Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 9. maí 1987 Timinri MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:, 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Endurbætur í húsnæðismálum í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar félagsmála- ráðherra hafa verið gerðar umfangsmeiri aðgerðir í húsnæðismálum en nokkru sinni fyrr. Má með sanni segja að endurskipulagning húsnæðiskerfisins sé gerbreyting á því ástandi sem var. Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins og reyndur forystumaður í Al- þýðuflokknum, hefur haft þau ummæli um nýja húsnæð- iskerfið að það væri nú orðið sambærilegt við það besta í nálægum ríkjum. Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar og þingmaður Alþýðubandalagsins sagði í þingræðu að Húsnæðisstofnun hefði aldrei haft meira fé handa á milli en nú og að húsnæðiskerfið hefði aldrei staðið betur en í dag. Þetta eru réttir dómar um þá miklu breytingu, sem orðið hefur á húsnæðiskerfinu í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar. í jákvæðri samvinnu við aðila vinnu- markaðarins, þ. á m. helstu samtök launþega, náðist breið samstaða um setningu nýrra laga um húsnæðismál, sem nú eru komin til framkvæmda. Þessi góða samvinna aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í húsnæðismálum er til fyrirmyndar og verður að haldast hver sem ríkisstjórnin er. Þegar Alexander Stefánsson tók við starfi félags- málaráðherra árið 1983, var við mikinn vanda að stríða í ýmsum þáttum húsnæðismálanna. Strax á fyrstu mánuð- um stjórnarsamstarfsins var ákveðið að hlutfall húsnæðisl- ána yrði hækkað úr 15% í 30% af verði staðalíbúðar og veitt heimild til viðbótarlána til þeirra, sem áður höfðu fengið lægri lán. Voru þá strax veitt 5000 slík viðbótarlán. í maí 1984 voru lögfest ýmis ákvæði til hagsbóta fyrir húsbyggjendur, m.a. hvað varðaði lengri lánstíma og auðveldari aðgang aldraðs fólks og öryrkja að húsnæði- slánum. Á árinu 1985 voru enn gerðar endurbætur á húsnæð- iskerfinu þegar stofnaður var nýr lánaflokkur fyrir íbúðareigendur sem áttu í greiðsluvanda. Þá tók einnig til starfa sérstök ráðgjafarþjónusta Húsnæðisstofnunar, sem sannað hefur gildi sitt, enda löngu tímabær starfsemi. Þá voru sett lög um kerfisbundinn sparnað í þágu húsnæðis- mála sem veitir einstaklingum rétt til skattaafsláttar. En að sjálfsögðu er hápunktur umbóta í húsnæðismál- um hin nýju heildarlög um húsnæðismál, sem nú er byrjað að framkvæma. Þessi lög hafa unnið til þeirra ummæla, sem nefnd hafa verið að loksins væri komið á húsnæð- iskerfi á íslandi sem væri sambærilegt við það besta í nágrannalöndum okkar og að húsnæðismálin yfirleitt hefðu aldrei staðið betur en í dag. Þrátt fyrir þær stórfelldu umbætur sem gerðar hafa verið á húsnæðiskerfinu, er endurbótastarfinu ekki lokið. í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í þinglokin greindi Alexander Stefánsson frá því að hafinn væri sérstakur undirbúningur undir að taka hinn félagslega hluta húsnæðiskerfisins til endurmats, og þar kemur helst til að yfirfara ákvæði um lánveitingar til verkamannabúst- aða, en einnig hljóta að koma þar til álita reglur um kaupleiguíbúðir eða svokallað Búsetafyrirkomulag, sem félagsmálaráðherra hefur stutt og er á stefnuskrá Fram- sóknarflokksins sem úrræði í húsnæðismálum að sínu leyti. Aðalmálið er að húsnæðiskerfið er nú reist á traustari grundvelli en áður. Þann grundvöll má ekki veikja. T J.7I ÆPAST verður því halóið fram með gildum rökum að einn ákveðinn flokkur sé