Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 9. maí 1987 FRETTAYFIRLIT GENF - Samningamenn Bandaríkjastjórnar í afvopnun-' arviöræðum risaveldanna í Genf höfðu í gær í hyggju að leggja fram uppkast að sam- komulagi, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun langdrægra eld- flauga, á sérstökum fundi með samningamönnum Sovét- stjórnarinnar. JÓHANNESARBORG- Helen Suzman, baráttukona fyrir umbótum á aðskilnaðar- stefnu Suður-Afríkustjórnar, sagði að framvegis yrðu slíkar umbætur ekki ofarlega á stefnuskrá stjórnvalda. Frjáls- lyndi framfaraflokkurinn, flokk- ur Suzman, tapaði fyrir hægri- öflunum í kosningunum á mið-1 vikudaginn. JÓHANNESARBORG Stjórnmálamenn og aðrir töldu Ifklegt að suður-afrísk stjórn- völd myndu, í kjölfar kosninga- sigurs hægri aflanna í landinu, taka hart á allri andstöðu gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu sinni og yrðu verkalýðsfélög blökkumanna og baráttuhópar j gegn aðskilnaðarstefnunni fyrst til að finna fyrir aukinni hörku. WASHINGTON -Atvinnu- leysi í Bandaríkjunum minnk- aði í aprílmánuði og er nú 6,3%. Bandarískir embættis- menn sögðust vera hæfilega bjartsýnir á að dollarinn styrkt- ist í sessi og viðskiptadeilur á alþjóðlegum mörkuðum hjöðn- uðu. DANAO, Filippseyjar - Þúsundir manna fögnuðu Corazon Aquino forseta Fil- ippseyja er hún kom til bæjar- ins Danao í lok baráttuherferð- ar sinnar fyrir þingkosningarn- ar á mánudaginn þar sem kosið verður til hins nýja þings. Bæjarbúar í Danao afneituðu Aquino fyrir rúmu ári síðan þegar hún fór í framboð gegn Marcosi þáverandi forseta. NYJA DELHI - Þingmenn stjórnarandstöðunnar í neðri deild indverska þingsins gengu út í mótmælaskyni eftir að Ftajiv Gandhi forsætisráðherra hafði neitað aö látaforsetanum Zail Singh í hendur upplýsing- ar um vopnasöluhneyksli sem nú fyllir forsíður dagblaðanna þar i landi. BANGUI - Jean-Bedel Bokassa fyrrum einræðisherra í Mið-Afrfkulýðveldinu, sem nú er fyrir rétti sakaður meðal annars um morð og mannát, hefur einnig verið sakaður um að hafa stolið peningum frá velferðarkerfi landsins. UTLOND HÆTTUR Bandaríkin: HART ER - Ásakanir fjölmiðla um samband hans við aðra konu en sína eigin urðu helsta forsetaefni demó- krata að falli Kittredge, Coloradó-Reuter Gary Hart, sem líklegastur hefur þótt til að hljóta útnefningu demó- krata sem forsetaefni þeirra fyrir kosningarnar á næsta ári, er hættur kosningabaráttu sinni, aðeins 25 dögum eftir að hún formlega hófst. Hart hélt blaðamannafund á hót- eli í Denver í heimafylki sínu Color- adó í gær og tilkynnti þar um ákvörðun sína. Orðrómur þess efnis hafði reyndar borist út í fyrrinótt. Vonir Harts um að verða næsti forseti Bandaríkjanna urðu fyrir verulegu bakslagi síðasta sunnudag þegar blaðið Miami Herald birti frétt þess efnis að hann hefði eytt helginni með 29 ára gamalli leikkonu og sýningarstúlku, Donnu Rice, á meðan kona hans sat heima í Color- adó. Hinn fimmtugi Hart hætti kosn- ingabaráttu sinni í New Hampshire í fyrradag og flaug til síns heima til að vera hjá konu sinni. Hún hafði lýst yfir stuðningi við mann sinn og sagðist trúa honum fullkomnlega þegar hann neitaði að hafa átt í nokkru ástar- eða kynlífssambandi við Donnu Rice. Donna tók reyndar í sama streng og sagði að aðeins væri um vináttu að ræða. Það skipti samt litlu þótt Hart hefði neitað, fjölmiðlar voru komnir í málið og köfuðu djúpt. f gær sögðust talsmenn stórblaðsins The Washington Post hafa haft undir höndum gögn um samband Harts við aðra konu frá Washington og höfðu samskipti þeirra staðið lengi yfir. Þess ber að geta að Hart hefur tvívegis slitið samvistum við konu sína en þau síðan tekið saman aftur. Washingtonpósturinn vildi fá við- brögð Harts við upplýsingunum sem það hafði en nokkrum stundum síðar ákvað hann að hætta baráttu sinni sem hann hafði ætíð sagst vilja byggja á málefnum, ekki á persónu frambjóðandans. Brotthvarf Harts þýðir að nú getur nánast hver sem er af þeim sjö frambjóðendum sem eftir eru tryggt sér útnefningu demókrata. Forystu- menn flokksins sögðu í gær að þetta myndi einungis styrkja demókrata en flestir aðrir voru