Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. maí 1987 Tíminn 5 Fræðsluráð/skólamálaráð Reykjavíkur: Gilda grunnskóla lög I Reykjavík? - enn beðið endanlegs svars frá menntamálaráðuneyti Barátta minnihluta borgarstjórnar við meirihluta Davíðs Oddssonar helduráfram. Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld las Davíð Oddsson, borgarstjóri upp svör menntamála- ráðherra Sverris Hermannssonar frá 14. apríl, þar sem ráðherra svarar þremur spurningum Davíðs varð- andi starfssvið skólamálaráðs. Með hliðsjón af svörum ráðuneytisins lýs- ir Davíð því nú yfir, að ekki þurfi frekar að ræða málefni skólamála- ráðs, þar sé allt á hreinu. Spurningar Davíðs eru, hvort í samþykkt skólamálaráðs Reykjavík- urborgar séu talin einhver þau verk- efni sem ekki samrýmast samningi borgarstjóra og menntamálaráðu- neytis, dagsettum 16. maí 1984 og geti talist lögbundin verkefni fræðsluráðs. önnur spurning Davíðs er hvort sá skilningur sé réttur að ráðningar kennara við grunnskóla Reykjavíkur og breytingar á ráðningum þeirra skuli lagðar fyrir fræðsluráð til umfjöllunar. í þriðja lagi er spurt hvort sá skilningur sé réttur að öll málefni varðandi skipu- lag og framkvæmd kennslumála í þeim skólum Reykjavíkur er ríki og borg eiga sameiginlega og snerta Reykjavíkurborg fjárhagslega skuli fara til umfjöllunar og afgreiðslu í skólamálaráði. Svör ráðhetra eru í stuttu máli þau að samþykkt um skólamálaráð sé innan allra löglegra marka. í öðru lagi skuli fræðsluráð fjalla um ráðningar kennara. í þriðja lagi telur ráðuneytið eðlilegt að Reykja- víkurborg skuli fjalla um mál sem snerta Reykjavíkurborg fjárhags- lega. Spurningar borgarstjóra eru um margt athugunarverðar og hefur t.d. enginn efast um að sjálf samþykktin um skólamálaráð hafi verið lögleg. Það sem ágreiningurinn hefur snúist um, er að skólamálaráð hefur tekið fyrir verkefni sem eru lögbundin verkefni fræðsluráðs, þar á meðal ráðningar kennara, en vert er að minna á það hér að meirihlutinn myndaði skólamálaráð undir því yfirskini að verið væri að sameina tvær nefndir (!). Eini sjáanlegi Hið íslenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn var stofnað 11. maí 1912 af helstu framámönnum Hafnar- deildar Bókmenntafélagsins, eftir að deildin var lögð niður 1911. Upptök- in að stofnun félagsins átti Bogi Melsteð, sem varð fyrsti forseti þess, en helstu samstarfsmenn hans voru Finnur Jónsson, Sigfús Blöndal og Þorvaldur Thoroddsen. Allir höfðu þeir áhuga á að halda áfram íslenskri útgáfustarfsemi í Kaupmannahöfn, enda áttu þeir djúgan hlut að útgáf- um félagsins meðan þeirra naut við. Síðan bættust fleiri í hópinn, en þeirra afkastamestur var Jón Helga- son sem starfaði allra manna lengst fyrir félagið og var forseti þess í meira en hálfa öld (1934-86). Sam- kvæmt lögum félagsins skal það ávallt hafa aðsetur í Kaupmanna- höfn. Tilgangur félagsins hefur frá upp- hafi verið að gefa út gömul og ný rit sem varða sögu íslands og náttúru, fslenskar bókmenntir og þjóðfræði. Þessu hlutverki hefur félagið gegnt með býsna fjölbreyttri útgáfustarf- semi, þar sem bækur þess eru nú orðnar um sjötíu bindi. Hér skulu aðeins nefndar fyrirferðar mestu rit- raðirnar: Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns (11 bd.), sem nú er að koma út endurprentuð, Safn Fræðafélagsins (14 bd.), íslensk rit síðari alda (9 bd.), og eru þá margar merkar bækur ótaldar. Fyrir nokkrum árum tók Sögufé- lagið að sér umboð Fræðafélagsins hér á landi og annast nú m.a. endurprentun Jarðabókarinnar. ávinningurinn af þessari „samein- ingu“ er að fræðslustjóri og fulltrúar kennara í fræðsluráði sitja ekki fundi skólamálaráðs, sem nú fjallar um fjölmörg verkefni sem fræðsluráð hefur samkv. lögum. Kennarafélag Reykjavíkur (KFR) sendi menntamálaráðherra opið bréf þann 3. mars og fékk svar þann 10. apríl sl. Ráðuneytið staðfestir helstu niðurstöður félagsmálaráðuneytis og Lagastofnunar um að heimilt hafi verið að stofna skólamálaráð, um að skólamálaráð og fræðsluráð hafi ekki verið sameinuð og að óheimilt sé að taka lögskipuð verkefni