sigurvegari nýafstaðinna kosninga. Þótt Samtök um Kvennalista hafi bætt við sig 3 þingmönnum frá síðustu kosningum verður að taka með í reikninginn að nú buðu kon- urnar í fyrsta skipti fram í öllum kjördæmum landsins og samkvæmt eðli málsins skilaði það þeim fleiri atkvæðum en í kosningunum 1983, þegar samtök þeirra buðu aðeins fram í þremur kjördæmum. Borgaraflokkurinn bauð nú fram í fyrsta skipti og fékk mjög góða útkomu en samt sem áður verður erfitt að krýna hann sem sigurveg- ara; til þess er hann of smár og áhrifalítill. Alþýðuflokkurinn getur fjarri því talist sigurvegari. Hann bætti við sig einum þingmanni frá því sem hann hafði áður en gengið var til kosninga. Því má ekki gleyma að þrír af fjórum þingmönnum Bandalags jafnaðar- manna gengu til liðs við flokkinn á kjörtímabilinu og má hiklaust telja að það hafi stór hluti kjósenda B.J. einnig gert og þar með sameinast Alþýðuflokknum á nýjan leik. Þá fékk flokkurinn mun verri útkomu í kosningunum en skoðanakannanir bentu til fyrir nokkrum mánuðum og hlýtur það að hafa valdið forystu- mönnum flokksins verulegum von- brigðum. Þar að auki má benda á að ef úrslitin hefðu verið reiknuð út samkvæmt gömlu reglunum hefði þingmannatala flokksins staðið í stað. Allt tal um sigur Alþýðuflokks- ins í þessum kosningum er því tóm vitleysa. Framsóknarflokkurinn bætti að- eins við fyrra fylgi sitt og munaði þar mestu um stóraukið fylgi í Reykja- neskjördæmi. Þar vann Framsókn- arflokkurinn og þá hvað helst Stein- grímur Hermannsson, forsætisráð- herra, óumdeilanlega mikinn sigur. Framsóknarflokkurinn getur auk þess verið mjög ánægður með að hafa, þrátt fyrir samstarf með Sjálf- stæðisflokknum, unnið á í kosning- unum sem er gagnstætt fyrri reynslu hans og annarra flokka sem myndað hafa stjórn með þeim flokki. Þá bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að Framsóknarflokkurinn myndi tapa verulega sem reyndist síðan ekki rétt. Framsóknarflokkur- inn getur því verið ánægður með úrslit kosninganna en varla getur hann talist sérstakur sigurvegari' þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í kosningunum. Ástæðurnar fyrir þvf eru margar og bar mest á klofn- ingi flokksins. Borgaraflokkurinn tók ekki einungis mikið fylgi frá flokknum heldur gerði framboð hans sjálfstæðismönnum einnig erfitt fyrir með málflutning. Umræðan snérist um klofninginn og Borgaraflokkinn miklu fremur en stefnumál flokksins. Vera má hins vegar að það hafi ekki verið svo slæmt fyrir flokkinn þegar allt kom til alls. gerðu sér grein fyrir að þeir myndu tapa en vonuðust þó eftir að fá a.m.k. 21 þingmann. Niðurstaðan varð mun verri eða 18 þingmenn. Alþýðubandalagið fór hvað verst út úr kosningunum. Þeir höfðu ætlað sér sem stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn að auka verulega við sinn hlut en töpuðu í þess stað verulegu fylgi. Að nafninu til gekk flokkurinn heill til kosninga en vitað var að miklar deilur voru innan Alþýðu- bandalagsins sem eru nú að koma í ljós. Staðreyndin er að málflutning- ur og stefna Alþýðubandalagsins höfðar ekki lengúr til þjóðarinnar. Til þess er stefnan of þröngsýn og málflutningurinn bæði einhæfur og neikvæður. Kosið um stefnur Þrátt fyrir að enginn flokkur geti talist sigurvegari verður annað sagt um stjórnmálastefnurnar. í þessum kosningum var tekist á um stefnur og greinilega kom fram hvaða stefna sigraði að þessu sinni. Það var hin svokallaða miðjustefna. Öfgastefnurnar til hægri og vinstri biðu afhroð. Frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins var hafnað og sömuleiðis stefnu Alþýðubandalags- ins sem boðar ríkisforsjá í öllum málum. Þetta er veigamesta skýring- in á tapi Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins. Hvernig svo sem forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags reyna að skýra tap sinna flokka, komast þeir ekki hjá því að viðurkenna að fyrst og fremst var þeim hafnað af kjósend- um vegna öfgaskoðana sem þeir boða og falla landsmönnum ekki í geð. Ríkisforsj árstefnan Ríkisforsjárstefnan, eða sósíal- isminn höfðar ekki til landsmanna enda samrýmist hann engan veginn því þjóðfélagi sem við búum í og íslendingar vilja skapa. Til þess er stefnan of þröngsýn og landsmenn' of vel upplýstir um framkvæmd hennar í reynd. Þar að auki fellur hún skki að þeim hugsunarhætti sem viðgengst í vestrænum rfkjum. Alþýðubandalagið boðaði einn flokka að hann væri vinstri flokkur, sósíalískur flokkur. Út af fyrir sig var það heiðarleg tilraun flokksins til að staðsetja sig í pólitík en sú staðsetning fékk ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Athygli vakti hins vegar að Al- þýðuflokkur sem er í reynd sósíal- ískur flokkur forðaðist að kenna sig við þá stefnu. Þrátt fyrir grímubún- ing er hann þó ekkert annað. Frj álshyggj ustefnan Landsmenn höfnuðu einnig frjáls- hyggjustefnu sjálfstæðismanna. Hún boðar í reynd að hver og einn verði að hugsa um sig sjálfur. Að þeir hæfustu lifi. Þessi stefna samræmist ekki því uppeldi sem íslendingar hafa fengið. í gegn um árin og aldirnar hefur íslenska þjóðin kom- ist af vegna samstöðu og samhjálpar og samhjálpin er okkur í blóð borin. Frelsi einstaklingsins er nauðsynlegt og í reynd forsenda framfara, en þar með er ekki sagt að hann þurfi ekki að taka tillit til annarra. í svo litlu og nánu þjóðfélagi sem við búum í hljótum við að taka verulegt tillit til náungans sem oftast er kunningi, vinur, nágranni eða frændi. Hér ríkir sem betur fer ekki sá stéttamis- munur sem þekkist víða um lönd og í reynd viljum við að allir hafi það gott. Öfgafull frjálshyggjustefna gengur í berhögg við þennan hugs- unarhátt íslendinga og henni var hafnað í kosningunum. Miðjustefnan Miðjustefnan er ótvíræður sigur- vegari kosninganna. Framsóknarflokkurinn hefur lengst af einn barist fyrir þeirri stefnu, en í kosningunum nú tóku fleiri flokkar og framboð upp merki hennar að einhverju leyti. Ekki verður þó rpeð sanni sagt að þeir flokkar getí talist sannir miðju- stefnuflokkar í eiginlegum skilningi. Þar má tiltaka Kvennalistann, og ýmsa aðila innan Borgaraflokksins og einnig að hluta til Alþýðuflokk- inn. Bæði Kvennalistinn og Borgara- flokkurinn eru ný stjórnmálaöfl og erfitt að átta sig á raunverulegri stefnu þeirra. Má jafnvel búast við að þeirra stefna mótist að verulegu leyti af vilja fólksins í landinu hverju sinni ef dæma má málflutning þeirra. Að þessu sinni hentaði þeim öfga- laus málflutningur og honum var beitt nú. Alþýðuflokkurinn hefur hins veg- ar alla tíð hallast að hinu sósíalíska hagkerfi og er í raun sósíalískur flokkur þrátt fyrir alla sína feluliti. Athygli vekja hins vegar erfiðleik- ar flokksins til að staðsetja sig í pólitík. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins hefur hvað eftir annað lýst því yfir að flokkurinn sé vinstra megin við miðju en þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hans bera mörg stefnumál flokksins greinileg merki frjálshyggjunnar. Þetta stefnuleysi átti að draga til flokksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.