Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. maí 1987 Tíminn 13 lllllilllllllllllillllllll ÚTLÖND ■ ................. Sovéskt silungseldi: Kenningar Pavlovs skila betri fiski Vísindamenn frá Hafrannsóknar- stofnuninni í Moskvu hafa að undan- förnu verið að vinna að tilraunum við að temja fiska. Hér er um að ræða fiskeldi í opnum sjó án nokk- urra kerja eða kvía. Silungur er duttlungafullur fiskur sem lifir í köldu vatni í fjallaám og vötnum. Það er afar erfitt að ala silung upp í fiskeldisstöðvum og hann þolir ófrelsið illa. En honum líður ekki aðeins vel í fersku vatni heldur einnig í söltu vatni og sérstak- lega í Eystrasaltinu þar sem seltan er lítil. Eistneskir fiskimenn hafa ræktað hann þar en kvíarnar fara oft illa í stormum og þeir hafa misst mikið af fiski. Á sumrin hitnar vatnið upp í 20 gráður á Celsíus og það líkar silungunum illa. Væri fiskurinn í opnum sjó gæti hann aftur á móti fært sig á kaldari staði. Sovéskir vísindamenn notuðu kenningu Pavlovs um skilyrðisbund- in viðbrögð og tömdu fiskinn þannig að hann kom á þann stað sem þeir vildu þegar merki var gefið. í Japan hafa verið gerðar sams konar tilraun- ir. Fisknum var gefið og jafnframt var gefið hljóðmerki í vatninu. Fisk- arnir vöndust þessu og þegar þeir voru komnir út í opinn sjó syntu þeir til baka þegar hljóðmerkið var gefið. Það var hinsvegar lítið hlutfall fisk- anna sem snéri aftur, vísinda- mennirnir í Moskvu fundu ástæðuna fyrir þessu og leiðréttu það sem þurfti. Nýja aðferðin var reynd á Saaremaa-eyju í Eistlandi. Vísindamennirnir komu fyrir búri í sjónum með lausum vegg. I það var silungurinn settur og látinn venjast sjónum í nokkra daga. Síðan var byrjað að temja hann. Hljóðmerki var gefið með sfrenu og fiskurinn fóðraður strax á eftir með sérstöku lostæti sem hann gat ekki fundið í sjónum. Hljóðmerki var síðan gefið aftur eftir 15 mínútur en á öðrum stað. Fiskurinn rann á hljóðið og fékk aftur að éta. Honum var þannig kennt að koma á þann stað þar sem hljóðmerki var gefið og leita að æti. Eftir þessa þjálfun leita fiskar í opnum sjó þegar upp æti þegar þeir heyra hljóðmerkið. Þeir nota að- stæður til að átta sig t.d. stóra steina. Að vísu er botn Eystrasaltsins mjög sendinn og fiskeldismennirnir verða því sjálfir að koma fyrir einhverju sem fiskarnir geta miðið við. Eftir tvær vikur er farið að hleypa fiskunum smátt og smátt úr búrinu. Þegar merkið er gefið koma þeir í fæðuleit ásamt meðbræðrum sínum sem áður hafði verið veitt frelsi. Þeir fiskar herma eftir hinum og fara að leita að æti eins og tömdu fiskarnir þegar merki er gefið. Tilraunir sov- ésku vísindamannanna höfðu í för með sér að stór hluti fisksins sneri til baka, samt er silungur ekki fiskur sem heldur sig í torfum. Þegar fiskurinn hefur náð kjör- þyngd er kallað á hann í búrið, því síðan lokað og þá er veiðin komin. Það er veiði í lagi því silungar sem aldnir eru í búri eða kví safna á sig fitu vegna hreyfingarleysis. Silungur sem alinn er upp sam- kvæmt nýju aðferðinni er ekki að- eins hreinasta lostæti heldur einnig mjög holl neysluvara þar sem fitan er engin. Evgení Barbukho, APN Kína: Japanskur blaðamaður fær reisupassann Pekíng-Keuter Henmi Shuitsu, japanskur blaða- maður, sagði í gær að kínversk stjórnvöld hefðu skipað honum úr landi og sakað hann um að hafa komist ólöglega yfir leynilegar upp- lýsingar og búið til sögur í pistlum sínum fyrir Kyodo fréttaþjónustuna japönsku. Henmi hefur verið fréttamaður Kyodo í Pekíng síðustu sex árin. Hann hefur harðlega neitað ásökun- um kínversku stjórnarinnar og jap- anskir stjórnarerindrekar eiga nú í viðræðum við embættismenn í Pek- íng vegna þessa máls. Henmi er þriðji erlendi blaðamað- urinn sem rekinn hefur verið frá Kína á síðustu tíu mánuðum. John Burns, fréttaritara New York Times, var vísað frá landinu eftir að hafa farið inn á forboðin svæði án leyfis í júlí á síðasta ári og í janúar á sama ári þurfti Lawrence MacDonald, starfsmaður France-Presse, að hafa sig á brott eftir að hafa fengið upplýsingar frá kínverskum stúdent. Henmi sagði tvo embættismenn frá öryggismálaráðuneyti landsins hafa komið til íbúðar hans og fylgt honum til ráðuneytisins þar sem honum var tilkynnt um brottvísun- ina. Eigum til afgreiðslu strax GUFFEN dreifarinn frá Kverneland hefur svo sannarlega fengið góðar viðtökur hjá íslenskum bændum. Hann er sterkur, en léttbyggður og hentar á þunna og þykka mykju. Fáanlegur í stærðunum 2.600 1 - 6.500 1. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. s. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. s. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal s. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöð- um, Klofningshr. Dal. s. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi s. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð s. 93-6119 Bílav. Pardus. Hofsósi s. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík s. 96-61122 Dragi Akureyri s. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn s. 97-8340 Víkurvagnar, Vík s. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli s. 99- 8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum s. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu s. 99-6840 Globuse LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - S 91 -6815 55 RADIAL FÓLKSBÍLA- OG VÖRUBÍLADEKK RADIAL FÓLKSBÍLADEKK 155-SR-13 Kr. 2.726.- 155-SR-13 sóluö Kr. 1.559.- 165-SR-13 Kr. 2.953.- 165-SR-13 sóluö Kr. 1.737.- 165-SR-14 Kr. 3.343.- 175-SR-14 Kr. 3.569.- 175-SR-14 sóluð Kr. 2.060.- 185-SR-14 sóluö Kr. 2.190.- HAGSTÆTT VERÐ Öll verð eru útsöluverð með söluskatti - Takmarkaðar birgðir RADIAL VÖRUBILADEKK 1100-R20-16-L36. Framan kr. 20.362.- 1100-R20-16-L39. Aftan kr. 21.093.- BÚNAÐARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 REVKJAVÍK S. 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.