fræðsluráðs frá ráðinu. Enn fremur segir að ljóst sé að ekki hafi verið gert ráð fyrir að skólamálaráð fjalli um ráðningar kennara. í bréfi ráðu- neytisins segir hins vegar, að KFR hafi ekki tilgreint nægjanlega greini- lega þau verkefni sem teljast lögboð- in verkefni fræðsluráðs og skóla- málaráð hafi síðan yfirtekið. Rétt er að minna á 18. gr. grunn- skólalaga en þar segir orðrétt: J Reykjavík fer frœðsluráð með hlutverk skólanefndar. “ Því hefur KFR á ný sent mennta- málaráðherra bréf, dagsett þann 5. maí þar sem mörg dæmi þess að skólamálaráð hafi sinnt lögboðnum verkefnum fræðsluráðs eru tíunduð og sú spurning ítrekuð hvort menntamálaráðherra ætli að beita sér fyrir því að fræðsluráð Reykja- víkur fái aftur sín lögboðnu verkefni og hvernig því verði fylgt eftir. í bréfi Kennarafélagsins eru þessi dæmi rakin í níu liðum en hér verða tvö látin duga. Fyrsta: „Ákvarðanir um að aug- lýsa lausar kennarastöður eru teknar á fundi skólamálaráðs 9. febrúar (sjá lið 6 í fundargerð). Samkvæmt 33-gr. grunnskólalaga er það SKÓLA- NEFND sem tilkynnir fræðslustjóra að auglýsa þurfi stöður og samkv. 18. gr. grunnskólalaganna er það fræðsluráð Reykjavíkursem fermeð hlutverk skólanefndar í Reykjavík. “ Annað: „Skólamálaráð hefur fjallað um skólabyggingar í Reykja-| vík (sjá fundargerð 9. febrúar, 7. lið; 2. mars, 4. lið; 13. mars, 1. lið; og 18. mars, 2. lið). í 19. gr. grunn- skólalaga segir í fyrstu málsgrein að SKÓLANEFND skuli sjá um að j jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi skólahúsnæði í skólahverfi. Og í 23. gr. laganna segir að menntamála- ráðuneyti ákveði að fenginni um- sögn hlutaðeigandi fræðsluráðs, skólanefndar og sveitastjórna, hvaða gerð skólamannvirkja skuli reisa á hverjum stað.“ Nú er beðið svars menntamálaráð- herra, sem væntanlega berst jafn hratt og svar hans til borgarstjóra, sérstaklega þar sem ráðherranum hefur verið bent á ákveðna liði í fundargerðum og ekki hægt að saka Kennarafélagið um að tiltaka ekki nægjanlega vel um hvaða vafaatriði ráðuneytið skuli úrskurða. -phh Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! IUMFERÐAR RÁÐ Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí n.k. Heilsu- vernd starfs- manna - er kjörorð dagsins- sem helgaður er Florence Nightingale Alþjóðadagur hjúkrunar- fræðinga verður haldinn 12. maí n.k. en þann dag árið 1820 fæddist Florence Nightingale. Hjúkrunarfræðingar minnast brautryðjendastarfs Florence Nightingale í hjúkrunarstörf- um á þessum degi. Alþjóðasamband hjúkrun- arfræðinga sem stofnað var árið 1899 og er elsta alþjóðlega stéttarfélag kvenna hvetur að þessu sinni hjúkrunarfræðinga og allan almenning til þess að gefa gaum að heilsuvernd starfsmanna og verður 12. maí að þessu sinni helgaður starfs- mannaheilsuvernd. í tilefni af alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga þriðjudaginn 12. maí mun Hjúkrunarfélag ís- lands gangast fyrir ráðstefnu í húsi BSRB að Grettisgötu 89 og hefst ráðstefnan kl. 13:30. Á ráðstefnunni verður flutt erindi um starfsmannaheilsu- vernd, álag, streitu, og starfs- umhverfi á sjúkrahúsum. Enn- fremur verður sagt frá niður- stöðun könnunar á heilsufari og aðbúnaði hjá verslunar- og skrifstofufólki og niðurstöðum rannsóknar á heilslufari starfsmanna Álversins. ABS Jón Helgason, prófessor var allra manna lengst forseti Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn, eða meira en hálfa öld. íslenska fræðafé- lagið í Kaupmanna- höfn 75 ára Björgunarsveitir — Bændur Verktakar — Veiðimenn kynnir fjórhjóla- farartækið með drifi áöllum hjólum, sem fer allt. 1DX3S044 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Vél, 25 hestöfl Sprengirúm 350 cc 4- gengis benzínvél 5- gírar, 1 afturábak Rafstart Vökvafjöðrun Vökvabremsur Hjólbarðar 24x9-11 Benzíntankur 10,5 I Tengill fyrir 12 volt 15A Hæðfrájörðu 16sm Þyngd 259 kg Síðast en ekki síst driföxlar og hjöruliðir vandlega lokaðir Eigum nú þessi frábæru fjórhjól fyrirliggjandi. Honda á íslandi — Vatnagörðum 24, sími 38772.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.