þó á öndverðum meiði. Sovéska dagblaðið Izvestia studdi Hart í grein í gær og sagði banda- ríska fjölmiðla hafa ofsótt forseta- frambjóðandann og tekið hann af lífi pólitískt séð. Hefði allt fárið um konumál Harts komið Reagan- stjórninni til góða þar sem athyglin hefði færst frá yfirheyrslunum í íransmálinu sem nú standa yfir í Washington. Gary Hart ásamt konu sinni og dóttur við rætur Klettafjalla í síðasta mánuði þar sem hann tilkynnti formlega um þátttöku sína í forsetaslagnum. Þeirri þátttöku hefur hann nú hætt vegna ásakana um að hafa haldið framhjá konu sinni með smástirninu Donnu Rice (innfellda yndin). Bretland: Ekkert stendur fyrir Thatcher - íhaldsflokkur hennar var sigurvegari bæjar- og sveitarstjórnar- kosninganna - Nánast öruggt aö þingkosningar verða í næsta mánuði Lundúnir-Reuter Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að kosningar verði haldnar í Bretlandi þann 11. júní eftir að úrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- unum á fimmtudaginn urðu að mestu ljós. Úrslit kosninganna voru sigur fyrir Margréti Thatcher forsætisráðherra og íhaldsflokk hennar og allt bendir nú til að hún verði kjörin forsætis- Yfirheyrslurnar í íransmálinu: Færri trúa Reagan New York-Reuter Meirihluti Bandaríkjamanna telur að Reagan forseti hafi logið þegar hann sagðist ekki hafa vitað að hluti ágóðans af vopnasölunni til írans hafi farið til Contra skæru- liðanna í Nicaragua. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðana- könnunar sem birtar voru í stór- blaðinu The New York Times í gær. í könnuninni kom fram að 55% þeirra 749 manna sem talað var við voru á því að forsetinn hefði logið og viti meira um málið en hann vill vera láta. Aðeins 31% aðspurðra sagði forsetann segja sannleikann. The New York Times sagði könnunina hafa verið gerða á þriðjudag og miðvikudag í þessari , viku, skömmu eftir að sjónvarps- útsendingar hófust frá yfirheyrsl- um rannsóknanefnda þingsins ( íransmálinu. Þær hófust á þriðju- dagsmorguninn. Könnunin sýndi ennfremur að einn þriðji aðspurðra hafði fylgst með sjónvarpsútsendingunum að einhverju leyti. Meirihlutinn, eða 55% , taldi að yfirheyrslurnar myndu leiða eitthvað nýtt í ljós í málinu en 34% töldu að hér væri einungis um leiksýningu að ræða. Skoðanakönnun þessi sýnir að ótrú á Reagan forseta hefur aukist. f febrúarmánuði, skömmu eftir að Towerskýrslan svokallaða var birt, var gerð samskonar könnun og þá sögðu 47% að forsetinn hefði logið um vitneskju sína í málinu en 37% sögðust trúa honum. ráðherra þriðja kjörtímabilið í röð eftir kosningarnar í júní. Thatcher þarf ekki að efna til kosninga fyrr en í júní á næsta ári þegar kjörtímabili hennar lýkur og samkvæmt heimildum innan íhalds- flokksins var hún helst á því, þangað til fyrir fáeinum vikum, að bíða til haustsins með að boða til kosninga. En góð frammistaða í nýlegum skoðanakönnunum, vel heppnuð ferð til Moskvu, þokkalegar efna- hagshorfur, vandræði innan Verka- mannaflokksins og nú góð úrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum hafa örugglega sannfært Thatcher um að næsti mánuður sé tilvalinn kosningamánuður. Kosið var um tólf þúsund sæti í 369 bæjar- og sveitarstjórnum víðs vegar um landið í fyrradag og vann íhaldsflokkurinn nokkur sæti. Flest- ir höfðu hins vegar búist við að flokkurinn tapaði allt upp í sex hundruð sætum þar sem sú árátta fylgir einatt kjósendum hans að mæta illa þegar kosið er til bæjar- og sveitarstjórna. Bandalag frjálslynda og jafnað- armanna, undir forystu þeirra David Owens og David Steels, vann einnig á í kosningunum en Verkamanna- flokkur Neil Kinnocks tapaði hins- vegar fylgi og missti völdin í sjö bæjarráðum. Thatcher mun halda til á sveita- setri sínu um helgina ásamt öðrum helstu leiðtogum Ihaldsflokksins og ráðgjöfum sínum. Þar munu kosn- ingaúrslitin verða íhuguð gaumgæfi- lega og forsætisráðherrann mun að öllum líkindum tilkynna Elísabetu drottingu á mánudaginn að kosning- ar verði þann 11. júní. Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands: Stefnir á þriðja kjörtímabilið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.