myndun. Fyrstur fór Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokks, þá Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Karlsdóttir frá Kvenna- lista, þá Albert Guðmundsson for- maður Borgaraflokksins og loks Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka um Jafnrétti og félags- hyggju. Allirvoru leiðtogarnirorð- sparir eftir fundi sína. Albert Guðmundsson kvaðst eftirfundinn telja mjög ólíklegt að Borgara- tlokkurinn gæti myndað ríkisstjórn í fyrstu atrennu, en Jón Baidvin kvaðst ekkert vilja segja um sam- ræðu sína og forseta, en ítrekaði áðurframkomnar óskir um sam- starf i þriggjaflokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og annaðhvort Aiþýðubandalagi eða Kvennalista. Kvennalistakonur sögðust tilbúnar í ríkisstjórn með hverjum þeim sem gengi að þeirra kröfum og setti fram aðgengilegar mótkröfur fyrir þær. Kröfur sínar vildu þær þó ekki ræða. Stefán Vaigeirsson lagði til við forseta hverjum bæri ekki að fela stjórnarmyndunarumboð. Næsti formlegi leikur í þessari stöðu er að Vigdís Finnbogadóttir feli einhverjum leiðtoganna um- boð til stjórnarmyndunar. Það get- ur gerst nú um helgina eða strax eftir hana. -BG Flugstöö Leifs Eiríkssonar: Starfsfólk beðið að hafa biðlund - Sem óðast verið að binda alla lausu spottana Á miðvikudag voru tekin elds- neytissýni úr nýju bensínleiðslunum í Leifsstöð, til að athuga hvort þær væru nægilega hreinar til að þær megi taka í notkun. Þangað til verður að aka eldsneyti í bílum til flugvélanna, en sá háttur hefur verið hafður á frá því flugstöðin var opnuð. Það hefur gengið vonum framar með hjálp tveggja tankbíla frá varnarliðinu og ekki raskað flug- áætlun hingað til. Og til að líta á björtu hliðarnar má ætla, að þessi akstur nú sé prýðileg æfing undir aðgerðir, sem þyrfti að grípa til, ef nýju tækin biluðu! Þær upplýsingar fengust hjá Póst- og símamálastofnuninni, að frá opn- un flugstöðvarinnar hafi verið ýmis vandræði varðandi símkerfi í bygg- ingunni. Það horfði þó til batnaðar. Loftræstikerfið er komið í gang, en er ekki að fullu tengt, svo sem sagði í frétt Tímans í gær. Það hefur fengist staðfest af starfsfólki, að m.a. sé loftlaust í fríhöfninni. Þar er mjög þröngt um starfsfólk og í fríhöfninni er ekki salerni. „Það sem snýr að farþegum er glæsilegt,“ segir starfsstúlka í fríhöfninni. „Þar fyrir utan er allt skammt á veg komið. Maður reynir að sýna þolinmæði, en mesta vertíðin er að hefjast hérna og það er ekki gæfulegt að hafa stöðina svona hálfkláraða." Hún bætti við aðspurð að margir starfsmenn væru á þvf máli, að of snemma hefði verið ráðist í að opna flugstöð Leifs heppna. Starfsfólk í Leifsstöð hefur verið beðið um að hafa biðlund, meðan verið er að binda alla lausu spottana og ljúka við byggingu flugstöðvar- innar. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.